Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1943, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 11, des.. 1943. OLlUMÁLIÐ: Þung ásökun á atvinnumála- ráðherra FRUMVARP atvinnumála- ráðherra um olíugeyma o. fl. var samþykt óbreytt til 3. umr. í Ed. í gær. „Vinstri“ flokkarnir mynd- uðu samfylkingu um að drepa allar brtt., þ. á. m. tillögu Gísla Jónssonar um að tryggja það, að smærri veiðistöðvar út um land fái oliu vdð hlutfallslega sama verði og þær stöðvar, sem fá olíu frá geymum. ★ Allharðar umræður urðu í deildinni, einkum milli atvinnu málaráðherra (V. Þór.) og Gísla Jónssonar. Atvdnnumálaráð- herra brigslaði Gísla um þjónk tin við ólíuhringana. Hinsveg- ar kvaðst hann (ráðh.) hafa komið því til leiðar, að olíu- verðið laékkaði stórkostlega frá því sem ákveðið hafði verið. Þessu svaraði Gísli þannig, að fyrst ráðherrann væri að gera sjálfan sig stórann í olíu- málunum, væri best að gera heyrum kunnugt afrek hans. Nokkru eftir að ráðherrann sett ist í ráðherrastólinn hafi hann komið til þingsins — ekki einu sinni og ekki tvisvar, heldur þrívegis — og beðið um allt að 1(1 milj. úr ríkissjóði, til þess að halda niðri olíuverðinu. — Sjálfstæðismenn hafi þá bent ráðherranum á, að í tíð fyrv. stjórnar hefðu verið gerðir samningar við Breta m. a. um oltuverðið og þeim yrði ekki raskað. Alþingi hafi staðið sem etnn maður gegn ráðherranum og kúgað hann til þess að láta undan. — Ráðherran svaraði engu. Menn spyrja-: Hvað átti G. J. við og hvað hefir gerst bak við tjöldin í þessum olíumál- um? 19 ára háfíð Norðmarma- fjelagsins í GÆRKVELDI hjelt Norð- mannafjelagið í Reykjavík há- tíðlegt 10 ára afmæli sitt að Hótel Borg. Þar voru um 200 veislugestir. Formaður fjelagsins Tomas Haarde verkfræðíngur gerði grein fyrir fjelagslífi Norð- manna á íslandi. Aðalræðuna flutti Skúli Skúlason ritstjóri. Hann lýsti skemtilega Hallingdal í Noregi, en þar er nú kona hans og börn. Frú Gerd Grieg las upp hið mikilfenglega kvaéði manns hennar, Martin Linge, sem Magnús Asgeirsson hefir þýtt. Linge kapteinn og leikari fjell í norsk bresku árásinni á Maa- löy á jólum 1941. Mörgum vökn aði um augu við hinn tilþrifa- rnikla upplestur frúarinnar. — fííðasti liður á dagskránni var það er Sigurður Markan söng en frú hans ljek undir. Mörg heillaóskaskeyti bár- ust samkomunni. Myndir úr boðinu, þar sem saman voru komnar um 80 konur á íslenskum búningi: Efri myndin frá vinstri: Frú Lára Hannesdóttir, ungfrú Torfhildur Helgadóttir, frú Klara Bramm Helgason, frú Kristín Ólafsson, frú Sigriður Briem (á gamla skautinu), frú Anna Zimsen, frú Steinunn Sivertsen, frú Sigríður Ei- ríksdóttir, frú Jóhanna Eyvindsson, frú Guðný Einarsdóttir. Neðri mynd, frá vinstri: Frú Kristín Ólafsson, ungfrú Carla Proppe, frú Sigríður Briem, ungfrú Helga Jónsdóttir, frú Þórgunnur Ársælsdóttir, frú Þorbjörg Torfadóttir, Ásta Jónsdóttir, Torfhildur Helgadóttir, frú Bertha Zo<;ga og frú María Árnason. ♦ íslenski kvenbún- ingurinn er enn í heiðri NÝLEGA VAR ' haldið kvennaboð í húsi einu hjer í bænum, og þai- voru saman- komnar um 80 konur allar á íslenskum búningum. Elsti gesturinn var 75 ára.^en sá 'i'ngsti 1 V-> árs. Yoru í boð- • , . ' — • inu bæði giftar konur og ó- giftar. 1 þessu einstaka kvennaboði' mátti sjá allar tekundir is- lenska búningsins. Þár voru um 10 á skautbmiingi og ein á ganila skautbúningnum, sem nú er orðinn sjaldgæfur, ])eysuföt og og upphlutir,. kirtill og fleiri búningar, A þessu boði má sjá, að ís- lenski búningurinn er enn í heiðri hafður Iljer að ofan eru birtar myndir ur boðinu og tók Vig- fús Sigurgeirsson ljósmynd- ari þær. Ráðist á Vestur- Þýskaland. LONDON í gærkveldi: — Tilkynnt var í kvöld, að Mos- quito-sprengjuflugvjelar hefðu ráðist á ýmsa staði í Vestur- Þýskalandi í björtu í dag. — Veður var sæmilegt. Tvær Mos quitoflugvjelar fórust. Reuter. Yngsti gesturinn í kvennaboðinu var Sigrún Oddsdóttir, 1 Vt árs, dóttir hjónanna Bjargar og Odds Helgasonar kaupmanns. Brefar ráðasl á skipalesl London í gærkveldi. Sveit breskra hraðbáta rjeð- ist í dag á þýska skipalest fyrjjr Hollandsströndum og voru *í henni fjögur flutningaskip, var- in hraðbátum og vopnuðum togurum. Bresku hraðbátarnir gerðu snarpa árás á stuttu færi og tókst að hæfa eitt ílutninga- skipið með tundurskeyti, og sást það síðast til þess, að það var korpið að því að sökkva. Bresku hraðbátarnir urðu ekki fyrir teljpndi tjóni. — Reuter. Sex Norðmenn Frá norska blaðafulltrú- anum: ÞJÓÐVERJAR hafa nýlega tekið sex Norðmenn af lífi, þrjá í Varanger og þrjá í Þránd- heimi. Þeir, sem líflátnir voru í Þrándheimi, voru allir þektir borgarar þeir oberstlautinant Niels Christofer Bákmann, 63 ára að. aldri, oberstlautinant og lektor Halfdan Andreas Bul- mann, 60 ára, og járnvörukaup- maður Thaulow. Hinir voru dæmdir í þýsk- um herrjetti í Finnmörku, fyrir njósnir, er sagt var að þeir hefði haft með höndum síðan í sum- ar. 6 aðrir voru þar dæmdir fyrir aðstoð eða vitneskju um njósnara, í 5—15 ára tukthús. Meðal þeirra voru þrjár konur. Hifaveita austan Frakkaslígs og Njarðargötu LOKIÐ VAR í gærmorgun að hleypa Reykjavatninu í hús við Egilsgötu, Eiríksgötu og Leifsgötu. Var síðan farið að hleypa heita ,vatninu í hús við Freyjugötu, Laufásveg, vestan Kennaraskólans og fleiri götur í því hverfi. Næstu daga verður haldið á- fram að hleypa vatni í hús, sem eru við götur austan Frakka- stígs og Njarðargötu. Síðan verður haldið áfram vestur á bóginn. í gærmorgun var búið að hleypa á í rúmlega 250 hús- um. vmningurinn semur í fjórum umboðum HÆSTI VINNINGURINN í 10. flokki Happdrættisins, 75.000 krönur kom upp á nr. 24.307. Var þetta fjórðungsmiði og voru miðarnir seldir í um- "Boði Jörgen Hansens í Reykja- vík, á Blönduósi, Fáskrúðsfirði og umboðinu á Selfossi. 25 þúsund krónavinningur- ; inn (nr. 23912), var einnig á fjórðungsmiðum og voru þrír seldir hjer í Reykjavík,, einn x Varðarhúsinu, einn hjá Olgu Jónsson og einn hjá Jörgen Hansen, en sá fjórði í umboð- inu á Vopnafirði. 20 þús. króna vinningurinn (nr. 13.172) var ennfremur á fjórðungsmiðum. Tveir þeirra séldir í Reykjavík, hjá Maren Pjetursdóttur og Helga Sivert- sen, en hinir á Akureyri og í Keflavík. 10 þús. króna vinningurinn (nr. 6055) var á Vz miðum og voru báðir þeir miðar seldir í Varðarhúsinu. Alls voru dregnir út 2000 vinningar og er skrá yfir vinn- ingana birt á bls. 5. Unglingar gabba slökkviliðið 1 nóvembermánuði :bar all* mikið á því og venju írem- ur, að slökkviliðið var gabb- að hingað og þangað i'it í bæ. Ivom í l.jós, að það voru srná- drengir, sem ljeku þenna leilc í flestum tilfellum. Slökkvi- liðsstjóri Ijet halda vörð við; brunaboða í nokkur skifti og komst þá upp um drengina. Rannsóknarlögreglan liefit* síðan rannsakað þetta mál og í gær lá fyrir bæjarráði skýrsla um brunaboðabrotin frá rannsóknarlögreglunni. fRússar taka i Snamenka 'l Hörfa við IVIelein London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR gáfu í dag xit tilskipan, þar senx þeir til- kynntu töku járnbrautar- stöðvarinnar Snamenka fyrir suðvestan Kremenchug, sem. barist hef'ir verið um mjög Jengi og af mikilli hörku. Segir í tilkynningunni, að bærinn hafi verið tekinn eft- ir jnággja daga samfeldar harðar orustur, og nálgast Rússar nú bæinn Ivrivograd, sem er nokkru suðvestar. Bar dagar hafa geisað í Dnieper- bugðunni í dag, að sögn beggja herstjórna. Fyrir vestan Kiev halda pjóðverjar áfram sókn sinni, og segir í herstjórnartilkynn- ingu Rússa, að þeir hafi orðið að hörfa nokkuð fyrir liinni ofsalegu sókn Þjóðvefja, og sje nú l>arist við bæirhi Mel- ein, sem er nokkra fyrir aust-, an Korostychew, sem kann að vera komin í hendur Þjóð- verjum. Segja Rússar t.jón, Þjóðverja mikið í sókninni. Á öðram hlutum Austur-, vígstöðvanna eru aðeins smá skærur. Þó greina Þjóðverj- ar enn frá áhlaupum Rússa sumsstaðar í IIvíta-Rússlandi, en Rtíssar hafa ekkert um þaúi að segja. Á Krimskaga segj- ast Þjóðverjar nú haia krept svo að landgönguliði Rússa, fyrir norðan Kerch, að það geti ekki flutt til»sín birgðir lengur, nema loftleiðis. Rúss- ar minnast ekki á Krimskag- ann í fregnum sínurn frekai) í dag, en að undanförnu. Frjettai-itarar segja, að1 Rússar hafi stöðvað allap skipaferðir fyrir Þjóðverjunx uni Ilnieperósa,. en ekki hefir þetta enn verið tilkyiít opia- berlega af Rússunv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.