Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1943, Blaðsíða 4
4 MOBGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. des. 1943. Síðasta og fræg- v-. :.* ■ _ MtÆ asta ferðabók hins víðkunna, ameríska rithöf- undar og ferða- manns: RICHARD HALLIBURTON’S: „Sjö mílna skórnir“ (Seven League Boots) er nýkomin út í ágætri, íslenskri þýðingu eftir JOHAINN FRÍMANN skólastjóra á Akureyri. — Bókin er 340 bls., auk fjölda mynda, sem prentaðar eru á sjerstakan myndapappír, — í stóru broti og útgáfan öll sjerlega vönduð og vegleg. Fæst bæði heft og bundin í vandað og fallegt band. ' Nokkur ummæli amerískra stórblaða um hinar heimsfrægu ferðabækur Halliburtons og höfund þeirra. Richard Halliburton hefir tckist að blása sínu eigin lífi í hverja blaðsínu í þessum dásamlegu bókum, — magna þær anda sinnar eigin æsku og frjálsræðiskendar. Hann getur á stundum verið ofsafenginn í frásagnargleði sinni, svo að nærri stappar fullu andvaraleysi. Hann hlær að hverri þraut og mannraun, er að honum steðjar. Ilann dreymir um fegurð og þráir æfintýri. •—- Chicago Post. Þessi ungi og óstýriláti Ameríkumaður, sem nýlega drýgði þá hetjudáð, að synda yfir hið sögufræga Hellu- sund, er jafn sjall og áhrifamikill rithöfundur eins og hann er frábær sundgarpur. — Memphis Commercial Appeal. Frásögnin um ferðir og æfintýri Richard Halliburtons er svo töfrandi, að hún er í allra fremstu röð bóka, þeirrar tegundar, sem nokkru sinni hafa verið ritaðar. — Detrois News. * 4* Óstýrilátur, glaður og hressandi er andi Richard Halli- burtons í „The Royal Road to Romance” — eins og æsk- an sjálf í eigin persónu, ljómandi og óslökkvandi í ofur- gnótt sinni, eins og friðarbogi yfir fjarlægum sjóndeild- arhring. ' — Boston Transcript. Og um „Sjö mílna skóna” sjer í lagi skrifar þektur, amerískur ritskýrandi m. a.: „Richard Halliburton k a n n ekki að skrifa eina ein- ustu leiðinlega eða sviplausa blaðsíðu. — Og í „Sjö mílna skónum” skarar hann fram úr sjálfum sjer. Vjer mæl- >*um hiklaust með bókinni við alla hina fyrri aðdáendur Mr. Halliburtons, og vjer öfundum hina, sem eiga eftir að kynnast höfundinum í fyrsta skifti á síðum þessarar bókar”. Svipuð ummæli mætti tilgreina, ef rúm leyfði, úr fjölda annara stórblaða, svo sem: Time, New York Herald Tri- bune, New York Post, St. Louis Post Dispatch o. s. frv. eftir fræga og mikilsmetna bókmentafræðinga og rit- skýrendur eins og Herschel Brickell, Edward Donahoe, John G. Neihardt og aðra slíka. Biðjið bóksala yðar að sýna yður þessa bráðskenitilegu og fallegu bók, kynnið yður hinn óvenjulega og æfin- týralega æfiferil höfundarins, eins og honum er lýst á kápuinnbrotum bókarinnar, og þjer munuð sannfærast um, að „Sjö mílna skórnir" eru jólabókin sem þjer eigið að gefa vini yðar og þó fyrst og fremst að lesa, sjálfum yður til skemtunar og dægradvalar um jólin. Richard Halliburton er tvímælalaust einhver allra frægasti og vinsælasti ferðabókahöfundur nútím- ans. Kaupið „Sjö mílna skóna“, áður en það er orðið um seinan. w Fæst nú í öllum bókaverslunum bæjarins. Bókaúfgáfan Hliðskjálf h.f. Dómsmálaráð- herrann og Hæsfirjetfur SÍÐASTLIÐINN sunnudag var Alþýðublaðið með skæting til Einars Arnórssonar dóms- málaráðherra fyrir það, að hann hefir dæmt í Hæstarjetti í fáeinum málum, eftir að hann varð dómsmálaráðherra. Þessu máli hafði einnig verið hreyft á Alþingi á laugardag. Morgunblaðið sneri sjer í gær til forseta Hæstarjettar, Giss- urar Bergsteinssonar, og spurði um álit hans á þessu máli. Hann sagði m. a.: — Dr. juris Einar Arnórsson er enn skipaður embættisdóm- ari í Hæstarjetti og hefir ekki látið af því embætti, enda þótt hann gegni öðrum störfum um stundarsakir. — Hann hefir tekið sæti í ópólitískri ríkis- stjórn, sem tekur engan þátt í átökum eða deilum flokkanna. Við dómarar í Hæstarjetti höf- um því talið fullkomlega heim- ilt að benda á dr. Einar Arn- órsson til þess að taka sæti í dómnum og dæma þar einstök mál, enda hafa þau mál, sem hann hefir dæmt, ekki snert ríkisstjórnina eða störf hennar að neinu leyti. VETRARHJÁLPIN: Skátamir koma í kvöld í Mið- og Vesf- urhæinn SKÁTASTÚLKUR og skáta- piltar fara í kvöld í hús í Mið- og Vesturbænum til að safna fyrir Vetrarhjálpina. Undan- farin ár hefir þetta verið sið- ur og hefir ávalt safnast vel fyrir Vetrarhjálpina, en þó ald- rei eins vel og í fyrra. Skátarn ir munu koma í hvert einasta hús og vonandi lætur enginn þá synjandi frá sjer fara. Það hefir ekki verið laust við, að dálítill metingur hafi verið í Vestur- og Austurbæ- ingum við þessar árlegu saín- anir fyrir Vetrarhjálpina. — Hverjir verða hærri í þetta skifti? Við bíðum eftir árangr- inum og sjáum hvað setur. Peningar eru vitanlega best þegnir og það ætti enginn að láta skátana frá sjer fara án þess að láta eitthvað af mörk- um. Áður hefir verið á það bent hjer í blaðinu, að það er mikil þörf fyrir starf Vetrar-f hjálparinnar einmitt nú. Vesturbæingar og Miðbæing ar. Takið skátunum vel í kvöld. Þeir koma til ykkar ein- hverntima á tímabilinu frá kl. 8—11. Rommel kominn lil Noregs Prá Stokkhólnii lierast fregn ir um ]>að, að Rommel mar- skálkur, sem nýlega var á eftirlitsferð í Darnnörkn, s.je nú korninn til Noregs, og s.je Keitel hershöfðingi í ferð með hpniun. Einnig hafa heyrst raddir um það, að Ilitler hafi útnefht; Rommel til þess að st.jórná öllum innrásafvörnitm í Vestur-Evrópu. Undanfarin misseri hefir engin bók selst örar í Bandaríkjunum en hin tímabæra og snjalla bók Wendell L. Wilíkie: Mýr heimur Bókin greinir frá hnatfflugi Willkies, þegar hann hitti að máli marga nafnkendustu forustumenn hinna sameinuðu þjóða á sviði hernaðar og stjórn- mála, og skoðunum hans um þá veröld, er rísa skuli úr hafróti styrjaldarinnar. Myndir þær, sem hann dregur upp fyrir lesand- anum af för sinni og kynnum af mest umtöluðu mönnum heimsins eru ógleymanlegar hverjum þeím, er bókina les. I Ameríku hefir bók þessi fengið afburða góðar viðtökur- Margir af snjöllustu blaðamönnum og gagnrýnendum Bandaríkjanna hafa lokið upp ein- um rómi um það, að hjer væri óvenjulega athygl- isverð bók á ferð. Hjer fara á eftir nokkur blaða- ummæli um bókina: William L. Shirer, blaðamaður: „Árum saman hefi jeg ekki lesið bók, er hefir jafn mikið aðdráttarafl og þessi. Hún er fjörlega rituð, full af skarplegum athugunum og greinir frá ótrúlegum fjölda staðreynda, sem hvorki jeg eða þú höfum hug- mynd um, enda þótt við eigum að hafa það. Jeg las hana í einni lotu“. Booth Tarkington, rithöfundur: „Bók þessi segir okkur það, er okkur ber skylda til að vita, rituð af afdráttarlausri hreinskilni“. John Gunther, rithöfundur: „Það er aðeins eitt um þessa bók Wendell Will- kies að segja — það er bók, sem hverjum einasta Amer- íkumanni ber að lesa“. Raymond Clapper, blaðamaður: „Enginn maður, sem þátt tekur í opinberu lífi, getur leyft sjer að vera ókunnugur þeim boðskap, er herra Willkie hefir að flytja eftir hnattflug sitt“. Eignist þessa bók — lesið hana með athygli. Yð- ur iðrar þess ekki. Hún á erindi til allra. — Fæst hjá bóksölum- Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar X í ! KVENSOKKAR Sverrir Briem & Co. | ;j> Suðurgötu 2. — Sími 4948. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.