Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. des 1943. MORGHNBLADIÐ 7 ÞJÓÐVERJAR GETA HEIMINUM Eftir Ferdinand FARI maður eftir því sem blöðin skrifa og almenning- ur talar, þá hafa nú banda- menn einkarjett á því að láta andstæðingana geta upp á, hvað þeir ætli að gera næst. Myndin, sem brugðið er upp af ástand- inu í Evrópustyrjöldinni, er af Þjóðverjum á harða hlaupum frá einum stað í hinu mikla Evrópuvirki sínu til annars, til þess að djarflegt högg hjer eða þar verði þeim ekki að fullkomn um ósigri. Þjóðverjarnir fyr ir sitt leyti uppljóma þessa mynd með því að vera alt- af að segja frá, hvað sjeu sjerstaklega hættulegir stað ir fyrir þá sjálfa. Þannig nefndu Berlínarblöð nýlega opinberlega þrjú svæði, sem þau kölluðu hættuleg, hvað viðveik innrás bandamanna og eitt af þeim í fvrsta skifti. Það er Landes-strönd in, 110 mílna löng sand- strönd frá Arcachon niður til Bayonne í Frakklandi. Þjóðverjar segja, að þrátt fyrir hina þjettu skóga, þá sjeu þarna sljettur, sem nái þvínær 60 mílur inn í land- ið, og að þar væri hægt að reyna mikla innrás, annað hvort frá Suðvestur Eng- landi, eða Azoreyjum. Hnir tveir hættulegu stað irnir, sem stöðugt er verið að ræða um, eru hin sljetta strönd milli Marseilles og Pyreneafjallanna. (Ferða- menn segja að þar hafi Þjóð verjar mikinn her) og strönd Balkanskagans, gagn vart ,,hælnum“ á Ítalíu. Þjóðverjar segja, að þeir .sjeu þar sjerstaklega á verði, vegna þess að bandamenn segist ekki geta lagt út í vetrarhernað á Balkan- skaga. Jafnvel er gefið í skyn, að sjerfræðingar í Berlín hafi sagt að þeir haldi að allmikill hluti bresk- ameríska hersins sje nú á leiðinni frá Norður-Afríku til Rússlands um Persíu, og að höggið, sem riði að Balk- anskaganum, geti komið úr austri. Óvæntir atburðir í vændum. Ein áhrif af viliandi frá- sögnum af þessu tagi eru þau, að þær geta dregið at- hyglina frá óvæntum högg- um, sem Þjóðverjar væru að búa sig undir að greiða óvinum sínum. En skoðun almennings er sú, að Þjóð- verjar sjeu alls ófærir um slíkt og þvílíkt, eins og nú er komið málum, ef nokkuð ' er þá yfirleitt rætt um þessa möguleika. Samt get- ur það einmitt vel verið, að einmitt nú sje tíminn til þess að Þjóðverjar reiði til óvæntra og stórra höggva, einmitt vegna þess hvernig ástandið er í styrjöldinni vfirleitt. Því ef Hitler hef- ir altaf fundið upp á ein- hverju á veturna, ef hann hefir getað það fyrir Rúss- unum, hversu miklu meiri þörf hefir hann ekki fvrir það þenna fimta og dimm- asta vetur, sem enn hefir komið yfir hann? Ef maður tekur nokkurt mark á orð- um hans, þá sjer maður það á öllum sólarmerkjum, að hann er að hugsa um að koma heiminum enn einu sinni á óvart. Hvað ætlar Hitler sjer að gera? í ræðu þeirri sem hann hjelt í Múnchen í nóv. s. 1., ræddi hann mikið um þörf þess að framkvæma ,,hið ómögulega“ og „það sem gagnstætt væri allri skyn- semi“, og að minsta kosti Dietmar hershöfðingi var viss um að Hitler hefði þar ekki átt við heimavígstöðv- ar einar, því hann sagði þeg ar í næsta útvarpserindi sínu, að foringinn hefði enn ráð til þess að vinna stríðið, og hann færi ekki hinar venjulegu leiðir. Vissulega fór Hitler ekki hinar venju legu leiðir, t. d. 9. apríl 1940, þegar hann kom öll- um mönnum á óvart milli Flensborg og Narvik, og hefir nútíma stríð aldrei sjeð neinn líka þess fyrir- tækis. Er þá ólíklegt að hann kunni að grípa til hins óvænta, er að kreppir? Hvað þarf Hitler að gera? Það er þægilegra að byrja á að telja upp þau hernað- arlegu verkefni, sem Hitler virðist sjálfsagt verða að leysa af hendi. Þau geta varla talist færri en fjögur: Að halda Rússum í hæfi- legri fjarlægð. Að borga Bretum fyrir sprengjuárásir þeirra á Þýskaland. Að verjast að minsta kosti, helst að koma í veg fyrir innrás. Að halda Balkanskaga og halda bandamönnum í eins mikilli fjarlægð frá Ploesti- olíulindunum og hægt er. Hvaða óvænt högg gæti svo Hitler haft í hyggju til þess að ljetta undir þetta ferfalda starf? Svo langt sem mögúlegt er að sjá, virðist ekki ástand ið á Austurvígstöðvunum vera slíkt, að þar sje rúm fyrir nokkra óvænta at- burði. Það sem yfirher- stjórnin þýska vill heldur en nokkra endurvinninga lands, er að fá varalið svo um muni. Verður það tek- ið frá Noregi, þar sem eru 12 herfylki, og frá Finn- landi, þar sem þau eru á- litin 5? Það myndi ekkert vera einkennilegt, ef á all- ar aðstæður er litið, þótt Þjóðverjar flyttu meiri hluta liðs síns frá Finn- landi, en vissulega einkenni Jegt, ef þeir skyldu ekki eftir að minsta kosti 6 her- fylki til að verja Noreg. „Hið dæmalausasta af öllu“. Hið dæmalausasta og „ó- hugsanlegasta" af öllu sem Hitler gæti gert, væri að ná forvígi (rangnefnt „brú- arsporður“) í Bretlandi. Hugsið yður aðeins áhrifin af slíku. En endirinn mvndi líka auðsær. En vel undir- búin og óvænt innrás í Bretland væri alls ekkert óhugsanleg. Hún var í raun inni það, sem Churchill hafði í huga, er hann fyrir skemstu varaði við „mögu- leikanum á nýjum tegund- um árása á þessar evjar“. Hræddur er jeg um að stundatafla bandamanna myndi ekki aflagast lítið við það, ef eftirfarandi at- riði yrðu framkvæmd í einu gegn Bretlandsevj- um: Harðar en máske ekld langvinnar loftárásir, þar sem notaðar yrðu smærri en kröftugri sprengjur eo tíðkast hefir, ásamt fljót- andi eidkveikiefni. Nú hafa Þjóðverjar sprengjuflug- vjelar, sem geta borið hálfa fjórðu smálest af sprengi- efni og flogið með 575 km. hraða á klukkustund í 20.000 feta hæð. Skothríð á Lundúnaborg og fneiri hluta Suður-Eng- lands með rakettutækjum frá Frakklandsströndum — Þetta er það leynivopnið, sem flestir halda að eitthvað sje satt um, og ekki hefir komið fram nein tilhneig- ing til þess að neita því, að ægilegar skemdir og mikil áreynsla fyrir íbúana geti hlotist af slíkri skothríð, ef Þjóðverjar hefðu nægilega mikið af þessum vopnum til þess að halda uppi skothríð- inni til langframa, bæði dag og nótt. Þá gæti vel verið að spell virkjasveitir yrðu látnar síga niður í fallhlífum, eða settar af smáskipum á land. Við vitum það vel, að Hitl- er þyrfti aðeins að segja eitt orð og þúsundir ungra of- stækismanna myndu hlaupa til slíkra verka, þótt enginn kæmi aftur, ef þeir aðeins gætu eyðilagt hernaðar- stöðvar og annað og þar með seinkað innrás banda- manna. En aðalástæðan til þess að það er heimskulegt að gera lítið úr árásum með nýjum aðferðum, er sú, að ekkert myndi betur lífga upp kjark þýsku þjóðarinn ar. Of seint orðið? Haldið þjer raunverulega, lesandi góður, að vjer höfum feng- ið lokasvarið við því, hvers vegna loftflotinn þýski heí- ir haft svo lítið um sig hjer yfin Bretlandi síðan í mát 1941; og við hinu, hve lítið Hitler hefir notað alla her- ENN KOMIÐ Á ÓVART Tuohy skara sína af fallhlífarher- mönnum? Innrásinni seinkað. Þá hlýtur Hitler mjög að brjóta heilann um það, hvernig hann geti greitt högg sem annað hvort seinki eða geri ómögulega innrás bandamanna í Vest- ur-Evrópu. Ef hann bara gæti hindrað að hún vrði gerð næsta vor og sumar, mun hann hugsa. Þá myndi nú heldur fara að fara um Rússa, hvað skyldu þeir þá hugsa um hina bresku og amerísku bandamenn sína, hernumdu þjóðirnar mvndv’ missa kjarkinn, og stríðs- þreytan fara að gera vart við sig í Bretlandi, baráttu- þrek amerískra hermanna myndi minka, en Þjóðverj- ar segja að þeir hugsi um það eitt, að komast sem fyrst til metorða í hernum, og hljóta sem minst mann- tjón, og hve amerískir bing menn myndu hrópa um það, hversu mjög drægist að leggja út í úrslitabaráttuna við Japana. Er til varalið? Meðan" Þjóðverjar hafa haldið opnum undanhalds- leiðum sínum í Rússlandi, er haldið að þeir hafi bygt upp her í vestur Evrópu, sem sje um 100 herfylki alt • alt, eða um 2 miljónir manna, þar við bætast svo 30 herfylki Búlgara og Kró- ata, sem eiga að hafa með höndum varnir Balkánskag ans. Aðeins ellefu af hinum 100 þýsku herfylkjum eru í stríðinu við bandamenn á Ítalíu. Meiri hlutinn er í setuliðsstöðvum og sumir enn ekki fullþjálfaðir. Samt sem áður væri það fljót- færni ein að telja það ó- mögulegt að Hitler gæti tek ið 15—20 herfylki til þess að gera árás einhversstaðar í Vestur-Evrópu, ef honum þætti þess vert að leggja slíkt í sölurnar. Innrás á Suður-Italíu. Það, að ná aftur flugvöll- unum miklu umhverfis Foggia, væri vel þess vert að fórna til þess nokkru. Kesselring segir nú að hann sje að fá miklu meira flug- lið. Verið gæti að Þjóðverj- ar reyndu innrás á Suður- Ítalíu, annað hvort frá sjó, frá Albaniu, eða úr lofti, fyr ir aftan víglínur okkar. Gætu þeir þá fengið stuðn- ing frá fasistum þeim, sem enn vaða uppi í Bari- og Apuliahjeruðunum. Svona árás á þýðingar- miklar stöðvar geta náttúr- lega sumum fundist draum- 'órar einir. En- jeg fór að hugsa mjer það sem Hitler gæti gert, til þess að Ijetta undir hin fjögur vandamál vetrarins, og varla er nokk- uð eins freistandi fyrir hann og einmitt þetta. Hugs ið yður, hver áhrif það gæti haft að missa Foggia-flug- vellina, þó ekki væri kann- ske meira. Þessir flugvellir fara nú að verða tilbúnir sem bækistöðvar fyrir loft- árásir á Balkanskaga og jafnvel Rúmeníu og Ung- verjaland. Og hvað við höf - um verið montnir af því að hafa þessa flugvelli. Ef Þjóðverjar næðu þeim, þá myndi ekki verða lítið um dýrðir í þeim löndum, sem við ætluðum að ráðast á þaðan. Og þar að auki mvnd um við missa forvígi okkar til þess að ráðast yfir Adría hal'ið. Og fleira er til. Hitler gæti tekið Sviss, hann myndi græða á því nýjar samgönguleiðir suður á Ítalíu, ásamt fleiru. Og látum oss nú líta á Frakk- land. Þegar maður gerir það, þá minnist maður þess ósjálf- rátt, hvernig Þjóðverjar sneru á bandamenn árið 1917, með því að hörfa til Hindenburg-varnarstöðv- anna svonefndu, nema hann kvnni að taka upp á því að semja frið við Laval og hans menn og fara síðan úr nokkr um hluta landsins með lið sitt, þegar sjeð verður, h\-ar bandamenn _gera innrásina. Þessir órevndu herir, sem Þjóðverjar eru handvissir um £-5 sigra, sjeu þeir ekki þeim mun mannfleiri en lið þeirra sjálfra. Og hjer er eitt, sem að- eins er mögulegt, að Þjóð- verjar taki Korsiku aftur, ekki aðeins til þess að tet'ja innrás að sunnan, heldur einnig í sambandi við alls- herjar-árás á skipalið banda manna í Miðjarðarhafi Örlagaþrungnir dagar — örlagaþrungin ráð. Jeg enda þessa hugaróra mína hjá Tyrkjum. Ef Hitler fengi að vita það með vissu, að Tyrk ir hefðu í huga að lána bandamönnum bækistöðvar fyrir innrás á Balkan, myndi það þá vera öeðlilegt þó Hitler rjeðist á þessar stöðvar, þó ekki væri nema jtil þess áð eyðileggja þær, og gæti hann þá að miklu leyti notað hinn óþrevtta búlgarska her, og Tvrkir eru líklega eina þjóðin, sem líklegir eru til að kveikja bardagahug í Búlgörum. — Já, margt getur skeð, og fleira en þetta. ítalir berjast með Þjóðverjum ÞÝSKA frjettastofan segir frá því, að fyrstu sveitirnar af lýðveldisher Mussolinis sjeu nú farnar að berjast með Þjóð- verjum á Italíuvígstöðvunum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.