Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 5
I>riðjudagur 4. janúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ ö Hótel Borg og hljóðíæraleikararnir í ALÞÝÐUBLAÐINU, sem út kom 11. þ. m., er níðgrein eftir Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Alþýðusambands íslands, um Jóhannes Jósefsson, eig- anda Hótel Borg hjer í bænum, út af viðskiftum hans við Fje- lag ísl. hljóðfæraleikara og Jón Sigurðsson vegna Alþýðusam- bandsins. Síðan í síðastl. maímánuði hefir engin hljómsveit starfað á Hótel Borg. Útaf því er tjeð grein rituð. En í greininni er skýrt mjög rangt frá málavöxt- um. Með því nú að jeg hefi haft mikil afskifti af þessu máli, vegna stöðu minnar sem fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- fjelags íslands, tel jeg rjett að leiðrjetta helstu ósannindin í umræddri grein. Sakir forfalla minna hefir þetta dregist. Síðan Hótel Borg var stofn- að hefir starfað þar oftast 4 til 6 manna hljómsveit. í fyrra sumar (1942) voru aðeins 5 menn í hljómsveitinni. Þá um haustið var einum manni bætt við, en hann ráðinn aðeins yfir veturinn til vors. Síðastl. vetur (1942—1943) voru því sex menn í hljómsveit- inni. En í vor sem leið vildi hótel- eigandinn fækka mönnum í hljómsveitinni niður í fjóra. Sagði hann því upp öllum hljóð færaleikurunum frá 21. maí þ. á. að telja, en vildi ráða fjóra þeirra til þess að starfa áfram í hljómsveitinni síðastl. sumar. Heldur hann því fram, að full- gerðir hafi verið munnlegir samningar um þetta við tjeða fjóra hljóðfæraleikara. En þá skarst Fjelag ísl. hljóð- færaleikara í leikinn undir for- ustu Jóns Sigurðssonar sem framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins. Gerði fjelagið fundarsamþykt um málið 26. maí síðastl. í þá átt: að hljóðfæraleikurunum væri bannað að spila á Hótel Borg nema hljómsveitin yrði jafn fjölmenn sem áður (þ. e. minst sex menn), og að þeir hljóðfæraleikarar, sem áður voru í hljómsveit- inni, skyldu hafa forgang til starfa þar. Jón Sigurðsson segir í grein sinni, að það ákvæði hafi ver- ið í samningum Fjelags ísl, hljóðfæraleikara, bæði við Jó- hannes og aðra gistihúseigend- ur, að ekki væru færri í hljóm- sveit hvers húss en áður hafði verið venja, en þetta er alger- lega ósatt. í fjelagsdómsmálinu útaf hjer umræddu verkfalli kom heldur ekki fram annað en það, að Jón hefði komið slíkú ákvæði inn hjá aðeins einu fyr- irtæki hjer í bænum, sem sje Alþýðuhúsinu h.f., í samningi, er gerður var við það í fyrra haust. Ofangreind fundarsam- þykt gat því ekki verið bygð á þessum grundvelli. Eins og sjest á tjeðri fundar- samþykt fjelagsins, var hjer enginn ágreiningur um kaup, og er heldur ekki nú, heldur aðeins um þau tvö atriði, sem ræðir um í samþyktinni. Það virðist nú sjálfsagður y|ettur. v|n^UYeit^n<|a .að ^áða béeði líve matgá nieÁn* han'n' hefir í þjónustu sinni og hvaða menn hann ráði til starfa hjá sjer. Þessum rjetti hefir Jó- hannes Jósefsson ekki viljað sleppa. Fjelag ísl. hljóðfæraleik ara, með Jón Sigurðsson sem herforingja, krafðist þess með ofangreindri samþykt sinni að fá að ráða hvorutveggja þessu, og þegar Jóhannes Jósefsson vildi ekki láta svínbeygja sig í þessu efni, þá gerði fjelagið fyrirvaralaust verkfall til þess að knýja fram þessar tvær kröf ur sínar. Þetta verkfall, vegna tjeðra tveggja ágreiningsatriða, stend ur enn í dag og hefir hóteleig- andinn ekki fengið nokkurt til- boð frá nefndu fjelagi eða Jóni Sigurðssyni um að slakað yrði á ofangreindum kröfum. Meðan ekkert liggur fyrir um það, að fjelagið og Alþýðu- sambandið vilji láta af mikil- læti sínu og ofstopa í þessu máli, er auðvitað ekki að ætl- ast til, að hóteleigandinn vilji ganga til neinna samninga um málið. Þessi afstaða hóteleigandans, sem að ofan er lýst, er það, sem Jón Sigurðsson í ofannefndri grein í Alþýðublaðinu nefnir „þvermóðsku og hroka eins manns, Jóhannesar Jósefsson- ar“. Á máli framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins er það þannig „þvermóðska og hroki“ þegar vinnuveitendur vilja ekki láta hann skipa sjer fyrir um hverja og hve marga menn þeir hafi í þjónustu sinni!! En forsaga þessa máls er auk þess slík, að varla má búast við að Jóhannes Jósefsson, eða aðr- ir, semji yfir höfuð við Fjelag ísl. hljóðfæraleikara, a. m. k. ekki meðan það er í Alþýðu- sambandinu. Á gamlársdag 1940 gerðu þeir eigendur Hótel Borg og Hótel Island og veitingamaður OÖdfellowhússins, ásamt mjer vegna Vinnuveitendafjelags ís- lands, uppkast að samningi við Jón Sigurðsson f. h. Alþýðu- sambandsins vegn’a Fjelags ísl. gjöra nokkurn samning við þá og eigi heldur við fjelag þeirra. Vegna undangenginnar reynslu setti Jóhannes Jósefs- son hljóðfæraleikurunum það skilyrði, að þeir skyldu „sjá um“ að Fjelag ísl. hljóðfæra- leikara „segði sig úr Alþýðu- sambandinu”. Undir hjeraðlút- andi skuldbindingarskjal skrif uðu þeir fimm, sem voru í hljómsveitinni á Hótel Borg. En úr þessu varð ekkert nema'" svikin eintóm. Var Jóhannes Jósefsson samt svo vægur í við skiftum, að hann ljet þetta kyrt liggja. Afleiðingarnar af því meinleysi komu svo síðar fram. Það undarlega atvik skeði, að eftir að Jón Sigurðsson hafði legið á ofannefndu undirskrif- uðu samningsuppkasti í meira en fimtán mánuði, ljet hann það alt í einu koma fram í einkamáli á bæjarþingi Rejkjn víkur sem fullgildan samning. en síðan ljet Jón hljóðfæraleik arana gjöra verkfall ofan i þenna — að hann taldi — gild andi samning. Er nú að furða eftir öll þessi samningssvik þó Jóhannes Jós- efsson telji ekki fýsilegt að gjöra nú ennþá að nýju samn- ing við þessa margseku samn- ingsrofa. Þeir, sem hafa átt viðskifti við framkvæmdastjóra Alþýðu sambandsins í verkalýðsmál- um, undrast ekki ofstopa hans í þessu rriáli. Það má benda á fleira við- víkjandi máli þessu, sem ber Ijósan vott um hvernig fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ins lítur á afstöðu sína gagn- vart lögum og rjetti í þessu landi. Síðan lögin um stjettarfjelog og vinnudeilur gengu í gildi 1938, hefir Alþýðusambandið, og verkalýðsfjelögin undir for- ustu þess, fengið dóma á sig í Fjelagsdómi um sektir fyrir brot á lögunum. Til samanburðar ma getn þess, að hvorki Vinnuveiíer.da- hljóðfæraleikara. Komið var að íjeiag !slands nje einstakir með kirkjutíma, þegar samningaum- leitunum var lokið. Var þá upp kastið undirskrifað til bráða- birgða, þó það vagfi í ófull- komnu ástandi vegna breytinga og ekki gengið til fulls frá einni greininni. Jóni var afhent upp- kastið þannig og honum falið að láta hreinskrifa það til und- irskriftar fyrir aðilja strax eft- ir nýárið. En þrátt fyrir ítrekaðar kröf ur mínar afhenti Jón mjer ekki uppkastið aftur, og rúmum þrem vikum síðar, eða 24. jan. 1941, gerði Fjelag ísl. hljóð- færaleikara undir forustu Al- þýðusambandsins algjörlega ó- löglegt verkfall ofan í hið und- irskrifaða samningsuppkast. Var grundvöllur þess þar með fallinn. Með dómi Fjelagsdóms 14. febr. 1941 var verkfall þetta dæmt ólöglegt og Alþýðu sambandið dæmt í sékt fyrix- það. Síðan hafa nefndir þrír veit- ingamenn engan samning gjört við fjelagið, ei\ þeir tóku r}ok,kr.u síðax; hfjóðfæraleikarg í ' þjoniísttx 1 Sína áÁ þess að limir þess hafa fengið a sig nokkurn sektardóm í Fjelags- dómi fyrir brot á nefndum lög- um. En því miður hefir Fjelags- dómur ákveðið sektir Alþýðu- sambandsins eða verkalýðsfje- laganna svo lágar, að þær hafa ekki á nokkurn hátt getað náð þeim tilgangi, sem fel- ast á í sektarákvæðum nefndra laga, að koma í veg fyrir brot á lögunum. Þetta kom meðal annars fram í þessu máli. Fjelag ísl. hljóðfæraleikara hikaði ekki við undir forustu Jóns að brjóta lögin þegar verk fallinu var skelt á. í dómi Fjelagsdóms um mál- ið, uppkveðnum 14. júlí þ. á., er Alþýðusambandið f. h. Fje- lags ísl. hljóðfæraleikara dæmt í sekt fyrir tvöfalt brot á nefnd um lögum. Jón Sigurðsson telur sig upp yfir það hafinn að hlýða hjer- aðlútandi lagafyrirmælum. Enda er eftirtektarvert hvern af því að hafa aðeins fengið sekt fyi’ir brot á lögunum. Frekja Alþýðusambandsiiis og verkalýðsfjelaganna hefir að einu leyti hvergi komið betur og ljósar fram en í þessu máli. Hjer var gerð krafa sem Fjelagsdómur taldi svo fráleita að hann dæmdi að jafnvel væri yfirhöfuð ólöglegt að fram- fy!gja slíkri ki'öfu með verk- falli. Þetta var krafan um það að Fjelag ísl. hljóðfæraleikara ætti að ráða því hvaða menn stöi’fuðu í þjónustu Hótel Borg sem hljóðfæraleikarar. Þess vegna var 2. liður í sam þykt fjelagsins 26. maí þ. á. dæmdur ólöglegur, og þetta at riði notað með öðru sem grund völlur undir jpeim dómi Fje- lagsdóms, að fjelagið væri skylt til greiðslu skaðabóta til hóteleigandans. Um þetta þegir Jón Sigurðs- son algjörlega í umræddri grein sinni. Ennfremur gengur Jón Sig- urðsson alveg fram hjá því í nefndri grein að Alþýðusam- bándið var f. h. Fjelags ísl. hljóðfæraleikara dæmt með umgetnum dómi Fjelagsdóms til þess að greiða hóteleigand- anum fullar skaðabætur fyrir alt tjón, er vei'kfallið hefði or- sakað honum. Þessari skaða- bótakröfu hefir hóteleigandinn ekki framfylgt vegna þess, að það kom í ljós, að hann hafði haft hag, en ekki tjón, af því að vera laus við hljóðfæraleik- arana. Allur útreikningur Jóns í nefndri grein um tekjur hó- telsins af sætagjöldum vegna hljómsveitar er hrein vitleysa, sjerstaklega það, sem hann seg ir um meðaltölu gesta á hótel- inu, og tel jeg ekki ástæðu til að lengja mál mitt út af þess- um staðlausa útreikningi hans. Jeg vil þá vikja að annari hlið málsins, sem Jón Sigurðs- sqn fjölyrðir mjög um í nefndi’i grein sinni. Hótelið hefir sem sje síðan verkfall hljóðfæraleikara hófst, notað grammofón í stað hljóm- sveitar, og þetta hefir gefist ágætlega. Sjerstaklega hefir unga fólkið kunnað því vel að geta haldið áfram dansi við- stöðulaust og þurfa ekki að bíða eftir því að tíð og löng hvíldarhlje hljóofæraleikar- anna tækju enda. Jón Sigurðs- son telur upp í grein sinni ýms samkvæmi á Hótel Borg þar sem hneykslanlegt hafi verið að nota útvarp og grammofón. En hóteleigandanum hafa ekki boi'ist neinar umkvartanir í þessu efni, og munu því ekki aðrir hafa hneykslast en Jón Sigurðsson og hljóðfæraleikar- arnir. Líklegt er því að lítill árang- ur verði af neyðarópi Jóns Sig- urðssonar í tjeðri grein, þar sem hann ákallar hvorki meira nje minna en ríkisstjórn, bæj- arstjórn og jafnvel alla Reyk- víkinga, sjer til hjálpar, til þess að hið yfirstandandi verkfall hljóðfæraleikara gegn Jóhann- esi Jósefssyni, eiganda Hótel Borg, megi enda með sigri Jóns iSi fón(4Sigurðs|or} vu^is( í úefnbn.1 gifein beinlinisJ morita og hlióðfæraleikar^nna., -> , fram þessa kveinstafi vegna hljóðfæraleikaranna, heldur kveðst hann gjöra það af ein- skærri umhyggju fyrir sóma ættjarðarinnar bæði inn á við og út á við gagnvart stórveld- unum!! Það er auðsjeð að Jón er far- inn að óróast í meira lagi út af þessu vei’kfalli, og er nú far- inn að óttast að hann ávinni sjer ekki meiri frægð og kær- leika hjá hljóðfæraleikurunum heldur en hjá veitingastúlkum og hárgreiðslustúlkum (sbr. hjer síðar), enda eðlilegt að hljóðfæraleikarar sjeu orðnir þreyttir á því að vinna í hita- veituskurðunum í misjöfnu veðri, í stað þess að sitja prúð- búnir í veislusölum við hljóð- færi sín. Það er nú líka komið svo, að reynd hefir verið leið til þess að kúga hóteleigand- ann, sem virðist þess eðlis, að um sje að ræða beinan atvinnu róg, er varðar við lög. Reynt hefir verið að hræða fjelag frá því að hafa samkvæmi á Hótel Borg með hótunum um það að í væntanlegum samkvæmum hlutaðeigandi fjelags á öðrum veitingastöðum verði ekki mögulegt að fá hljóofæraleik- ara til að spila. Hef jeg í hönd- um vottorð um að einn af stjórnendum Fjelags ísl. hljóð- færaleikara hafi borið fram shkar hótanir og tjáð sig gjöra það fyrir hönd fjelagsins. Hing að til virðast hótanir þessar ekki hafa borið árangur. Að endingu vil jeg benda á, að þegar Jón Sigurðsson segir i feitri yfirskrift umræddrar greinar að Jóhannep Jósefsson sje „eini atvinnurekandinn á landinu, sem neitar að semja við stjettafjelögin”, þá fer Jón hjer með vísvitandi ósannindi. Mætti auðvitað nefna fjölda dæma í því efni. En jeg læt mjer nægja að nefna hjer að- eins nokkur þeirra. Jóni mun minnisstætt þegar hann kom þjónustustúlkunum til þess að gjöra verkfall gegn Fjelagi gistihúsa- og veitinga- staðarekenda, sem hafa kven- fólk í þjónustu sinni hjer í Reykjavík. Hann koltapaði verkfalli þessu, og síðan hafa ekki meðlimir tjeðs veitinga- mannafjelags, svo vitað sje, gjört samning við stjettai’fjelag stúlknanna, að einum eða tveimur undanteknum. Þá mun Jón Sigurðsson ekki hafa gleymt verkfalli því, sem hann atti hárgreiðslustúlkunum út í hjer í bænum. Hann tap- aði því á sama hátt, og engir samningar hafa verið gjörðir síðan við það stjettarfjelag. Ennfremur má geta þess, áð eigandi Tjarnarcafé hjer í bæn um hefir hljómsveit í starfi án þess að hafa gjört nokkurn samning við Fjelag ísL hljóð- færaleikara. Gagnvart honum hefir þannig ekki fengist fram gengt því, sem J. Sig. hótar Hótel Borg, að enginn hljóð- færaleikari spili þar án þess a5 liggi fyrir samningur við tje5 fjelag. Eftir því, sem kom fram í fje lagsdómsmálinu út af umrædtji* verkfalli, er ekki vitanlegt a,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.