Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. janúar 1944, WORGUNBLAÐJÐ 11 andi á svipinn, án þess að vita af því. „Þú munt brátt komast að sömu niðurstöðu“, sagði 'hann. „A þessum tíma dags í Shanghai er manni ekki van- þörf á einhverri hressingu“. Hann drakk annað glasið af wiskýi og ljet dæluna ganga í sífellu. Hann hafði sjeð Helen um leið og hann kom inn í þak- garðinn — eða otlu lieldur, hann hafði ekki sjeð neitt nerna Helen. Hún stóð innan um hóp annara Englendinga við hand- riðið í kringum garðinn, og •hlustaði á háan, grannvaxinn, gráhærðann mann, Sir Henry Kingsdale Smith, sem útskýrði landslagið og byggingarnar í kring'. Hann var með ltíki, sem hann rjetti Helen, rjett í því að Frank gekk framhjá. — Hún beindi honum að herskipun- um á ái. oj. Frank hafði ósjálfrátt sest niður með bakið að hóp þess- um, enda þótt þess gerðist ekki þörf, þar sem mörg borö, sól- hlífar og bekkir voru á milli. Engu að síður roðnuðu eyrna- sneplar hans lítið eitt, og hann talaði án afláts til að yfirgnæfa eitthvað, sem enginn heyrði nema hann sjálfur. „Hvað 'er extraterritorial rjettindi?“ spurði Ruth. „Jeg heyri alla vera að tala um þau, og jég skammast mín fyrir að vita ekki, hvað það er“. „Extraterritorial rjettindi er — svo langt sem þau ná — rjettindi erlendra þjóða til að setjast að í vissum löndum og borgum, en heyra þó aðeins undir lög og dómstóla heima- lands síns. Ef þú hefðir nokkra hugmynd um, hvað á sjer stað í kínverskum rjettarsölum og ■fangelsum, myndirðu skilja, hversu nauðsynleg þessi rjett- .indi eru, enda þótt þau sjeu þyrnir í augum Kínverja“, sagði Frank og bar ört á. „Einmitt það“, sagði Ruth og horfði á konu, sem stóð bak við Frank. „Jeg hefi altaf álitið — -—“, sagði Frank, en þagnaði. Ang- an ilmvatns, sem hann kannað- ist mætavel við, lagði að vitum hans. „Gott kvöld, Frank. Gott kvöld, Madame Tissaud". Helen stóð við borð þeirra. Hún var í stuttum, hvítum kjól og hjelt á hattinum í hendinni. Hár hennar var úfið, eins og hún hefði verið úti í stormi, eða væri nýkomin frá elskhuga. Frank formælti hjarta sínu, sem var farið að slá svo ört, að Ruth hlaut að heyra það. „Gott kvöld, Frank“, sagði Helen. „Gott kvöld“, sagði Frank. Madame Tissand hugsaði sjer gott til glóðarinnar um að sjá, hverju fram yndi. Hún var ekki sein á sjer að kynna þær hvora fyrir annari. „Frú Russell, má jeg kynna fyrir yður ungfrú Ruth — hina indælu unnustu vinar okkar? Brúðkaup á laugardegi — öku- ferð til Soochow, hveitibrauðs- öagar um borð í skútu — jeg get ekki að mjer gert að öfunda þau dálítið. Viljið þjer ekki fá yður sæti hjerna hjá okkur, frú Russell?“ „Stundarkorn“, svaraði Hel- en. „Jeg verð að fara aftur inn- an skamms. Sir Henry er mesti harðstjóri, hann ætlar að fara með okkur nauðug viljug í hræðilega cocktailveislu. Enska nýlendan hjerna minnir á mann ætur. Að minsta kosti finst mjer vera verið að gleypa mig lifandi“. Að svo mæltu settist Helen hjá Ruth og horfði á hana með örvæntingarblandinni velvild. „Það gleður mig ósegjanlega að kynnast yðut“, sagði hún. „Frank hefir sagt mjer svo margt um yður“. „Frú Russell og Monsieur Frank eru miklir vinir“, skaut Madame inn í og gat varla dul- ið illkvitni sína. Frank bar tómt glasið að vörum sjer með hendi, sem var lítið eitt óstyrk. Það fór fram hjá Ruth, en Hel- en tók eftir því. „Frank hefir sýnt mjer mikla vinsemd, og einu sinni eða tvisvar tekið að sjer að vera leiðsögumaður okkar hjónanna. Það er ótrúlegt, hvað Bobbie hefir fengið miklar mætur á Frank, vegna þess að hann hef- ir mesta ímugust á Ameríku- mönnum“. „Hr. Russell er bróðir Ingle- wood lávarðar“, sagði Madame til frekari skýringar. Ruth tók kveðju hennar vin- gjarnlega og með talsverðri lotningu; það var ekki laust við að hún væri upp með sjer yfir, að Frank skyldi eiga svona á- hrifamikla og tigna kunningja. „Hvernig leið yður á ferð- inni?“ spurði Helen. „Ágætfega“, svaraði Ruth. „Og hvernig geðjast yður að Shanghai?“ hjelt Helen áfram, aðeins til að segja éitthvað. „Jeg hefi ekki sjeð mikið af henni ennþá“, sagði Ruth. Hún hugsaði sig vel um; hana lang- aði til að segja eitthvað veru- lega hnyttið. „Frank gaf mjer lítinn andarunga, hann er indæll. Hann heitir Konfúsius“, sagði hún. „En hvað það er hrífandi“, sagði Helen annarlegri röddu. Hún leit nú beint framan í Frank og augasteinar hennar stækkuðu, svo að augu hennar sýndust alveg svört. „Þjónn“, kallaði Frank. „Ann að whiskýglas. Hvað má bjóða þjer?“ spurði hann Helen. „ískalt bað“, svaraði hún kurteislega. „En hvað þjer notið unaðs- legt ilmvatn, frú Russell“, sagði hún til að forðast aðra þögn. „Finst yður það?“ sagði Hel- en kæruleysislega. „Það var bú- ið til handa mjer í París. Það er efnafræðingur þar, sem finn- ur upp ilmvötn handa einstakl- ingnum hann kallar það ilm- vötn með fangamarki. Fyrst lítur hann á konuna, sem í hlut á, síðan heimsækir hann hana nokkrum sinnum og tálar við hana, og þegar hann þykist vera kominn að einhverri nið- urstöðu um lyndiseinkunn henn ar, bruggar hann ilmvatn handa henni. Finst yður þetta ekki hjegómlegt?" „Hvað gera merin ekki nú á tímum —“, sagði Ruth. Helen horfði á Frank, enda þótt hún beindi máli sínu að Ruth. „Ef þjer kærið yður um, get jeg gefið yður dálítið af mínu,“, sagði hún. „Þó held jeg, að við sjeum ekkert svip- aðar. En andstæðurnar hafa sína töfra, hvað finst þjer, Frank?“ „Karlmenn hafa ekkert vit á slíku“, sagði Madame Tissaud. Það fór hrollur um Frank, er hann hugsaði til þess, að ang- anin af ilmvötnum Helen ættu eftir að komast milli hans og Ruth sem ósýnileg, æsandir og þó lamandi vofa. Og Helen sagði, eins og hún læsi hugsanir hans: „Einhvern veginn er það nú þannig, að ekkert minnir mann jafn átak- anlega á liðinn atburð eða per- sónu og ilmvötn eða gömul grammófónplata“. Ruth spurði kurteislega: „Eigið þjer heima í Shanghai, .eða eruð þjer aðkomandi, frú Russell?" „Við erum ferðafólk“, sagði Helen. „Við erum flakkarar og Tartarar. Við stöndum hvergi lengi við. í stað þess að eignast vini, hrúgum við saman heim- ilisföngum manna, sem við síð- an sendum póstkort. Við þekkj- um bestu hótel borgarinnar, ensku nýlenduna og strætin, sem knæpurnar standa við, því að þær eru álitnar eitt af því sjónarverðasta í borginni. Þann ig er það um hverja borg, sem við gistum. Nei, við munum ekki dvelja hjer lengi. Ef þú vilt gefa mjer heimilisfangið þitt, Frank, skal jeg senda þjer póstkort seinna — jólakort ef til vill. Jeg á auðvitað við hið nýja heimilisfang þitt, jeg hefi það gamla einhversstaðar. Jeg ætti auðvitað að festa á mig borða af þeirri tegund, sem eru Þessu lofaði Öskubjörn, og svo hjeldu þeir áfram ferð- inni. Þegar þeir höfðu farið lengi, sagði yngsti folinn: „Sjerðu nokkuð?“ „Nei, ekkert nýstárlegt“, sagði Öskubjörn. Enn hjeldu þeir áfram margar mílur. . „Sjerðu nú nokkuð?“ spurði folinn þá. „Já, nú sje jeg eins og bláa rönd langt í burtu“. „Já, þetta er stór elfa“, sagði folinn, og hana eigum við eftir að fara yfir“. Yfir ána var mikil brú, og þegar þeir voru komnir yfir hana, fóru þeir enn langar leiðir, un^ yngsti folinn spurði Öskubjörn, hvort hann sæi nokkuð. Jú, í þetta skifti sagði hann að sjer sýndist eins og kirkjuturn langt í fjarska. „Já, þangað eigum við að fara“, sagði folinn. Þegar folarnir komu inn í kirkjugarðinn umhverfis kirkjuna, urðu þeir að mönnum aftur, ungum og fal- legum konungssonum, í svo dýrmætum fötum, að það ljómaði af þeim af gulli og purpura. Þeir gengu nú inn í kirkjuna, og þar stóð prestur fyrir altari og gaf þeim öllum brauð og vín. Síðan blessaði prestur konungssyn- ina, og þeir fóru aftur út úr kirkjunni, og það gerði Ösku- björn einnig, en hann hafði staðið og horft á athöfnina. En áður en hann fór, f jekk presturinn honum vínflösku og oblátu. Og um leið og konungssynirnir komu aftur út úr kirkjugarðinum, úrðu þeir að folum, og Öskubjörn settist á bak þeim yngsta og síðan fóru þeir af stað aftur sömu leið og þeir komu, en nú gekk þeim ferðin mikið betur. Fyrst komu þeir yfir brúna, svo framhjá trjáboln- um og síðan fóru þeir framhjá kerlingunni, sem sat í bergskútanum og spann, og.svo hratt fóru þeir, að Ösku- björn heyrði ekki hvað kerling kallaði á eftir honum, en fallegt hefir það víst ekki verið. Það var orðið nærri dimt, þegar þeir komu aftur til konungshallarinnar, og konungur sjálfur stóð úti og beið eftir þeim. ( „Hefirðu nú gætt folanna minna vel og trúlega?“ surði konungur. „Jeg hefi gert eins og jeg hef getað“, svaraði Ösku- björn. „Þá geturðu líka sagt mjer, hvað folarnir mínir sjö jeta og drekka?“ Það er sagt, að þegar málar- inn Correggio sá verk Raphaels í fyrsta skifti, hafi hann látið tilfinningar sínar í ljós með því að hrópa: „Og jeg einnig er málari“. ★ Þegar Voltair kom til Eng- lands 1727 fann hann fljótt, að Englendingar höfðu mikla and- úð á Frökkum. Varð hann oft- sinnis var við þetta á götum úti. Eitt sinn safnaðist í kringum hann mikið af æpandi Skríl, „Drepum hann. — Hengjum Frakkann“. Voltair stansaði, leit á mann- söfnuðinn og sagði rólega: „Englendingar þið viljið drepa mig af því að jeg er Frakki. Er mjer ekki refsað nóg með því að vera ekki Englend- ingur?“ Mannfjöldinn rak úpp æðis- gengið fagnaðaróp og sá hon- um fyrir öruggum farkosti til gistihússins, þar sem hann b]ó. ★ Vinir Cæsars ráðlögðu hon- urn oft að vera varkárari um sig en hann var. Þeir bentu honum á, að óvarlegt væri að ganga meðal fólksins án þess að hafa nokkurn lífvörð. Cæsar svaraði: „Þeir sem lifa í ótta við dauð ann, þjást áf tilhugsuninni um hann á hverju augnabliki. Jeg mun deyja, en aðeins einu sinni“. ★ Franskur liðsforingi refsaði eitt sinn ungum undirforingja, vegna þess að hann hafði sýnt hræðslu í fyrstu orrustunni, er hann tók þátt i. Foch hershöfð- ingi fjekk að sjálfsögðu skýrslu um þetta, en hann var vanur að finna altaf eitthvað að gerð- um liðsforingjanna. Hann kall- ar umræddan liðsforingja til sín og segir: „Liðsforingi, enginn nema bleyða þorir að gorta af því, að hann hafi aldrei hræðst“. ★ Orðheppinn maður var eitt sinn spurður að því, hvers- vegna hann giftist ekki ungri stúlku, sem hann var mjög hrifinn af. „Jeg veit það ekki“, svaraði hann, „nema það sje af því, hve mikla virðingu við berum hvort fyrir öðru“. ★ Stjórnmálamaður einn ljet svo um mælt, að hann væri fær um að myrða hvern sem væri. Talleyrand gerði þessa athuga- semd: „Myrða, nei. Byrla eitur, já“. ★ Alfred Hitchcoch var mjög mikill matmaður. Eitt sinn var hann í matboði, þar sem. litl- ir rjettir en fínir voru bornir á borð. Þeir sögðu lítið í maga Hitchcoch og þegar kaffið var borið fram, sagði húsmóðirin við hann: „Jeg vona að þjer borðið hjá okkur mjög bráðlega aftur“. » „í öllum bænum“, sagði llit— chcok, „látið þá máltíð byrja strax“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.