Morgunblaðið - 05.01.1944, Side 2

Morgunblaðið - 05.01.1944, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. janúar 1944 Sjálfstæðið og éstjórnin FORSPRAKKAR þeifra dansk lunduðu láta sjer nú fátt fyrir brjósti brenna í áróðri sínum fyrir hinum danska málstað. Þeir hvísla~því að mönnum — prenthæft þykir það ekki af skiljanlegum ástæðum — -að ráðlag þings og stjórnar og alls almennings sje með þeim ep- demum, að augljóst sje orðið, að vjer sjeum ekki menn til þess að stjórna oss sjálfir. Þess vegna sje það hin mesta fjar- stæða, að slíta sambandið við Danmörku og stofna lýðveldi á landinu. Þeir sem heyrðu hina snjöllu ræðu Ólafs prófessors Lárus- sonar 1. des. s.l. eða lásu hana í Morgunblaðinu, verða áreið- anlega ekki uppnæmir fyrir þessum áróðri. Þeir sem kunna að vera veikir í trúnni, að rjett sje að stofna lýðveldi í landinu, vegna þess hvernig stjórnarfar- ið er, ættu að lesa ræðu prófess- orsins fyr en seinna. Jeg mun nú svara þessum á- róðri með nokkrum orðum. It- arlegt getur það svar ekki orð- ið í stuttri grein. Þeir, sem ekki láta' sannfærast af þessum orð- um, verða að lesa hina fyr nefndu ræðu prófessorsins. I. Er rjettmætt að fresta lýð- veldisstofnun vegna stjórnar- farsins í landirm? Það er því mlður rjett, að margt gengur hjer á trjefótum og að illa horfir á mörgum svið- um þjóðlífsins. En samt sem áð- ur væri það hreinasta vitfirr- ing að. fresta lýðveldisstofnun af þeim ásteéðum. Allar þær meinsemdir, sem komið hafa í Ijós í þjóðmálum vorum, hafa brotist fram í dags ljósið, þróast og dafnað á með- an vjer v^rum í sambandi við Danmörku. Það er því óhugs- andi með öllu, að frestun lýð- veldisstofnunar og áframhald- andi samband við Dani lækni nokkurt þessara meina. En meinsemdirnar geta vax- ið og margfaldast, segja þeir dansklunduðu, ef vjer stofnum hjer lýðveldi. Það er með öllu rangt. Ástandið getur ekki versnað við lýðveldisstofnun. Það stafar af því, að vald ís- lendinga (þings og stjórnar) í hinum svo nefndu innanlands- málum verður hið sama og nú er eftir stofnun lýðveldisins. , Möguleikar vorir til þess að smíða axarsköft vaxa því ekki. En í utanríkismálunum og í sambandi við forsetann? spyrja þeir dansklunduðu. Það er hægt að færa fram mörg rök fyrir því, að hætta á misfellum í þeim málum er margfalt minni en í hinum svo nefndu innaníandsmálum. Það eru nærri 4 ár síðah vjer fengum utanríkismálin og kon- ungsvaldið í vorar hendur. Engar þær misfellur hafa kom- ið fram í meðferð þeirra mála af hálfu þings og stjórnar, er rjettlætt geti þann ótta, að illa takist til í þeim málum. Sú fjögurra ára reynsla, sem þegar er fengin, sannar þvert á móti, að bæði utanríkismál- unum og æðsta valtlinu í mál- efnum ríkisins er margfalt het- ur borgið í höndum Islendinga en í höndum Dana. landinu Það er því hin fáránlegasta blekking og hin ósvífnustu ó- sannindi, að rjettmætt sje að frcsta lýðveldisstofnun vegna meinsemda stjórnarfarsins. Þessi áróður forsprakkanna væri skiljanlegri, ef þeir ætl- uðu að fela einhverri þjóð — Dönum eða einhverjum öðrum — öll vor mál, sem þingið hef- ir nú til meðferðar, en þó að þeir ætli sjer það nú varla í al- vöru, vil jeg minnast á þann möguleika með fáum orðum. II. Hver er reynsla vor af stjórn útlendinga? Vjer höfum reynt hvort- tveggja, að stjórna sjálfir mál- um vorum og að lúta valdi er- lendra þjóða. Samanburðurinn ætti því að vera nærtækur. 19. öldin er talin mesta fram- faratímabil mannkynsins. 1874, þegar þrír fjórðungar þessa framfaratímabils voru liðnir, sleptu Danir innanríkismálum íslands í vorar hendur. Hvern- ig var þá ástatt í landinu? Hjer voru'engir vegir, eng- ar brýr, engir vitar, engin skip, nema smábátar, engin hús, sem talist gátu mannabústaðir. Þannig reyndist oss hin er- lenda stjórp. Sú kynslóð, sem lifað hefir síðan 1874, frá því að vjer feng um meiri og meiri hlutdeild í stjórn mála vorra, hefir unn- ið meiri afrek til umbóta, segir próf. Olafur Lárusson í hinni fyr nefndu ræðu sinni, en allar aðrar kynslóðir Islendinga til samans. Og það eru engin undur, að hin erlenda stjórn reyndist oss á þerinan veg. Þó að sumir hin- ir erlendu stjórnendur væru oss velviljaðir, þá hugsuðu þeir fyrst og fremst um hagsmuni Danmerkur. Dr. Páll E. Ólason getur þess í „Sögu íslendinga“, 6. bindi, sem nýlega er komin út, að danskur embættismaður, Jakob Gude að nafni, komist þannig að orði í endurminningum sín- um, er hann minnist á langafa sinn, sem andaðist á íslandi, „þangað sem um allmörg ár flestir íbúar Kaupmannahafn- ar höfðu sótt eignir sínar“. Meðan Islendingar hrundu niður úr hungri, hundruðum og þúsundum saman, sóttu flest ir íbúar Kaupmannahafnar eign ir sínar til Islands. Þessi danski embættismaður er ekki einn til frásagnar um gróða Dana af versluninni við ísland á þessu tímabili. í brjef- um stiftamtmannsins yfir ís- landi og danskra kaupmanna frá þessum tímum, segir m. a., að er Kaupmannahöfn misti verslunina við Island, mundi fjöldi manna neyðast til að flytja úr borginni. — ’ Sumar ljelegar danskar vörur sjeu hvergi seljanlegar nema á Is- landi og að hvergi geti Danir fengið jafn ódýrar vörur. Meðan Danir seldu hingað Ijelegar vörur fyrir okurverð og keyptu íslenskar vörur fyr- ir lítið verð, fjellu Islendingar úr hungri á götum og-gatna- mótum. Þannig er reynsla vor af hinni erlendu stjórn. Aðrar kúgaðar þjóðir hafa að einhverju leyti svipaða sögu að segja. Reynsla allra þeirrá hefir verið sú, að þær þjóðir, sem ráða yfir öðrum, reyna eftir mætti að hagnast á kostnað þeirra. Það er m. a. af þeim á- stæðum, að allar kúgaðar þjóð- ir óska þess, þrá það og berjast fyrir því að losna undan hinu erlenda oki og ráða sjálfar landi sínu og málum sínum. Ef einhver er sá, sem óskar þess ’ í alvöru, að íslendingar selji frelsi sitt og sjálfstæði í hendur erlendrar þjóðar, getur það ekki stafað af öðru en þekk ingarskorti hans á sögu þjóðar- innar og dómgreindarleysi á al- mennum málum. En þekkingar skortur og dómgreindarleysi er engin afsökun. Föðurlandssvik er ekki hægt að afsaka. Meinsemdir þjóðlífsins þarf að skera burtu eða lækna. En eitt er víst: vjer verðum að gera það sjálfir. Engin önnur þjóð getur það eða gerir það. Reynslan er sú, að mennirn- ir vaxa með viðfangsefnunum. Þau knýja fram hæfileikana, sem með þeim búa. Þessu er eins farið um þjóðirnar. Vjer höfum því ástæðu til þess að vona, að það skref, sem^-nú verður stigið 17. júní n.k., veki þjóðina og forráðamenn henn- ar af svefni kæruleysisins. Og ef svefninn verður rofinn, þá verða glappaskotin færri og minni hjer eftfr en hingað til. Guðm. Benediktsson. ífalskur Italir áttu allmarga smákaf- báta og eru þeir nú flestir á valdi bandamanna. Sjest hjer einn þeirra, sem dreginn hcfir verið á land í flotahöfninni í Taranto. Hin stóra bunga, sem á myndinni sjest, er neðansjáv- ar, er kafbáturinn er á flo Orðrómurinn um sendiherrann MORGUNBLAÐIÐ birti fyr- ir nokkru þá fregn, að til stæði að flytja Pjetur Benediktsson, sraídiherra íslands í London, þaðan og til Moskva. Blaðið studdist við almennan orðróm hjer að lútandi. í blaðinu 1 gær var birtur kafli úr brjefi ut- anríkisráðherra, Vilhjálms Þór, þar sem fyrgreind fregn er borin til baka. Morgunblaðið leit svo á, að ekki væri ótímabært að láta falla varnaðarorð í sambandi við alment umtal um það, að til stæði að flytja sendiherra okkar í London nú þaðan, þar sem hann hefir öðlast reynslu og haldið vel á þýðingarmikl- um málum landsins. Islenska ríkinu ríður á því, að hafa ein- mitt nú, á yfirstandandi við- sjártímum, persónulega kunn- uga menn, ef þess er kostur, á þéim stöðum, sem miklu skifta. Ber því að fagna því að orð- rómur sá, er fregn blaðsins bygðist á, hefir ekki við rök að styðjast. Sú skoðun dregur hins vegar ekki úr því, að vanda beri val sendimanns rík- isins, þegar til þess kemur að senda sendiherra til Moskva. Jólagjöf iil Laugamesskirfcju Rjett fyrir jólin kom kaup- maöUr nokkur í Laugarnessókn til sóknarnefndarformannsins og færði honum fimm hundruð krónur, með þeim ummælum, að þær væru jólagjöf til kirkj- unnar. Ennfremur höfðu nokkru áð- ur borist aðrar fimm hundruð krónur til kirkjunnar. Var það áheit frá ungum hjónum, sem nýlega voru flutt úr sókninni. Þá var í haust komið með stálhurð, hina mestu völundar- smíð, og hún sett fyrir innbygð an, eldtraustan skáp, sem er í herbergi einu í kjallara kirkj- unnar, er ofarlega á hurð þessa greypt eirstöfum ártalið 1943. Eftir nolckra rannsókn kom í ljós, að hún var frá velunnara kirkjunnar, sem oft hefir haft hana í huga, en ekki vill láta nafns síns getið. Fyrir safnaðarins hönd þakka jeg allar þessar góðu gjafir, og ekki síst fórnarlundina og það hugarþel til kirkjunnar, sem þær sýna. Garðar Svavarssoft. Montgomery fagnað í London London í gærkveldi. Mont- gomery hershöfðingi er nú í I.ondon og sat hann í gærkveldi í konungsstúkunni í leikhúsi einu. Var hann hyltur ákaft, er hann gekk inn í leikhúsið, og oft safnast mannfjöldi sam- an til þess að hylla hann, er hann þekkist á götum úti. Reuter. BEST AÐ AUGLfSA I MOEGUNBLAÐINU. Þjéðverjar noia flugvirfci Breska flugmálablaðið ,,The Aeroplane“ hefir eftir spánska blaðinu „Informaciones”, að þýskir flugmenn noti flugvirki, til þess að æfa sig í því að berjast við sprengjuflugvjelar Bandaríkjamanna yfir Þýska- landi. Er þessum æfingum þanil ig fyrir komið, að þýskar or- ustuflugvjelar eru í æfinga- skyni látnar ráðast á allstóra hópa flugvirkja, sem skotin hafa verið niður yfir Þýska- landi og Þjóðverjar gert við aftur, þannig að þau urðu flug- fær á ný. Þjóðverjar hafa á Atlants- hafsströndum og víða um Þýska land sjerstakar sveitir manna, ér hirða flugvjelar, sem skotn- ar hafa verið niður, og er síðan gert við þær af þýskum flug- vjelasmiðum, sem unnið hafa fyrir stríð í verksmiðjum í Am eríku. Þannig er farið að því, að safnað er saman hlutum ev, óskaddaðir eru, úr hinum ýmsU flugvirkjum, og þeir settir sam an í sjerstakri verksmiðju, ei; til þess hefir verið reist. Það er Galland, einn af fræg ustu orustuflugmönnum Þjóð- verja, sem hefir’ umsjón með þessum æfingum gegn hinum nýsamansettu flugvirkjum, að því ei; hið spánska blað segir. Þeir, sem flugvirkjnnum fljúga, eru hafðir aðskildir frá öðrum flugmönnum, búa í sjerstök- um bækistöðvum, og hafa ekkl neitt samband við þýska flug- herinn, nema gegnum milliliði. Eftir æfingarorustur láta þeir orustuflugmennina vita um úr, slitin, leiðrjetta villur, sem þeir hafa gert, og reyna að bæta árásaraðferðir þeirra. Einnig segir blaðið að flugvirkj aflokk ar þessir geri stundum árásir; á óvinaland ásamt sprengju- flugvjelum af þýskum upp- runa. i Fyrir utan þessa flugmenn, eru aðrir, sem hafa þann starfa að fljúga herteknum flugvjelum-. Gerðu Þjóðverjai; meðal annars við nokkrar, Hurricane- og Spitfirevjelar og ljetu þær leika orustur við or- ustuflugvjelar sínar, til þess að í ljós kæmí, hverjir væru aðal- kostir flugvjela þessara í bar- dögum. Einnig voru slíkar flug vjelar notaðar til þess að taka kvikmyndir af loftorustum og voru þá ensku flugvjelarnafj altaf skotnar niður. i Gjafir til heilsuhælissjóðð Náttúrulækningafjelags íslandsS Verslunin Baldursbrá 25 kr. Magnús Þorgeirsson kaupm. 25 kr. N. N. 20 kr. Davíð Kristjáns- son kaupm. 10 kr. Guðm. Guð- jónsson kaupm. 10 kr. Lárus Lýðsson 10 kr. N. N. 10 kr. N. N. 10 kr. Jón Halldórsson & Co. 50 kr. Jón Helgason kaupm. 25 kr. Guðm. Einarsson 50 kr. N. N. 10 kr. Helgi Bergs forstj. 50 kr. Geir Thorsteinsson útg.m. 50 kr. Frú M. Ólsen 1000 kr. S. S. 50 kr. Guðjón Jónsson kaupm. 25 kr. Kærar þakkir. F. h. N. L. F. í. Matthildur Björnsdóttir. Ath. Gjöfum og áheitum er veitfi móttaka á eftirtöldum stöðum: j Versl. „Goðafoss11, Laugaveg 5, | Versl. „Selfoss", Vesturgötu 42 j og Versl. Matth. Björnsdóttur, I Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.