Morgunblaðið - 05.01.1944, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. janúar 1944
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Tvær nýjársræður
í NÝÁRSBOÐSKAP sínum lagði ríkisstjóri m. a. út af
þessum orðum eins af merkustu núlifandi rithöfundum
Breta:
„Sú þjóð, sem setur eitthvað ofar frelsinu, mun glata
frelsi sínu. Og sú er kaldhæðni örlaganna, að ef þjóðin
setur lífsþægindi og peninga ofar frelsinu, mun hún missa
þetta hvorttveggja. Þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu,
getur ekki gert sjer nokkra von um að öðlast frelsi og
halda því, nema hún sje þessum kostum gædd: ráðvendni,
djörfung, framsýni og fórnfýsi. Ef þjóðin er ekki þessum
kostum búin, er sökin hennar sjálfrar og einskis annars,
ef hún glatar frelsi sínu“.
Eru ekki þessi ummæli sem beint töluð til okkar ís-
lendinga, á þessum tímum, þar sem alt snýst um pen-
inga og aftur peninga? Ríkisstjóri sagði ekkert um það.
En hann benti okkur núlifandi íslendingum á, að hagur
þjóðarinnar myndi nú vera allur annar og verri en hann
er, ef þjóðin hefði ekki átt tvo menn, annan á 18. og hinn
á 19. öldinni, sem settu ekkert ofar frelsi landsins. Þessir
menn voru Jón Eiríksson konferenzráð og Jón Sigurðs-
son forseti.
„Jón Eiríksson var af mörgum talinn aðalbjargvættur
íslands, þegar ástandið hjer á landi var einna ömurleg-
ast á síðari hluta 18. aldar“, sagði ríkisstjóri. Og um
' forsetann mælti hann m. a. á þessa leið: „Jón Sigurðsson
nýtur virðingar allra íslendinga óskiftrar vegna þess, að
hann setti ekkert ofar frelsi íslands, allra síst lífsþægindi
og peninga. Hann barðist sigurvænlegri baráttu fyrir
frelsi íslands! hún leiddi til sigurs síðar vegna þess, að
barátta hans var háð með ráðvendni, djörfung, dreng-
skap, framsýni og fórnfýsi“.
Vissulega megum við núlifandi íslendingar festa okkur
í minni þessi sannindi. Við erum nú í þann veginn að ná
því takmarki í frelsisbaráttunni, sem þessir óeigingjörnu
og framsýnu bjargvættir og foringjar lögðu grundvöll-
inn að. En fetum við dyggilega í fótspor þeirra? Erum
við þess fullvissir, að við setjum ekkert ofar frelsinu?
Best að hver einstaklingur geri þetta upp við sjálfan
sig.
★
Dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra flutti þjóðinni
einnig nýársboðskap á gamlársc^tg.
Forsætisráðherrann mintist m. a. á stofnun lýðveldis-
ins. Yrði vel að vanda til lýðveldisstjórnarskrárinnar.
Var auðheyrt á forsætisráðherra, að hann var ekki ánægð-
ur með sum ákvæðin í stjórnarskrárfrumvarpi milli-
þinganefndarinnar. Erum vjer sammála sumu af því,
sem forsætisráðherra sagði um þetta.
Þá mintist forsætisráðherrann einnig á annað stórmál,
sem mjög er nauðsynlegt að bót verði á ráðin. Er hjer
átt við það, að Alþingi hafi eitthvert aðhald í fjármál-
unum.
Forsætisráðherra benti á stjórnarskrárákvæði Breta,
þar sem þinginu er bannað að hækka heildarupphæð fjár-
lagafrumvarps stjórnarinnar á hverjum tíma. Þingið
mætti aðeins breyta til um útgjaldaliði, t. d. fella niður
útgjaldaliði, sem stjórnin legði til, og setja aðra í staðinn.
En þinginu væri óheimilt að hækka heildarútgjöldiri.
Hvort þessi leið þykir fær hjer hjá okkur, er hitt alveg
víst, að setja verður einhverjar skorður við glæfralegum
fjáraustri Alþingis. Meðferð fjárlaganna á síðasta Alþingi
ætti að vera okkur næg áminning í þessu efni. Þingið
hækkaði rekstrarútgjöld fjárlaganna um 27.2 milj. króna,
og var það nál. þriðjungs hækkun útgjaldanna. Vegna
þessarar gífurlegu útgjaldahækkunar á fjárlögum, og
einnig vegna hins, að þingið samþykti mörg önnur út-
gjöld, sem ekki eru með talin á fjárlögum, verður afleið-
ingin sú, að ríkissjóð vantar tugi miljóna tekna þegar á
næsta ári, ef hann á að geta risið undir öllu útgjalda-
bákninu.
Við þessu verður að reisa einhverjar skorður.
— LýðveMismálið
Framh. af 5. síðu.
aðeins takmarkað. Itefir hann
því minna vald en kominpr
hafði. Forseta er einungis
fenginn rjettur til að skjóta
lagafrumvörpum Alþingis und
ir alþjóðaratkvæði, en frum-
varpið öðlast engu að síður
lagagildi þegar í stað. Það
fellur fyrst úr gildi, ef það
fær ekki meirihluta við at-
kvæða greiðsl una.
Sú hugsun er án efa rjett,
að fiorseti hafi ekki algert.
synjunarvald. Ef svo væri um
búið, að forseti gæti synjað.
staðfestingu laga, sem Alþingi
hefði samþykt, án málsskots
til þjóðarinnar, væri valdsvið:
Alþingis þar með orðið svo
takmarkað, að óviðunandi
væri í lýðfrjálsu landi.
En hitt sýnist vera vafa-
samara, að lagafrumvarp, sem
forseti vill skjóta undir þjóð-
aratkvæði, öðlist lagagildi
]>egar í stað.
Sýnist vera eðlilegra og
meira í samræmi við þá hugs-
un, sem felst í þessu takmark-
aða synjunarvaldi forsetans
og málskoti, að slík lagafrum-
vörp öðlist fyrst gildi, er þjóð
in hefði lagt samþykki sitt
við þeim.
Kjörtímabil
forsetans.
Milliþinganefndin leggur
til, að kjörtími forsetans Verði
4 ár. Raddir hafa heyrst um
það, að þetta væíi stuttur
tími.
Með því að hafa kjörtíma-
bilið lengra (6—8 ár) myndi
forseti fá reynslu í starfinu
lOg truflanir minni, vegna tíðra
forsetaskifta.
' En á hitt ber þá einnig að
líta, að verði forsetinn þjóð-
kjörinn og valdsvið hans.
aukið, er þessi æðsti em
bættismaður landsins orðinn
svo mikill valda- og áhrifa-
maður, að nauðsynlegt er, að
hann hafi aðhald hjá þjóð-
inni þannig, að hún geti skift
um forseta, ef henni þykir
hann beita valdi sínu um of.
Huli gefur skýrslu
A
\JiLuerjl ilriýar:
•f
?
t
y
IjJr clciglena fíiinu
i.
&
H tJ L L utanríkisráðherra
Bandaríkjanna gaf þingheimi
skýrslu eftir ráðstefnuna í
Moskva. Myndin var tekin með
an á því stóð.
y
❖
Barnaspítali er nauð-
syn.
KVENFJELAGIÐ HRING-
URINN er nú sem kunnugt er,
að safna til barnaspítala og má
slíkt telja höfuðnauðsyn, svo
sem sjúkrahúskostur er yfir-
leitt lítill hjer í höfuðstaðnum.
Margir, sem sjeð hafa nauð-
syn þessa máls, hafa stutt
þessa viðleitni Hringsins vel og
drengilega, sem og sjálfsagt er,
en hitt hlýtur að vekja nokkra
furðu, að það skuli altaf þurfa
samskot almennings til þess að
reisa jafn sjálfsagðar stofnanir,
eins og til dæmis sjúkrahús.
Auðvitað á hið opinbera að
gera þetta, en einstaklingar
ekki að vera að skjóta saman
í því augnamiði, þótt það sje
auðvitað mjög virðingarvert, að
fjelög og einstaklingar taki sig
fram um þessi mál, þegar þeir,
sem þau eiga að leysa, sofa á
verðinum. Það er heldur ekki
beinn sómi fyrir ríkið, að láta
gefa sjer heilu sjúkrahúsin, í
stað þess að reisa þau sjálft,
eins og það auðvitað á að gera,
en úr því ríkið á annað borð
starfrækir slíkar stofnanir, á
það einnig að sjá um, að nægi-
lega mikið af þeim sje tiþ til
þess að fullnægja þörfum þjóð-
arinnar.
Reykjavík vantar
fæðingarheimili.
ÞÁ ER jafnvel enn meir að-
kallandi þörfin fyrir fæðingar-
heimili hjer í bænum. Það er
fyrir löngu búið að koma auga
á þessa þörf, og skipuð hefir
verið nefnd í málinu, en það
er svo oft með þessar nefndir,
að það heyrist minna frá þeim
en skyldi. En ástandið í þess-
um málum hjer í höfuðstaðn-
um er orðið þannig, að alls
ekki verður við það unað leng-
ur. Fæðingardeild Landsspítal-
ans hefir á að skipa rúmum
fyrir 16 konur. Hvað er það
í borg með 40.000 íbúa? Hvar
i heiminum myndi annað eins
ástand þekkjast hjá menningar
þjóð. Og svo kemur gremjan
yfir þessu ástandi mestmegnis
niður á þeim, sem stjórna fæð-
^ftgardeildinni, en ekki á rjett-
um aðilum, ríki og bæ, sem
eiga að sjá um, að nauðsynja-
stofnanir, eins og barnaspítali
og fæðingardeild, sjeu fyrir
hendi.
ÞpS er margt, sem
vantar.
AUÐVTAÐ er það margt
fleira en þetta tvennt, sem
okkur íslendinga vantar mjög
tilfinnanlega. En það er hins-
vegar altaf gott að byrja á
byrjuninni, að reyna fyrst að
sjá um það, að hin uppvaxandi
kynslóð verði fær um það að
bæta úr öðru sem vantar, með
því að búa henni bestu kjör frá
byrjun. Líkamleg heilbrigði
þjóðarinnar er ekki síður mik-
ils virði en mikil skólavist, það
er ekki minna undir afrekum
í vinnu og verknaði' komið,
heldur en bókmenntaafrekum
og lærdómi, að slíku alveg ó-
löstuðu. En hvort tveggja þarf
til eins og það verður best í tje
látið. — Menn sjá nauðsynina,
en framkvæmdanna er oft syo
skelfing langt að bíða, ef þær
skal fela yfirvöldunum, en eru
ekki drifnar fram af fjelaga-
samtökum eða framtakassöm-
um aðilum öðrum.
Eftir áramótin.
ÞAÐ munu allir hafa fagnað
því, hve góðán árangur tilmæli
lögreglunnar báru um það að
hafa ekki í frammi ólæti og
ofstopa á gamlárskvöld. Slíkt
heíir nefnilega verið alveg
dæmalaust á undanförnum ár-
um, og virðist næsta einkenni-
legt, ef athugað er niður í kjöl-
inn, að fólk skuli vðlja svona
aðferðir til þess að skemta sjer,
en á þessu kvöldi munu .allir
vilja skemta sjer sem best,
kveðja hið líðandi ár með því
að ljetta sjer upp. En það er
lítil uppljetting í því, að menn
varpi púðurkerlingum og kín-
verjum á spariföt náungans. —
En þetta með ólæti á gamlárs-
kvöld virðist hafa verið orð-
inn vani, og vald vanans er
mikið, eins og allir munu kann
ast við. Og væri það nú. veh
ef þetta nýliðna gamlárskvöld
yrði til þess að þessi vani yrði
afnuminn, og menn skemtu
sjer í árslokin án þess að hrella
lögregluna og saklausa vegfar-
endur, bifreiðar og kassa inni.
í portum, með framferði sinu.
•
Hvernig leggst það í
menn?
Það er auðvitað mál að menn
eru þegar farnir að hugsa mikið
um það, hvernig hið nýbyrjaða
ár verði. Margir hafa líka
dreymt margt og misjafnt fyrir
því. En hitt geta allir sjeð að
á þessu ári munu miklir atburð
ir gerast í styrjöldinni, og marg
ir eru þeir líka, sem dreymt
hefir fyrir miklum og mei'ki-
legum atburðum innanlands,
öðrum en þeim, sem allir bú-
ast við sem sjálfsögðum: stofn-
un lýðveldisins. En vitrir menn
sögðu eitt sinn: Ekki er mark
að draumum, — og tóku samt
mark á þeim. Þeir eru enn ekki
rannsakaðir til hlýtar, eru enn
dularfullir, hvort sem gildi
þeirra verður nokkru sinni að
fullu skýrt, eða ekki. ■— Og
marga dreymir um gleði og
hamingju á hinu nýbyrjaða
ári, aðrir horfa kvíðnir fram á
leið, þannig er lífið, hið til—
breytingarríka, framstreym-
andi líf. Ýmsa hefir líka eflaust
látið sig dreyma um að breyta
öllu lífi sínu á hinu nýbyrjaða
ári, en vaninnn er erfiður að
sigrast á, og þeim sem hann
hefir fest klærnar í, sleppir
hann ekki fyr en í fulla hnef-
ana. — Það verður barátta að
losna þar, en sje vaninn leiður
og til hins verra, þá örugg út
í baráttuna, með stuðning ára-
skiftanna að baki.
•
Hækkandi dagsbrún.
ÞÓTT skamt sje liðið frá ára-
mótum, er maður þegar farinn
að finna það og sjá, að halla
fer undan fæti fyrir vetrinum.
Á hverjum degi verður birtan
örlítið skærari, og mönnum
verður tíðhugsaðra til vorsins,
sem í vændum er. Það er til—
finning, sem er rík í lífi þeirra
manna, sem búa eins norðar-
lega og við gerum, við fögnum
hverjum degi, sem fæiúr okkur
svolítið lengri birtutíma, það er
vissulega indælt að sleppa við
skammdegið-, stefna aftur móti
ljósinu og vorinu. —■ Og það er
heldur ekki hægt annað að
segja en að þesáí tími hækkandi
dags sje sá tími ársins, sem
bést er valinn til þess að lyfta
sjér upp, enda er þetta skemt-
anatími höfuðstaðarins hinn
mesti.