Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. janúar 1944. Af dvöxtunum skulu þeir þekktir verða „Vakið, vakið! Verka til kveður vál.eg yður nú skelf- ingatíð!” . - Þannig kvað Jón Ólafsson forðum, og þessi herhvöt hefir aldrei átt brýh' '^windi til okk ar íslendinga « ^^lmitt nú. — Það er vitanlegt að trúleysi og mótþrói gegn guðsorði og sann- leiksljósi því, sem stafar frá kirkju Krists, hefir gert mjög opinskátt vart við sig meðal vor, nú á þessum síðustu og verstu timum, en þó mun það dæmi, sem birtist í ÞjóðVilj- anum 7. þ. m. nærri einstætt — það, að maðúr gangi í guðs- hús í þeim tilgangi að festa sjer í minni örfá sundurlaus orð úr ræðu prestsins, til þess að gera hana að blaðamáli. Hann leitast við að nota við- leitni þeirra manna, sem ekki eru sofnaðir andlegum svefni, og vekja þjóð sína og vara hana við falsspámönnum, nota þessa viðleitni, sem vopn gegn krist- inni kirkju. Hann leyfir sjer að herma rangt frá orðum og anda þessarar ræðu, sem flutt er fyrir viðstöddum áheyrend- um og útvarpshlustendum um land allt. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn, sem stjórnmálaangurgapar okkar virðast treysta um of sljóleika og minnisleysi þjóðarinnar. Sem betur fer, eru ekki all- ir heilar svo ringlaðir, að þeir geti ekki vel fylgst með stuttri ræðu og tekið heildarafstöðu til efnis hennar, án þess að láta aðra segja sjer hvað sagt hafi verið. Enda fer það líka betur nú á þessum hlutdrægnis og ó- sannindatímum. Þessi blessaður kirkjugestur nefnir sig k, aðeins lítið k, það er eins og hann vilji gera sem minst úr sinni eigin persónu til þess að skyggja ekki á hug- sjón sína. Jeg ætla mjer ekki að fara að bera það af sjera Jakob, að hann hafi talað skýrt og skor- inort til kommúnista. — Hann hafði líka leyfi til að segja hverjum þeim til siðanna, sem með orðum eða athöfnum rís gegn anda og kenningu Krists, hvort sem þeir kalla sig komm- únista eða eitthvað annað. — Hann hafði fylsta leyfi að vara þjóðina í nafni drottins síns við falsspámönnum, sem vilja koma til hennar í sauðargær- um, þótt þeir væru hið innra glefsandi vargar. Drottinn sagði sjálfur, að þeir mundu þekkj- ast af ávötunum, og orð hans hafa staðist allt til þessa dags. Hverjir eru ávextir þessa spilta þverúðaranda, sem leitast við að koma sínum kaldhömsuðu efnishyggju-hugmyndum inn í mannleg hjörtu en hrekja það- an hinn heilaga tilbeiðslu anda, sem alla tíma hefir vitnað í brjóstum mannanna um guð- legt eðli þeirra og sameiginleg- an uppruna frá uppsprettu alls lífs og fyllingu guðlegs mátt- ar? Það er þessi þverúðarandi heimsins, sem ávalt leitast við að deyða' þann anda, sem að lokum mun sigra hið illa 1 heim inum fyrir mátt þess frelsara, er sendur var hingað á jörð til þess að kenna mönnunum að þekkja hinn beina veg heim til föðurhúsa kaérleikans guðs. / Eftir Örmu frá Moldnúpi Það hefir alltaf sýnt sig, að þrátt fyrir allar vjelar hins illa er það þó Kristur, s6m hefir sigrað heiminn. Það á eflaust að vera þessari margumræddu stjórnmála- stefnu til hags, að k. lýgur því á sjera Jakob, að hann hafi kall að kommúnismann í heild sinni göfuga hugsjón. Hann sagði eitthvað á þá leið, að sú hug- mynd kommúnismans að skoða jörðina, sem sameiginlega eign allra manna, þar sem allir væru jafn rjettháir til þess að njóta gæða hennar, sú stefna sagði sr. Jakob að væri háleit hugsjón. En var það svo mjög of mælt að kommúnistar gerðu varla meira en „nudda sjer utan í” þá hugsjón? Eða hvað eigum við aumar skepnur að hugsa okkur um árás Rússans á Pól- land, flakandi í sárum, eftir grimdaræði Þjóðverja, kröfur þeirra til sinna eigin hagsmuna í Eystrasaltslöndunum og síð- ast en ekki síst styrjöldina við Finnland? Og svo mætti lengi telja margt að þeim, ekki síð- ur en öðrum menskum mönn- um virðist erfitt að sýna sanna fúllkomnun í verkinu. Og hvað geta þeir þá verið að stökkva upp á nef sjer, þótt þeir með hógværð sjeu mintir á veik- leika sinn og sinna kennifeðra? En hvað um hinn fasistiska anda í ræðu klerksins, veit jeg ekki hvað minn góði vinur k er að fara. Sjálfsagt hugsar hann sjer nú að láta krók mæta bragði og fyrst klerkur gerist svo djarf- ur að nefna háttvirtan stjórn- málaflokk á nafn, en talaði ekki undir rós, eins og mjög hefir tíðkast í seinni tíð í andlegum málum, eflaust til þess að koma ekki of nærri meinum mann- kynsins, svo að þau gætu þess betur fengið að dafna í friði. „Illur veit hvar ódyggur sit- ur”, segir gamall málsháttur. Kommúnistar vita vel, að fasisminn^ er eins ógeðfeldur insta kjarna þessarar þjóðar og kommúnisminn. Þeir vita það ósköp vel, að þjóðin á enn þá í brjósti sínu þrá eftir guði í eilífu lífi í samfjelagi við hann. Þar sem báðar þessar stefnur hafa bygt út eilífa hugsjón mannanna og hjálpræði Jesú Krists, þá finst þeim, að stefn- ur þessar muni vera álíka mikl- ar grýlur á hin góðu börn þjóð arinnar, sem ennþá lesa bænir sínar og fela drotni vegu sína. Það er þessvegna mesta her- bragð, að reyna að koma því inn hjá þjóðinni, sem þeir allt af halda svo auðtrúa og auð- leidda, að ef einhver blæs á þeirra háleitu hugsjón og Jó- seps Stalins, þá sjeu hjer á ferð fasistar af hinni róttækustu tegund. En íslensk alþýða er ekki alltaf svo heimsk sem þeir hyggja. Við, sem fylgjumst með prestunum frá degi til dags í húsi drottins og komum þang- að ekki í þeim tilgangi að gera uppreisn móti orði drottins og kirkju hans, heldur til þess að styrkjast í samfjelagi við hann ög sækja kráft til’þess, að heVjá baráttu lífsins í heimi hjer. — — Við ættum líka aldrei að gleyma því, að biðja guð að gefa prestinum kraft til þess að tala sannleikann, jafnvel þótt hann geti orðið nokkuð strembinn mannlegri eigingirni og sjálfsdýrkun. Við, sem göngum í kirkju, vitum vel að það er ekki hin fasistiski andi, sem prestar okk ar leiðast af, hann er ekki ætt- aður frá Berlín eins og k seg- ir. Mjer finst líka að kommún- istar ættu sem minst að tala opinskátt um þann anda, það er ekki svo langt á að minnast, að þeir Jósep Stalin og Adolf Hitler, bundu með sjer vináttu samning.Það var meira að segja eins og engum findist það mjög skrítið, sem það og líka ekki var. Ja, þetta vár nú, þégar allt kom til alls, eiginlega sama stefnan, því allir fingurnir urðu jafnir þegar í lófann kom. — Þetta voru einræðis- og guðs- afneitunarstefnur, ekki hallað- ist á með það. Báðir höfðu herr arnir fangelsað presta, sem ekki vildu beygja sig undir ríkis- valdið og tala. það eitt, er stjórnarvöldin töldu sjer holt, án tillits til hinna guðlegu sann inda. Það leit út fyrir að sag- an ætlaði að endurtaka sig, þeg ar Heródes og Pilatus urðu vin- ir þann dag sem þeir hröktu og smánuðu Krist. En vinátta heimsins reyndist löngum hvikul. Þessir stóru menn voru alltof líkir til þess að geta haldið vináttu. — Enda hefir víst báðum verið það sama innanbrjósts, ,,að mæla fagurt en hyggja flátt”, þeir höfðu báðir sömu fluguna í höfðinu, — drauminn um al- heimsyfirráð og óskorað vald á þessari blessaðri sameignar- kúlu okkar jarðarbúa, þeir dæmdu hana of litla fyrir báða, annar varð að láta í minni pok- ann svo var alt í einu dulunni svift frá, fjandinn laus, vinirn- ir voru komnir í benjandi stríð. Við sem erum ópólitísk og vit um að okkar ríki er ekki allt af þessum heimi, við brosum að hinum háfleygu stórpólitísku stefnum, sem eru svo æfðar í starfi sjómannsins „að aka seglum eftir vindi”. Það er al- veg von að þessum margþættu, gáfuðu mönnum finnist lítið til um okkur einfeldningana, sem eigum ekki nema eitt stefnu- mið að keppa að, og það meira að segja óraunverulegt í þeirra augum. ★ En það er víst kominn tími til að jeg, sem betur en vinyr minn veit skil á anda prest- anna, segi honum hvaðan sá andi var, sem sveif yfir sjera Jakob fyrra sunnudag. — Það var andinn frá Worms. Þar sem hann virðist alveg ókunn- ugur innan vjebanda kirkjunn- ar, ætla jeg að leyfa mjer að knjesetja hann, hver sem hann er og fræða hann um, að við íslendingar erum svo hamingju söm þjóð, þótt við sjeum allt of fá sem kunnum að nota þá bfe4sún,; að y'tir' þrtóiu'm okkár svífur enn hinn sami andi sem fylgdi Marteini Lúther til Worms, þar sem hann stóð frammi fyrir stórmennum þess arar veraldar og hjelt óhikað fram þeim sannindum sem guð og samviska hans bljes honum í brjóst. Hann hafði gengið í skóla drottins síns og frelsara, hann óskaði ekki eftir neinni leiðsögn frá hinum máttugu valdhöfum, hann vildi heldur eiga að deyja sannleikanum, en lifa lýginni, við andlega smán og niðurlægingu. Veit hann það ekki, að það var þessi sami andi, sem vjek frá prestúm þeim, sem nú sitja í fangabúð- um fasistaveldisins? Við, sem ekki erum of stolt til þess að vita það, sem kirkj- unnar málum kemur við, vitum þessvegna ofur vel, að það er ekki andi fasismans, sem svíf- ur yfir klerkum okkar, þótt þeir leyfi sjer að vara þjóð sina við tálsnörum afvegaleiðenda hvaða nafni sém þeir nefna sig. Jeg fyrir mitt leyti er ekki neitt hrædd um að kommún- istar nái nokkurn tíma þeim völdum hjer á okkar litla landi að þeir múlbindi okkar opin- skáu lútersku presta. Það er líka sú mesta niðurlæging hverrar þjóðar, að prestar henn ar eða aðrir sálusorgarar sjeu svo háðir Kinu veraldlega valdi afj þeir mega ekki tala annað en það eitt, sem hroka þess og drottnunarfýsn geðjast að. Jeg óttast miklu fremur þá, sem vilja láta hafa sig fyrir kristna menn, en lifa samt eins og þeir vissu ekki neitt um kenningu Krists og eru alger- lega skeytingarlausir um mál- efni hans og framgang guðs- ríkis á jörðu hjer. Jeg fæ ekki sjeð að við íslendingar höfum efni á að fara neðar i andlégum efnum. Jeg held, að við þyrftum að fara að orðum spámannsins Jeremia: „Nema staðar við veg- inn, litast um og spyrja um gömlu göturnar, hver sje ham- ingjuleiðin, og fara hana, svo vjer finnum sálum vorum hvíld”. Jeg skal ekki ráða nein um til að fara til hinna mörgu stjórnmálaflokka, að spyrja um hamingjuleiðina, heldur til hans, sem þekkir mannleg hjörtu og veit betur en þeir sjálfir hvers þeir þarfnast til þess að verða sannarlega sælir. Þessi blessuð þjóð, virðist sem stendur vera á flótta frá trú og sönnu siðgæði. Æskan virðist fljótt gleyma skínarheiti sínu. Það er eins og henni hafi ekki verið vísað rjett til veg- ar. Það eru heldur ekki allir færir um að visa til vegar. — Það vita þeir vel, sem ókunn- ugir hafa þurft á leiðsögn að halda, að það er ekki alveg sama hver er spurður. Alveg eins er í andlegum efnum. ■— Það er oftar en skyldi talað og ritað þannig, að það mætti virðast vera ótal mai;gir vegir og allir jafn góðir. En það er aðeins einn, sem hefir getað ságt' rrieð sahni: ,,Jeg' ér veg- úHrin, sáriúleikúririh1 og j lífið, , 11 i 11 I I I 14 I i t . Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi”. Það ér líka skýlaus' játning allra þeirra, sem fundið hafa þennan eina og sanna veg lífs- ins, að hann sje sú eina leið. sem leitt getur mannssálina t.il sannrar farsældar. Það eru þeiv menn, er mesta blessun hafa veitt samferðamönnum smum og stutt best að blómgvun þjóð fjelaga -á öllum öldum. Það er alveg í andstöðu við lögmál lífsins, ef stjórnarklíka sem úthýsir Kristi, gæti orðiö til varanlegrar blessunar fyrir þjóðir eða einstaklinga. •— Það verður altaf ofvaxið mann- skepnunni að stríða á móti vis- dómsráðstöfun almáttugs guðs: „Heimskan hjá guði er mönn- um vitrari”, segir Páll postuli og á hann þar við að lítið gefnum manni á heimsins mæli kvarða verði meira úr viti sínu í verki með guði en vitringum þessa heims, sem forsmá vegu hans. Guð gefi þessari þjóð storm- viðri andans sem megni að feykja burtu fisi ljettúðar og andvaraleysis. Því jeg veit að inst inni í hvers manns barmi býr þessi knýjandi spurning, — þrátt fyrir allan kulda og upp- gerðarkæruleysi, — þessi alda gamla spurning, sem að lik- indum er jafn gömul hugsandi mannverum: „Hvað á jeg að gjöra til þess að eignast eilíft líf“. Guð gefi að hann sem er rjetta svarið við þessari spurn- ingu, megi snerta hjörtu.þjoð- arinnar, hvaða stjórnmála- stefnu sem hún aðhyllist! Reykjavík, 10. okt. 1943. Anna frá Molilnúpi. Bætt aðstaða við Sidor Washington í gærkveldi. BANDARÍKJAMENN, sem gengu á land við Sidor á Nýju Guineu, hafa bætt aðstöðu sína þar að verulegu leyti, þrátt fyr ir sna^>a mótspyrnu Japana. Hafa þeir víkkað út forvígi sitt og fengið liðsauka og sækja inn i land þótt hægt gangi. —Reuter. Náttúrulækninga- fjelagið Framh. af bls. 2. herberginu eru þrjár kerlaug- ar, en í hvíldarherbergjunum eru legubekkir fyrir sjúklinga til að hvílast á að böðunum loknum. Á einum þessara legu- bekkja lá lítil stúlka. Hafði hún fengið slæman húðsjúk- dóm vegna sólbruna. „En hún er nú á batavegi”, segir lækn- irinn og klappar stúlkunni á höfuðið. Því næst er gengið upp á efri hæðina. Það er íbúð lækn- isins. Húsfreyjan býður kaffi og kökur, sem allar eru bak- aðar úr heilhveiti og rúgi og bragðast prýðilega. Stjórn Náttúrulækningafje- lags íslands skipa: Jónas Krist jánsson, læknir, formaður, varaformaður Björn L. Jóns- son og mcðstjórnendur frú Rákel Þorvaldsson, Hjörtur Hansson og Sigur.jón Pjeturs- son. v ■>i'Í i,)' f U { I V,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.