Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. janúar 1944. Fimm mínútna krossgáta Lárjett: 1 raka — 6 láta í Ijósi — 8 jökull — 10 fæddi — 11 ilt yfirferðar — 12 tveir eins •— 13 standa ógn af — 14 mann •— 16 nestispoki. Lóðrjett: 2 bardagi — 3 ör- látur — 4 litast um — 5 stað- festa — 7 í kirkju —; 9 býli — 10 ókyrð — 14 sama og 13 lá- rjett — 15 tvíhljóði. Fjelagslíf ðDfingar hefjast aft- ur á morgun, föstu- dag. Þá verSur bað- ið komið í lag. HAUKAR, Hafnarfirði. Æfingar byrja aftur föstu- dag, kl. 8—9 leikfimi, III. fl. drengir. Kl. 9—10: Leik- fimi I. og II. fl. — Laugar- dagur: Kl. 8,30 Ilandknatt- leikur, kvennaflokkur. Kl. 9,15 Ilandknattleikur, I. (Tg IL fl., piltar. — Mætið vel og stundvíslega á æfingarnar. Stjómin. HAUKAR, Hafnarfirði. Munið Spilakvöldið í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld. Hefst kl. 8,30. Ýms skemtiatriði, síðart dans. Skemtinefndin. I Q G. T. \ ST. MÍNERVA. Fundur í kvöld kl. 8,30. Vígsla nýliða. — Bræðrakvöld. Kaffidrykkja. Ræður. Kvit mynd. (Frá Islendingum í .Vesturheimi). Upplestur o. fl. ST. FRÓN nr. 227. Fundur í kvöld kl. 8,30. ,. SAMSÆTI Stórstúkunnar . í Sýningarskálanum sunnud. 9. jan. (sbr. afmælisdag skrána). — Áskriftalisti fyrir samsætið er í Bókabúð Æsk- nninar, Kirkjuhvoli, sími 4235. UPPLÝ SIN G ASTÖÐ um bindindismál opin hvern fimtudag kl. 6—8 e. h. í G. T.-húsinu. Kensla TEK AÐ M.JER barnakenslu, — ennfremur kenni jeg unglingum íslensku, <Iönsku og ensku. — Upplýs- ingar næstu daga frá kl 2 til 4, Miðtún 72. II Ií AÐRITUNARSKÓLI Jlelga Tryggvasonar getur bætt við nemendum. Sími 3703. Cl Cý 6. dagur ársins. Þrettándinn. Árdegisflæði kl. 2,25. Síðdegisflæði kl. 14,53. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. □ Edda 5944166 — H.-. & U.\ St.-. □ Edda 5944195 — Jólatrje í Oddfellowhúsinu. Aðgöngu- miða sje vitjað til S.\ M • I. O. O. F. 5 = 125168% = Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Þór Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja til kl. 3 á morgun. Tapað HÁLSMEN (Capsel) tapaðist á gamlárskvöld. — Skilist á Hverfisgötu 104A, uppi. — Fundarlaun. Á GAMLÁRSKVÖLD tapaðist brent silfurarmhand frá Bankastr. 6, um Þingholts- stræti, Spítalastíg, Týsgötu, Njálsgötu. Skilist gegn fund- arlaunuin á Njálsg. 12a uppi. PARKER, LINDARPENNI með silfurhettu, tapaðist 1. jhn. Finnandi vinsaml. beðinn að skila honum til Eiríks Ket- ilssonar, Matsölunni, Thor- valdsensstræti 6, gegn fund- arlaunum. Tilkynning HJÁLPRÆÐISHERINN Opinber jólahátíð í kvöld kl. 8,30. Aðgangur kr. 2,00. Verið velkomin! Kaup-Sala. SMURT BRAUÐ Matsöiubúðin. — Sími 2556. NOTUÐ HOSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. Staðgreiðsla. — Sími 6691. Fornverslunin Grettisgötu 45. >*>*x—:— Vinna ÁRSUPPGJÖR og útfylling skattaskýrslna annast Harry Villemsen, Suðiu-g'öjtu 8. Sítni 3011. Nokkur orð um landbún aðarstyrki o.fl. L ó Auglýsingar, sem birtast eiga í næsta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins, þurfa að afhendast blaðinu fyrir kl. 11 á laugar- dagsmorgun, vegna árshátíðar starfsmanna ísafoldarprent- sfniðju, er haldin verður n. k. laugardag. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Birna Norð- dahl á Hólmi og Ralph Cedgs frá Stackton í Califoriu. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Svanhildur Jónsdóttir, Selja- veg 15 ~og Magnús Einarsson, verslunarmaður, - Vesturgötu 57. Hjónacfni. A gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ung- frú Kristín Einarsdóttir og Bjarni Jónsson. Bæði til heim- ilis að Selfossi. Hjónaefni Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína, María Sveinsdóttir frá Arnar- dal og Valdemar H. Símonar- son, bakarameistari, Ljósvalla- götu 32, Rvík. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Eyja Þorvaldsdóttir, Seljalandi, við Reykjavík og Frank J. Henderson (junior) Fort Mayers, Florida, A.S.A. Happdrætti Laugarneskirkju. Dregið verður um happdrættis- hús Laugarneskirkju á sunnu- daginn kemur, og munu enn nokkrir miðar vera eftir. Fást þeir í öllum bókabúðum, mörg- um verslunum og á afgreiðslu Morgunblaðsins. — Laugarnes- kirkja er nú hálfsmíðuð, og vonast safnaðarmenn eftir að; happdrættið beri þann árang- ur, að smíði kirkjunnar verði hrundið vel fram á veg. Náttúrugripasafnið. Síðan í stríðsbyrjun hefir Náttúrugripa safnið aðeins verið opið á þriðjudögum og fimtudögum kl. 2—3, en framvegis verður safnið einnig opið á sunnudög- um kl. 1,30—3, eins og það var fyrir stríð. Upplýsingastöð ÞingstúkuHn- ar um bindindismál verður op- in í dag í Goodtemplarahúsinu kl. 6—8 e. h. Þeir, sem óska að- stoðar eða ráðleggingar vegna drykkjuskapar sín eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsint eftir föngum. — Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einkamál. ÚTVARPIÐ í DAG. (Þrettándinn). 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 2. flokkur. 19.00 Enskukensla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Álfalög. 20.00 Frjettir. 20.20 Þrettándavaka: a) Lúðrasveitin „Svanur“ leikur (Árni Björnsson stjórnar). b) Upplestur: Þjóðsögui o. fl. c) M-A-kvartettinn syngur (plötur). d) 21.15 Lestur íslendinga- sagna (dr. Einar Ól. Sveins- son háskólabókavörður). e) 21.40 Þjóðkórinn syngur (plötur). Ráðist á Búlgaríu London í gærkveld’ ALLSTÓR hópur flugvirkja frá Norður-Afríku eða Ítalíu fór í dag til Búlgaríu og gerði árás á járnbrautarstöðina Duk- retza, sem er um 50 km. suð- ur af Soffía. Er þessi stðð á járn brautinni til Saloniki. Spjöll urðu mikil. *—Reuter. VARLA er um annað meira talað nú á tímum en styrki þá og uppbætur, sem bændur fá úr ríkissjóði. Sumir meðal hinna ráðandi manna þjóðfje- lagsins bera brigður á, að slíkt sje heilbrigt og holt atvinnu- háttum þjóðarinnar og vilja jafnvel láta hætta að framleiða slíka vöru hjer á landi, en kaupa landbúnaðarafurðir frá öðrum löndum. Þeir skáldmælt ustu orða þetta þannig, að frek ar beri að reka kúabúin „fyrir vestan haf en austan fjall“. Jeg veit ekki, h^ort þessir menn gera sjer ljóst, hvernig þetta mál horfir í raun rjettri við, og langar mig því til þess að leggja hjer lítið eitt til mál- anna. I fyrsta lagi vil jeg benda á, að flestar þjóðir munu veita landbúnaðinum styrk á ein- hvern hátt. Sem dæmi skal jeg nefna Bandaríki Norður-Am- eríku. Síðan 1933 hafa þau veitt landbúnaðinum opinbera styrki sem nema miljónum dollara á ári. Styrkur þessi var lægstur fyrsta árið (1933) 131 miljón dollara, óx svo og náði há- marki 1939 með 807 miljónum dollara, en 1942 er hann áætl- aður 697 miljónir dollara. Að meðaltali fyrir árin 1933—1942 nemur styrkurinn 714 miljón- um dollara á ári. Þetta svarar því að vera á hvert býli ’ um 120 dollara á ári, því að býlin í Bandaríkjunum eru talin vera um 6 miljónir að tölu. Með gengi 6.50 gerir þetta 780 kr. á býli á ári. I þessu sambandi skal það tekið fram, að Banda- ríkin hafa ekki vegna stríðsins mist markaðsmöguleika í öðr- um löndum sem neinu verulega nemur og þarf því ekki að styrkja bændur þar fyrir þær sakir. I öðru lagi vil jeg vekja at- hygli á því, að laun verka- manna, þeirra er vinna að land búnaði, eru miklu (lægri í Bandaríkjunum en hjer á landi. Árið 1942 var meðal mánaðarkaup þar 46.64 dollar- ar á mánuði og frítt fæði og húsnæði að auki. Þetta geiir í íslenskum peningum rúmar 300 krónur. Margir íslenskir bændur þurfa að greiða verka- fólki sínu þetta kaup og það yfir ódýrasta hluta ársins (yfir veturinn), hvað þá hina tíma árs. Yfir sumarið var kaupgjald hjer s.l. sumar 3—4 sinnum hærra en þessi upphæð. Ef kaupgjaldi hefði verið haldið niðri hjer á landi líkt og í Bandaríkjunum, þá hefðu land- búnaðarafurðirnar getað verið í talsvert lægra verði en nú er. Hins vegar heyrist það nú, að verðlag fari óðum hækkandi vestra. Er þá sennilegt, að kaup ið fylgi þar á eftir, svo að við höfum sennilega verið heldur seinir til -að notfæra okkur þetta hollráð eins stórskáldsins okkar, að flytja búskapinn ís- lenska vestur um haf. Nýlega sá jeg það haft eftir alþingismanni í einu dagblaði Reykjavíkur, að smjör fengist vestan um haf fyrir 7 kr. hvert kg. hingað komið. Um líkt leyti barst mjer opinber skýrsla um verðlag í Bandaríkjunum. Þar er gefið upp, að 15. júlí síðastl. sumar hafi bændur fengið 43.3 cent fyrir hvert pund (lb.) af smjöri. Með 6.50 gengi gerir þetta um kr. 6.20 á hvert kg. af smjöri. Það verð fengu bændur fyrir smjörið. Mjer er að vísu ekki kunnugt um álagningu vestra á þessa vöru, nje flutn- ingskostnað hennar til landsins, en trúlegt þykir mjer, að hún yrði komin allmikið yfir 7 kr. hvert kg., þegar hún væri kom- in hingað til lands. Guðm. Jónsson, Hvanneyri. Sprengjur á London Sprengjum var varpað á London í nótt sem leið, og einn ig á ýmsa aðra staði í suður- og suðvestur Englandi. Urðu skemdir nokkrar og einnig manntjón allvíða. Tvær af hin um þýsku flugvjelum voru skotnar niður af næturorustu- flugvjelum. — Reuter. Móðursystir okkar, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, ljest að Elliheimilinu Grund þ. 4. þ. mán. Guðrún, Ingveldur og Kristín Jóhannsdætur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HERBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Vandamenn. Hjartanlega þöíckum við öllum þeim, er hafa auðsýnt okkur samúð við fráfall sona okkar og bræðra ÞÓRÐAR og SIGURLINA Kjaransstöðum. er fórust með vjelskipinu Hilmi frá Þingeyri. Sjer- staklega þökkum við þeim, er heiðrað hafa minn- ingu þeirra með minningargjöfum. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og systkini hinna látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.