Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 12
Fimtudagnr 6. janúar 1944, n Virðuleg og iögur minningarathöin í GÆR fór fram í Dómkirkj- unni minningarguðsþjónusta um íþróttamennina tvo, Anton *B. Björnsson og Hreiðar Þ. Jónsson, sem fórust með vjel- skipinu Hjlmi í nóvember s.l. Var athöfnin haldin að tilhlut- un íþróttasambands Islands, Knattspyrnufjelag Reykjavik- ur og Knattspyrnufjelagsins' Vikingur Kór kirkjunnar var tjaldað- j ur svörtu, en fyrir kórdyrum stóðu íþróttamenn heiðursvörð j nridir fánum: þjóðfánanum og {ánum íþróttasambandsins ' og K. R. og Víkings. Voru fán- grnir sveipaðir sorgarblæjum. Kirkjan var þjettskipuð fólki og hófst athöfnin á því að leik- ið var sorgargöngulag, en síðan sungnir sálmarnir: Fótn.ál dauðans fljótt er stigið og ó, þá náð að eiga Jesúm. Síðan flutti sjera Bjarni Jónsson einkar fagra og hugnæmi minningarræðu. þar sem hanr mintist þess myrkurs, er nú grúfir yfir heiminum, og hve fljótt getur brugðið birtu i lífi ] vor mannanna. Rakti sr.Bja-ni því næst hin miklu sannindi, að altaf snertir það marga, þótt einn sje á brott kvaddur, því allir eiga sinn litla umhe’m ástvina og ættingja. — Lauk vígslubiskup máli sínu með fagurri hvatningu til íþrótta- manna um að hafa hinn æðsta rbtíð í verki’ með sjer. — Síðan mintust allir viðstaddir hinna látnu með því að rísa úr sætum í. þögn og lotningu. Að lokinni ræðu vigslubisk- úps söng Ævar Kvaran sálm- ipn Hærra minn Guð til þin, en siðan var leikið sorgarlag á fiðlu. Því næst söng Pjetur jónsson óperusöngvari Sjá þann hinn mikla flokk, sem fjöll, með undirleik fiðlu og orgels. Að lokum voru sungnir sálm arnir A hendur fel þú honum og síðast Son Guðs ertu með sanni, og hlýddu allir stand- andi á hinn síðari. Var yfir allri athöfninni hinn fegursti þar. Minningargjafir. Er minningarguðsþjónust- unni var lokið, fór stjórn K. R. og stjórn í. S. í. heim til for- eldra Antons B. Björnssonar. K. R. afhenti foreldrum hins látna íþróttamanns til fullrar eignar fimleikaskjöld K. R., en þann skjöld hafði Anton unn- ið undáníarin ár. Fimleika- menn í K. R. gáfu til minn- ingar um Anton annan skjöld, Antonskjöldinn, til kepni um í fimleikum innan fjelagsins. Frjálsíþróttamenn í K. R. gáfu stóran silfurbikar, sem veittur verður fyrir besta afrekið í tugþraut á ári hverju innan T S. I. Er það farandgripur. Stjórn í. S. í. afhenti foreldr- unum skjöld I. S. I., íþrótta- fulltrúinn flutti kveðju frá í- þróttakennaraskólanum að Laugarvatni og forseti í. S. í. kveðju frá Ungmennafjelagi Keflavíkur. Stjórn Víkings og forseti I. S. í. fór til móður Hreiðars Jónssonar. Víkingur afhenti henni minningarskjöld úr silfri og forseti í. S. í. minningar- skjöld í. S. í. Námsmenn í Ameríku r> ,vV fej A k ■ m „Aukapersónumar í leiknum" í ÁRAMÓTAHUGLEIÐING- UM leiðtoga stjórnmálaflokk- anna voru allir sammála um þá staðreynd, að stjórninni hafi al gjörlega fatast tökin í viður- eigninni við dýrtíðina. í forystugrein „Vísis” í gær, sem fjallar um þingið og hina tilkvöddu utanþings stjórn, er komist þannig að orði: „íslenska þjóðin vill ekki verða leiksoppur í höndum dutlungafullra aukapersóna í leiknum, og hefir vel ráð á að velja aðrar nýjar, þegar reynt er, að þessar persónur hafa ekki manndóm til að inna_það starf af hendi, sem þeim hefir verið ætlað”. Þetta eru íslensku stúdentarnir í Madison, scni nýlega hafa stofnað meft sjer Islendingafjelag. Heiftursfjelagi þeirra, dr. Hjörtur Þórftarson, er á miðri myndinni, fremri röft. Nýr yfirmaður áttunda hersins Fjelag íslendinga í Madison ÞANN 30. OKTÓBER 1943 stofnuðu íslendingar þeir, sem stunda nám við The University of Wisconsin með sjer fjelag. Dr. Hjörtur Þórðarson frá Chi- cago, sem dvaldist í Madison um þetta leyti, hjelt boð i Madison ,Club í tilefni þess. Voru þar samankomnir ís- lensku stúdentarnir, auk dokt- orsins. — Stjórn rfjelagsins skipa: Ágúst Sveinbjörnsson formaður, Þórhallur Halldórs- son upplýsingastjóri og Unn- steinn Stefánsson ritari. Núverandi meðlimir eru: Sigurður Sigurðsson, 312 N. Mills Str., útskrifaður úr Við- skiftadeild Háskóla íslands. Leggur stund á endurskoðun og skattamál. Ágúst Sveinbjörns- son, N. Lake St. 621, leggur stund á efnafræði. Þórhallur Halldórsson 1012 W. Dayton St. Leggur stund á mjólkuriðn- fræði. Unnsteinn Stefánsson, 314 N. Park St. Leggur stund á bakteríufræði.. Júlíus Guð- mundsson, 316 N. Park St. Leggur stund á efnafræði. Jón Ragnar Guðjónsson 1027 W. Johnson St. Leggur stund á við skiftafræði. Fjelaginu veittist sá heiður að hafa dr. Hjört Þórðarson við staddan, er það var stofnað, og var hann einróma kosinn heið ursmeðlimur þess. Öllum íslenskum stúdentum í Madison líður vel og una hag sínum hið besta. — Goodtemplarareglan. Framhald af 2. blaðsíðu. og verðuiir lilítt á hana á fundinmn. Ijeikfjelag Templara leikur svo „Tárin“, eftir Pál Ardal á mánudags- og þriðjudags- kvöld í Iðrió. Merki yerða seld á götun- um á sunnudaginn og mánu- daginu og ennfremur blaðið „Eining", sem kemur út í sjerstakri hátíðarútgá fu. 4 innbrol í fyrrinóti I FYRRINÓTT var brotist inn á fjórum stöðum hjer í bæ. í Slippbúðina við Ægisgötu. Þar var peningakassa stolið með öllu því sem í honum var, en það mun hafa veriðum 50 krónur í skiptimynt. Kassinn fanst í morgun fyrir utan versl unina, en var þá tæmdur. Þá var brotist inn í Bláu Búðina við Aðalstræti. Þjófur- inn hafði á brott með sjer 100 krónur. í Versl. Snót, Vesturg. 17, var og brotist inn. Þaðan var stolið nokkru af skiftimynt, einnig hefir verið gerð tilraun til að brjóta upp eldtraustan skáp þar í versluninni, en sú tilraun hef- ir algjörlega mishepnast. Þá voru innbrotsþjófar að verki í Raftækjaverslun Lúð- viks Guðmundssonar, Lauga- veg 46. Stolið var tæpum 20 krónum í skiftimynt. Aðfaranótt þriðjudags var brotist inn í Þvottahúsið Ægir, Bárugötu 17. Var stolið 500 krónum. Hermenn bandamanna fara í gegnum götu í þorpi einu á Italíu, sem Þjóðvcrjar hafa yfirgcfift Ankara í gærkveldi. Opinberlega hefir verið til- kynt í aðalstöðvum banda- manna við Miðjarðarhaf, að skipaður hafi verið nýr yfir- maður áttunda hersins breska í stað Montgomerys. Er það Oliver Lease, barón, áður yfir- maður 30. sveitar áttunda hers- inS. Er Lease herforingi að nafnbót, og hefir hann verið með áttunda híernum alt frá því er sóknin var hafin við Ala- main, og jafnan gengið vel fram; Hann barðist einnig á Sikiley. Lease hershöfðingi tók og þátt í fyrri heimsstyrjöld og særðist þar þrisvar. Hefir liann hlotið mörg heiðursmerki. — Montgomery hefir látið svo um mælt, að hann gæti ekki koSið sjer betri eftirmann. Reuter. Tundurspillar stöðv- uðu Scharnhorsl London í gærkveldi. Blaðamenn hafa átt tal við einn af yfirforingjum orustu- skipsins Duke of York, er barð ist við Scharnhorst, þýska or- ustuskipið á dögunum, og segir foringi þessi, Scharnhorst myndi hafa tekist að sleppa, ef tundurspillarnir bresku og norsku hefðu ekki gert -atlögu að því, og tekist að hæfa það með þremur tundurskeytum. — Hafði Scharnhorst barist við Duke of York í rúma klukku- stund, og virtist svo, sem það myndi komast undan, vegna þess að það var hraðskreiðara en hið breska beitiskip. En þá geystust tundurspillarnir fram, fóru sumir mjög nálægt Scharn horst og komu á það tundur- skeytum með þeim árangri að hraði þess minkaði mjög. Yfir- foringinn sagði, að Scharnhorst hefði skotið vel og harðlega, og kúlurnar fallið alt umhverfis Duke of York og valdið smá- skemdum á skipinu. — Einnig sagði hann, að ýmsir þeirra af Scharnhorst, sem bjargað hefði verið, hefðu verið mjög sjóveik ir. Kendi hann því um, að langt hefði verið síðan þeir fóru í leiðangur. —Reuter. 10 þúsund króna minningargjöf til Dvaiarheimilis sjómanna Útgerðarfjelagið Einar Þor- gilsson & Co. h.f., Hafnarfirði, hefir gefið í byggingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna 10 þús. krónur til minn ingar um þá þrjá menn, sem fórust er botnvörpungurinn Garðar fórst eftir árekstur við Bretlandsstrendur 21. maí síð- astliðinn. Þeir, sem fórust, voru: Oddur Guðmundsson, vjelst., Reykjavík, Alfreð Stef ánsson, kyndari, Hafnarfirði, og Ármann Óskar Markússon, háseti, Þykkvábæ. Bridgekepnin 6. umferð I 1. flokks kepni Bridgefjelags Reykjavíkur var spiluð í fyrrakvöld. Fóru leik- ar þannig, að sveit Brands Brynjólfssonar vann sveit Egg erts Gilfers, sveit Jóns Guðna- sonar vann sveit Guðmundar Sigurðssonar, sveit Gunnars Möller og sveit Guðmundar Ó. Guðmundssonar gerðu jafn- tefli, enr sveit Gunngeirs Pjet- úrssonar sat hjá. Stigafjöldi sveitanna er því nú sem hjer segir: Sveit Gunn- geirs Pjetm-ssonar 8 stig sveit Eggei-ts Gilfers 9 stig, sveit Brands Brynjólfssonar 6 stig, sveit Guðm. Ó. Guðmundssonar 5 stig, sveit Gunnars Möller 5 stig, sveit Jóns' Guðnasonar 4 stig og sveit Guðm. Sigurðsson ar 0 stig. 7. og síðasta umferð verður Ispiluð n. k. þriðjudagskvöld kl. 8 í húsi V. R. Pólverjar geia út yfirlýsingu London í gærkveldi. í TILEFN ÞESS að fregnir hafa boríst um það, að rúss- neskar hersveitir sjeu komnar yfir hin fyrri landamæri Pól- lands, hefir pólska stjórnin í London gefið út yfirlýsingu þess efnis, að hún telji sjálf- sagt, að Pólverjum verði trygð yfirráð yfir landi sínu, jafnóð- um og það verður leyst und- an valdi Þjóðverja. Segir í til- kynningunni, að Pólvei'jar bú- ist við því, að Rússar muni virða sjálfstæði Póllands, enda viti þeir vel, að Pólvei'jar sætti sig aldrei við erlenda stjói'n. — „Ef samningar takast milli Rússa og Pólverja", segir enn- fremur, „gætu Rússar haft stuðning pólskra skæruliða í baráttu sinni“. —Reuter. — LOFTSÓKNIN. Framh. af bls. 1. en aðrar sprengjuflugvjelax’ lögðu tundurduflum á siglinga- leiðum Þjóðverja. Einn af flugmálasjerfræðing um Breta heldur því fi'am, ’að Þjóðvei'jar spari nú flugvjelar sínar, þar til innrásin verður gerð, og fuilyrðir hann, að Þjóðverjar eigi nú fleiri or- ustuflugvjelar en nokkru sinni fyr, en mun færri sprengju- flugvjelar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.