Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 6. jauúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 HIN NÝJA STEFNA JAPANA- HVERJIR aðrír en hvítu mennirnir eru óvinir ykkar? Oldum saman hafa þeir kúgað ykkur og hrjáð. Asíumenn eru allir meðlimir sömu fjölskyld- unnar. Vjer verðum að vinna saman sem bræður til þess að bæta kjör vor. Nú megið þið þakka Japönum það, að þið get ið frjáls haldið áfram á frama- braut ykkar. Hashimoto, ofurstí, sem send ur var til Filipseyja í septem- bermánuði 1942, útvarpar boð- skap þessum tvisvar eða þrisv- ar á viku frá ManiIa.Að minsta kosti jafn oft heyra útvarps- hlustendur í Austurlöndum hinar sannfærandi raddir Hori, frá upplýsingamálaráðuneytinu og Hiraide, frá japanska flot- anum, sem tala frá Tokio. I hernumdu löndunum sýna kvikmyndahúsin myndir af ó- förum Breta og gylla sem mest fyrir áhoiíendunum hernaðar- mátt Japana með frásögnum á ótal tungumálum. Allt frá Pe- king .til Salomonseyja prjedik- ar aragrúi kennara, prófessora, tungumálasjerfræðinga, trú- boða, verkfræðinga, iðnfræð- : inga og landnema japanska guðspjallið. Allir fylgja sama þræðinum, leggja áherslu á kynþáttarböndin, er tengi þess ar þjóðir saman og svívirða hvíta manninn sem gráðugan og miskunarlausan óvin. Með mikilli ástundun erja þeir þá jörð, sem Vesturlandabúarnir hafa sáð í með óvirðulegri með ferð sinni á frumbyggjum þess ara landa. Þeim verður vel ágengt. ÞEIR fá meíru áorkað í þess ari iðn sinni en Vesturlanda- búarnir kæra sig um að viður- kenna. Vanmat á styrk Jap- ana hefir þegar kostað oss mörg mannslíf, auð og álit, og nú erum vjer komnsr á fremsta hlunn með að vanmeta þá enn á ný — í þetta sinn sem ný- lend ust j órnendur. Það er erfitt að yfirstíga þá sannfæringu vora, að Japanar sjeu oss óæðri, en hvort sem oss geðjast það vel eða illa, þá eru þeir duglegir, ofstækisfull- ir, vinnusamir, skynsamir, slungnir og úrræðagóðir. Með maursiðni eru þeir að byggja upp heimsveldi, sem hefir inn- an sinna vjebanda yfir 500 mil- jóriir manna og hefir auk þess yfir að ráða óviðjafnanlegum auðlindum. Kjarni þessa heimsveldis, samkvæmt japnöskum heimild um, verður Japan, Kína Man- churia, og undir handarjaðri þessarar heildar verða svo öll önnur lönd Austur-Asíu. íbú- um Kína og Manchuriu hefir verið heitið jafhrjetti á við Japani. Filipseyjabúum hefir verið heitið sjálfstæði, og nýrri lepp stjórn í Burma hefir verið feng ið það hlutverk, að frásögn Japana, að undirbua jarðveg- inn fyrir sjálfstjóm þeirrar þjóðar. En Japanar vænta þess ekki, að fyrirætlanir þeirra verði að veruleíka á einni nóttu. Einn leiðtogi þeirra, Shozo Murata, viðurkendi fyr- ir mjer, að það kynni að taka tuttugu og fimm ár, að upp- EETIR RAMON LAVELLE í fyrstu beittu Japanar skelfingum, morðum, rán- um og pjmdingum við hinar undirokuðu þjóðir, en það bar ekki tilætlaðan árangur. Nú reyna þeir „vin- áttu“, „heimastjórn“ og „vinsamlega samvinnu“. — Reynist þessi aðferð þeim óheillavænlega árangurs- ríkff ræta vestræn áhrif meðal þess ara þjóða. Japanir hafa komist að raun um það, að manndráp og of- beldi borga sig ekki. Þeir hafa nú ekki lengur í hótunum og morðum þeirra og gripdeildum hefir lint í hernumdu löndun- um. í dag er kjörorðið „vinir” og sigurvegararnir leggja sig alla fram til þess að vinna traust hinna undirokuðu þjóða. Viðhafnarhátíðahöld fóru fram í ýmsum hlutum Kína- veldis í ágústmánuði 1942, þegar fjórtán stórar verksmiðj- ur, sem teknar höfðu verið frá Kínverjum nokkrum árum áð- ur, voru aftur fengnar hinum löglegu eigendum í hendur. — Þremur mánuðum síðar af- henti borgarstjórinn í Shang- hai á þjóðhátíðardegi Kín- verja sjö aðrar verksmiðjur, er einnig höfðu verið undir jap- anskri stjórn. Samvinnuboðum þeirra er vel tekið. í SAMA mun hófu Japanir og fylgifiskar þeirra víðtæka áróðursherferð í því skyni að fá kírrverska kaupsýslumenn og iðjuhölda til samstarfs um stofnun og skipulagningu nýrra fyrirtækja og buðu þeim þar jafnan hlut. Árangur þess- arar herferðar hefir verið Jap- önum mjög að skapi. Á Filipseyjum tóku sam- vinnufyrirætlanir Japana að bera ávöxt þegar eftir ósigur Bandaríkjamanna. Þeir hafa litlum truflurium valdið í dag- legu lífi eyjarskeggja. Hverj- um þeim embættismanni, sem áfram vildi sitja í valdasessi, var mútað með titli eða opin- berri stöðu. Bar þetta þann ár- angur, að margir helstu stjórn- málamenn landsins frá þeim tíma, er Bandaríkjamenn höfðu stjórn þess með höndum, sitja enn í valdasöðlinum, þótt reið- skjótinn sje nú annar. Margir helstu áhrifamenn eyjanna vinna þannig með Japönum. Einn þeirra, Recto að nafni, reit eitt sinn bók, þar sem hann fór ófögrum orðum um heimsyfirráðastefnu Jap- ana, en nú fyrir skömmu tekur hann undir með Aquino, er hann segir: ^„Allir verða að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja vel- fero boi'garanna, og eina leið- in til þess liggur undir vernd- arvæng Japana. Ásía verður að vera fyrir Asíumenn”. Ekki hefir Japönum heldur mistekist í Malayjalöndunum. eftir því, sem jeg best veit. Jafnvel soldáninum hefir ver- ið leyft að halda auði sínum og tign og gerfistjórnvaldi því, sem þeir fóru með undir hinni bresku stjórn. Þegar föstu- rhánuðurinn hófst , á Java, gengu Japanir enn lengra í því að þóknast eyjarskeggjum, en Hollendingar höfðu áður gert. Flugeldum var skotið um alla eyna, japanski herinn gaf feikn klæða, laun og máli var greiddur fyrirfram vegna há- tíðarinnar, og útibú japönsku bankanna veittu sjerstök lán næstum hverjum þeim, er þess æskti. Nokkrum vikum eftir töku Singapore urðu innfæddir og kínverskii' kaupsýslumenn fyr ir kerfisbundinni herferð smjaðurs og mútugjafa, sem leiddi að minsta kosti af sjer eitthvað í líkingu við sam- vinnu. Á svipaðan hátt hefir Japönum orðið vel ágengt í Burma, þar sem innlendur banki hefir verið stofnaður í fyrstá sinn. Bandalagið við Thailendinga. JAPANIR gerðu nýjan versl unarsamning um gagnkvæma aðstoð við Thailendinga fyrir rúmlega ári síðan, og í tilefni af undirritun samnings þessa, lánuðu þeir ríkisstjórninni í Thailandi 200 milj. yen. Mon- gólíu var einnig lánað stórfje, þegar Teh, prins, tók við starfi sínu sem leppstjórnandi lands- ins. Um svipað lejúi var Mon- gólíuherfylkinu fengin vopn í hendur, og Japanir tilkyntu, að nemendur herskólans í Mongólíu myndu sendir til To- kio til þess að fullkomna sig í náminu. í austasta hluta Manchuríu hefir japönsku landnemunum fjölgað úr 200 í rúmlega 56000 á tæplega tveimur árum og streyma þeir þangað í stórhóp um til þess að hagnýta auð- æfi landsins. Á eynni Formosu, þar sem íbúarnir hafa aldrei notið þeirra rjettinda ao hafa jap- anskan borgararjett, hafa Jap- anir mjög bætt sambúðina við eyjarskeggja með fögrum, jafn rjettisloforðum. Sem tákn fvr- irætlana sinna hafa Japanir tekið 500 Formosubúa í hinn keisaralega japanska her. Á Koreuskaga eru Japanir einnig að koma á laggirnar fjöl mennum her. Eru nú þegar yf- ir 300.000 hermenn frá Koreu í japanska hernum. I Burma og-á Filipseyjum er einnig ver ið að þjálfa hersveitir inn- fæddra manna. Utanríkisverslun Indo-Kína. JAFNVEL Indo-Kína, sem áreiðanlega verður ekki aftur afhent Frökkum, ef Japanir vinna styrjöldina, er farið ao leika sitt hlutverk í valdaleik Japana. í ágúst 1942 hvatti nefnd japanskra sjerfræðinga mjög til þess, að gerður yrði vöruskiftasamningur milli þessara tveggja landa, sem myndi haía tengt utanríkisversi un Indo-rKína að öllu leyti við Japan. Enda þótt engin til- kynning hafi verið birt um það, að samningur þessi hafi verið undirritaður, eru þó mikl ar líkur til, að svo hafi verið. Japanir leggja ekki aðeins áherslu á veraldlegu málin. — Trúarbrögðin hafa verið hag- ♦ , nýtt ut í ystu æsar með það höfuðtakmark fyrir augum að koma öllum trúarflokkum Aust urlanda undir stjórn Sninto, ríkistrúar Japana. Þetta hefir ekki enn haft í för með sjer breytingar á undirstöðuatrið- um trúarbragðanna. Ætlunin er einungis sú, að helga þau hinum víðtækari áformum Jap ana. Trúarbrögðin eiga að verða undirstaða sameiningariunar Sumarið 1942 var í Manila fluttur heill bálkur fyrirlestra um Stór-Austur-Asíu, stríðið og trúarbrögðin undir yfirum- sjón Kikuchi,. varamentamála- ráðherra. í sama mund var ver ið að undirbúa 700 Japana til trúboðsstarfa í löndunum í S.- Kyrrahafi. Áttu þeir að flytja þann boðskap, að trúin ættj að verða sá grundvöllur, sem kyn. þættir Asíu sameinuðust á. — Samkvæmt grein, sem birt var í japanska tímaritinu Keikoku, hafa yfir tvö þúsund Shintotrú boðar verið sendir til her- numdu landanna til þess ao kynna sjer, hvernig best myndi auðið „að sameina allar kirkjur og trúarbrögð um eina hug- sjón”. Þegar jeg fór- frá Japan í janúarmánuði 1943, var vel á veg komið undirbúningi þings Buddatrúarmanna, sem áform að var að halda í Tokio í apríl með fulltrúa frá öllum her- numdu löndunum. Þess var vænst, að Burmaleiðtoginn U Ba Maung, myndi sækja þetta þing. Var hann mentaður í To- kio með þann dag fyrir augum, er Bretar yrðu hraktir frá Aust urlöndum, og varo hann brátt forseti Burmastjórnarinnar, eft ir að Japanar höfðu lagt I3nd- ið undir sig. U Ba Maung hóf nýlega mikla herferð gegn klerka- stjettinni í Burma og lýsti yf- ir því, að „ef Burmabúar fvlgja ekki forðæmi Japana og skapa sterkt andlegt líf, mun- um ■ vjer aldrei ná miklum framförum. Vjer verðum að koma trúarbrögðum vorum á sama grundvöll og Japanar. —- Þau verða að hjálpa ríkinu, en ekki eyðileggja það”. Á Java er „trúarjátningin” undir leiðsögn Skaljo Yilyo- þranoton, þrítugs sjálfstæðis- leiötoga, sem nú hefir sett sam- vinnu við Japan efst á stefnu- skrá sína í stað sjálfstæðisins. í september 1942 skýrði hann frjettaritara Asahi, stærsta blaðsins í Japan, frá því, að hann hefðu í hyggju að neyða eyjarskeggja til þess að hrista af sjer doðann og gerast hlut- takendur í andlegri vakningu, sem muni gera þeim kleift, að „fylgja í fótspor Japana með þrótti og krafti”. Sjertrúarflokkar mómælenda í Japan hafa, eins og í her- numdu löndunum, verið sam- einaðir japönsku ríkiskirkj- unni. Jeg hifti prest nokkurn, sem jeg hafði kynst í fyrstu för minni til Japana 1932. — Skýrði hann mjer frá því, að hann hefði fengið mjög ákveð- in fyrirmæli um það, hvernig hann ætti að haga ræðum sín- um. „Hjer eftir munu þær hljóma eins og áróðurræður”,sagði hann. Verðbólgan hefir verið stÖðvuð Á HÆLA hersins koma full- trúar japönsku bankanna, sem þegar hafa skift hernumdu löndunum i sjerstök svæði, er bankarnir síðan skifta á milli sín. ^llir þessir bankar hafa sterkt taumhald á verðlaginu, og verður það eftirlit sífellt mikilvægara. í Mið- og Norður Kína hafa þeir sett fast verð á nauðsynjavörur og bundið endi á brask og smygl. — Sýna þeir yfirburði þessa kerfis síns í samanburði við verðbólguna í hinu frjálsa Kína. Hefir þessi verðfesting styrkt Nanking- stjórnina i sessi betur en nokk- uð annað. Þótt einkennilegt kunni nð virðast, var þetta kerfi tekið upp eftir tillögu Wang Ching-wei, leppstjórn- anda hins hernumda hluta Kínaveldis. Ráðuneyti Stór-Austur-Asíu mála er miðstöð allrar þessarar starfsemi. Jafnskjótt og ráður neytið og herinn hefir fallist á einhverjar fyrirætlanir, er byrjað að framkvæma þær. — Smáhópar iðnaðarmanna eru sendir til Manila, Hong FCong, Singapore og Batavíu til þess að hagnýta hráefni þessara staða, svo að hvorki fari til ónýtis timi nje skipsrúm. Verksmiðjur í • hernumdu löndunum hafa verið opnaðar á ný og þær stækkaðar. — Eru þær oftast reknar þannig, að hinir upprunalegu eigendur fá helming ágóðans. Veturinn ’42 voru nokkrir hátt settir verk- fræðingar frá Mitsubishi-iðn- fyrirtækjunum sendir til land- anna í suðri til þess að vinna að fyrirætlunum um flutning ýmissa hernaðarverksmiðja Japana. Ef nota skal orð for- stjóra ráðs þess í Japan, sem hefir með höndum leit og hag- nýtingu auðlinda, þá er ráðu- neytið að reyna að skapa kerfi, er hæfi aðstæðum hverrar þjóðar. Þannig eru japanskir leið- togar nú í fyrsta sinn farnir að byggja fyrirætlanir sínar á grundvelli fjármála og við- skifta. Þeir vita, að áætlanir þeirra munu fara út um þúfur, nema þeir geti skapað heil- brigðan fjái’málagrundvöll, og það eru þeir einmitt að gera nú. Gagnáhiaupum Japana, hrundið Washington í gærkveldi. BANDARÍKJAHEPtSVEITIR hafa hrundið allhörðum gagn- áhlaupum Japana í nánd við | flugvöllinn á Gloucesterhöfða á Nýja Bretlandi, en áhlaup þetta var gei't með brynvögnum. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.