Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 7. janúar 1944. „Sígræn sólarlönd' IMinningaros'ð um Björgúlfur Ólafsson: Reykjavík 194:!. ll.f. Leiftur. ÞEtíAR BÓKIN „Frá Mal- njalöndum", eftir Björgúlf Ólafsson, lækni, kom út fyrir nokkruin árum, mun fáum af lesendum hennar hafa dulist, að hjer var að ræða um ó- venjulega góða bók og mikil- hæfan rithöfund. Þar var sagt frá löndum og lýðum, hinu- megin á hnettinum, þar sem flest er á annan veg en hjer gerist, sólskin á hverjum degi og alt ætlar að stikna af hita. Ilöfundurinn hafði frá mörgu að segja og ætíð var frásögn hans skír og skemti- leg, víða listfeng og hrífandi. Þá var það og ærin kostur, að höf. sagði frá flestu eftir eigín sjón og reynd. Ilann stóð og ólíkt betur að vígi en venjulegir ferðalangar eftir 10 eða 12 ára herlæknisstarf í her Hollendinga þar eystra. Þá spilti það ekki heldur til, að höf. var Islendingur, sem gat lagt íslenskan mælikvarða á hvað, sem vera skyldi. Mjer fanst að Björgúlfur læknir ætti að skrifa meira af svo góðu, og koma bókum sínum út á einhverju heims- málinu. Þeir skrifa ekki betur út- lendu rithöfundarnir. ★ „Sígræu sólarlönd* ‘, er engin smáræðis bók, nálega 400 bls., og má segja að hún sje framhald af „Malajalönd- um“ og engu síðri. Efnið er íjölbreytt og skiftir höf. því í 12 kafla. Sá fyrsti er um lífs- skoðun Malaja, nokkrir eru lýsingar á þessum undralönd- um þar eystra og náttúrunni þar, enn aðrir um einkenni- lega menn, æfi þeirra og at- hafnir. Frásögn höf. er látlaus og blátt áfram, en eigi að síður listfeng og eftirminni- leg. Nú er það því miður erf- itt að lýsa rithætti manna og frásagnarlist svo, að lesend- ur fái rjetta hugmynd um hana, nenra með því að nefna dæmi, svo að jeg freistast til að setja hjer lcafla, úr lýsingu B. ÓI. á á fjörunum við MaJakkaskagana: „-----Sterndurnar eru þar ólíkar því, sem við þekkjum. Hvergi klappir eða sjávar- hamrar, lítið um víkur og voga aðra en ármynni, og gera má ráð fyrir að sjór sje jafnan sljettur, eða að minnsta kosti er þar ekkert, sem líkist brimi. Meðfram öllum strönd- um liggur belti af þjettum mangrove skógi. Mangrove er fjörutrje og vex í flæðarmáli og nokkuð ut á fjörurnar, svo að um flæðar eru trjen í kafi að neðan, alt að því eitt eða tvö fet upp á stofninn. Þetta dökkgræna belti bryddir all- ar fjörur Ug gengUr upp.með öllum árósum, svo langt seni vatn er salt um flæðar. En upp með.ánum tekur við nípa- skógurinn, þjettur, lágvaxinn pálmaskógTir, og þekyr alla árbakkft, þangað til landið fer að hækka. Þar tekur við stórvaxnari skógur, sem einn- ig gengur alveg út í árnar. Mangroveskógurinn er þjettur og fjölbrevttur, allur ein breiðá af samanflæktum grein- um og limi. Hann er lágvax- inn, trjen tvær eða þrjár mannhæðir, stofninn stuttur og greinar þjettar. Á stofna og greinar sjúga skelfiskar sig fasta um flæðar og tína Malajar þar ostrur og aðra skelfiska. Ostrurnar eru ó'- líkar þeim, sem þekkjast í Norðurálfu; skeljarnar ákáf- lega þykkar, samlokan líkt og mannshnefi og erfitt að opna þær án þess að þær þrotni og fiskurinn mer.jist. En ])á er ekki annað en leggja þær út í tunglsljós; þá opnast þær af sjálfum sjer. Fyrir utan skógarþelti þetta tekur sjálf fjaran við. Út- grynni er víðast mikið og fjaran því breið, þegar út er fallið. Þessi fjara er ekkert annað en geysimikil flæmi af mjög leðjubornum sandi, grá- moruðum rnjúkum og lím- kendum, svo hann Ioðir við alt, sem nálægt kemur. Upp úr leðjunni stígur megn rotn- unaródaun. Malajar leita þar að skeljum og öðrum verð- mætum. Þeir gaufa um leir- urnar og sökkva upþ í hnje og mitt læri, og eiga miklu erfiðara með að ná sjer upp úr Jeðjunni, en að fara ofan í hana. — — Þeir eru oft í bátum, litlum eintrjáningum og þræða álana. Ef álinn þrýt- ur rær Malajinn leðjugraut- inn, svo langt sem hann kemst, samlitur og samdauna umherf- inu. Og þegar kænan situr föst, stígur hann fit úr henni, og mjakar sjer til lands í hægðum sínum, með kænuna í eftirdragi. Og þegar hann loks kemst til lands, eigrar hann nieð eintrjánunginn að næstu á eða læk, því nú er ekki vanþörf að skola af sjei‘.“ Þannig segir Björgúlfur læknir frá. Og er það ekki eins og maður sjái það. alt fyrir sjer? En hann hefir miklu meira að segja um fjiiruna en hjer er sagt, kóral- rifin í eyjunum, alt dýralífið þar o. fl. Það er æfintýri lík- ast að lesa um það alt. Þá eru lýsingar hans á sígrænu frum- skþgunum og öllu hinu ram- aukna .jtU'ta- og dýralífi í þeim, snildarlegar og svo er um fleíra. . En hvernig tekst homun að lýsa mönnunum, sálarlífi þeirra og athöfmun? Þar reynir hvað mest á kappann. Mjer er nær að halda, að hvergi tak- ist homirn betur. Það lcom þegar fram í „Malajalönd- um“, að hann.á mjög auðvelt rneð að sotja sig í annara spor og lifa sig inn í þeirra hugsunarhátt, jafnvel Malaja- anná, sem eru þó svo ólíkir okkur í flestu, og standa á miklu, lægra monnLngarstigi. Þett<i. or erigum gefið íjema góðmii skáldum, og Bjö|'gúff- ur læknir er skáld, hvort senr hann veit af því eða ekki. Það eru nokki-ir kaflar í ]>ess- ari bók, sem eru frekar skáld- sögur en lýsingar á viðburð- Um eða staðreyndum. Ein af sögum þessum (Ilraktringar}, ær af dansmær í Singapore. Nú er sagt að dansnreyjar gangi flestgm fremur í aitgrr karlmanna, og rati oft í nrargs konar æfmtýri. Mjer þykir ekki ólíklegt, að sum nýtrsku skáldin hefðu sag^sögu henn- ar á æfintýraaldrinum og fengið út úr þessu meira eða roinna álitlega klámsögu. En hvernig segir svo B. Ól. sögrr þesssa? Hún hefst á því að dansmærin er orðirr stórskor- in, sterkleg og stjórnsöm veitingakona í lrafnafhverf- inu í Singapore, og er konrin um sextugt. Slarksamt var þar á veitingastofunni og æf- in stundum erfið fyrir gömlu konuna, þótt hún hefði ráð irndir rifi 'hverju. 1 sögulokirt er gaovla kon- an sest í helgan srebr úli í borgarjaðri, og hefir þar hænsflabú. Þar kynnist I.nn ttngri, fátækri stúlk'i, seni er að læra dans. Stúlku ]>essari réyndist hún sem góð ntóðir, leiðbeinti henni, hvutti hana til þess að læra lisr srna tii fullnustu og kostaði ná:n heirnar. • Einhvern veginn hafði þa blessuð kerlingrn sluppið úr úr öllu veraldarvolb'ivt rn- ð óspilt hjartalag og taldi sig eftir þetta „skuldlausa við alla, ef nokkurt rjettlæti er til“. Að minni- hyggju er Björg- úlfur læknir eimr af þeim bestu rithöfundurn, scm við höfurrt eignast. G. H. Svíakonungur vígir íennisvöll Gústaf Svíakonungur, sem enn leikur tennis á hverjum degi, þótt hann sje orðinn 85 ára gamall, er náttúrlega vernd ari þeirrar íþróttar í Svíþjóð. Hann er formaður eins tennis- fjelagsins, Konunglega tennis- klúbbsins, sem er 50 ára gam- alt fjelag, og hefir unnið mjög að því að gera tennisíþróttina vinsæla í Svíþjóð. Nýlega vígði konungur stóra tennishöll í Stokkhólmi, og er hún eign Konunglega tennisklúbbsins. Tennishöll þessi mun vera ein hinna best búnu í E^rópu. Húsið er 420 fet á lengd en 164 fet á breidd. I því eru fimm tennisvellir og rúm fyrir 4000 áhorfendur, og geta 3000 þeirra setið. Margt er alveg nýlunda af útbúnaði hússins, t. d. er gólf ið þannig, að eigi er hægt að finna mun á því og venjulegum tennisleikvöllum. Þá eru ljós- in þannig, að þau bera mikinn svip af dagsbirtu. Daginn eftir að höllin var vígð, hófst þar alþjóðakepni ,i tennis, pg tók konungur þátt í henpi, ]•, Sveinjón I Þann 10. ágúst andaðist Svein jón Ingvarsson eftir stutta legu. Hann var fæddur í Reykjavík 10. maí 1901, sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Ing- vai's Sveinssonar steinsmiðs, sem lengi bjuggu á Grettisgötu 32 hjer í bæ. Jeg get ekki látið hjá líða að minnast hans lítilsháttar, þó að seint sje. Það var sem reiðarslag yfir okkur kunningja hans þegar við frjettum lát hans, við höfðum kvatt hann frískan og glaðan nokkrum dögum áður, þegar hann var að leggja af stað í sumarfrí, sem varð hans sið- asta. Það er von að við sem eftir stöndum og sjáum svo góðan kunningja og vin hverfa svo skyndilega sjónum ckkar, setji hljóða. Jeg sem þessar línur rita hafði þá ánægju að hafa náin kinni af Sveinjóni frá því að við vorum að alast upp hjer í bænum og þar til að hann lagði upp í sína hinstu ferð. Snemma missti hann föður sinn, og börnin voru /mörg i ómegð er móðir hans stóð uppi með þau, þá kom strax fram sá eiginleiki er mjer fanst ein- kenna Sveinjón: mest, fórnfýsi, dugur og karlmennska, kraftui- og áhugi fyrir að hjálpa móður sinni, og ljetta undir með s.yst kinum sinum og öjá þeim far- borða, vann hann móður í.inni og systkinum þar til hann mynd aði sjer sjálfur heimili. Sveinjón var sjerstakt prúð- menni í umgengni, en hann var dulur og seintekinn, en í vina hóp var hann hrókur alls fagn- aðar og sá fjelaginn sem allir vildu hlusta á. Hann var sjer- staklega víðförull af svo ung- um manni, og hafði því frá mörgu að segja, sem hann líka miðlaði til okkar fjelaganna. Hann fór til sjós eftir fermingu og sigldi þá víða um heim, en alltaf öðrum þræði var hann heima og fylgdist með afkomu móður sinnar og systkina og vann þá í landvinnu. Hann var eftirsóttur til vinnu, því hann var með afbrigðum verklaginn og mikilvirkur, enda var hann karlmenni að burðum. Svein- jón var vel meðalmaður á hæð þrekinn og prýðilega greindur. Víð sem þekktum hann best vissum að hann hugsaði oft al- várlega um hvað tæki við þegar þessu lífi lyki, og var hann búinn að mynda sjer ákvena skoðun um það, og var vel und- ir það búinn að taka umskiftun- um, þótt engum hafi dottið í hug að þau bæru svo brátt að eins og raun varð á. Árið 1927 giftist Sveinjón eftirlifandi konu sinni, Andreu Guðmunds- dóttur frá ísafirði, eignuðust þau 2 mannvænleg börn, dótt- ur sem nú er 17 ára og son sem er 12 ára. Konan og börnin hafa nú um sárt að binda, að vera svift fyrirvinnu og heim- ilisföður á besta aldri, auk þess elskulegan eiginmann og föð- ur. : Sem heimilisfaðir var Svein- jón til fyrirmyndar, heimiliið rsson var honum allt og því helgaði hann alla krafta sína. Hann stofnaði heimili sitt eignalaus, en eftir því sem árin liðu bætti hann það svo að nú mátti segja að það væri varla hægt betur að gjöra, hann hafði eignast sína eigin íbúð og fegrað svo heimili sitt að það var kunn- ingjum hans til uppörfunar og fyrirmyndar. Á annan áratug var Sveinjón starfsamður hjá Reykjavíkur- höfn, hann varð húsvörður við hafnarhúsið eftir að það var bygggt og sýndi hann þar, sem i öðrum störfum sínum, tru- mensku, myndarskap og snyrti mennsku. Jeg veit að kona hans og börn, móðir og systkini hafa um mjög sárt að binda, en þeim má vera það huggun að geta minnst göfugs og góðs drengs og haft hann til fyrir- myndar í daglegum störfum sínum. Við vinir hans söknum hans mjög úr fjelagsskap okk- ar/ en minnumst hans ávalt sem eins af okkar besta fjelaga sem ávalt mátti treysta. Sveinjón, þú trúðir því að lykillinn að eilífri sælu væri trúmenska og göfugmannleg framkoma. Minning okkar vina þinna og kunningja um þig verður sú, að þú hefir skapað þann lykil með starfi þínu. Vertu sæll. Gamall fjelagi. W Áttundi herinn hefir marga snjalla skotmenn. Hjer sjest einn þeirra, og er hann frá • <■,■;• . Ranada< . , , f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.