Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. janúar 1944. bOKGUNBLAÐIB 7 BAIMDALAG AUSTUR-EVRÓPLÞJÓÐAIMIMA ' HINN þekti íranski fjármála fræðingur, Franeis Delaisi, skifti eitt sinn Evrópu í Evrópu A og Evrópu B. Evrópa A var eftir hugmynd Délaisí sá hluti álfunnar, sem lá wstan Danzig- Krakow-Budapest línunnar, en Evrópa B lá austan þessarar línu. A-hlutinn var álfa ork- unnar (og þar af leiðandi iðn- aðarins), en B-hlutinn var álfa landbúnaðarins. Nokkur sannleikí felst í þess ari skilgreiningu. Austan línu Delaisis. taka við ágæt akur- yrkulönd, sem vel geta einnig átt samleið á menningar- og viðskiftasviðinu, því ao margt er þar líkt með þeim. Þetta eru lönd, sem voldugrí nábúar — Þjóðverjar, Rússar, Ottohanai og Tyrkir — hafa hvað eftir annað gert innrásir í á liðnum öldum. Athugum Evrópukort. Fyigjumst með legu járnbraut- anna. Austan Delaisi-línunnar gisnar járnbrautarnetið óðum, og þegar komið er austur til Swerdlovsk við landamæri Asíu og Evrópu, eru einungis tvær járnþrautarlínur, sem tengja áifurnar saman. Er vjer kom- um austur fyrir landamæri Ev rópu B sjáunt vjer sífelt oftar hestvagna bændanna, en bif- reiðum fækkar að sama skapi. Svæði þetta nær yfir Pólland, Tjekkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Júgóslavíu, Búlgaríu, Grikkland, Austurríki og Al- baníu. Þjóðir þessara landa eiga margt sameiginlegt. Þarna hafa fámennar en starfsamar þjóðir reynt árangurslaust á liðnum öldum að skapa sjer trygg lífsskilyrði. Menning. LANGT inni í mýrlendinu við Pina-ána, víð pólsk-rúss- nesku landamærin, tekur að gæta meira áhrifa rússneskrar — eða öllu fremur byzantiskr- ar — menningar. Hjer tekur við nýtt menningar- og viðskifta- svæði, svæði austrænnar yfir- drotnunar. Landsvæðið milli Þýskalands og Rússlands, milli Eystrasalts og Eyjahafs ber nokkuð breytileg eínkenni, en þau ákvarðast tvímælalaust af vestur-evrópeiskum áhrifum, sem þó verða blandin byzant- iskum menningareinkennum, eftir því sem austar dregur. Mið- og Austur-Evrópa er krossgötur menningarihnar, og krossgötur menningar hafa alt til þessa dags verið farvegir styrjalda. Lönd þessi hafa ver- ði vettvangur margra styrjalda. Þau voru vegurinn milli vest- ursins og austursins, milli gresj anna og hinnar auðugu Evrópu og milli hinnar herskáu Evrópu til víðáttumikilla landa hins auðuga Rússlands. Þarna voru margar styrjaldir háðar við mongólsku Tartarana. Frá norð urvegi reyndu sænskir her- menn undir stjórn Gústafs Adólfs og síðar Karls XII. að gera innrás í Pólland og Rúss- land og leggja þessí iönd undir sig. í suðri þrælkuðu Tyrkir Grikki, Serba og margar aðrar þjóðir. Stjórnendur Austurrík- is og Þjóðverjar hafa smám sam an hrifsað til sín ættjörð Tjekk- anna og nú að lokum læst klóm sínum í hana alla. Rússneska EFTIR FELIKS GROSS Þess virðast nokkur merki, að skipan mála í Austur- Evrópu muni geta valdið ágreiningi meðal bandamanna. Rússar hafa lýst sig andvíga innbyrðissamtökum þessara þjóða, enda myndi það gera þeim óhægra um vik að fá ýmsum kröfum sínum framgengt í viðskiftum við þær sameináðar. Höfundur þessarar greinar telur bandalag þessara ríkja sjálfsagt, og virðist sú skoðun eiga sjer allmikinn hljómgrunn í Bretlandi og Bandaríkjunum. keisaravaldið rjeðist inn í Pól- land og lagði það undir sig. Vest urhluta þess lands hirtu Þjóð- verjar og Austurríkismenn. Að lokum varð landsvæði þetta vig völluc herja Napóleons mikla og leið þeirra til austurs. Árið 1914 varð það enn á ný stríðs- vettvangur, í þetta sinn í hild- arleik rússneskra herja og herja miðveldanna. Jafnvel árið 1913 var stríðinu þar ekki lokið. I yfirstandandi styrjöld lenti ofsi fyrstu átakanna á þessum lönd um. Stríðið hófst við pólsku landamærin. Lönd þessi eru lykill að Austurálfu. ÁRIÐ 1904 flutti Englending ur nokkur, Halford J. Mackind- er að nafni, fyrirlestur í kon- unglega landfræðifjelaginu í London um „Landfræðilegan brennidepil sögunnar”. Hann brýndi þá fyrir lýðræðisþjóð- unum mikilvægi Mið- og Aust ur-Evrópu. Setti hann í sam- bandi við þenna fyrirlestur fram hina frægu kenningu: ,,Sá, sem stjórnar Austur-Ev- rópu, hefir um leið tök á hinu mikilvæga landsvæði”. Þeir, sem hafa á valdi sínu borgirn- ar Varsjá, Prag, Belgrad, Buda- pest, Sofiu, Aþenu og áðrar slík í r borgir, hafa opna leið að hinu auðuga „mikilvæga landsvæði” en þetta „mikilvæga land- svæði” er Rússland og stór hluti meginlands Asíu. Þjóðverjar skildu mætavel kenningar Sir Halfords. Þeir höfðu haft þetta í huga í langan tíma. Berlín—Bagdad hug- myndin var ekki fyrsti draum- urinn. Þegar þessi draumur um þýskt heimsveldi varð að engu, kom hinn frægi „landfræði- stjórnmálamaður”, prófessor Haushofer, fram með nýja hug mynd, og þessi nýja hugmynd bygðist á kenningu Sir Hal- fords um hernaðarlegt mikil- vægi Austur-Evrópu. Haushof- er varð kennari Hitlers og ráð- gjafi. Herfræðingur og rithöf- undar taandamanna tóku fyrst >að hugleiða kenr(ingar Hal- fords, þegar Hitler hafði lagt meginland Evrópu undir sig, og styrjöldin við Rússa sann- aði áþreifanlega, að hinn enski fræðimaður hafði rjett fyrir sjer. Þessi uppgótvun var gerð seint, en þó ekki of seint. Persónulega trúi jek ekki á landfræðistjórnspeki, en það er ekki auðið að þræta fyrir sögu legt og herfræðilegt mikilvægi vissra landsvæða. Hvort sem menþ leggja trúnað á kenn- ingu Sir Halfords eða ekki, þá er það staðreynd, að báðar heimsstyrjaldirnar hófust í Austur-Evrópu. Sú fyrri í Sara jevo — sú síðari í Danzig. Fyrri átökunum var hrundið af stað af keisurum Austurríkis og Þýskalands, en þeim síðari af Þjóðverjum.Báðar þessar styrj aldir voru sögulegur þáttur í stöðugri leit þýsku heimsyfir- ráðastefnunnar til austurs. Báð ar styrjaldir þessar sýna það, að þessi lönd eru mikilvægasti þátturinn í tryggingu friðar- ins. Oryggi í Austur-Evrópu tryggir öryggi allra annara hluta álfunhar. Gibraltar, Suez og önnur sund, hafa ætíð verið talin mikilvægust fyrir örygg- ið í heiminum. Austur-Evrópa er einnig sund, þótt það sund sje á landi en ekki hafi. Samstarf þessara þjóða er mikil nauðsyn. EF ÞESSI styrjöld á að geta trygt varanlegan frið, og ef skapa á í því skyni kerfi til tryggingar sameiginlegu ör- yggi, þá verður að skoða Aust- ur-Evrópu sem höfuðvandamál ið, ekki einungis várðandi ör- yggi Evrópu, heldur heimsfrið- inn. Orlög Pearl Harbor og Singapore voru ráoin, þegar þaggað hafði verið niður í skot- virkjum hinnar umsetnu Var- sjárborgar. Vegna framtíðar Evrópu og varanlegum friði til tryggingar er framar öllu nauðsynlegt að efla vináttu og samstarf þjóða þeirra, er byggja löndin milli Eystrasalts og Eyjahafs. Æva- fornar deilur hafa oft leitt til styrjalda milli þessara þjóða. Þessi ágreiningsefni eru þó smá vægileg, ef þau eru borin sam- an Við hin miklu vandamál stríðs og friðar. Þjóðir þessar eru mjög líkar um menningu. Á viðskiftasviðinu eru þær ekki keppinautar, heldur geta þær fylt upp þarfir hverrar annarar. Hinar fornu og hefð- bundnu deilur verða að gleym- ast, ef auðið á að vera að skapa varanlegan frið. Þjóðir þessar og ýmsar hinna útlægu rikisstjórna gera sjer það einn ig íyllilega ljós, að ef tryggja á varanlegan frið, verði að koma á fót einhverskonar bandalagi Austur-Evrópuþjóð- anna. Margar útlægu ríkisstjórn irnar eru sjer þess meðvitandi, að einhverju var áfátt í skipan málanna í þessum hluta álf- unnar, og Hitler hefði ekki reynst eins auðvelt að l^ggja undir sig þessi lönd, ef þar hefði ríkt eining og samstarf. Póliand og Tjekkoslóvakía voru fyrstu rikin, sem gerðu jákvæðar tilraunir til þess ao skapa einingu í Austur-Evrópu. Pólsk-tjekkneski sáttmálinn var undirritaður í London 11. nóv. 1940. Þan 15. jan. 1942 mynduðu Grikkir og Jugóslavar Balkanbandalagið. Þessi tvö bandalög má skoða sem horn- steina frekari þróunar í ein- ingarátt, en þau ná aðeins yíir hluta svæðisins. Andi enn víð- tækari einingar birtist á al- þjóða-verkalýðsráðstefnunni í New York í nóv. 1941. Sendi- nefndir Grikklands, Tjekko- slóvakíu, Jugóslavíu og Pól- lands unnu þar saman á lýð- ræðislegan hátt. Um sama leyti gáfu svo þessi fjögur ríki út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem látin var í ljós einlæg ósk um það, að auðið yrði að finna lausn á viðskiftalegum og þjóð- fjelagslegum vandamálum rikja þessara með sameiginlega heill þeirra fyrir augum. Ur þessum jarðvegi spratt svo skipulagsráð Mið- og Aust ur-Evrópu, er ætlað var það hutverk, að vinna að endur- reisn landa í þessum hluta álf- unnar. Störf skipulagsráSsins. SKIPULAGSRÁÐ þetta hef- ir skipað vtðskifta- og fjár- málanefnd, samsetta af fjórum undirnefndum, sem fjalla um 1) iðnaðarmál, 2) landbúnað og akuryrkju, 3) utanríkisversl un og fjármál, 4) hjálparstarf- semi. Menningarmál hafa einn ig verið tekin til athugunar og nefnd skipuð til þess að sjá um endurskipulagningu mentamál anna. Starfar sú nefnd í náinni samvinnu við endurskipulagn- ingarnefnd Bandaríkjanna, sem hefir verið falið að gera áætl- anir um endurreisn eyðilagðra skóla í Mið- og Austuf-Evrópu. í aprílmánuði 1943 hjeldu skipulagsráð Mið- og Austur- Evrópumála og ráð það í Banda ríkjunum, er fjallar um endur- skipulagningu mentamála, sjer staka ráðstefnu í New York há skóla, þar sem tekin var til meðferðar endurskipulagning mentamálanna í Mið- og Aust- ur-Evróvu. Ráðstefnu þessa sat fjöldi menningarfrömuða bæði frá Evrópu og Ameríku. Sam- þykt var ályktun þess efnis, að stofna bæri alþjóðamentamála- skrifstofu, er hefði með hönd,- um „hið. mikla hlutverk menn ingarlegrar skipulagningar að stríðinu loknu”. Bæði Sikorski, pólski forsætisráðherrann, sem nú er nýlátinn, og Benes, for- seti Tjekkoslóvakíu, voru þess ari hugmynd hlyntir. Sáðstefna um endurskipu- lagningu landbúnaðarins og akureyrkjunnar, sem er mik- ilvægasta mál Au^tur-Evrópu- þjóðanna, var haldin í septem ber 1943. Aðrar áætlanir eru einnig í undirbúningi. Margir skipu- leggjendur telja tollabandalag mikilvægast, en telja endur- bætur atvinnuveganna nauð- synlega undirstöðu til þess að skapa þjóðfjelagslegan jöfnuð innan þessa svæðis. Margir íeiðtftgar Austur- Evrópuþjóðanna vilja bantla- lag þeirra. ý" YMSlR stjórnmálamenn þess ara fjögurra áðurnefndu landa hafa við mörg tækifæri látið í ljós þá skoðun, að náin sam- vinna allra Austur-Evrópu- þjóða — jafnvel myndun sam- bandsríkis — væri óumflýjan- leg, ef forðast ætti styrjaldir í framtíðinni. Sú hugmynd, að skapa bandalag hundrað og tíu miljón manna, er hefði yfir að ráða landsvæði, sem næði frá Eýstrasalti til Eyjahafs, og myndi vera hluti Evrópusam- bands og heimsskipunarinnar, hljómar vel í eyrum hinna kúg uðu þjóða á þessu svæði. Hug- myndin er ekki að öllu leyti ný. Upphaflega var hún fram sett af hinum mikla forseta Tjekkoslóvakíu, Masaryk, í Philadelphiu árið 1918 og hug- myndin um ríkjabandalag kem ur fram í þessari Philadelphiu- yfirlýsingu hans. Pólski for- sætisráðherrann Sikorski var einnig ákafur talsmaður þess- arar hugmyndar, sem og einn- ig Benes, forseti. Churchíll, for sætisráðherra Breta, hefir líka rætt um nauðsyn þess, að smá- þjóðirnar í Evrópu gerðu með sjer taandalög. Ríkjasamband Austur- og Mið-Evrópulanda myndi því aðeins vera holdgun þessara hugmynda. En það ber að leggja ríka áherslu á það, að slíkt bandalag er engin end anleg lausn málanna og mun ekki geta trygt varanlegan frið bema því aðeins, að hinar sam einuðu þjóðir geti skapað sam- eiginlegt öryggiskerfi, er nái yfir öll lönd jaroarinnar. Einn- ig er það augljóst, að náin vin- átta og samstarf við Rússland er skilyrði þess, að friður geti haldist í Evrópu. Sú sam- vinna verður þó eðlilega að byggjast á jafnrjettisgrund- velli. Þjóðir hernumdu landanna hafa mikla samúð með öllum einingarhugmyndum, ekki síst þeirri hugmynd að sameina á þenna hátt hinar þjóðu þjóðir Austur-Evrópu. Allar þessar hugmyndir og einingarþrár eru tákn um nýj- an anda, sem er að skapast með hinum þjáðu þjóðum. Allir eru hjer á einu máli, en lýðræðis- öflin munu áreiðanlega styðja hugmvndina um bandalag Austur-Evrópuþjóðanna, sem einn þátt heimsskipulagsins. •—- En þessi stuðningur verður að birtast í verki. Hinar kúguðu þjóðir megna ekki enn að hrinda þessum áfórmum í framkvæmd. Þær geta fest upp yfirlýsingar, dreyft leyniblöð- um og hvatt allar frjálsar þjóðir Evrópu til þess að sam- einast, en skipulagriinguna geta þær ekki annast vegna þeirra aðstæðna, sém þær eiga nú við að búa. Grundvöllur- inn að Þjóðabandalaginu var lagður í Bandarikjunum með- an fyrri heimsstyrjöldin geis- aði. Það er því kominn tími til þess að búa þessum hluta heimsins það öryggi, sem ekki aðeins er undirstaða friðarins í Evrópu heldur einnig Amer- íku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.