Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. janúar 1944 ala á kvenkápum hefst í dag. Fjölbreytt úrval. Verð frd kr. 165.00 Feldur h.f. 'lHzf- íveir unglingar geta komist að sem þjónanemar á Hótel Borg. | Upplýsingar hjá yfirþjóninum. GIJMMISLÖIMGIiR ýmsar stærðir. S E M E IVI T Sementsskipið er komið. Þeir sem eiga pant- anir hjá oss, tali við oss sem fyrst. J. Þorláksson & l\!orðmann Bankastræti 11. Sími 1280. Veljið rjett byggingaefni HORNZTEINH GLUGGASTEINN VIKURHOLSTEINN VIKURPLÖTUR Allt í senn: Góð einangrun, traust í burðarveggi, ævar- andi, framleitt í nýtísku vjelum. VIKUFJELAGIÐ H.F. — Austurstræti 14. — Sími 1291. Lýðveldisstjórnarskráin komin til annarar um- ræðu í Nd. LÝÐVELDISSTJÓRNAR- SKRÁIN kom til fyrstu um- ræðu í neori deild í gær. Forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson fylgdi málinu úr hlaði. Hann sagði m. a.: m Frumvarpið er flutt óbreytt frá þvi, sem milliþinganefndin gekk frá því og afhenti það ríkisstjórninni til geymslu. Nú lýsti stjórnin yfir því 1. nóv, s. 1., að hún teldi „miklu varða, að algert samkomulag geti orð ið um afgreiðslu ályktunar Al- þingis um stofnun lýðveldis á íslandi, og ekki síður, að öll þjóðin geti sameinast um lausn málsins”, og þar sem menn af hálfu allra flokka þingsins hafa unnið að því að gerá frumvarp ið úr garði á þann hátt, sem orðið er, taldi stjórnin, að at- huguðum öllum málavöxtum, að hún rækti best skyldur sín- ar með því móti að bera frum- varpið fram óbreytt, enda þótt hún teldi nokkrar breytingar á því æskilegar, svo sem um vald forseta lýðveldisins og að hann verði þjóðkjörinn, enda getur milliþinganefndin þess í nefnd' aráliti sínu, að hallast kunni að verða að því ráði, þótt meiri hluti nefndarinnar leggi til, að forsetinn verði þjóðkjörinn. Annars mun stjórnin, eins og tekið er fram í athugasemdum hennar við frumvarpið, koma breytingartillögum, sem hún tel ur æskilegar, á framfæri, er nefndir þær, er deildir þings- ins skipa til þess að athuga frumvarpið, hafa tekið til starfa. — Mun jeg því ekki ræða þau efni frekar. Þó þykir mjer rjett að taka fram, þótt það sje óþarft gagn- várt hv. þingdeildarmönnum, að þær einar þreytingar getur að þessu sinni verið um að ræða á gildandi stjórnarskrá, sem þeinlínis leiða af þreyt- ingu a stjórnarformi ríkisins úr konungdæmi til lýðveldis, og falla innan þess ramma, sem stjórnarskrárákvæðið frá 15. desember 1942 markar, en að minsta kosti tvær breytingar, sem í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði, virðast falla utan þessa ramma. Þær breyt- ingar á gildandi stjórnarskrá, sem gera þarf og gera má, er æskilegt að greina glögglega í sjálfum textanum, t. a. m. með skáletri, svo að kjósendur, sem eiga að taka afstöðu til frum- varpsins, þegar Alþingi hefir búið það þeim í hendur, eigi hægara með að vita skil á því, sem þeir eiga að greiða at- kvæði um. UMRÆDUR. Hófust nú umræður. Stefán Jóh. Stefánsson tók fyrstur íil máls og var á móti því, að 17. júní n. k. ýrði ákveðinn gild- istökudagur stjórn^rskrárinn- ar. Vildi hann fara þá leið, er hann var með í Sþ. í sambandí við skilnaðarmálið, að lýðveldr Sjerstök nefnd fjall- ar um má lið yrði ekki stofnað fyr en búið væri að tala við konung og hon um gefinn kostur á að afsala sjer konungdómi. Gísli Sveinsson, form. milli- þinganefndarinnar í stjórnar- skrármálinu kvaðst ekki hafa búist við miklum umr. um þetta mál á þessu stigi. Milli- þinganefnd hefði fjallað um málið og hún skipuð tveim fulltr. frá hverjum flokki. Með þessu var að því stefnt, að reyna að skapa sem mesta ein- ingu um málið. Þetta tókst, því að nefndin varð sammála um aðalatriði málsins. Jeg fullyrði, sagði G. Sv., að þjóðin stóð óskift með ákvörðunum nefnd arinnar. Nefndarmenn greindi á um einstök atriði frv., sem samkomulag var um að skjóta til aðgerða þingsins. Málið var því á rjettri leið. Þá skeður það furðulega, að fá- einir menn fara að gera upp- steit gegn þessu máli. Og það einkennilega skeður, að einn þingfl., eða hluti hans, sem stóð að málinu, hefir snúist með þessum mönnum. Og annar full trúi flokksins í milliþinganefnd inni vill nú ekki lengur kann ast við það, sem hann hefir til málanna lagt í nefndinni og gengur í lið með þeim, sem nú vilja sundra þjóðinni. Þetta er svo fáheyrt, að krefjast verð- ur fullra skýringa á þessu at- ferli öllu. Þessu næst mintist G. Sv. á nokkur atriði í frv., sem nefndarmenn greindi á um, en samkomulag varð um að láta þingið gera út um. Myndu þing nefndirnar taka þessi atriði til sjerstakrar athugunar. En hinu mæítu menn ekki gleyma, að stjórnarskrá sú, sem nú ætti að setja, yrði að vera innan ramma stjórnarskrárinnar frá 15. des. ’42, þ. e. breytingunni úr kon- ungdæmi í lýðveldi. Allar aðr- ar breytingar á stjórnskipun- ai-lögunum, sem væru margar og miklar, yrðu að bíða og framkvæmast með venjulegri stjórnarbreytingu (tvö þing og kosningar). Þessar breytingar stæðu fyrir dyrum og því Al- þingi hefði þegar falið milli- þinganefndinni að vinna að þeim. Eysteinn Jónsson kvaðst álíta það stórhættulegt, ef fara ætti að skilja sundur sambandsslit- in og stofnun lýðveldisins. Þing ið hefði markað stefnuna skýrt og ákveðið 17. maí ’41. Þá hafi Alþingi einróma lýst yfir því, að lýðveldi yrði stofnað jafn- skjótt og sambandinu yrði form lega slitið. Konungi hafi verið tilkynt þetta. Ef nú ætti að breyta til og taka aðra stefnu, slíta sambandinu en hafa kon- unginn áfram, myndi vera litið á það þannig út á við, að Is- lendingar væru horfnir frá lýð- veldinu. Jeg skil ekki þann drengskap eða þá kurteisi við konung, sagði Eyst. J., ef fara ætti þá leið, sem St. Jóh. Stef. er að tala um . Hann vill, að við snúum okkur nú til kon- ungs og förum fram á, að hann afsali sjer konungdæmi, en til- kynnum honum þó samtímis, að við sjeum ráðnir í að hafa hann ekki lengur sem konung! Er þetta drengskapur eða kurt- eisi? Jeg hefði getað skilið slíkt sjónarmið 1941, en nú ekki. Jeg tel óviðeigandi með öllu, að verið sje að ræða um persónu Kristjáns X. 1 þeásu sambandi. Við virðum hann og metum, og hjer er alls ekki verið að boia honum frá. Hjer er aðeins ver- ið að breyta til um stjórnar- form, leggja niður konungdóm og taka upp lýðveldi, en það stjórnarform telur þjóðin sjer hentara. Einar Olgeirsson talaði f. h. Sósíalistafl. og. kvað flokkinn fylgja þessu ráði. Hann mint- ist á ágreiningsatriðin og af- stöðu Sósíalistafl. til þeirra. Stjórnarskrárnefnd. Fyrstu umr. málsins varð lokið og frv. vísað til 2. umr; með samhljóða atkv. Samkv. tillögu forsætisráðherra var kosin sjerstök nefnd (7 manna) til þess að athuga þetta mál. Voru þessir kosnir: Gísli Sveins son, Olafur Thors, Gunnar Thoroddsen, Eysteinn Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Einar Olgeirsson og Stefán Jóh. Stef- ánsson. Efri deild mun einnig nú þegar kjósa sjerstaka stjórn- arskrárnefnd og nefndirnar síð an vinna saman. I Stúika óskast ] t,í vist á fáment heimili í Keflavík. Hátt kaup. t Herbergi með sjerinngangi- Uppl. í síma I I 5553 í Reykjavk. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.