Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 4
4 M 0 R G U N V, L A i) I Ð Laugardagur 22. janúar 1944 -ÞEGAR LAXFOSS STRANDAÐI- Einn farjjcganna, sem var á Laxfossi, er rdtip- ið strandaSi við Crfiris- ey að kvöldi 10. þ. m., hefir sent Mbl. eftirfar- • andi grein til birtingar. Telur blaðið rjett, að greinin komi fyrir al- mennings sjónir. JEG VAR að koma að heim- an. Það hafði á ýmsu gengið og reynt nokkuð á þolinmæði okkar ferðafjelaganna. Sá þáttur ferðarinnar, sem var viðburðaríkastur og hjer verður að vikið, var ferðin með Laxfossi frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Ekkert sögulegt gerðist fyrst framanaf, eftir að farið var frá Akranesi, fór veðrið mjög versnandi. Jeg hjelt mig á efra þilfari stjórriborða, við hliðina á skipstjórnarklefanum, þar var nokkurt skjól fyrir sjórok- inu og úrkomunni og hugðist jeg að verjast þar sjóveikinni. Undan Hvalfirðinum var talsverð alda og hjó skipið mikið öðru hvoru; hægðist ferð in á meðan. *En áfram miðaði samt og þegar á leið fórum við að sjá ljósin í Reykjavík, en skygni var slæmt og því ekki hægt að glöggva sig á bænum að öðru leyti. STRANDIÐ. JEG hrökk upp af hugsun- um mínum við það, að skipið tók kipp, nokkurt hark varð við áreksturinn og hallaði skipið samstundis allmikið og stöðvaðist fljótt. Vegna urnmæla annara far- þega um það, að skipið hafi hægt ferðina rjett áður en það tók niðri, vil jeg geta þess, að hvorki varð jeg þess var eða hins, að hringingar færu fram milli skipstjóra og vjelarnanns, en þær eru undanfari allra gangbreytinga vjelarinnar, en í viðkomunni á Akranes heyrði jeg hringingarnar. Mjer varð samstundis Ijóst, hvað skeð hafði, og gekk tafar- laust að kistunni, sem næst var og í voru björgunarbelti, 'leysti áf henrii bandið, setti belti á mig, tók síðan nokkur belti með mjer niður í reyk- salinn, en á leiðinni þangað mætti jeg einum stýrimannin- um (en þá þekki jeg ekki sund ur) og spurði hann, hvort ekki væri rjett, að fólkið setti á sig beltin. Hann var mjer sam- mála um, að það væri rjett- mæt varúðarráðstöfun, enda þótt ekki væri um bráða hættu að ræða. Hvatti jeg því menn til þess að belta sig og komst brátt skriður á það, og innan skamms voru nær allir komn- ir i beltin. Ýmsir vörpuðu fram hughreystingarorðum um það, að ekki væri hætta á ferðum 'og staðfestu jafnivel málstað sinn með svolitlu brosi. Var nú alt rólegt og tíðinda- lítið um borð, leyst voru bönd- in af skipsbátnum stjórnborða og síðan voru gerðar ítrekað- ar tilraunir til þess að koma honum út, en það tókst ekki, vegna þess, að aftari bátsugl- an var föst og fjekst ekki til þess að hreyfast, þrátt fyrir átök margra manna. Var svo horfið frá því um hríð. BEÐIÐ EFTIR BJÖRGUN. ÞAÐ VAR fljótlega vitað, að reynt yrði að hjálpa okkur, en það mundi þurfa nokkurn und- irbúning. Virtust allir ásáttir með það og biðu átekta. JEftir því sem tíminn leið og fjaran óx hallaði skipið meira og gerði umferðina erfiðari. Fyrsta björgunartilraunin, sem við urðum vör við, voru línu- skotin úr eyjunni. Fyrsta skot- ið fór yfir skipið og festist lín- an í loftneti skipsins nálægt afturmastrinu og náðist hún ekki niður. Hin skotin hittu ekki, enda var vindstaðan mjög óhagstæð. Eftir þessar mishepnuðu til- raunir minkuðu líkurnar fyrir. <9 björgun úr landi. Frá upphafi vænti jeg þess — og vafalaust margir aðrir — að björgun yrði gerð af sjó, og vorum við altaf að gá að skipa ferðum. Eitt sinn sást til skips bakborða framanvert og virt- ist, hjálpin vera að nálgast. En undarlegt þótti mjer það, þeg- ar skipið sneri við aftur, í stað þess að taka hæfilegan sveig út fyrir skerin, sem voru á milli okkar og koma svo aftan að skipinu, því það var eina leið- in, sem fær var og hlaut öll- um að vera það ljóst. Þegar hjer var komið sögu var enn á ný gerð tilraun til þess a& koma skipsbátnum út og var nú bæði neytt vits og strits, og tókst okkur að koma honum út með því að neyta allrar orku. ■ Þess var nú vænst, að tafar- laust yrði reynt að ná landi á skipsbátrium, til þess að biðja um. hjálp af sjó, og var bátur- inn búinn til ferðarinnar, en langur tími leið svo, að hann fór ekki. Væri fróðlegt að vita, hvað olli þessu og öðru sein- læti, sem hjer átti sjer stað. Laust eftir klukkan 22 fæið- ist skipið til á skefinu og lagð- ist nú mikið meira en áður og var ókyrt um nokkra stund. Þegar þetta skeði brá í fyrsta sinn fyrir nokkrum ótta meðal farþeganna og er síst að undra, þótt nokkur hljóð heyrðust, því fullkomin óvissa var um það, hvort skipið hjeldist á skerinu eða myndi velta út af því. BJÖRGUNIN. NOKKRU eftir þetta lagði skipsbáturinn til lands vel mannaður og vænti jeg þess, að stýrimaðurinn, sem stjórn- aði honum, myndi gera ráð- stafanir til tafarlausrar björg- unar af sjó. Þegar við höfðum — sem fyr segir — komið skipsbátnum á flot, kom mjer til hugar að fara í hann og taka þátt í land- róðrinum, en þp alveg sjerstak lega til þess að reyna að tala máli þeirra, sem svo lengi höfðu beðið eftir raunhæfri hjálp. En jeg hvarf frá því af tveim ástæðum; fyrst það, að jeg óttaðíst, að kraftar mínir kynnu að þrjóta af heilsufars- legum ástæðum, við svo erfið- an róður, sem-fyrjrsjáanlegur var, og myndi þá ver farið en eftir setið, því enginn mátti bila, ef vel skyldi takást.; ann- að var það, að mjer var ekki vandara um en öðrum, sem biðu í óvissunni, og ,,sætt er sameiginlegt skipbrot“, segir máltækið. Svo lengi, sem sjeð varð til bátsins, var honum fylgt eftir með mestu athygli og áhuga, því miklar vonir voru tengd- ar við komu hans til lands. Næst skeði það, að bátur lagði frá eyjunni. Jeg varð þeirrar gleði aðnjótandi að sjá hann fyrstur og kallaði til ferðafjelaganna, að bátur kæmi en nokkrir andmæltu því og töldu það vera sker, sem jeg sæi, en hitt reyndist þó rjett. Var nú ekki efast um, að bát- urinn væri með taug til að festa í skipið. Fór nú að ljetta yfir mannskapnum, því sýni- legt var, að þetta gat orðið bjargráð, þó seinvirkt væri. Nú var skammt ^tórra stunda. Litlu eftir að landbát- urinn var lagður af stað til lands, sást til skipaljósa nálg- ast okkur eftir rjettri leið. Þegar nær dró, fór einnig að sjá í svarta þústu, sem kom vaðandi aftan að skipinu; það var innrásarpramminn, en hitt voru Magni og hafnsögumanns báturinn. Innrásarpramminn stangað- ist fyrst við Laxfoss, en gat ekki lagst að honum fyr en bátsuglan, sem hreyfanleg var, hafði verið bundin inn á skip- ið, en hún sneri áður út. Var nú hafist handa um að koma fólkinu niður í pramm- ann og gekk það á skammri stundu. Samtímis því flutti hafnsögumannsbáturinn fólkið yfir í Magna, sem bundinn var aftan í Laxfoss. Þegar yfir í Magna kom, var okkur vísað niður í skipið, meðan rúm leyfði, þar var hlýtt og þar fengum við vatn að drekka; var það mörgum kærkomið. ★ JEG hefi hjerað framan lýst í lausum dráttum, en þó í nokkru samhengi, því helsta, sem gerðist um borð í Laxfossi, meðan beðið var eftir björg- un og meðan hún fór fram, og einnig látið í ljósi nokkuð af mínu persónulega áliti, en blandað öðrum sem minst inn í það mál, svo þeir hefðu ekki óþægindi af því. Jeg gerði mjer alt far um að fylgjast með því sem gerð- ist og með hverjum hætti björg unin færi fram, ef jeg mætti eitthvað af því læra, og hag- nýta mjer þá reynslu síðar, á þeim vettvangi, sem jeg væri ekki aðeins áhorfandi, heldur virkur þátttakandi. UMMÆLI BLAÐA. HJER á eftir mun jeg taka til athugunar nokkur ummæli, sem birst hafa í blöðum, ■ og gera nokkrar athugasemdir við þaú og við þennan atburð yfir- leitt. ,,Vísir“ 11. jan. Ingólfur Möller: „Jeg þóttist sjá, að það mundi vera hægt að komast að skut skipsins frá sjó-----“. Það sem I. M. þóttist sjá úr landi, var alvegbrjett, og var mjer það ljóst frá fyrstu stundu, að sú.leið var fær, og því fyr, sem .hún' vár fárin, því betra. „Morgunbl." 11. jan.: „Dráttarbáturinn Magni var sendur á strandstaðinn. Ægir kvaddur til að fara þangað, en varð af eðlilegum ástæðum síðbúinn — —“. „Alþýðubl.“ 11. jan.: „Varðskipið Ægir hafði einn ig komið á vettvang og var stöðugt á strandátaðnum með- an á björgunarstarfinu stóð —“ Jeg verð að viðurkenna það, að jeg sá aldrei til Ægis, og hvert gagn varð af ferð Magna, þegar hann bar yfir skerin, sjeð frá Laxfossi og sneri síð- an við, er mjer ókunnugt um. „Morgunbl." 12. jan.: „Til viðbótar er það, að fyrst fór Guðbjartur Olafsson hafn- sögumaður og forseti Slysa- varnafjelagsins á Magna á strandstaðinn. Einnig fór lóðs- báturinn og Jón A. Pjetursson með honum. Þegar á strand- staðinn kom braut mjög á skeri sem var á bakborða Laxfoss og var ógerningur fyir Magna að komast að Laxfossi. Guðbj. Ólafsson: „Við björg un úr sjávarháska er það mjög nauðsynlegt og rauriar fyrsta boðorð þeirra, er að björgun- inni standa, að haga björgun- aVtilraunum þannig, að ekki sje hætta á, að af þeim hljót- ist slys. Það má því ekki flana að neinu. Við vissum, að með útfallinu myndi skerið, sem var á bak- borðshlið Laxfoss, koma upp úr sjó og draga úr kvikunni, sem var við skipið, enda reyndist það svo“. „En öryggið er fyrir öllu“. „Jeg álit, að undir þeim kringumstæðum, sem þarna voru fyrir hendi, hafi verið farið rjett að, hvað björgun- artilraunir snertir — jafnvel þó biðin hafi orðið nokkuð löng hjá skipbrotsfólkinu“. Athugasemd: Telst það að koma á gtrandstaðinn, að láta sjá sig í fjarlægð í þeirri átt, sem ekki er fær leið að hinu strandaða skipi? Þá er það happaskerið; það var dálítið bárugjálfur á því, en hvað kemur það málinu við? Ef það hefir átt að hjálpa til við björgunina, þá er þess að geta, að skerið vár komið úr sjó kl. 9, og eftir því sem meira fjell út, versnaði aðstað- an við skipið, en batnaði ekki. Jeg er alveg sammála G. Ó. um fyrsta boðorðið. Næstu málsgrein hans hefi jeg svar- að hjer að framan, og greinir okkur þar á. „En öryggið er fyrir öllu“, segir G. Ó. Var það öryggi þessa 91 manns, sem voru í Laxfossi, sem verið var að gæta, eða var það vitað í landi, að Laxfoss gæti ekki fallið út af skerinu, svo sama gilti, hve nær hjálpin kæmi? Næstu málsgrein G. Ó., sem hjer var tilfærð, er jeg að sumu leyti sammála, en okkur ber á milli um annað, ef til vill vegna þess, að hvor horfir úr sinni átt, á sama viðfangsefn- ið. ★ ÞAÐ HAKA komið lram riaddir um það, að þörf væri á nýrri vei'ðlaunamynt til þess Jað heiðra þá með, sem urinti mikil afrek við björgun manna úr lífsháska eða sýndu af sjer mikla djörfung eða hugprýði við lík tækifæri. Það getur verið, að þessa sje þörf í framtíðinni. En stendur það í sambandi við björgunina úr Laxfossi? Var hún gerð með þeim hætti og við þau skilyrði, að hún sje verðlaunaverð? Mjer er kunnugt um, að við björgunina lögðu margir menn hart að sjer og þoldu kulda og vosbúð, - einkanlega þeir, sem störfuðu í eyjunni og fóru á milli í bátnum, og það færi illa á því, ef jeg vanþakkaði þá hjálp, sem veitt var, þar sem jeg er einn þeirra, sem naut hennar. En jeg vil vera svo hreinskilinn að láta í ljósi, að björgunin fór, að mínu áliti, ekki fram með þeim hætti, að jeg geti slegið forustumönnum hennar gullhamra fyrir afrek- ið. Þvert á móti veldur það mjer, nú eftir á, sárri hrygð að hugsa til þess, að svona mis- tök skuli eiga sjer stað í aðal- hjálparstöð landsins, því það tel jeg mig geta fært fullkomin rök fyrir, að betur mátti fara, og það, að svo vel rættist úr um björgunina, þakka jeg ekki marinlegri fyrirhyggju. Þakkir mínar verða því í því fólgnar, að hafa bent á, að hjer urðu mistök, sem vonandi endurtaka sig ekki aftur, og minnist þess, ,,að sá er vinur, sem til vamms. segir“. 14. jan. 1944. Háteigsveg 9, Reykjavík. Arni Jónsson frá Fossi. Þórður Thorarensen gullsmiður Frá frjettariturum vor- um á Akureyri. Þórður Thorarensen, gull- smiður hjer, andaðist þ. 16. janúar. Þórður er fæddur 9. maí 1859 að Stórubrekku í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Stefán Thorarensen og Mar- grjet Pjetursdóttir Hjaltested. Þórður ólst upp hjá afa sínum, Ólafi Thorarensen, lækni að Hofi í sömu sveit, nam síðari gull- og silfursmíði og stundaði þá iðn frá árinu 1882. Þórður rak jafnfr. verslun og hafði tals verðar búnaðarframkv. með höndum. Þórður heitinn var einn af merkustu borgurum Ak ureyrar, prýðilega vel gefinn, áhugasamur um öll landsmál, fastur fyrir í skoðunum og skemtinn í viðræðum. Kona hans, er lifir mann sinn, Anna Jóhannsdóttir, er á- gætiskona. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, Ólafur banka- stjóri, Stefán úrsmiður, Gunn- ar, bókbindari, Margrjet, gift Tómasi Björnssyni, kaup- manni og Jenny í heimahús- um og eru þau öll búsett i Ak- ureyri. Judy Garland KVIKMYNDALEIKKONAN Judy Garland hefir sótt um skilnað frá manni sínum, Da- vid Rose. Maður hennar var hljómsveitar^tjóri áður; en hann gekk í herinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.