Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 12
I í ! 12 | Dagsbrún I segir upp i kaupsamn I ingum STJÓRN DAGSBRÚNAR sagði í gær upp gildandi kaup- ■ samningi við Vinnuveitenda- i fjelagið, frá 22. febr. n. k. að t telja. Engin tillaga fylgdi með uppsögninni um nýjan samn- f ing eða um breyting á gildandi samningi. Ekkert á þetía minst. Einnig hefir fjelagið sagt upp samningum við bæinn frá sama tíma. Svo sem kunnugt er, ]jet stjórn Dagsbrúnar fram fara allsherjaratkvæðagreiðslu um það, hvort segja skyldi upp samningnum, og var það sam- þykt. 0^ Bretar koma í yíirgefna ílalska bor; ÞEGAR BRESKAR hersveitir komu til borgarinnar Iscrnia, var hún auð og yfirgefin. — Þjóðverjar höfðu hörfað úr borginni og alt var þar mcira og minna í rústum. A myndinni sjást breskir hermenn á göngu í hinni yfirgefnu ítölsku borg. 3S84 bílar hjer á landi 1943 I síðustu Hagtíðindum er birt skýrsla vegamálaskrifstofunn- ar um fjölda bifreiða hér á landi árið 1943. Samkvæmt þeirri skýrslu v'oru þá als á landinu 3884 bif- reiðar, þar af 1993 fólksbifreið ar og 1891 vörubifreið. Auk þess voru als 147 móturhjól á iandinu. . Flestir bílar eru í Reykjavík, samtals 2490, þar af 1522 fólks- bifreiðar, næst kemur Hafnarfj. og Gullbringu- og Kjósarsýsla með 397 bíla og þá Eyjafjarðar- sýsla og Akureyri með 295 bíla. — Fæstir bílar eru aftur á móti i Neskaupstað eða 9 als. Þá kemur Dalasýsla með 11 og Strandasýsla með 14. Ford-bifreiðarnar eru lang- flestar hjer. Af öllum fólksbif- reiðum eru 20,5% Ford-bílar eða 409. Næstir koma Dodge- bilarnir 212 að tölu og þá Ply- mouth 211. — Af vörubifreið- unum eru, 40,8%, Ford-bílar eða 771 bíll. Næstir koma þar Chevrolet-bílarnir 568 að tölu og þá Studebaker 126. Árið 1934 voru 1699 bílar bjer á landi, árið 1938 voru bíl- arnir orðnir 2009, árið» 1942 '1198 og 1943 3884. — Hefir bílunum því fjölgað um 686 frá næsta ári á undan eða um 21 %. Fólksbifreiðum fjölgaði um 489, en vörubifreiðum um 197. Framíi. af l.-síðu. alt, sem hönd á festi áður en þeir yfirgáfu borgina. Hin gömlu skrauthýsi borgarinnar voru rústir einar, listaverk öll á brott. Ekki ein einasta bygg- ing í borginni var óskemd. Jafn \el trjen í skemtigörðum borg- arinnar höfðu verið höggvin niður. Eins var ástatt í Novgorod, hinni fornfrægu borg við Ilmen vatnið. Borgin var öll í rústum, er Rússar komu þangað. lihi “lif IP £■ Pjetur Benediktss. sendi E'rá utanríkisráðuneyt- inu hefir blaðinu borist eftirfarandi tilkynn- ing: ,,SÍÐAN 1942 hafa staðið yf- ir samningar milli stjórnar Sovjetríkjanna og ríkisstjórnar íslands. Hafa nú orðið þeir samningar, að stjórnmálasam- band milli rikjanna verður nú tekið upp að nýju, en það hafði legið niðri um stund. Ríkisstjórn Sovjetríkjanna hefir óskað eftir og fengið við- urkenningu fyrir Alexei Nico- laywitch Krassilnikov sem sendiherra í Reykjavík. Á sama hátt hefir ríkisstjórn íslands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir Pjetur Benediktsson sem sendiherra í Moskva. Samkvæmt þessu hefir Pjet- ur Benediktsson núverandi sendiherra í London, í ríkisráði í dag verið skipaður sendiherra íslands í Moskva. Reykjavík, 21. janýár 1944“., ★ Alexei Nicolaywitch Krassil- nikov, hinn nýi rússneski sendi herra, er fæddur 1909 í Kasau. Hann útskrifaðist úr Leningrad Institute Watertrans port verkfræðingaskólanum ár ið 1933, og vann síðan við bygg ingaframkvæmdadeild til árs- ins 1941. Síðan hefir hann gengt ýmsum ábyrgðarstöðum í utanríkismálaráðuneytinu í Moskva. Þýskur flugbátur skotinn niður við Noreg. London í gær. Norskur flugmaður, sem var á cftirlitsflugi við Noregs- strendur rakst á þýskan flug- bát á fktgi í dag og skaut hairn niður. <— Reuter Japanar missa 18 skip í Kyrrahafi London í gærkveldi: — Jap- anar hafa orðið fyrir miklu skipatjóni undanfarið í Kvrra- hafi. Kafbátar Bandaríkja- manna hafa sökt 12 japönsk- um skipum og breskur kafbát- ur hefir sökt 3 kaupskipum fyr- ir Japönum og 1 beitiskipi, loks hafa flugvjelar bandamanna sökt tveimur japönskum skip- um. Þegar beitiskipinu var sökt. Tilkynning breska flotamála ráðuneytisins um að breskur kafbátur hafi sökt japönsku beitiskipi á Malacca-sundi eru fyrstu fregnir um, að breskir kafbátar sjeu í víking austur þar. Kafbát þessum er stjórn- að af 31 árs gömlum kafbáts- foringja, sem hefir getið sjer gott orð í stríðinu. Hann sigldi kafbát sínum til Malta, þegab |hún var umsetin. Kafbátsfor- ingi þessi hefir unnið sig upp í núverandi stöðu sína frá því að vera óbreyttur sjómaður. Beitiskipið, sem breski kaf- báturinn sökti, var af Kuma- gerð, 5100 smálestir að stærð, bygt 1920. Þessi sami kafbátur sökti einnig þremur japönsk- um kaupskipum á líkum slóð- um. Skipatjónið ískyggilegt. Forsætisráðherra Japana hef ir haldið útvarpsræðu þar sem hann varar við, að gera of lít- ið úr skipatjóni Japana, en hann sagði, að áhersla yrði lögð á að auka skipasmíðar Japana. Hann sagði ennfremur, að flug- vjelaframleiðsla Japana hefði tvöfaldast á s. 1. ári, en ekki nefndi hann neinar tölur. ieyiinpr minka f Svíftjéð vegna kaffisköiniunar Stokkhólmi: — Siglinga- bannið hefir auðvitað haft í för með sjer allstranga tóbaks- skömtun í Svíþjóð, en. nú síð- ustu mánuði hefir skamturinn þó verið aukinn nokkuð, og jafngildir nú um 10 vindlingum á dag handa karlmönnum og fimm handa konum. Þar að auki fá þeir, sem reykja sjer- staklega mikið, nokkurn auka- skamt. Vegna þessarar skömtunar hafa ýms skemtileg hagfræði- leg atriði komið í ljós, sjer- staklega hvað snertir tölu þess fólks scm reykir. Þannig hafa 78 af hundraði karlmanna reynst reykingamenn en aðeins 15% kvenna, en sú tala mun að vísu vera nokkuð of lág, þar sem margar konur hafa hætt við að fá tóbaksskamt sinn, til þess að geta fengið kaffi. Þeir sem svo mikið reykja, að þeir hafa sótt um aukaskamt, eru um 45 af þúsundi af karl- mönnum og ein kona af hverju þúSundi. Skömtunin á kaffi, tóbaki og te, hefir verið sameinuð þann- ig í Svíþjóð, að reykingamenn fá ekkert kaffi nje te, ef þeir taka allan tóbaksskamtinn, en ef þeir eru ánægðir með hálfan tóbaksskamtinn, þá geta þeir fengið hálfan kaffi- eða te- skamt. Vegna þessa fyrirkomu- lags hafa margir þeir, sem lítið reyktu áður, algjörlega hætt því, vegna þess að þeir vildu heldur kaffi eða te, og yfirleitt hefir tala þessa fólks sem reyk- ir, farið minkandi síðan stríðið byrjaði. Tala tóbaksskömtunar- seðla er nú um tvær miljónir, og hefir þá reykingafólki fækk- að um 130.000 á tveim árum. Aðallega er það auðvitað kven- fólkið, sem hefir hætt við tó- bakið, til þess að geta haft kaffi og er þetta enn sönnunin ein fyrir því, hve sólgnir Svíar eru í kaffi, eru þeir í rauninni mesta kaffiþjóð í heimi á venjulegum tímum. Laugardagur 22. janúar 1944 Yísilðlan 263 KAUPKAGSNEFND OG HAGSTOFAN hafa reikn- að út vísitölii framfærslu- kostnaðar í janúarmánuði og reyndist hún vera 263 stig, eða 4 stigum hærri en í desember. Hækkun vísitölunnar stafar aðailega af hækk- uðu brauSaverði og nokk- urri hækkun á • útlendri fatnaðarvöru. Stórgjafir til S. 1. B. S. Frá skrifstofu Sambands ís- lenskra berklasjúklinga hefii’ blaðinu borist: MARTEINN EINARSSON kaupmaður gaf tíu þúsund kr. til vinnuheimilis berklasjúk- linga í gær. Gjafir eru nú teknar að ber- ast til vinnuheimilis berkla- • sjúklinga allverulega. Sjest greinilega, að lögin um skatt- frelsi á þessum gjöfum ætla að reynast vel, sem líka var að vænta. Eins og skýrt hefir verið frá áður, gaf Oddur Helgason út- gerðarmaður fyrstur manna ! stórgjöf á grundvelli þessara laga: Tuttugu þúsund krónur. |Næstur var Marteinn Einars- i son kaupmaður með 10. þús. kr. ^gjöf. Þá hefir og Bjarni Jóns- son bíóstjóri gefið 5 þúsund kr. i Ásgeir Þorsteinsson verkfr. hef ir gefið 1.000 krónur. Auk þesÆara gjafa, sem þeg- ar hafa borist hefir fjöldi ein- staklinga og fyrirtækja heitið j vinnuheimilinu stuðningi sín- um. Orugt má teljast, að á næstu dögum berist vinnuheimilinu margar og rausnarlegar gjafir. Prestur handtekinn í prjediknnar- stólnum Frá norska blaðafull- trúanuin: Á JÓLADAG skcði sá at- burður í Gnie í Solör í Noregi, að sóknarpresturinn, Tori, \-ar handtekinn í kirkjunni á mcð- an á guðsþjónustu stóð. Þegar presturinn hafði lokið við bænina eftir prjedikun, yf- irgaf einn a£ kirkjugestunum: kírkjuna, en kom að vörmu! spori aftur inn í hana í fylgd með þýskum lögreglumanni' sem tilkynnti prestinum, að; hann ætti að taka hann, fast- an. Presturinn spurði um á- stæðuna fyrir handtökunni, og var hónum þá svarað, að hann hefði beðið fyrir föngunum og hinum landflótta biskup- um og prestum. Tori prestur neitaði ekki að svo liefði verið, en bað um að Jiandtökunni yrði frestað ]>ar til guðsþ.jón- ustunni og barnaskírninni, sem fram átti að fara, væri lokið. — Þessu var ekki sinnt og fór bandtaknn fraiu í kirkjunni. 'L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.