Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 5
Laugardagnr 22. janúar 1944 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Leiðin til málið — I FRAMHALDI af því, sem hjer var sagt fyrir skömmu um ástandið á Alþingi, verður ekki hjá því komist að benda á þá kaldhæðni örlaganna að á þeirri stundu, sem_ baráttan fyrir lýðræði og lýðfrelsi í heiminum nálgast hámark sitt, skuli óðfiuga vera að skapast jarðvegur fyrir einræði með Islendingum. Því ömurlegri verður þessi 'staoreynd, er á það er litið, að íslendingar hyggjast stofnsetja lýðveldi í landi sínu á þessu ári. Að þess- ari staðhæfingu skulu nú færð nokkur rök. Gönml saga og ný. í FLESTUM þeim löndum, sem tekið hafa upp einræðis- skipulag, hefir meginorsökin fyrir hruni lýðræðisins verið sú, að heiftúðug og þröngsýn flokksstreyta hefir gert alla stjórnarframkvæmd máttvana og öryggislausa. Löggjafarsam * komurnar hafa fyrst og fremst orðið vettvangur pólitískra vígaferla, þar sem engin ein stefna hafði tækifæri til þess í senn að ráða og bera ábyrgð á stjórn. Forystuleysi og upplausn þjóðþinganna hefir svo leitt til þess, að þjóðirnar hafa glatað virðingu fyrir þeim og algert jafnvægisleysi haldið innreið sína í hina pólitísku baráttu. Þá hefir að jafnaði einhver flokkur orðið til þess að boða þjóðunum fagnaðarboðskap hinna „föstu og öruggu taka”. Þessir flokkar hafa fyrst og fremst gert þá kröfu til fólks- ins, að það afsalaði sjer þeim rjetti, sem lýðræðið áskilur því, rjettinum til þess að velja og hafna. Vonsviknar og stjórnlausar hafa þjóðirnar svo afsalað sjer þessum rjetti. Þær hafa þráð hin „föstu tök” og viljað alt til vinna til þess að öðlast þau. Einræðið hefir svo leyst lýð- ræðið af hólmi. Oft hefir það þó verið þann- ig, að flokkurinn, sem lofaði hinum „föstu tökum”, öryggi í stjórnarframkvæmd, þjóðlegri viðreisn o. s. frv., hefir átt rík- an þátt í sköpun upplausnar- ástandsins. Forystumenn hans hafa gætt þess vandlega, að firra sig allri ábyrgð meðan upplausnin magnaðist og lýð- ræðið bjó sjálfu sjer gröf og dauða. Þeir hafa gætt þess éins að kynda eld upplausnarinnar. Þessi saga, sagan um hrörn- un og hrun lýðræðis og þing- ræðis og innreið einræðisins, er svo kunn og ný, að óþarft er að rékja hana hjer. En hverf- um síðan að viðhorfum dagsins í íslenskum stjórnmálum. Ríki í ríkinu. Alþingi hefir að verulegu leyti glatað trausti og virðingu þjóðarinnar. Orsakir þess eru fyrst og fremst þær, að þingið er óstarfhæft. Flokkabaráttan er komin á það stig, að landinu verður ekki stjórnað með þeim hætti, er stjórnskipulög lands- ins gera ráð fyrir. Stjórnar- framkvæmd öll hlýtur að vera stefnulaus og i fálmandi. Ein- . Hiíii'iafi j fj :i < > . (. t-‘. einræðis - limræður um skilnaðar- ■ • • • »«• ’HK - • 4» • ! ‘ .;JW Eignaaukaskatturinn afturgenginn Brjei irá stakar hagsmunaheildir og fje- lagssamtök þeirra eru orðin svo sterk, að þau geta sett stjórnvaldinu stólinn fyrir dyrnar og ráðið lögum og lof- um með einhliða stjettarsjón- armið sitt eitt fyrir augum. — Hvorki löggjafar- nje fram- kvæmdarvald fær að gert. Þegar svo er komið, er auð- sætt, að enginn þyrfti að láta sjer það koma á óvart, þótt einhvern góðan veðurdag yrði framkvæmdur skyndibrott- flutningur 52 rnanna úr húsa- kynnum Alþingis við Austur- völl. Það er jafnframt vitað, að þeir, sem að þessari „hreins- un” standa, munu ekki verða þeir, sem beint hafa eðlilegri og rjettmætri gagnrýni að stöi’fum þingsins, heldur hin- ir, sem stærstan þátt hafa átt í upplausn þess og ráðleysi.Það verður svo hlutskifti þjóðarinn ar að kynnast hinum „föstu tökum” þessara manna. Einhverjum kann að finnast að hjer sje mælt af mikilli böl- sýni og helst til bert. Svo er þó ekki. Til þess ber brýna nauðsyn að Islendingar átti sig á því, að afleiðing þess ástands, sem nú ríkir, getur naumast orðið önnur en sú, sem hjer var lýst, ef ekki verður innan skamms breytt um stefnu. Ef það verður ekki gert, er það sönnun þess, að hrein helfró hefir gagntekið þá flokka og forystumenn þeirra, er kenna sig við lýðræði og þingræði. Umræður um skilnaðarmálið. UMRÆÐUR um skilnaðar- málið hafa staðið yfir alla þessa viku, bæði í sameinuðu þingi urri skilnaðartillöguna og Nd. sem haft hefir lýðveldisstjórn- arskrána til meðferðar. Bæði málin eru nú komin til sjer- stakra þingnefnda, sem kosru- ar hafa verið til þess að fjalla um þau. Má vænta þess, að það taki nokkurn tíma að raeða þau og ganga frá þeim í þessum nefndum. Yfirleitt hafa umræður þess ar farið hófsamlega og virðu- lega fram. Þingheimi hefir ver ið ljóst mikilvægi þeirra spora, sem Alþingi er að stíga með framburði og samþykt þessara mála. Þrátt fyrir það, hve lengi þessar umræður hafa staöið,, cr það ekki ofmæK, að rök und- anhaldsmanna i málinu og öll málsvörn þeirra hafi verið með fádæmum losaraleg, svo sem vænta mátti. Það hefir orðið ljóst, að for- ystumenn frestunarinnar á skilnaði og lýðveldisstofnun, hafa enga skýringu gétað gef- ið á fráhvarfi sínu frá fyrri af- stöðu, er þeir tóku þátt í því, að leggja grundvöllirín að þvi, sem nú er verið að framkvæma. íslendingar yfirþjóð Dana! Sem dæmi rpkþrota frestun- arsirína mó' greina eftirfárandi ummæli, er fjellu í þingræðu Stefáns;' Jóhánns ■ Stefánssonar Í4íhþ.: löit.*■.!• •**: Á j&i'iöl-vi f\<: I lu'i Uf.'Jl'i td' fp’ fik,:..f Aiþingi „Margir íslendingar”, segir ræðumaður, „hafa dæmt Dani hart fyrir framkomu sína gagn vart íslendingum, meðan þeir voru yfirþjóð okkar. Við ís- lendingar ættum því að koma fram af meiri mildi gagnvart Dönum, þegar við höfum öðl- ast sömu aðstöðu gagnvart þeim”! Hefir annað eins nokkurn tíma heyrst? Eru íslendingar nú orðnir yfirþjóð Dana? Hafa þeir ráð og frelsi dönsku þjóð- arinnar í hendi sjer?! ' A svipaða lund pg þessa hef- ir allur málflutningur forvíg- ismanns frestunarliosins verið. Það er mál eldri þingmanna, að aldrei hafi nokkur málstað- ur fengið jafn hraklega útreið í umræðum á Alþingi í þeirra minni, og málstaður og máls- vörn undanhaldsmanna nu. Hefir kveðið svo ramt að þessu að menn hafa jafnvel fylst meðaumkvun með formanni Alþýouflokksins, sem annars er gæfur maður og jafnlyndur. En því miður hefir honum ekki enst gifta á við flokks- bróður sinn Harald Guðmunds son, sem lýsti, í mjög. sköru- legri og greinargóðri ræðu, yf- ir fylgi sínu við skilnað og lýð- veldisstofnun 17. júní í sutaar. í ræðu Haraídar Guðmunds- sonar kom fram m. a. eitt at- riði, sem rjett er að vekja at- hygli á. Hann lýsti þvi yfir, að hann hefði greitt atkvæði gegn Sambandslögunum 1918, vegna hinna þröngu uppsagn- arákvæða í 18. gr. þeirra. Þessum ákvæðum .hefði ver- ið þröngvað upp á íslendinga af hinum samningsaðilanum. Það væri sjer því ekki sjerstakt áhugaefni að nú yrði í at- kvæðagreiðslu um skilnaðinn farið eftir þessum ákvæðum 18. gr., þegar annars væri kostur. Har. Guðmundsson kvaðst að lokum ekki sjá að hjer væri um neinn óskaplegan hrað- skilnað að ræða. Skilnaður og lýðveldisstofnun nú væri í rökrjettu samræmi við álykt- anir og vilja þings og þjóðar 1940 og 1941. „Einu rökin á þeim fundi”. Á FUNDI frestunarmanna í Iðnó s.l. sunnudag, henti það. er einn þjóðkunnur ræðumað- ur flutti þar ræðu sína, að hon- um sinnaðist við einn áheyr- anda sinn, er andmælti honum. — Rann ræðumanni við það í skap og herma sjónarvottar að hann hafi veitt munnvatni sínu að hinum hvatvísa áheyranda: í frásögn um þennan atburð, er það haft eftir Jónasi Jóns- syni alþingismanni, að þessi tilþrif ræðumanns hafi verið „einu rökin, sem fram komu á þeim fundi"! Þegar Alþýðublaðið vildi setja konunginn af. í umræðunum um skilnað- armálið var einnig á það drep- ið í sambandi við ræður frést- unarmanna um að það væri ó- kurteisi við Kristján X., að stofna lýðveldi á íslandi, að 1931 hefði sungið öðru vísi í Alþýðublaðinu. Þá rjeðist Alþýðublaðið með offorsi á konung fyrir atbeina hans til þingrofsins. — Krafð- ist blaðið þess, að lýðveldi yrði þá þegar stofnað á íslandi og konungur settur af. Birtist um þetta grein í Alþýðublað- inu undir fyrirsögninni: „Lifi lýðveldið! Niður með konung- inn og íhaldið” Það er víst óþarfi að minnast á óðagot eða hraðskilnað í þessu sambandi, svo ekki sje minst á „kurteisi við konung- inn"! Eignaaukaskatturinn affur- genginn. FRUMVARPIÐ um eigna- aukaskatt er nú á ný komið fram á Alþingi. Flutnings- menn þess að þessu sinni eru þeir Haraldur Guðmundsson og Brynjólfur Bjarnason. — Frumvarp þetta hefir verið flutt á undanfömum þingum, og var Hermann Jónasson þá einnig flutningsmaður þess. Á síðasta þingi komst frumvarp- ið í gegnum Ed., en dagaði uppi .1 Nd. Eins og frv. er fluít nú, er það að mestu óbreytt frá fyrri þingum. Vegna þess að þessi fyrirhugaði eignaaukaskattur er nokkuð sjerstæðs eðlis, verð- ur hjer farið um hann nokkr- um orðum. Meginefni frv. er það, að á árinu 1944 skal leggja sjerstakan skatt á eigna aukningu áranna 1940, 1941, 1942 og 1943. Skattúr þessi er að því leyti sjerstæður, hversu langt hann er látinn verka aftur fyrir sig. Þrátt fyrir alt, mætti þó segja að slíkur skattur væri ekki óeðlilegur, ef að á þessum tíma hefðu sjerstaklega væg skatta- löggjöf verið í gildi. Nú er það hinsvegar vitað, að öll þessi ár hefir ríkissjóður gersamlega tekið kúfinn af öllum hátekj- um með ofurháum skattaálög- um. Af þeirri staðreynd verð- ur auðsótt, hvílíkt siðleysi í skattamálum eignaaukaskattur þessi er. Það er einnig vitað, að samþykt slíkra skattalaga- ákvæða hlyti að leiða til gjald- þrots og hruns fjölmargra at- vinnufyrirtækja og einstak- linga í landinu. Reiðufje til greiðslu skattsins yrði ekki fyr ir hendi. Fyrir því hafa skatta- álögur fyrri ára sjeð. Skatt- greiðandinn yrði þá að reyna að koma öðrum eignum .sínum í peninga til greiðslu skattsins. En hver myndi vilja eða geta keypt þ^r? Til þess myndu áreiðanlega verða fáir. þegar svo væri komið. 'Rán en ekki skattur. , ÞAÐ hefir verið sagt, að eignaaukaskattur“ þessi væri í raun rjettri alls ekki skattur, heldur lögverndað rán. í aðal- atriðum er þetta rjett. Þegar ríkissjóður hefir ákveðið «ára- bil tekið kúfinn af ákveðnum tekjum borgaxonna, eru . það ,,:i:<t' 4 ::i <:■■' 'ij'.V hrein svik við þá, að koma svo síðar með nýjar skattaálögur á sömu tekjur, sem óhjákvæmi- lega hljóta að leggja verulegan hluta þeirra að velli efnahags- lega. Slík skattapólitík er auk þess svo siðlaus, að varla er sæm- andi í landi, sem þó í orði kveðnu viðurkennir eignar- rjett einstaklingsins, sem hyrn ingarstein efnahagsstarfsemi í landinu. En hjer er komið að kjarna málsins. Forystumenn eignaaukaskattsins, kommún- istar og socialistar, stefna að ákveonu marki, afnámi eign- arrjettarins og þess ’þjóðskipu- lags, sem byggist á viðurkenn- ingu hans. Það er rjett að gera- sjer þetta ljóst í ppphafi. Baráttan um eignaaukaskattinn er í smækkaðri mynd barátta um þjóðskipulagið. Kommúnistar munu kalla það baráttu fyrir hagsmunum hinna ríku. En þetta vígorð er löngu útslitið. Þjóðin veit, að skattar eru þeg- ar orðnir svo háir, að tæki- færi til auðsöfnunar á íslandi eru afar takmörkuð, svo tak- mörkuð, að áðalatvinnuvegur landsmanna, sjávarútvegurinn, sem ausið hefir upp miklu auð magni á íslenskan mælikvarða, stendur í þeim sporum, að geta að mjög óverulegu leyti endurnýjað framleiðslutæki sín, þrátt fyrir nokkrar sjóð- myndanir í skjóli skattalaga. Þessi staðreynd og margar aðrar, eru vissulega athyglis- verðar fyrir þá, sem eygja þá hættu, sem á því er, að atvinnu leysi skapist í landinu. Atvinnu möguleikar landsmanna byggj ast á því, að framleiðslutækin sjeu fullkomin og'fjölbreytt. Ef skattheimta ríkisvaldsins virðir þarfir athafnalífsins í þessum efnum að vettugi, er opnum augum stefnt að at- vinnuleysi og örbyrgð í land- inu. S. Bj. Þakkir frá eigend- um Laxfoss STJÓRN hlutafjelags þess, er átti Laxfoss, h.f. Skalla- grímur, hefir beðið Morgun- blaðið fyrir eftirfarandi: „Vjer viljum þakka Slysa- varnafjelagi Islands, hafnsögu- mönnum Reykjavíkur og öðr- um þeim, er unnu að björgun farþega og skipverja á m.s. Laxfoss, störf þeirra“. Brasilíuher lýkur æfingum London í gærkveldi. SENDIHERRA Brasiliu hjer í borg sagði í dag, að her sá, er Brasilíumenn ætla að senda austur um Atlantshaf, sje nú í þann veginn að ljúka miljlum heræfingum, og muni brátt vera búirín til brottferðar. — Sagði sendiberrann : að her þessi væri búinn nýtísku vopnum.- : :n : n —Reuterj,,.) | , f "■ rí <<V< • <1 ðiVto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.