Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGlTNBLAEtlÐ Þriðjudagur 25. janúar 1944 Edvard Munch, einn frægasti málari Norðmanna látinn I GÆR andaðist í Oslo einn frægasti málari Norðmanna og fyrsti málari norskur, er hlot- ið hefir heimsfrægð, Edvard Munch, rúmlega áttræður að aldri. Munch var fæddur þ. 12. desember 1863 í litlu þorpi fyr ir norðan Oslo. Voru í ætt hans lista- og vísindamenn, hinn kunnasti er A. P. Munch, hinn kunni sagnfræðingur, en hann var föðurbróðir Edvards Munch. Fjölskylda Munchs var fátæk og einnig var mikið ■um allskonar sjúkleika í henni. Misti Munch móður sína að- eins 4 ára gamall og elstu syst- ur sína nokkru síðar og sjálfur var hann veill í æsku. Hann var mjög duglegur í stærð- fræði og vildi faðir hans, sem var læknir, láta hann verða verkfræðing, en af því varð þó ekki. Þegar sem barn eyddi hann mestum tíma sínum í að teikna og að lokum var hann settur á listaskóla. Alt líf Munch var merkt af þreyjuleysi og ótt^ Að eins við það að teikna og mála, fann hann hvíld og ,ró. Faðir hans fann sína huggun í trúarbrögð unum, en sonurinn ekki. Munch hefir sjálfur sagt um list sína: „Málaralistin er fyrir mjer bæði sjúkdómur og lyf. Sjúkdómur, sem ekki er hægt að lækna, lyf, sem jeg get ekki verið án”. Hann gat aldrei un- að lengi við neitt aíínað en pensilinn. Á yngri árum varð Munch fyrir miklum áhrifum af hin- um fræga málara Christian Krog, og það jafnvel svo, að oft var ekki hægt að segja, hvor þeirra hafði málað þessa eða hina myndina. Munch skapaði fyrstu meist- araverk sín, er hann var 23 ára gamall. Eitt hið frægasta verk hans frá þeim tímum er Veika stúlkan, en myndir sem hún, náðu lengi ekki hylli og var harðlega gagnrýnd í blöðum, en er nú frægust mynda álitin í málverkasafninu í Oslo. Munch kynti sjer málaralist víða um Evrópu, var lengi í París, bjó allmörg ár í Frakk- landi og Þýskalandi og málaði landslagsmyndir frá öllum þcss um þrem löndum. Hann notaði aldrei svartan lit, en dökkblá- an í þess stað. — Frægð sína hlaut hann fyrst í Þýskalandi og voru ritaðar um hann þar fyrstu bækurnar. Edvard Munch skreytti hinn fræga hátíðasal háskólans í Oslo og þykja myndir hans þar með mestu listaverkum háns, sjerstaklega bjart yfir þeim öllum, eins og <yfirleitt yfir verkum hans. Munch var óvenju fríður máður. Hár og grannur með hátt enni, stálblá augu og bar sig vel. Var altaf eitthvað höfð inglegt við hann, hvar sem hanh fór. Hann kvæntisf aldrei — sagðist ekki hafa' haft tíma til þess. Nú eru verk Muncks til sýn- is í frægustu söfnun um allan heim, í Evrópu, Ameríku, Ind- landi og jafpvel Japan. Hann málaði meira en. þúsund mynd ir alls. Unymenna- fjelögin fylgja lýðveldismálinu TVÖ ÁRSÞING ungmenna- sambanda, sem nýlega hafa verið haldin, hafa gert álykt- anir um lýðveldismálið, er sýna að ungmennafjelögin fylgja lýðveldismálinu fast eftir. Ályktun hjeraðsþings Ung- mennasambands Vestfjarða, sem haldið var að Núpi í Dýra firði 27.—28. des s. 1., gerði svo felda ályktun: „Hjeraðsþingið fagnar því, að stofnað verði lýðveldi á íslandi 17. júní 1944 og skorar á ung- mennafjelögin að vinna að þvj, að þátttaka í væntanlegri þjóð- aratkvæðagreiðslu verði sem almennust. Hjeraðsþingið lítur svo á; að sjálfsagt sje að 17. júní verði þjóðhátíðardagur Islendinga”. Ársþing Hjeraðssambandsins Skarphjeðinn, sem haldið var á Stokkseyri 8.—-9. þ. m. gerði eftirfarandi samþykt: „Hjeraðsþing Skarphjeðins álítur að hverjum íslending sje skylt að vinna að því af alefli að atkvæðagreiðsla sú, er fram fer á þessu ári um sjálfstæðis- málið, hljóti almenna þátttöku og eindreginn vilja, svo full sambandsslit við Dani sjeu trygð. Skal stjórn sambandsins fal- ið að skrifa hverju fjelagi á sambandssvæðinu hvatningar- brjef áður en til atkvæða- greiðslunnar kemur“. Ennfremur var eftirfarandi tillaga samþykt: „Hjeraðsþingið skorar á sam bandsfjelögin að vinna að því, hvert á sínu fjelagssvæði, að þjóðfánanum verði sýnd sú virðing og helgi, sem honum ber. Til þess að auka notkun fán- ans, ályktar þingið að kjósa þriggja manna nefnd, er sjái um kaup á fánum eftir pönt- unum frá sambandsfjelögun- um”. MIKIÐ SKIPATJÓN JAPANA. Washington í gærkvelJi. Japanar hafa enn beðið mik- ið skipatjón á Kyrrahafi af völdum flugvjela bandamanna Hefir verið sökc fyrir þeim tveim allstórum flptningaskip um og'fimm smærri, en mörg önnur löskuð. — Reuter. Hóiel Borg og hljóð- færaleikaramir I grein minni, sem birtist í Morguríblaðinu 4. þ. m., gat jeg þess, að þegar eigandi Hó- tel Borg, Jóhannes Jósefsson, hefði tekið hljóðfæraleikarana í þjónustu sína eftir verkfall það, er Alþýðusambandið skip aði þeim út í í janúar 1941, en Fjelagsdómur dæmdi ólöglegt 14. febrúar s. á., hefðu hljóð- færaleikararnir skuldbundið sig til að sjá um að fjelag þeirra segði sig úr Alþýðusamband- inu. í svargrein til mín í Alþýðu- blaðinu 8. og 9. þ. m., segir framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, Jón Sigurðsson, að samkvæmt þessum upplýsing- um hafi Jóhannes Jósefsson brotið 4. gr. laga nr. 80, 1938 um stjettarfjelög og vinnudeil- ur, en þar er bannaað að hafa áhrif á aðstöðu og afskifti verkamanna af stjettarfjelög- um með: a) Uppsögn úr vinnu eða hót- un um slíka uppsögn, b) fjárgreiðslum, loforðum uni hagnað eða neitun á rjett- mætum greiðslum. Eins og sjest á þessum á- kvæðum, er þar alls ekki bann- að að vinnuveitendur geri það að skilyrði fyrir því, að taka menn í vinnu að þeir sjeu ekki í stjettarfjelagi. Það er því algerlega rangt, sem Jón Sigurðsson heldur fram í tjeðri svargrein sinni, að Jóhannes Jósefsson hafi brotið gegn fyrgreindu ákvæð. vinnulöggjafarinnar. I nefndri svargrein Jóns Sig- urðssonar til mín, er margt rangt, en jeg hirði ekki um að fara út í frekari blaðadeilur við hann að þessu sinni. í ofannefndri grein minni tel jeg mig hafa sýnt fram á að níð hans um Jóhannes Jósefsson er að öllu leyti rangt og óverð- skuldað, enda hefir hann í svar grein sinni ekkert sagt til rjett lætingar rógi sinum um Jó- hannes, heldur snúið sjer að því, að skamma mig. Fer hann í þvi efni rangt með ýmislegt, en jeg hirði ekki að eltast við ósannindi hans sem aðallega snerta mig persónulega og af- skifti mín af umræddum mál- um. Tilgangur minn með grein þessari er aðeins sá, að benda vinnuveitendum á rangfærslur Jóns Sigurðssonar, að því er snertir skilning á fyrgreindri lagagrein. Reykjavík 17. janúar 1944. Eggert Claessen. Aukið lið til Mac Arihurs BLAÐ Bandarikjahers og flota ræddi i gær um heim- sóknir Hasleys flotaforingja og Henny flugforingja til Was- hington nýlega, en þeir stjórna flota og flugher Bandaríkjanna á Kyrrahafi. An þess að geta heimilda sinna telur blaðið, að ákveðið hafi verið við heim- sókn þessara fyrirliða, að senda Mac Arthur meiri liðsstyrk, „til þess að hægt væri að taka lengri skref til Tokio“( eins og blaðið orðaði það. T 4 R I N Sjónleikur eftir Pál J. Árdal, verður sýndur í ðnó á miðviku- daginn kemur. Leikfjelag Templara var stofnað á s. 1. ái*i. Er hlutverk þess aðallega það, að æfa smá- leiki til þess að sýna í sambandi við fundi stúknapna. En þó hef ir það nú þegar færst meira í fang, í tilefni af 60 ára afmæli Reglunnar á slandi, og æft sjón Reglunnar á Islandi,og æft sjón leikinn ,,Tárin“, eftir Pál J. Ár- ur í Iðnó 10. og 11. þ. m., fyrra kvöldið fyrir boðsgesti, en síð- ara kvöldið fyrir almenning, og urðu þá margir frá að hverfa. Ilafa fjelaginu síðan borist fjölda margar áskoranir um að sýna leikinn aftur, og fyrir sjer staka velvild Leikfjelags Reykjavíkur, og umsjónar- manns Iðnó, hefir húsið nú fengist aftur,'og verður leikur- inn sýndur fyrir bæjarbúa annað kvöld. Páll Árdal samdi fyrst leik þennan eftir smásógu og var hann þá í tveimur þáttum. Sið- ar umskapaði hann leikinn og gerði úr honunr fjögurra þátta leik. Það má kanske með nokkr- um rjetti segja, að leikurinn sje ekki tilþrifamikill frá skáld- skaparlegu sjónarmiði, en margt er £ar vel sagt, og hann er átakanlega sannur. Þar segir fyrst frá ungum hjónum, sem eru að leggja út á glæsta lífsbraut, að þvi, er virðist. Hann er kaupmaður og vcrs’un hans í uppgangi. Hún er af bestu ættum, líkleg til að verða hinn mesti kvenskörung- ur og góð húsfreyja. En svo þegar framtíðarvon- irnar bru glæstastar, kemur reiðarslagið. Maðurinn leiðist til drykkjuskapar, og eftir nokkur ár hefir hann sólund- að aleigu sinni og konu sinn- ar, og ár sjer ekki viðreisnar von. Heimilislífið er í molum, og reynir þó konan að bjarga því, sem bjargað verður — barninp þeirra. Seinast afræð- ur maðurirín að strjúka af landi brott, flýja heimilið og ábyrgð þá, er hann hefir skap- að sjer. Á síðustu stundu vill hann þó renna augum yfir heim ili sitt og kveðja það. En bá breytist alt — og það er barmð sem bjargar. Margt fleira fólk kemur þarna við sögu, Grímur versl- unarmaður, sem verður hinn illi andi húsbónda síns, Sól- veig, gömul munaðarlaus kona, Björg fóstra frúarinnar, sprútt- sali, smyglari, drykkfeldur sjó maður og enskur skipherra. Helga kaupmann leikur Gissur Pálsson, Þóru konu hans, Anna Guðmundsdóttir og litla dóttur þeirra leikur dóttir Þorst. Ö. Stephensens útvarps- þuls. Þetta eru aðalhlutverkin og stendur og fellur leikurinn með þeim. Verður ekki annað sagt, en leikendurnir sjeu þeín vanda vaxnir og leikur þeirra. sumsstaðar afbragðsgóður. Jón Alexanderson leikur Grím, frú Sigþrúður Pjeturs- dóttir leikur Björgu og Kristj- ana Benedi|ctsdóttir leikur Sól- veigu. Er leikur þeirra allra á- gætur og mjög eðlilegur. Launsalann ieikur Kristinn Ág. ■ Eiríksson, smyglarann, Þóra og barnið (Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Þ. Stephensen). Helgi kaupmaður Sigga sífulla, leikur Ágúst Fr. . Guðmundsson, fulla sjómann- inn, Björn berserk, leikur Þór- hallur Björnsson og skipstjór- ann leikur Einar Björnsson. Má um þá alla segja, að þeir leysi hlutverk sín vel af hendi, eins og efni standa til. Þannig má óhætt telja, at5 öll hlutverkin sjeu vel leikin, og sum ágætlega, enda þótt gerð- ar sjeu hærri kröfur en til við- vaninga á leiksviði. Er það dóm ur leikhúsgesta, að Leikfjelag Templara fari mjög laglega á stað, og ef dæma skal eftir þeim undirtektum, sem leikur- inn fjekk síðast, þá munu fleiri óska að sjá hann heldur en Iðnó rúmar, einkum vegna þess að þetta verður eina tækifærið sem gefst, því að hann verður ekki sýndur oftar. (hurchill mun ræða við fuHtrúa bænda Breskir bændur hafa farið fram á það við Churchill for- sætisráðherra, að fá að senda sendinefnd á fund hans, t’I þess að ræða við hann um aÞ-— urðaverð á landbúnaíarafurð- um, en þetta máTmun koma til umræðu bráðlega í breska þing inu. Bændum finst afurðaverð ið mikils til of lágt, og er talið, að alvarleg deila geti risið, e£ þingið sjer sjer ekki fært að hækka það. Churchill hefir rtúf tilkynt, að hann muni fús að. ræða við fulltrúa bænda, og vænta menn góðs af þessum ■ viðræðum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.