Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 4
-M 0 R Cr U N D L A Ð I Ð Þriðjudagur 25. janúar 1944 — Hvalfjarðarleiðin — I Morgunblaðinu í dag, 'ehl'vegna sjávarfalla altaf að fara grein eftir hr. Harald Böðvars son á Akranesi um Hvalfjarð- arleiðina, þar sem rætt er um flutningsvandkvæðin milli Akraness og Reykjavíkur, eink um nú eftir að Laxfoss er úr sögunni. Leggur höfundur til að flutningunum milli þessara staða sje öllum beint landleið- ina um Hvalfjörð, en sú leið mun vera um 112 km. Sigl- ingaleiðin er um 20 km. Segir hann að mikið af afurðum sje nú flutt landleiðina með vöru- flutningabifreiðum ,,og það með stórum hagnaði, saman- borið við það að flytja þenna þungaflutning með bát Rjkis- útgerðarinnar og þrátt fyrir það, þótt Vegurinn sje lítt fær oft og mörgum sinnum”. Og þó sje stórtap á rekstri báts- ins. Póst- og símamálastjórnin . hefir veitt þvT eftirtekt og orð ið þess greinilega vör, að um fólksflutninga er það einnig svo, að mikill þorri fólks, og stöðugt vaxandi, vill heldur fara landleiðina um Hvalfjörð en sjóleiðina um Borgarnes eða Akranes, enda þótt vart verði fijá því komist, að fargjöldin sjeu eitthvað hærri landleiðina, því hún er 151 km milli Rvík- ur og Borgarness, i en sjóleiðin ekki nema ca 49 km. Veldur hjer um eflaust nokkuð það, að margir eru sjóveikir en veð ur óviss. Auk þess er sá agnúi á, að Borgarnesbátur verður Gæía fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. á mismunandi tímum sólar- hringsins og er það stærra at- riði í umferðinni en margan grunar. Þá hefir það verið svo undanfarið, að þegar skipið fór tímanlega að morgni frá Rvík, var farþegum ómögulegt að fá bíla til að flytja sig og farang- ur til skips. Hinsvegar hefir bílvegurinn kringum Hval- fjörð og fram fyrir Hafnarfjall batnað með hverju ári og er nú svo komið, að aksturstími bifreiða milli Reykjavíkur og Akureyrar mun vera orðinn svipaður og var milli Borgar- ness og Akureyrar, þegar dags ferðir hófust á þeirri leið. Alt þetta og eflaust fleira mun vera þess valdandi, hversu al- menningur sækir á landleiðina Hvalfjarðarleiðina). Að því er vöruflutningana snertir, kemur vitanlega til greina kostnaður og umstang við bíl- flutninga að og frá skipi svo og út- og uppskipun. Mál þetta hefir þó tvær hlið ar og er hjer úr meira vanda- máli að leysa, en margur hygg ur, því vart mun hægt að kom ast af án sjóflutninga milli nefndra staða, þótt landflutn- ingarnir ykjust mikið og eng- ar hömlur væru á þá lagðar. Þá er og hætt við, að vegur- inn sje ennþá ekki svo góður og öruggur, að rjett geti tal- ist, að beina þangað mikið auknum eða jafnvel öllum mannflutningum og vöruflutn ingum. Minsta kosti hefir mjer skilist svo á vegamálastjóra. Bátaútgerðin við Faxaflóa hef ir ekkert gróðafyrirtæki ver- ið hingað til og mundi því síð- ur verða það, ef megnið af bæði vöru- og mannílutningl unum færðist skyndilega yfir á landleiðina. Hinsvegar virð- ist þetta vera að verða al- menn ósk, sem varla verður lengi staðið á móti. Að lokum vil jeg leiðrjetta smáatriði í nefndri grein H. B., með því að það er-póststjórn- inni ekki óviðkomandi. Hann segir: ,,Það er maður á Akra- nesi, Þórður Þ. Þórðarson, sem á stórar fólksflutningabifreið- Raf mótorar Tilboð óskast í l1/, 1%, 3 og 8 hestafla raf- raótora (jafnstraums, 220 volt). Tilboð óskast send blaðinu, merkt: „Rafmótorar“. Itilkvniming I til viðskiftavina Að gefnu tilefni vil jeg undirritaður lýsa því yfir, að verkstæði það, er auglýsir loðskuvnasaum á Grettis- götu 3, er mjer algerlega óviðkomandi. Virðingarfyllst 1 ÓSKAR SÓLBERGS, MAItfúúób il í c/o Andrjesi AndrjessfyíjiLíb , ir. Hann hefir margsinnis sótt um leyfi til þess að mega flytja fóllt milli Akraness og Reykja- víkur á bifreiðum sínum kring um Hvalfjörð og hafa auglýsta afgreiðslu í Reykjavík, en leyf ið ekki fengist. En þrátt fyrir öll bönn hafa biíreiðar hans og margra annara flutt mest af þeim farþegum, sem til Reykjavíkur hafa farið undan farna mánuði frá Akranesi”. Þetta er nú ekki allskostar rjett. Frá nefndum Þ. Þ. Þ., hefir póst- ðg símamálastjórn inni aðeins borist 1 — ein — umsókn, dags. 30. júní síðast- liðinn. Var hún næsta dag af- greidd til skipulagsnefndar fólksflutninga — helmingur þeirrar nefndar er skipaður fulltrúum sjerleyfishafa — en þaðan er hún ókomin enn. — H.efir nefndin sennilega litið svo á, að þar sem yfirstand- andi sjerleyfistjmabil er senn á enda, en nýtt sjerleyfistíma- bil hefst 1. mars 1944, og Hval- fjarðarvegurinn sem stendur hæpinn fyrir fastar áætlúnar- ferðir, Hitt er leiðinlegra, ef skilja ber framangreind um- mæli svo, að Þ. Þ. Þ. eða aðrir hafi hafið mannflutninga á þéssari leið, er óheimilir sjeu án sjerstakrar heimildar sam- kvæmt gildandi lögum. Annars virðast næsta broslegar hug- myndir H. B., um það, hvernig haga beri fólksflutningum með bifreiðum þannig, að löglegar sjeu, en jeg geng út frá að hjer sje um gamansemi að ræða og endurtek klausuna til skemt- unar. Hún er svona: „Mjer er sagt, að til þess að slíkir flutn- ingar sjeu ekki stór brot á lög- um um þetta efni, verði svo og svo margir farþegar að slá sjer saman um að leigja bif- reiðina fyrir hverja ferð og á- kveða svo í kyrþei, að þeir fari af stað frá einhverjum bensín- geymi í Reykjavík kl. þetta eða hitt heim aftur”. 22. janúar 1944. Guðmundur Iilíðdal. Hættuárin miklu og íslensk áhrif KÍanadisIíir hermenn ur aúunda •a/ni 'Uit'/i, yj :>b?míþnl, uiuinijt hernum i fremstu viglinu meið sÍ<fið(ffekáV>yssiir. Þysfear ’ íípij- sveilir eru umhvertis og í hus- unum, sem sjást á myndinni. I. Adam Rutherford, hinn stór- merki spámaður og íræðimað- ur, lætur, í nýrri bók, vel yfir þeim tíðindum sem vænta megi á þessu nýbyrjaða ári. Segir spámaðurinn, að eftir þá stór- kostlegu sigra, sem á þessu ári munu unnir verða, muni hin illu öfl, sem öllu vilja ráða hjer á jörðu, verða að hafa afturá meir en dæmi eru til \ sögu mannkynsins áður. Þetta er mjög stórkostlegt, segir hann, en þýðir þó ekki það, að vjer fáum altíeinu þúsundáraríkið, árið 1945, eða hagi mannkyns- ins eins og vjer mundum kjósa þá. En augljóst virðist honum, að svo miklar breytingar til batnaðar á högum mannkyns- ins, sjeu ekki langt undan, að slíkar hafi aldrei orðið áður. Heimsstyrjöldin nú, segir Rut- herford, mun leiða til breyt- ingar svo stórkostlegrar, að stjórnarbyltingin franska, og jafnvel hin rússneska, eru þar hjá smáræði.. Og er vonandi að þetta sannist á þá leið, að mjög miklu stórfeldari breytingar muni verða hjer á jörðu til batnaðar, en dæmi eru til áð- ur. En ekki er jeg trúaður á, að ,það sem rjettnefnt er bylt- ing, hversu stórkostleg sem hún væri, mundi geta valdið þeim aldaskiftum sem þurfa að verða. IT. Þá víkur Rutherford enn að þýðingu íslands fyrir aldaskift um þeim sem 1 vændum eru, og segir, að jafnvel þó að ís- lenska þjóðin sje svona örsmá, þá sje það engartveginn því til fyrirstöðu, að hjer geti komið upp það ljós, er hljótist af ,,and leg vakning“, sem nái til margra þjóða. „Allra þjóða” váeri óhætt að segja, því að hjer ræðir um þann víðari og dýpri skilning á lífinu og til- veruríni, sem ómissandi er, ef komist á að geta orðið af hel- vegi og yfir á þá leið, sem ekki er til dauða, heldur ávalt til meira og betra Ijfs. Jeg býst við að mörgum muni leika hugur á að kynn- ast þessari nýu bók hins ágæta spámanns, og hann hefir, nú sem fyr, sýnt Islendingum þá hugulsemi, að gera ráðstafanir til að það sem hann hefir ritað, verði þýtt á íslensku. III. En þótt Rutherford láti vel yfir þessu nýbyrjaða ári, þá verður þó, því miður, að segja, að hættuegra ár en þetta, eða rjettara sagt, jafn hættulegt, hefir aldrei í hönd farið á þess- ari jörð. Hin nýa náttúrufræði — er jeg nefni svo — er þess valdandi, að þetta má segja al- veg með vissu. Lífið á hverri jörð, á að vnxa fram til þeirrar samstíllingar við æðra líf á fullkomnari jarð stjörnum, sem er undanfari jörðum þar sem ekki er náð til vitaðs sambands við hið æðra líf annara jarða, er mjög óljkt því sem líf á að vera. Það eru því höfuðtímamót í sögu hverrar jarðstjörnu, þegar þetta svo mjög nauðsynlega samband tekst. Og vitanlega verða upp- tökin að verða þau, að upp komi á jörð, sem ennþá er heimkynni hörmunga og sví- virðingaT skilningur á nauð- syn og möguleika þessa sam- bands. O* er þá mjög mikið undir því komið, að þeim skiln ingi verði sem fyrst sigurs auð- ið. Eða, með öðrum orðum, að það dragist sem skemst, að þar verði almennar undirtektir. Því lengur sem það dregst, því meira verður sambandið við jarðstjörnur þar sem lífið er á afvegum, og lífið á jörðinni þar sem boðskapurinn um þann sigur lífsins sem unnist gæti, er ekki þeginn þarafleiðandi, hættulegra. IV. Hjer* á Islandi hagar nú ein- mitt svo til, að þessi boðskap- ur hefir ekki fengið eins skjót- ar og góðar undirtektir og þurft hefði, og sennilega hefði orðið, ef menn hefðu glöggvað sig nógu vel á sögu þjóðar- innar. Og þessi dráttur, með þarafleiðandi vaxandi sam- bandi við illa staði, er aoal- orsök þess, að þjóðin er i vax- andi hættu. En ef spádómur Rutherfords um framúrskar- andi farsælar. horfur undir áramótin næstu, er rjettur, þá þýðir það einnig það, að ís- lenskra áhrifa á gang viðburð- anna mun gæta meira og bet- ur en áður, eins og verða mundi ef sambandsmálinu mesta væri hjer sint nokkru nær því sem þarf ao verða. Nokkur hjálp til að láta sjer orð mín að gagni verða, gæti það orðið, ef menn vildu gefa því gætur, hversu oft hef.t rjett reynst það sem jeg hefi sagt fyrir um rás viðburðanna. Læt jeg þar nægja, að benda á t. d. Viðnýal, s. 27, 30, 33, 34, 37. í ársbyrjun 1944. Helgi Pjeturss. Disu>(uv lupuy. ’.r;a>m tjn i .samstjlling Iifsips í alheimii, — ^aryfleiðandi ^þar^flýið^ndi. íul^omin tðk íífsins a ölíum óflum og mögu leikum efnisheimsins. Líf YFIRLYSING VEGNA ummæla, herra Arnfinns Jónssonár, kennara, í 254., 260., 268. og 271., tbl. Þjóðviljans og í 3. tölubl. Morg unblaðsins 1944, skal eftirfar- andi tekið fram: Frk. Jóhanna Knudsen hefir leyst af hendi löggæslustörf þau, er henni hafa verið falin með mikilli samviskusemi og árvekni. Hún hefir ávait haft samvinnu við barnaverndar- nefnd Reykjavíkur og ung- mennadómstólinn, og hafa ekki komið til mín neinar umkvart- anir eða athugasemdir af hálfu þeirra aðilja um störf hennar. Hefir barnaverndarnefnd Reykjavíkur og ungmenna- domsfóllinn býgt ' ÚVsknrði sína á skýrslum hennar. iiHf 1111 rl/ ,..,avtt2; Mnr-I^r'1 Logregiustjornin 1 Kvik, Agnar Kofoed-IIansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.