Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIP „The Times" minn- isi Nordahl Grieg Frá Noi’ska blaðafull- trúanum. Alsstaðar er norska skáldsins Noxdahl Grieg minst í blöðum hinna frjálsu þjóða, þannig birt ir breska stórblaðið ,,The Times“ langa grein um hann. Það er hinn þekti breski rit- höfundur, Gathorne Hardy, sem mikið ritar um utanríkismál, sem grein þessa ritar. Hann hefir einnig þýtt allmörg af stríðskvæðum Grieg, meðal ann ars hið mikla kvæði ,,London“. í grein hans í „Times“ segir meðal annars: „Fregnin um hinn sorglega dauða Nordahl Grieg, hafði sömu áhrif á mig og jeg hefði mist mjer mjög nákominn og kæran vin. Jeg ciáðist að skáldverkum hans, og það sem snerti mig dýpst af þeím var hinn hreini og göfugi andi, ásamt hfnum einfatda framsagnarhætti. Hann veik úr vegi fyrir stóryrðum, var strangur og nákvæmur í með- íerð málsins. Fyrir nokkru síð- an trúði hann mjer fyrir því, að hann óskaði mjög eftir að taka þátt í leiðangri, cins og þéim, sem nú er farinn með ör- Jagaþrungnum afleiðingum, og þrátt fyrir það, að jeg reyndi með öllu móti að telja hann af því að gera slíkt, get jeg ekki neitað því, að Jeg hreifst af honum og dáðist að honum vegna þess að hann vildi leggja í slíka ferð. Hann gerði það ekki af forvitni fregnritarans, heldur ekki af ljettúðugri æfin týraþrá. Nordahl Grieg fanst blátt áfram ekki getað varið það fyrir sjálfum sjer, að lýsa því í skáldskap, sem hann ekki hafði lifað sjálfur. Það var þessi andi, sem fólst í öllu því, er hann skapaði meðan stríðið stóð. Hann fann, að þegar hann sjálfur vogaði sjer að dauðans dyrum, kæmist hann í nánast samband við hina fölinu fjelaga sína“. —-r- 61 Reykvík- ingur at- vinnulaus SKRÁNING atvinnulausra fór frarn dagana 1., 2, og 3. febrúar síðastliðinn, samkv. lögum nr, 57. frá 7. maí 1928. Samkvæmt lögum þessum skal atvinnuleysisskráning fara fram fjórum sinnum á ári hverju, febrúar, maí, ágúst og nóvember. Við skráninguna gáfu sig fram 61 karlmaður, en enginn kvenmaður. Allir voru þessir menn yfir 16 ára ald- ar, nema tveir, 28 voru ein- hleypir, 33 kvæntir. Af þess- um 33 heimilisfeðrum eiga 7 engin börn, en hinir 26 eiga samtals 64 börn. Menn þessir eru allir Reyk- vikingar, en atvinnuleysið stafar, eftir skýrslum að dæma m»st af hinu slæma tíðarfari. I febrúar 1943 gáfu sig 56 fram við atvinmileysisskrán- ingu og voru þá 25 heimilis- feður, er áttu samtals 73 börn. Engin kona gaf sig fram við þá skráningu. Kröiur Ðagsbrúnar Stjórn verkamannafjelags- ins Dagsbrún sendi Mbl. í gær eftirfarandi tilkynn- ingu: VMF. DAGSBRÚN hefir í dag afhent stjórn Vinnuveit- endafjelags Islands uppkast að nýjum samningi um kaup og kjör. Samkvæmt uppkasti voru eru helstu breytingar upp- kastsins frá núgildandi samn- ingi þessar: Grunnkaup í allri almennri vinnu hækki upp í kr. 2,50 úr kr. 2.10. Sjerstakt lágmarkskaup verði fyrir skipa- og pakkhús- vinnu og tunnuvinnu á olíu- stöðvum eða-kr. 2.70. Lágmarks grunnkaup verði kr. 2.90 í kolavinnu, saltvinnu, saltfiskvinnu, sementsvinnu, lýsisvinnu, handlöngun hjá múrurum, tjöruvinnu, bifreiða stjórn, vjelgæslu, (vegheflar, þjapparar, hrærivjelar o. s. frv.), hjálparvinnu í vjelsmiðj um, ísvinnu (útskipun), vjel- gæslu í togurum í höfn, allri slippvinnu, kantlagningu og fagvinnu, er ófaglærðir verka- menn stunda. Grunnkaup í boxa- og katla vinnu haldist óbreytt, en undir það kaup falli ryðhreinsun með rafmagnsverkfærum, öll vinna við botnhreinsun innanborðs í skipum (botntankar, undir vjel o. s. frv.), bifreiðastjórn hjá kolaverslunum. Grunn- kaup í boxa- og katlavinnu er nú kr. 3.60. Nýtt atriði er, að þeir verka menn skuli hafa forgangsrjett til vinnu á hverjum vinnustað, er hafa starfað þar lengst. Sömuleiðis er nákvæmara á- kvæði um, hvað skuli teTiast kvaðning til vinnu Sömuleiðis, að verkamönn- um sje heimilt að vinna af sjer laugardagseftirmiðdag alt ár- ið um kring. Sömuleiðis, að sje nýr mað- ur tekinn í vinnuflokk, skuli hann framvísa skuldlausu fje- lagsskírteini við trúnaðarmann Dagsbrúnar. "Sömuleiðis, að slasist verka- maður við vinnu, skal hann fá kaup í 12 virka daga í stað 6, og skal hvert slys rannsakað þegar í stað af verkstjóra og trúnaðarm^nni og skýrsla send ast til stjórnar Dagsbrúnar og viðkomandi fyrirtækis. Sömuleiðis, að veikist verka maður, sem unnið hefir sam- anlagt einn mánuð hjá sama vinnuveitanda, skal hann halda óskertu dagkaupi í minst sex daga, en í 14 daga, hafi hanh unnið þrjá mánuði. Dánarorsakir í Bandaríkjunum í SKÝRSLUM vátryggingar fjelaga Bandarikjanna fyrir ár- ið 1941, kemur í ljós að hjarta- sjúkdómar orsökuðu flest dauðsföll þar á árinu, eða ails 386.000. Krabbamein komst næst, varð 159.000 manns að bana. Af heilasjúkdómum, að- allega heilablóðfalli, ljetust 118 þúsund, en 102 þúsund fór ust af slysum. — Loks urðu nýrnasjúkdómar 1000 manns að bana. Tilboð vátryggingar- fjelaganna til nýrrar athugunar TILBOÐ í brunatryggingarl bæjarins komu frá þrem tryggingafjelögum, sem kunn- ugt er. Hafa tilboð þessi verið til athugunar hjá starfsmönn- um bæjarins. Hefir dr. Björn Björnsson hagfræðingur bæj- arins gert á þeim skýringar fyrir bæjarfulltrúana. Á aukafundi bæjarstjórnar, er haldinn var í gær, var þetta mál til umræðu. Hafði það áð- ur verið til umræðu í bæjar- ráði, en samkomulag ekki orð- ið þar. Helgi H. Eiríksson tók til máls. Sagði hann, að ágrein- ingur væri milli þeirra, sem tilboð sendu um það, hvert til- boðanna væri lægst. Taldi hann rjettast, úr því sem kom- ið er, að bjóða tryggingarnar út að nýju, enda vissi hann, að a. m. k. tvö tryggingarfjelag- anna, er hjer væri um að ræða, hefðu ekkert við þá aðferð að athuga. Bar hann fram svo- hljóðandi tillögu: „Þar sem tilboð þau í brunatryggingar í Reykjavík, er fram komu samkvæmt út- boði borgarstjóra Reykjavíkur, dags. 25. okt. 1943, eru í sum- um atriðum svo óljós, að auka- skýringa hefir þurft eftir að tilboðin voru opnuð, og þess vegna erfitt að gera upp á milli þeirra, heimilar ' bæjarstjórn Reykjavíkur borgarstjóra og bæjarráði að gera nýtt útboð til fjelaga þeirra, er tilboð sendu, og ákveða úfboðsskil- mála og útboðsfrest“. Hann taldi, að hið endurnýj- aða útboð myndi ekki þurfa að taka nema stuttan tíma, enda myndi þannig vera frá útboð- ínu gengið, að engin yrðu þar vafaatriði. Jón A. Pjetursson kvaðst engan dóm vilja leggja á það, hvert tilboðanna væri hag- kvæmast fyrir bæinn. En hann vildi, að fram færi endurnýj- uð athugun á þeim, og bar fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn ákveður að fela hagfræðingi bæjarins á- samt einum tryggingafræðingi eða hagfræðingi, er bæjarráð velur, að reikna út, hvert þeirra þriggja tilboða, sem bor ist hafa um brunatryggingu húsa í bænum, sje hagkvæm- ast, og sje þá géngið út frá til- boðunum eins og þau lágu fyr- ir í upphafi án síðari skýringa. Síðan sje samið við það fjelag, sem lægst tilboð hefir gefið og höfð þá hliðsjón af þeim skýr- ingum, sem þau síðan hafa gef ið á tilboðunum, enda setji það fjelag fullnægjandi tryggingar fyrir skuldbindingum þeim, er það tekur að sjer“. Þá bar Helgi H. Eiríksson fram svohljóðandi viðaukatil- lögu: „Verði samþykt að semja við eitthvert þeirra fjelaga, er til- boð gerðu, án frekara útboðs, ákveður bæjarstjórn að samið verði á þeim grundvelli, að* veðgjaldsaukar verði allir feld ir niður“. Jón A. Pjetursson fjelst á ^þessa viðbót. Var aðaltillaga Helga H. Eiríkssonar fyrst bor in upp og hún feld með 7 atkv. gegn 5. En tillaga Jóns A. Pjet- urssonar ásamt með viðauka Helga H. Eiríkssonar síðan samþykt. Aðalsleinn Arnason F. 16. sept. 1924. Fórst með b.v. Max Pemberton. KVEÐJA. Nú er unga hetjan hnigin hetjum með í vota gröf. Þegar brustu varnarvígin voðann æstu myrkvuð höf. íturvaxin, ung og tígin af oss tekin drottins gjöf. Sárt er að missa sína vini, sviplegt oft, er dauðinn hjó, þá finst traust í trúa-skini, traust er öllum sigur bjó. Brýnir vora vösku syni vinurinn, sem aldrei dó. Systkin hljóð »ú syrgja dreng- inn, soninn góða, móðir kær. Bernsku og dáðabraut er geng- in, bjargarráðin þokuð fjær. Bætir skaðann friður fenginn. Faðmur Drottins öllum nær. „Herfylki“ á hafsins bárum hnigið er með sæmd og dáð, verður þyngra en taki tárum, til ei finnast nokkur ráð að varna þessum voðasárum verður falið drottins náð. Leggur hönd að hjartasárum hann er gefur sigurinn, vinasorg og tregatárum tryggan veitir kærleik sinn. Hann er gekk á bröttum bárum bendir inn í himininn. Varstu af þinni mætu móður metinn drengur hjartakær. Eins þig virtu vinir góðir, vonar-geisli þeirra skær. Frænda, syni og sönnum bróðir síðstu kveðju-andvarp nær. J. S. Húnfjörð. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU. Þriðjudagur 8. febrúar 1944 Sex innbrot um ! helgina ' BROTIST var inn, eða reynt að brjótast inn, á 6 stöðum um síðastliðna helgi. Lítill var þó fengur þeirra, sem þessi inn- brot frömdu. Brotist var inn hjá Kol og Salt, í sama skúrinn og brotist var inn í á dögúnum, en engu stolið þaðan. Þá var brotist inn í afgreiðsluskúr í kolaporti Sigurðar Olafssonar og þaðan stolið 50 krónum. Ennfremur var brotist inn í Hanskagerðina- Rex við Skúlagötu, en engu stolið, svo vitað sje, í mjólkur- búð við Bragagötu og stolið 20 —30 krónum, í mjólkurbúð við •'Sólvallagötu, en engu stolið, svo vitað sje, og loks var gerð tilraun til þess að brjótast inn í Sænska frystihúsið. Ályklun um lýð- veldismálið ÞANN 2. febrúar s.l. hjeldu Sjálfstæðisfjelögin í Hafnar- firði sameiginlegan fund urn lýðveldismálið. Frummælendur á fundinum voru Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson borgarstjóri og Gísli Sveinsson, forseti samein- aðs Alþingis. Á fundinum var samþykt eftirfarandi tillaga með at- kvæðum allra fundarmanna: „Sameiginlegur fundur Sjálf stæðisfjelaganna í Hafnarfirði lýsir þeim eindregna vilja sín- um, að sjálfstæðismálið verði afgreitt á þessu þingi á þeim grundvelli, sem þegar hefir verið lagður af milliþinga- nefndinni í stjórnarskrármál- inu og Alþingi“. Auk frummælenda töluðu á íundinum Bjarni Snæbjörns- son læknir og Enok Helgason. Var fundurinn fjölsóttur og mikill áhugi og eining ríkjandi. - ÍTALÍA Framh. af 1. síðu. halda uppi fallbyssuskot- hríð og loftárásum á land- gönguherinn. Gott flugveður. í dag var flugveður gott' á þessum slóðum, og rjeðust flugvjelar bandamanna á vegi og herstöðvar, auk þess sem þær hjeldu vörð yfir skipum frá Anzio og yfir landgöngusvæði banda- manna. Alls voru 10 þýskar flugvjelar skotnar niður, en bandamenn mistu 13. Tvö þorp tekin. Kanadiskar sveitir úr átt- unda hernum hafa sótt fram og tekið tvö þorp fyrir norðvestan Ortona. •— Ekki hafa bardagar orðið nema í smáum stíl á þessum slóð- um, en könnunarsveitir átt- unda hersins hafa verið á ferli um allar vígstöðvarn- ar og sumstaðar lent í skær- um annarstaðar en við hin tvö þorp, sem áður voru, nefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.