Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 11
Þriðjiidagur 15. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 Allar járnbrautir eru upptekn- ar, til hvers er þá að hræða hana?“ ,,Dr. Hain er ágætur lækn- ir“, sagði Pearl. ,,Hann var frægur skurðlæknir í fóstur- landi sínu. Jeg er feginn, að hann er við hendina núna“. Ryksugurnar voru teknar til starfa í anddyri Shanghai-hó- íelsins. Þau urðu að vekja lyftudrenginn, því að þetta var síðasta klukkustund hans á verðinum og hann hafði sofn- að. ,,Á jeg að koma með ykkur?“ Spurði Liu. „Jeg get ef til vill aðstoðað eitthvað“. Pearl rjetti honum hendina. „Við þurfum á þjer að halda, Liu“, sagði hún þiðjandi. Hann starði á hönd hennar eins og hann vissi ekki hvað honum væri ætlað að gera við hana. Loks mundi hann eftir sinni ensku mentun og tók varlega í Pearl og hristi hana. Þau fóru þögul upp á þakhæðina. I stóru móttökuherbergi Bogum Chang voru stúlkurnar þrjár, sem Yutsing hafði oft áður sjeð í fylgd með föður sínum. Þær hnipruðu sig sam- an eins og smáapar á legu- bekkjunum. Hann vissi nú, að hin elsta þeirrá var systir Mei- lan. Þjónar, fjarskyldir ætt- ingjar og aðrir áhangendur sátu, stóðu eða húktu á hækj- um sínum á gólfinu. Sumir jpeirra reyktu, aðrir sátu og spiluðu Mahjong. Þeir hættu að tala saman þegar Pearl kom inn. Iiain gekk á móti henni. „Jeg hefi sent hr. Chai eftir sjúkrabifreiðinni, síminn er enn í ólagi“, sagði hann lágt. „Við skulum vona, að maður yðar hafi nægilegt áhrifavald yfir föður sínum“. Pearl fór með Yutsing inn í svefnherbergið. Hún skiftist nokkrum kurteisum orðum við kínversku læknana, sem lædd- ust til og frá um herbergið á tánum. Það brakaði í skóm þeirra; þeir voru með allan hugann við að láta hinn auð- uga sjúkling sjá, að þeir væru önnum kafnir. En í augnablik- inu var öll fyrirhöfn þeirra unnin fyrir gíg, því að Chang. sem lá í stóra rúminu sínu, virt ist vera sofandi. Augnalok hans voru hálf lukt, örlítil rönd af augum hans var þó sjáan- leg, og hann virtist vera nak- inn. „Hitinn hefir aukist“, sagði dr. Hain við Pearl, um leið og hún laut yfir sjúklinginn. Yuts ing stóð við hlið hennar og horfði spyrjandi á hana. „Tal- aðu við hann“, sagði hún. Mað- ur hennar settist á rúmstokk- inn og ræskti sig. „Faðir“, stundi hann. Það mótaði fyrir sterklegum öxlum Chang Bogums undir á- breiðunni. Yutsing átti bágt með að trúa, að hánn væri al- varlega veikur, er hann virti fyrir sjer hraustlegt útlit hans. Andlit hans, sem daginn áður hafði verið dálítið hvítflekk- ótt, var nú aftur koparlitað. „Faðir“, endurtók Yutsing. Stúlkurnar þrjár höfðu haldið í kjölfar hans að dyrunum, þær stóðu nú og hölluðust hver upp að annari; þær voru sorgin og örvæntingin uppmáluð. Rúmið var hátt og breitt, ekta kín- verskt rúm með silkitjöldum, en engu flugnaneti. Oll ljós loguðu í herberginu, þótt nú væri orðið bjart af degi. Auð- sjáanlega hafði engum hug- kvæmst að slökkva þau í óða- gotinu. Hr. Chai, einkaritarinn, gekk um gólf og bauð lækn- unum te. Innanhússíminn hringdi í fremra herberginu. Pearl hraðaði sjer að svara honum. Sjúkrabifreið Hopkins sjúkrahússins var komin og beið fyrir utan. Hún sagði mönnunum, sem báru sjúkra- körfuna, að koma upp og bíða í fremsta herberginu. Chang opnaði augun og glað vaknaði um leið. Hann leit á son sinn og brosti. Hann lyfti stórri hendinni ofan af rúm- ábreiðunni og strauk enni Yutsing með annarlegri við- kvæmni. Yutsing skildi,. að hann var að hugsa um skrám- una, sem hann hafði veitt hon- um kvöldið áður. Tárin komu fram í augu hans, hann þreif hendi föður síns og lagði hana aftur ofan á rúmið. „Jeg er kominn til að biðja á hnjánum um fyrirgefningu míns háborna föður“, sagði hann með þeirri lotningu, sém tilhlýðilegt var að sýna föður. i „Hvar er Meilan?“ spurði Chang og vætti þurrar varirn- ar. „Komstu með hana með þjer?“ Yutsing hristi höfuðið undr- andi. Faðir hans settist upp, sýnilega gramur. „Jeg krefst þess, að þú sendir eftir henni tafarlaúst. Þú verður að láta báðar konur þínar vera undir þessu þaki“, sagði hann skip- andi. „Jeg skal senda eftir Meil- an, faðir“, sagði Yutsing auð- sveipur. Hann litaðist um eft- ir hinum starfsömu læknum. „Er hann með óráði?“ hvíslaði hann, þegar augu Chang Bog- um lokuðust á ný. Pearl kom aftur úr símanum og sagði lágt: „Sjúkrabifreiðin er komin. Getum við látið bera hann niður strax?“ Chang glaðvaknaði um leið, cnn betur en nokkru sinni fyr. Hann settist upp þrátt fyrir kvalirnar og leit næsta óvin- gjarnlega á tengdadóttur sína. „Jeg yfirgef ekki byggingu þessa undir neinum kringum- stæðum“, sagði hann hátt. „Og jeg neita að láta skera mig upp. Jeg át yfir mig í gær, og jeg varð fyrir geðshrærir^ju á fullan maga. Og ekki bætti það úr skák“. Um leið og hann sagði þetta, leit hann þýðingar- miklu, næstum illkvitnislegu augnaráði á son sinn. „Um leið og hinn uppvöðslusami magi minn er búinn að jafna sig, er jeg frískur aftur. En ef það eru forlög mín að hverfa til for- feðranna, krefst jeg þess að vera grafinn heill og óuppskor inn. Ennfremur kýs jeg“^ bætti hann við, og aftur varð hann illkvittnislegur á svipinn, „að deyja af ofáti, heldur en að falla fyrir sprengikúlurp Japananna. Jeg er óhultari fyr ir þeim hjer en á spítala“. stund. Hann laut áfram og starði í glæðurnar. Svo tók han naftur til máls; „Það er þó líklega satt, sem jeg hefi heyrt utan að mjer, að hann sje eitthvað að snatta hjer við og við?“, spurði hann. „Maður á aldrei að gefa gaum að því, sem fólk er að þvaðra um“, sagði kona hans og stöðvaðs rokkinn, lagaði á snældunni og hjelt svo áfram að spinna, en fór sjer ekki eins hart og áður. „Ja, jeg skal segja þjer“, sagði maður hennar heldur lágróma, „að jeg hefi nú stundum heyrt umgang frammi í loftinu hennar Bergljótar, en jeg hefi nú ekki hugsað neitt nánar út í það. Það skyldi þó aldrei vera hann Pjet- ur, sem er þar að læðast á biðilsbuxunum?“ „Ja, jeg get ekki vitað það“, — sagði kona hans, — „enginn getur vitað hvar lágfóta læðist“, segir máítakið, en vonandi ertu maður til þess að gæta dóttur þinnar“. „Jú, hann ^etti bara að reyna að koma, svo jeg vissi um, ræfillinn“. — Ætli það verði ekki á laugardagskvöldið, sem hann býr sig upp á og læðist hingað, en biddu bara, piltur minn. þá skaltu verða laugaður svo um munar. Og hafirðu kannske ekki verið barinn fyr, skaltu verða það þá“. Árni var orðinn reiður, hann var staðinn upp og gekk hratt um gólf. Þá heyrði hann eitthvert þrusk úti við dyrnar. „Hver er þarna“, spurði hann og sneri sjer við. „Og það er nú bara jeg“, sagði skær stúlkurödd, og inn kom Bergljót, með fangið fullt af viði, sem hún kast- aði í eldiviðarskotið. „Ekki hefir þú vænti jeg heyrt, það sem jeg var að ræða við hana móður þína um?“ spurði faðir hennar. — „Onei“, svaraði Bergljót, brá svuntunni upp að andlit- inu, sneri sjer skyndilega við og þaut út aftur. „Kem- urðu ekki fljótt að setja upp grautinn“, kallaði móðir hennar á eftir henni. „Jú, mamma“, var svarað frammi í göngunum, en svo gat ekki Bergljót kæft hláturinn leng- ur, heldur skellti upp úr, svo það heyrðist langar leiðir, þaut eins og vindur út um bæjardyrnar, upp eftir tún- inu og upp að stóra birkitrjenu í brekkunni fyrir ofan. Þar valt hún um koll og-veinaði og stundi af hlátri; „Æ, Pjetur, Pjetur, aldrei hefi jeg heyrt annað eins á æfi minni“, stundi hún upp. „Hvað er um að vera“, spurði Pjetur, hann kom fram undan birkitrjenu og lagðist flatur í grasið. Frú Ágústa hafði eignast fátinu á drotningunni og gekk um borðsalinn i söluhúsinu. Er hann hafði mælt þetta dró hann andann djúpt einu sinni, studdi hendinni að kviðnum og blótaði hrottalega á Shangtung-mállýskunni, og leit frá einu andlitinu til ann- ars, eins og til að ganga úr skugga um, að orð hans hefðu verið tekin til greina. Pearl var sú eina, sem hætti á að svara honum. „Það er miklu betra fyrir hinn háborna föður, að láta fara-með sig á sjúkrihús“, sagði hún. „Þar er hæg' að koma því við að losa hann við kvalirnar. Við, börnin hans, höfum rjett til að biðja, að fað- irinn gæti heilsu sinnar sem honum frekast er unt“. Chang horfði á hina amer- ísku tengdadóttur sína um stund, eins og hann væri að skopast að henni. Síðan benti hann hetlni að setjast á rúmið. „Kona sonar míns“, sagði hann í trúnaðarrómi, „faðirinn er ekki sá auli, sem þú virðist á- líta, Og til þess að þú skiljir, hvað er í huga' mínum, skal jeg segja þjer eftirfarandi: Það verður gerð loftárás á borgina í dag. Það veit jeg eftir áreið- anlegum heimildum. Þessi bygging er óhult. Japanarnir hafa lofað mjer að varpa ekki sprengjum á hana. Og Japanar — hvað ljótt sem anrrars má um þá segja — er þjóð, sem efnir loforð sín. Þessvegna ætla jeg að vera hjer kyr, og jeg óska eftir, að allir, sem mjer tilheyra, verði einnig þessu þaki í dag“. Að lokinni þessari furðulegu yfirlýsingu hnje hann aftur of- an í rúmið; dökkur hitasóttar- roði breiddist yfir andlit hans, hann beit á jaxlinn og lokaði augunum. Skömmu síðar heyrð ist ekkert nema lágar stunur til hans, sem sýndu, að hann tvíbura, drengi. Þegar þeir voru sex mánaða, voru þeir svo líkir, að nágrannarnir furðuðu sig einatt á því, hvernig frú- in skyldi geta þekt þá að. Hjer um daginn sagði frú Alfa við frú Ágústu: „Þetta eru laglegir snáðar, sem þjer eigið þarna, frú Ágústa. En segið mjer, hvern- ig í ósköpunum farið þjer áð því að þekkja þá að?“ „Það er ekki mikill vandi“, sagði frú Ágústa. „Jeg rek bara fingurinn upp í Kalla, og ef hann bitur, þá er það Pjesi“. ★ Karl keisari 5. spilaði eití kvöld „piquet“ við hermann einn. Keisarinn fjekk þrjá kónga í gjöf og mælti: „Jeg legg við höfuð drotn- ingarinnar* að jeg vinn spilið“. Hermaðurinn fjekk þrjár drotningar og keypti þá fjórðu. Drotning keisarans stóð við hlið honum, sá þetta og brá lit- um. En hermaðurinn kastaði spilunum. Keisarinn tók eftir á hana, svo að hún sagði sem var. „Og þjer kastið svona góð- um spilum?“ mælti keisarinn. „Yðar hátign afsakar það“, svaraði hermaðurinn, „þjer voruð sjálfir fjórði kóngurinn, svo að mínar drotningar voru ónýtar“. ★ • Höfðingi nokkur ölvaður kom út úr veitingahúsi með þjóni sínum og kom þá svína- hópur á móti þeim. „Heyrðu, Jón“, kallaði hann til þjónsins, „komdu og heilsaðu fjelögum þínum“. „Það er skrítið“, svaraði þjónninn, „að húsbóndanum fer eins og mjer fór stundum, meðan jeg var í prentsmiðj- unni og var setjari“. „Nú, hvermg þá?“ mælti höfðinginn. „Jú, það kom fyrir“, svaraði þjónninn, „að jeg Setti þ þar sem jeg átti að setja m“. ★_____1 _____ 1 Veika, rósrauða birtu lagði Það var eitthvað svo viðfeldið og aðlaðandi að vera þar inni. Hlýjan og þægindin þíddu hjarta kostgangarans. Hann sneri sjer að húsmóðurinn og sagði í lágum hljóðum: „Viljið þjer vera konan mín?“ „Bíðum nú við“, sagðj hús- móðirin, „þjer hafið verið hjer í fjögrur ár. Þjer hafið aldrei kvartað yfir matnum og altaf hefið þjer greitt reikninginn í tæka tíð og umyrðalaust. Nei, herra minn, mig tekur það sárt. en jeg get ekki gifst yður. Þjer eruð alt of góður viðskiftavin- ui til þess að verða „settur á frian kost“. ★ Berið virðingu fyrir konu. sem talar lítið. Engin kona er vitrari en sú, sem getur verið þögul. ★ HELMINGUR allra sjúk- dóma nú á dögum stafar af því, að við skeytum ekkert um líkamann, en leggjum altof mikið á heilann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.