Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 36. tbl. — Miðvikudagur, 16. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h-f. SAMKOMULAG A ALÞINGI UM Vb. Óðinn talinn af með fimm mönnum MB. Óðinn frá Gerðum er nú talinn af. Á bátnum voru fimm menn. ¦ .'Ekkert hefir spurst til báts- ins frá.því um hádegi á laugar- dág, en þá andæfði hannvið bauju út af Sandgerði. -Hjer fara nöfn þeirra, er fór- ust með mb. Óðni: "Geirmundur Þorbergsson, skipstjóri, til heimilis Bræðra- bórg, Garði, fæddur G. sept., 1910. Kvæntur, lætur eftir sig kónu og þrjú börn. Þorsteinn Pálsson, vjelstjóri, Sandgerði, fæddur 8. júní 1909. Lætur eftir sig konu og fjögur börn. Þórður Óskarsson, háseti, Gerðum, fæddur 16. sept 1925. Ókvæntur. Tómas Arnason, háseti, Flat- ey á. Skjálfanda, fæddur 28. sept. 1915. Ókvæntur. SigurSur Jónasson, . háseti, Súðavik, fæddur 4. nóv. 1923. Ókvæntur. Mb. Óðinn var byggður árið 1930, í Frederiksund, báturinn var 22 smálestir. Eigandi hans var Ingibjörg Jónsdóttir, Gerð- um. I ofsaveðrinu á laugardaginn hafa því farist 15 sjómenn. Níu menn, er fórust með Vestmanna eyjabátunum Nyrði og Fréy. Sigurður Björnsson, er tók út af mb. Ægi og skipshöfn mb. Óðins. SKILNAÐARMÁLIÐ Brefar lýsa Biskayaflóa hæftusvæði London í gærkveldi. Breska flotastjórnin hefir til- kynnt opinberlega, að hjer eftir verði Biskayflói hættulegur skipum, og einnig St. Georgs- sund milli Bretlands og írlands og alt suður til landamæra Spánar og Frakklands, eða nánar tiltekið suður að norð- vesturodda Pyrenaskagans, Fin isterrehöfða. Þesi ákvörðun mun vera tek- in vegna þess, að Bretum þyk- ir nóg um hafnbannsbrjóta Þjóðverja, sem einkum leita til franskra hafna, og einnig er ekki grunlaust um að meiri skipagöngur sjeu í franskar hafnir og komi þeir flutningar Þjóðverjum til góða. Loftsókn bandamanna á Italíuvígstöðvunum Cassinoklaustrio í rústum Korskur her til Finnlands! London í gærkvöldi — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Vegna þess að veður hefir 'breytst til batnaðar, hafa bandamenn hafið allsherjar sókn í lofti yfir ítalíu, og stóð hún mestan daginn í dag. Fyrir hádegi rjeðust 100 flugvirki á hæðina fyrir ofan bæinn Cassino, en þar hafa Þjóðverjar haft varnarstöðvar og þar er hið fræga Cass- inoklaustur. Var áður varpað niður flugmiðum og skorað á munka og aðra klausturbúa að fara á brott úr klaustr- inu, þar sem því yrði ekki hlíft lengur. — Klaustrið er nú í rústum eftir fleiri árásir. Á vígstöðvunum við Anzio og Cassino hafa litlar breytingar orðið. Fregnritarar herma, að þegar sprenpjum tók að rigna á Cassinoklaustrið, höfðu Þjóðverjar sig þaðan á brott, en lentu þá í fall- byssuskothríð, en Banda- ríkjamenn beita nú einnig fallbyssum sínum gegn klausturhæðinni. Síðar í dag gerðu svo minni spreng-ju- flugyjelar aftur árás á hæð- ina og standa nú veggir klaustursins ~einir uppi. — Klaustur þetta var stofnað fyrir 1415 árum síðan. — i'Yíimh. á 2. síðu:< Norskum stúdentum fagnað. Frá norska blaðafulltrúan: um: Tekið hefir verið hátíðlega á móti hinum mörgu norsku stúdentum, sem flýðu frá Nor- ; egi til Svíþjóðar fyrir skemstu. |Var móttökuhátíðin haldin við jHáskólann í Uppsölum og voru þar ræður haldnar, meðal ann- , ars af rektor háskólans. Sendi- i jherra Norðmanna í Stokkhólmi þakkaði. Frá norska blaða- fulltrúanum. Sænski Socialdemokraten segir, að dómsmálaráðherra Quislings, Riisnes, sem vakið hefir á sjer athygli fyrir það að ætla að hervæða 75.000 unga Norðmenn og senda þá til Aust- urvígstöðvanna, sje nú staddur í aðalhernaðarstöðvunum í Rovanjemi í Finnlandi. Sagt er að h'ann sje þar vegna þess, að þangað eigi að flytja 25.000 Norðmenn, tií þess að styrkja varnirnar þar, aðallega í Norð- ur-Finnlandi. Einnig gengur um það orðrómur, að hin svo- nefnda ,,Hirð" Quislings skuli sendast til Austurvígstöðvanna, til dæmis hefir á það verið drep ið í Nastistablaðinu „Dagpo- sten". Þessu er þannig svarað af blaðamönnum Quislings að „Hirðin" sje hinir stjórn- málalegu herskarar Quislings heimafyrir, og væri ekki annað eðlilegra, eins og ástatt er nú, ey þeir væru hervæddir sem mest. Einhugur um ao málið fái sem mest fylgi við þjóöaratbæoa- greiðsluna Frásögn Gísla Sveinssonar, formanns skilnaðarnefndar Paasikivi ræðir við HJER I BÆNUM var það altalað um síðustu helgi, að allir þingflokkar ynnu að því að finna samkomulags- grundvöll í þessu mesta máli þjóðarinnar, svo að afgreiðsla þess yrði sem öruggust bæði á Alþingi og utan þings, þegar til kasta þjóðarinnar kæmi. Þar sem um þetta er ýmislegt komið fram í blöðum, snjeri INJorgunblaðið sjer til formanns skilnaðarnefndarinnar í sam- einuðu þingi, Gísla Sveinssonar forseta, og fór þess á leit, að hann vildi skýra frá, hversu þessum málum væri nú komið. Fórust honum svo orð: ____________________________ — Síðan nefndir allra flokka voru kosnar á öndverðu þessu þingi, til þess að athuga og und irbúa frekar skilnaðarmálið og stjórnarskrármálið, hefir eðli- lega verið leitast við að ná sem víðtækustu samkomulagi um afgreiðslu þessara mála. Milli- þinganefndin í stjórnarskrár- málinu hafði, eins og kunnugt er, skilað áliti sínu á fyrri hluta ársins 1943, sem fulltrúar allra þingflokkanna voru sammála um, bæði tillögu til þingsálykt- unar um sambandsslitin við' Danmörk og frumvarpi til hinn ar fyrstu lýðveldisstjórnarskrár Islands. Síðar gerðist sá rauna- legi atburður, að annar af full- trúum Alþýðuflokksins í nefnd inni hvarf frá tillógum þessum. Hann hefir þó ávalt talað og skrifað um þetta mál með ró og kurteisi. En um líkt leyti urðu ýmsir utan þings til þess að stofna til óeirða um málið með fullkom- lega ábyrgðarlausum bægsla- gangi, sem nú mun þó að mestu lægður, því að engum getur með þessari þjóð haldist slíkt uppi til lengdar. Um það hefir sem sje engum blöðum verið að fletta, að skilnaður íslands og Danmerkur var á- kvarðaður, undir eins og til þess yrði tækifæri, og má segja, að , jafnvei samkvæmt- sam- bandslögunum frá 1918 væri hann áætlaður eftir árslok 1943. Hitt hefir heldur eigi far- ið dult, að þá skyldi lýðveldi stofnað á íslandi. * Tvent er það, sem milliþinga nefndin sumpart bygði á og sumpart lagði til: 1) að vjer værum eigi leng- Framh. á bls. 2. Fvá Xorska hlaðafull- Irúanum. Stöðugt berast óstaðfestar fregnir um það, að finskir stjórnmálamenn hafi sett sig í samband við Rússa, og finsk blöð ræða nú möguleikana fyrir friði. Er mikið rætt um þessi mál í Finnlandi. I Stokkhólmi hefir Passikivi, fyrverandi ráð- herra, en hann var formaður friðarsamninganefndarinnar til Moskva árið 1940, rætt við sendiherra Rússa í Svíþjóð, frú Kollontay, og er sagt að hann Franih. á 2. su>u:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.