Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. febrúar 1944j
— Skilnaðarmálið
Fiskiþingið:
Alit öryggismálanefndar um
um öryggi skipa og sæfarenda
I gær var á dagskrá breyting
á lögum Fiskifjelagsms, fram-
eagumaður Arngr. Fr. Bjarna-
son. Samkvæmt breytingum
þessum, sem 5-mana rrefnd hef-
ir fjallað um, er ætlast til þess
að breyta verulega skipulagi
Fiskifjelagsins. Gera það að
forystustofnun til stuðnings og
eflingar um alt það, er verða
rná til framfara í fiskveiðum
og fiskiðnaði landsmanna.
Ákveðið var að fresta nú
fyrri umræðu og hafa tvær um-
ræður um málið.
Einnig var á dagskrá álit ör-
yggismálanefndar um öryggi
skipa og sæfarenda. Er það svo-
hijóðandi:
„17. þing Fiskifjelags ís-
íands ályktar, vegna hinna tíðu
og miklu sjóslysa, að beina því
til rjettra hlutaðeigenda, að
vera vel á verði með alt er lýt-
ur áð hleðslu skipa, hvort sem
er við veiðar á hafi úti eða sigl-
íngar landa á milli, um styrk-
leika og sjóhæfni skipa, að
björgunar- og öryggisútbúnað-
ur sje sem bestur og fullkomn-
astur.
Til nánari skilgreiningar vill
fiskiþingið leyfa sjer að benda
á eftirfarandi atriði:
1. Að stækkanir á farmrými
togara, sjeu þeim takmörkun-
um háðar, að örðugt sje að þeir
hafi nóg rúm fyrir forsvaran-
legan eldneytisforða til ferðar
þeirrar, sem þeir eru í og að
ekki megi brenna úr hliðar-
boxum, nema í ítrustu néyð
og sje það gert til þess að
halda jafnvægi milli þunga
skipsins framan og aftan. Ör-
ugglega sje frá því gengið, að
tilsvarandi rúm sje autt fremst
í skipi svo öruggt sje að það
higgi sem jafnast og sje ekki
ofhlaðið, en fult tillit sje einn-
ig tekið til þess að það sje ekki
vanhlaðið. Núverandi hleðslu-
merki sjeu ekki rýrð, þótt um
lokaðan hvalbak sje að ræða,
enda sjeu merkin svo ljós og
áberandi, að allir megi sjá þau.
Einnig sje bætt inn í reglugerð-
ina um hleðslumerki á togur-
um, ákvæði um sumar- og
vetrarmerki.
2. Nákvæm rannsókn fari
fram á öllum þeim skipum,
sem settar hafa verið sterkari,
en Ijettari vjelar í, yfirbygg-
ingum breytt og þær stækkað-
ar, með tilliti til styrkleika, sjó-
hæfni og stöðugleika.
3. Að fullkomin rannsókn
fari fram á nýbyggðum skip-
um og hlutfallinu á milli yfir-
byggingar, bols og botnþunga
skipsins og þá tekið tillit til
þess, að þau eiga að stunda
ferðir á fjarlæg fiskimið og
jafnvel landa á milli við þau
veðurskilyrði, sem þekt eru
hjer.
4. Að flokkun á skipum, sjer
staklega þó þeim eldri, sje
aldrei dregin fram yfir lög-
skípaðan tíma og yfir tímabil-
ið sjeu skipin vandlega athug-
uð og leitað umsagnar skips-
hafnar um, hvort nokkrar veil-
ur í bol eða vjel skipsins hafi
komið í ljós, og fult tillit sje tek
ið til umsagnar hennar í þessu
efni, en fullkomlega tryggt að
hún í heild eða einstakir menn
af skipshöfninni missi einskis í,
ef upplýsingar reynast á rökum
byggðar.
5. Að lög um skipabyggingar
ig skipaeftirlit sjeu endurskoð-
uð, með það fyrir augum, að
tryggt sje að nýbyggingar og
sjerhverjar breytingar á eldri
skipum fái bestu athugun sjer-
fróðra manna, og það tryggt að
byggingar eða breytingar á
skipum fari ekki fram fyr en
skrifleg umsögn þeirra liggur
fyrir. Með tilliti til þessa fái
skipaeítirlitið í þjónustu sína
sjerfræðinga í skipabyggingum.
Að öðru leyti fái það í sína
þjónustu þá hæfustu og bestu
menn með sjómannsþekkingu,
sem völ er á til að framfylgja
lögum og settum reglum í þess-
um efnum og hæfilega marga
gæslumenn er fylgist með
hleðslu, öryggi og útbúnaði
skipa viðsvegar við landið og
hafi þeir það eitt að starfi. Að
Alþingi veiti skipaeftirlitinu
svo rífleg fjárráð, að það þess.
vegna geti á hverjum tíma full-
nægt skyldum sínum.
6. Að allir, sem gerast brot-
legir við lög og reglur og sett
ákvæði skipaeftirlitsins, sjeu
undantekningarlaust látnir
sæta ábyrgð og sóttir til sekt-
ar og noti skipaskoðunarstjóri
vald sitt í þessum efnum til hins
ítrasta.
7. Að öll sjáslys, er valda
meiðslum eða manntjóni, sjeu
ítarlega rannsökuð strax og
hlutaðeigandi skip kemur til
hafnar og skýrsla tekin af allri
skipshöfninni um orsakir slyss-
ins og varði það vítum, ef
vanræksla eða óvarkárni hefir
valdið slysinu.
8. Að ákvæði um aðstoð og
björgun skipa í lögum um
Samábyrgð íslenskra fiskiskipa,
verði stóriega breytt til fullr-
ar sannsýni um þá áhættu,
kostnað eða ómök, sem aðstoð
eða björgun hefir í för með
sjer.
9. Ríkisvaldið skipi sjerstak-
an slysavarnastjóra, er ekki
hafi annað starf með höndum.
Hann hafi yfirstjórn allrar
björgunarstarfsemi og slysa-
varna á sjó. Sett verði löggjöf,
er tryggi honum aðstöðu til að
öll björgun og slysavarnir verði
framkvæmd svo fljótt og ör-
ugglega sem kostur er á. Sje
hann við starf sitt í sem nán-
ustu sambandi við Slysavarna-
fjelags íslands.
10. Að ríkisstjórnin hlutist
til um við hernaðaryfirvöldin
á íslandi, að leyft verði að
senda veðurfregnir til skipa og
verstöðva sjerstaklega þegar
veðurfar er óstöðugt og ofviðri
geta skollið fljótlega á.
11. Að ríkisstjórnin feli skipa
eftirliti ríkisins að fylgjast með
öllum nýjungum, er bæti ör-
yggi sjómanna og koma þeim í
framkvæmd hjer. Mætti þar
nefna nýjustu gerðir björgun-
arvesta og björgunarfata. Full-
komnari gerð og útbúnað
björgunarbáta. Ljetta kork-
fleka, er væri hægt að koma
fyrir á fiskiskipum o. fl.
12. Að ríkisstjórnin gangist
fyrir því, að tafarlaust verði
settar upp talstöðvar í öllum
stærri veiðistöðvum, svo hægt
sje að hafa sem beinast sam-
band við skip á fiskimiðum.
Einnig að haldið sje uppi næt-
urþjónustu á símstöðvum, þeg-
ar skip lenda í hrakningum
vegna ofveðurs eða vjelbilun-
ar.
Þorv. Björnsson Arngr. Fr.
Bjarnason, Helgi Pálsson.
- ÍTALÍA
Framh. af 1. síðu.
Aðrar sprengjuflugvjelar
rjeðust á margar járnbraut-
arstöðvar víðsvegar um
Norður-ítalíu, og Welling-
ton-spreng j uf lugvjelar
gerðu árásir samfleytt í 10
klukkustundir á svæðið um-
hverfis Róm.
Hlje við Anzio.
Ekki hefir komið til
neinna meiriFiáttar átaka við
Anzio-landgöngusvæðið. —
Yar þar aðeins háður skæru
hernaður, og mest barist um
verksmiðju eina, sem er á
valdi Þjóðverja. Þá var varð
flokkaáhlaupi Þjóðverja
hrpndið vestar, og auk þess
segja Þjóðverjar að þeir
hafi haldið áfram fallbyssU-
skothríð á stöðvar banda-
manna á landgöngusvæðun-
um og kveikt í birgðum. —
Einnig voru nokkrar þýskar
flugvjelar á sveimi yfir
svæði þessu.
Baráttan í Cassino.
Þar er enn barist í bæja.r-
rústunum, en breytingar
hafa litlar orðið, þótt or-
usturnar hafi stundum ver-
ið snarpar. Bandaríkjamenn
munu nú hafa um V; af
bænum á valdi sínu.
— Paasikivi
Framh. af bls. 1.
muni ræða við hana aftur. Ekki
hefir neitt verið sagt um þessa
atburði af hálfu stjórnmála-
mannanna í Berlín.
Annars ganga einnig fregnir
um það í Stokkhólmi, að Þjóð-
verjar sjeu að undirbúa brott-
för sína frá Finnlandi, en jafn-
framt haldið fram, að þeir sjeu
að styrkja víggirðingar sínar í
Danmörku.
500 flugmönnum
bjargað.
London í gærkveldi. — Þýska
frjettastofan segir í dag, að
björgunarflugvjelar þýska flug
hersins hafi síðan í ófriðar-
byrjun bjargað tæplega 500
óvinaflugmönnum, eftir að
ílugvjelar þeira höfðu verið-
skotnar í sjó niður.
Ffamh. af 1. síðu.
ur bundnir af reglum sam-
bandslaganna (18. gr.) um sam
bandsslit, og 2) að lýðveldi
skyldi stofnað hjer á landi þ.
17 júní 1944. Þetta var og stað-
fest með samkomulags-yfirlýs-
ingu þriggja stærstu þingflokk
anna 1. desbr. f. á., eftir að rik-
isstjórnin hafði lýst sig vera
sama sinnis 1. nóvbr. f. á. Vitað
var, að ekki var Alþýðuflokk-
urinn á þingi allur í andstöðu
við þetta, heldur að því er talið
hefir verið aðeins 4—5 menn,
sem þó nú er komið í Ijós, að
munu vilja vinna saman að
lausn málsins með öllum þing-
heimi, og ætti vissulega öllum
að vera það hið mesta fagn-
aðarefni.
Árangurinn af samtölum og
samningaumleitunum var um
næstliðna helgi orðinn sá, að
samkomulag mátti kalla innan
nefndanna — skilnáðarnefnd-
ar Qg samvinnunefndar í stjórn
arskrármálinu — um að allir
flokkar þingsins vinni saman
að afgreiðslu Jþessara mála,
þannig:
1. Allir flokkar (Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokk-
ur, Sósíalistaflokkur og Al-
þýðuflokkur) vinna saman
að því á Alþingi, að skiln-
aðartillagan og lýðveldis-
stjórnarskráin verði nú sam-
þykt, og utan þings einnig
með öllum málgögnum sín-
um og á annan hátt, að þjóð-
in sameinist sem best í at-
kvæðagreiðslu um þessi mál,
er til þess kemur.
2. Atkvæðagreiðslan meðal
þjóðarinnar fari fram eftir
20. maí í vor.
3. Um gildistöku lýðveldis-
stjórnarskrárinnar eru 3
flokkarnir í nefndunum,
Sjálfst.fl., Frams.fl. og Al-
þýðufl. ásáttir um, að í
sjálfri stjórnarskránni
standi, að hún taki gildi,
þegar Alþingi gerir um það
ályktun (eftir að þjóðarat-
kvæðagreiðslan hefir farið
fram), en allir flokkar nema
Alþýðufl. eru um það bundn
ir órjúfandi samtökum, að
gildistökudagurinn verði á-
kveðinn 17. júní n. k.
★
— Eins og sjá má, eru i þess-
um einfalda samkomulags-
grundvelli nokkur atriði, sem
flokka-álmurnar hafa nokkra
sjerstöðu um, hver á sína vísu,
eins og nú skal greina:
Fulltrúar allra flokka í skiln
aðarnefnd, nema Alþýðuflokks
ins, neita að binda sig á nokk-
urn hátt við reglur 18. gr. sam-
bandslaganna, um sjerstaklega
tilskilinn meiri hluta atkvæða
fyrir niðurfelling sambandsins,
heldur sje einfaldur meiri hluti
nægur, þótt æskilegt sje, að sem
flestir fylki sjer um málið —
og að því ætla allir flokkar að
vinna á allan hátt. Þeir Al-
þýðuflokksmenn, sem aðhyll-
ast hinn sjerstæða meiri hluta,
munu væntanlega hafa óbund-
in atkvæði um málið eftir þjóð
aratkvæðagreiðsluna.
Öllum flokkum hefir komið
saman um það (hvort sem fult
samkomulag um afgreiðslu
málsins yrði eða ekki), að
hagkvæmast væri vegna kjós-
enda, að þjóðaratkvæðagreiðsla
færi eigi fram fyr en síðla í
maí. Hjá einhverjum Alþýðu-
flokksmönnum hefir komið í
ljós, að þetta væri einnig af
öðrum ástæðum heppilegt, en
ekki leggja aðrir neitt upp úr
því.
Milliþinganefndin hafði setf
í frumvarp sitt gildistökudag
stjórnarskrárinnar 17. júní
1944. Við þenna dag halda sam
vinnuflokkarnir þrír sjer á-
fram, en til samkomulags við
Alþýðuflokkinn ganga Sjálf-
stæðisflokkurinn og Ffamsókn-
ai’fl. að því (e. t. v. að örfá-
um mönnum undanskildum),
að þetta standi ekki í sjálfri
stjórnarskránni, heldur verði
ákveðið með sjerstakri álykt-
un Alþingis. Sósíalistaflokkur-
inn mun þó vilja halda ákvæð-
inu í frumvarpinu, og er þá
dagurinn trygður, hvernig sem
fer. — Þetta er einnig að fullu
og öllu kunnugt Alþýðuflokkn
um, enda fyr og síðar tekið
fram við fulltrúa hans, að efn-
islega stæði þetta óhagganlegfc
og myndi því verða lýst yfir af
hinum flokkunum að gefnu til-
efni, enda höfðu þeir áður bund
ist samtökum um það. Þetta
þykir rjett að taka fram sjer-
staklega, með því að það virð-
ist hafa komið einhverjum ó-
þarflega ókunnuglega fyrir, að
„þriggj a-f lokka-sambandið“
hefir nú borið fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
kosning undirbúningsnefndar
til hátíðahalda 17. júní n. k.
(sem fyrir löngu var áformuð),
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að kjósa
5 manna nefnd til þess að
annast undirbúning hátíða-
halda á Þingvelli og víðai’
17. júní 1944 vegna gildis-
töku lýðveldisstjórnarskrár
Islands þann dag. Kostnaður
við störf nefndarinnar greið-
ist úr ríkissjóði“.
Hefir Alþýðuflokknum verið
boðin þátttaka í þessari nefnd,
en eigi hafa þeir enn tekið já-
kvæða ákvörðun um það, hvað
sem síðar verður. ,
★
Hjer skal ekkert um það sagt,
hvað vakir fyrir Alþýðuflokkn-
um út af fyrir sig út af síð-
astnefndu atriði (ákvörðuninni
um 17 júní); sumir þessara
manna mæla svo, að „tala þurfi
við konunginn“ m. m., sem
hvorki Alþingi nje ríkisstjórn,
hefir tekið neina ákvörðun um,
enda allskostar þýðingarlaust
fyrir gang málsins eins og nú
er komið. En hvað sem þessu
eða öðru þvílíku líður, er að
sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að
umrætt samkomulag haldist.
Mun og almenningur virða þa<3
best, að svo verði.
Enn ráðist á Norður- .
Frakkland.
London í gærkveldi. — Fjöldi.
meðalstórra sprengjuflugvjela
frá Bretlandseyjum rjeðist á
Calaissvæðið í dag, og voru or-
ustuflugvjelar með í förinni.
Þýskar flugvjelar sáust ekki.
Flugmenn segja að tjón hafl
orðið mikið á stöðvum þeim, eí,
ráðist var á. — Reuter.