Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1944 MORSUNBLAÐiÐ T BAK VIÐ STÁLVEGGINN Hernaðaraðstaða Roram- els í Afríku olli í»jóðverjum hinum mestu áhyggjum um þessar mundir. Því alvar- legra, sem ástandíð varð, því stórfeldari voru tilraun- ir Göbbels til þess að gera lítið úr sigurvinningum bandamanna. Jafnvel eftir að Túnisstyrjöldin var á enda kljáð með algerum ó- sigri Þjóðverja, lýstu þýsku blöðin yfir því, að möndul- veldin hefðu ekki hlotið nema smáskeinu og mót- ■ spyrnan í Afriku hefði komið í veg fyrir innrás „mikilvæga mánuði“, sem einnig hefðu veitt möndul- veldunum tækifæri til þess að efla vamir sínar á suð- urvígstöðvunum. En þýska þjóðin brást ekki eins við þessum mál- flutningi og ráð var fyrir gert. Endalokin í Tunis voru túlkuð sem raunveru- legur ósigur, en ekki aðeins ,,mótlæti“. Næstum engu - hafði tekist að bjarga af her möndulveldanna i Túnis. — Þau höfðu einnig orðið fvr- ir allmiklu skipatjóni, með- an hernaðurinn stóð yfir. — Flugvjelafjöldi sá, sem bandamenn höfðu eyðilagt r— 99 á einum einasta degi ■— var nægileg ástæða til ótta. Ósigurinn var enn til- finnanlegri vegna þess, að hersveitir þær, sem teknar höfðu verið til fanga eða upprættar, voru meðal bestu hersveita Þjóðverja. Hinn æfintýralegi Afríkuher Rommels var ekki lengur til. Hermann Göring her- fylkið hafði goldið mikið afhroð. Jafnvel rótgrónir bjart- sýnismenn tóku að efast um endalok styrjaldarinnar. — Ef nokkur gamanyrði heyrð ust nú, voru þau einungis „fvndni hins dauðadæmda“ svo sem „njótið styrjaldar- innar, því að friðurinn verð ur skelfilegur“. Ein sagan er um mann, sem mist hafði heimili sitt í loftárás og gekk á milli klæðskeranna í leit að nýjum fötum. — Hvergi fjekk hann fötin. Að lokum hreytti hann út úr sjer: „Og allt er þetta ein- um manni að kenna“. Þég- ar í stað var hann leiddur fvrir dómara, sem spurði, hvaða mann hann hefði átt við. Sökudólgurinn svaraði: „Auðvitað Churchill. Hvern hjelduð þjer að jeg ætti við, göfugi herra?" Onnur gam- ansaga var um bjartsýnis- mann og svartsýnismann. Sá fyrnefndi segir: „Þetta er blátt áfram hræðilegt — við erum að tapa stríðinu“. Og sá síðamefndi svarar: „Vissulefa — en hvenær,“ Ný áróðursherferð Göbbels. GÖBBELS gerði allt, sem i hans valdi stóð, til þess að sigrasta á þessum ósigurs- anda. Viðleitni hans bar ekki mikinn árangur, en hann fann upp nýja aðferð til þess að láta almenning gleyma því, sem var að ger- ast á vígvöllunum. — Þessi Eftir Arvid Fredborg — 2. grein — aðferð var þess eðlis að skyggja á hverja nýja ósig- ursfrjett með jafnvel enn verri tíðindum. Um langt skeið hafði okk ur verið kunnugt um, að fæðuskamturinn mvndi minkaður í Þýskalandi, en þeirri ráðstöfun hafði verið frestað eins lengi og auðið var. Slík ráðstöfun var enn alvarlegri vegna þess, að allir Þjóðverjar mintust ræðu, sem Göring hafði flutt árið 1942. Gaf hann þar á- kveðið loforð um það, að matarskamturinn, sem þá hafði verið aukinn, myndi framvegis verða jafnmikill, eða jafnvel verða enn auk- inn. Skyndilega var svo til- kynt þann 10. mars, að næsta skömtunartímabil myndi kjötskamturinn verða minkaður um meíra en 87 grömm á viku. Ákafar umræður hófust um þetta mál. Gremjan og reiðin var svo mikil, að ófarirnar í Túnis gleymdust. Eftir að matarvandræðin jukust, undraði mig oft, hvernig fjölskyldur gátu nurlað saman nægilegum mat handa sjer.Standa varð í röð klukkustundum sam- an, ef kaupa átti, þótt ekki væru nemna nokkrar hreð- kur. Ef til vill var hægt að ná í fisk einu sinni í mán- uði, en þó því aðeins að vand lega væri fylgst með mark- aðinum. Venjulega höfðu verslanir ekki á boðstólum nema þrjár tegundir græn- metis, og oft voru birgð- irnar svo ljelegar, að þær voru varla þess virði, að lengi væri beðið eftir af- greiðslu. Afbrot jukust. Skömtun- arseðlum var stolið, oft af glorhungruðum verkamönn um, sem jafnvel ekki svif- ist þess að fremja morð til þess að ná í lítilfjörlegan brauðmola. Mikilvægi leyni markaðarins jókst auðvitað stórlega, og hin stórkostlega aukning slíkra viðskifta var eitt aæmi um rýrnandi sið- ferðisþrek. Áður en jeg fór frá Berlín var næstum auð- ið að fá hvað sem var á leynimarkaðinum — það er að segja, ef menn höfðu nægilegt fje til þess að greiða hið geysiháa verð. — Vorið 1943 kostaði kaffi- pundið 150 mörk, eða þar yfir, smjörpundið 60 mörk, og vindlingar allt frá 50 pfenningum upp í eitt rík- ismark stykkið. Kunningi minn sagði mjer, að ókunn- ur maður hefði á neðanjarð arbrautarstöð hrifsað frá honum vindling, þrýst rík- ismarki í lófa hans og stokk ið út úr lestinni með þess- um orðum; — „Fyrirgefið mjer, en jeg blátt áfram verð að fá mjer reyk“. Fyrra missiri ársins 1943 var siðferðislömunin komin á svo hátt stig, að varla var til fyllilega löghlýðinn Þjóð verji. Sjerhver hafði ein- hvern smáblett á samvisk- unni, annað hvort „vafa- söm“ viðskifti við verslun eða kaup á leynimarkaði. — Peningar voru lítils virði, því að næstum ekkert var til að kaupa. Fólk spurði ekki lengur sjálft sig: „Þarfnast jeg þessa eða hins“, heldur: „Hvað er hægt að fá þarna?“ Húsnæðismálin voru eitt af erfiðustu vandamálum Berlínarbúa. Á síðari árum hefir verið næstum óger- legt að fá íbúð til leigu. Jafn vel haustið 1941 var það s\7o, er jeg var að leita mjer að húsnæði og hjelt mig hafa fengið loforð fyrir því að mjer var tjáð á síðustu stundu, að jeg gæti alls ekki fengið það. — Hvorki meira nje minna en sex hers höfðingjar og aðmírálar voru á biðlistanum. — Síð- an vorið 1943, hefir þó á- standið versnað mjög vegna sívaxandi eyðileggingar af völdum loftárásanna. Loftstyrjöldin. MARGIR útlendingar, er komu til Berlínar á árunum 1941 og 1942 bjuggust við að koma að borginni í rúst- um. Um þetta leyti var sannleikurinn reyndar sá, að þeir urðu jafnvel að leita til þess að finna nokkur merki eftir loftárásirnar. — Lofthernaðurinn hafði vald ið miklum skemdum í Ber- lín, en borgin er stór, og í miðhverfum hennar höfðu loftárásirnar litlum usla valdið. Þar að auki var end urreisnarstarfið rekið með ótrúlegum hraða. — Eftir nokkrar vikur voru þannig öll merki um skemdir af mikilli loftárás gersamlega útmáð. Fyrstu stríðsárin lögðu yfirvöldin í Berlín allt kapp á að leyna fyrir borgarbú- um skemdum þeim, er loft- árásirnar ollu. Fje, efni og vinnu var óspart eytt í þessu skyni. F rá sjónar- miði útbreiðslustarfseminn- ar var mikilvægt að geta bent á það, að loftárásir Bretar væru aðeins nálar- stungur. Þegar ekki var lengur auðið að gera við skemdirnar, var slegið upp hlerum fyrir framan hin skemdu hús og birt þar til- kvnning þess efnis, að bygg ingin væri í höndum býgg- ingameistara. Aðkomumenn í Berlín furðuðu sig oft á hinni stórkostlegu bvgging- arstarfsemi. Síðan hefir orðið ömur- leg breyting á útliti Berlín- eydd borg af völdum styrj- aldarinnar. í bvrjun maímánaðar hóf ust heimsóknir breskra moskitoflugvjela á hverri nóttu, og var megintilgang- ur þeirra að.lama þrek Ber- línarbúa. Þessi tilgangur þeirra hefir borið ríkulegan árangur. Þótt bresku flug- vjelarnar vörpuðu stundum ekki nema fáeinum sprengj um, hringsóluðu þær svo lengi umhverfis borgina, að íbúarnir neyddust til þess að halda kyrru fyrir í loft- varnarbyrgjunum í nokkr- ar klukkustundir og gátu ekki notið svefns mestan hluta nætur. Jafnvel þótt verksmiðjur verði ekki fvr- ir sprengjum, minkar þó framleiðslan vega aukinnar líkamlegrar þreytu verka- mannanna. Margir Berlín- arbúar fylgja þeirri reglu að afklæðast ekki fyr en um klukkan 2 á næturnar, en aðrir revna að sofna klukk- an átta að kvöldi, í von um að fá fimm tíma svefn áður loftárásarmerkin en gefin. eru um gátu bátar ekki flutt jafnmikinn farm og áður. og þvh reyndist ekki auðið að fylgja farmáætlununum. Jafnvel þótt hægt væri að gera við orkuverin á ný. myndi taka langan' tíma að fvlla þau af vatni. Frá hernaðarlegu sjónar- miði var eyðilegging flóð- garðanna og loftárásirnar á iðnaðarhjeröð Vestur Þýskalands mun mikilvæg- ari en árásirnar á Berlín. -— En þær árásir höfðu djúp sálræn áhrif. Það var hjer ekki einungis höfuðborg Þýskalands, sem fyrir árás- unum var, heldur einnig í- mynd Þjóðernisjafnaðar- stefnunnar. Heimsókn til Austurríkis. UM ÞETTA brá jeg mjer til Austurríkis. — Furðaði mig mjög á því, hve áliti Þjóðverja hafði hrakað hjer í föðurlandi foringjans. í fyrstu rak mig í roga- stans vegna þess, að hin fyrri alúð Vínarbúa virtist alveg horfin. En dag nokk- urn ráðlagði einn vinur minn mjer að kynna mig alltaf sem Svía, því að vegna málhreims míns gætu menn haldið að jeg væri Prússi og meðhöndlað mig í samræmi við það. Jeg komst brátt að raun um sannleiksgildi þessara orða. Á stað, þar sem jeg hafði verið vanur að borða, og mjer hafði hingað til ver ið sýnt fremur kuldalegt við mót, þótt ekki sje dýpra tekið í árinni, breiddi jeg fyrir framan mig eintak af blaðinu mínu „Svenska Dagbladet“. — Yfirþjóninn bar þar að, horfði lengi á blaðið og sagði: „Er herra doktorinn sænskur? Ef jeg hefði vitað þetta, hefði jeg komið fram við yður á allt annan hátt“. Jeg uppgötvaði á öðrum veitingahúsum, að þetta var almenn hegðun. Eftir að jeg hafði verið sjónarvottur að í ágústmánuði 1943 hafði skemdunum verið nokkuð jafnt úthlutað um alla borg ina. Unter den Linden hafði orðið fyrir tilfinnanlegum skemdum, en húsaraðirnar við Wilhelmstrasse voru næstum ólaskaðar. — Efsta hæð samgöngumálaráðuneyt isins við Wilhelmplatz hafði verið eyðilögð, og lift tundursprengja hafði svo rækilepa hitt flugmálaráðu neyti Görings, að skrifstof- ur í 27 deilum þess voru eyðilagðar. í suður- og vesturhluta Berlínar, einkum Wilhelms dorf, er um að litast eins og í sláturhúsi. Það er ófögur sjón, sem fyrir augu ber, þegar ekið er gegnum húsa þyrpingarnar þar að nætur- lagi, og tunglið varpar bjarma sínum gegnum rúðu lausa glugga og þaklaus hús, en allt er steinhljótt. Martraðarkendir skuggar dálitlum atburði, fór jeg að rústa þessara, sem bera við himin, gefa fremur til kynna að þetta sje leiksvið en raunveruleiki, og það er erfitt að trúa því, að þetta sjer Berlín — að slík auðn sje til í einni af höfuðborg- um Evrópu. Þegar jeg yfirgaf Berlín, var eyðilegging Mohne og Eder-stíflugarðanna í maí 1943, stórfeldasti árangur- inn, sem enn hafði náðst í einstakri árás lofthernaðar- ins. Það eru engar ýkjur, þótt fullyrt sje, að þessi á- rás sje eitthvert tilfinnan- legasta höggið, sem Þýska- land enn sem komið er, hef ir orðið fyrir. Fjöldamargt fólk drukknaði, skatta- og manntalsskýrslur heilla hjeraða glötuðust, og flóðið bar burt kirkjubækur, lög- reglubækur og önnur dýr- mæt skjöl. Hernaðarlegur árangur af árásinni varð m. a. sá, að raforkan var skert og vatn minkaði í mikilvæg arborgar. Berlín er nú orðin um skurðum.Af þessum sök skilja ástæðuna, sem lá að baki þessari framkomu. Jeg hafði áformað að fá mjer hádegisverð í vel þektu veitingahúsi. — Eina sætið, sem jeg fann, var við borð hjá prússneskum em- bættismanni, sem var að Ijúka við að borða aðalrjett inn. Allt í einu kallaði hann til yfirþjónsins, að hann hefði einunpis fengið 50 gr. af kjöti, enda þótt hann hefði afhent skömtunar- miða fyrir 100 grömm. Yf- irþjónninn rannskaði mál- ið og tjáði síðan embættis- manninum kurteislega, að hann hefði á röngu að standa. Þýski embættismað urinn barði í borðið svo að diskarnir hoppuðu. Síðan öskraði hann, að hann skyldi kenna þeim, hvað Prússar ættu við með skip- unum sínum, og þessi bölv- aði austurríski óþverrahátt- ur myndi vereða þeim dýrt spaug. Þegar hann hrópaði: Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.