Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudag'ur 16. febrúar 1944 morgunblaðið II- Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 5. var aftur meðvitunarlaus. Tím inn ieið. Einu sinni hristist rúðan eins og af fjarlægri sprengingu, en enginn veitti því minstu athygli. Pearl fór inn í herbergið við hliðina til að reykja vindling. Maður henn ar sat á rúminu og hlustaði á lágar stunur föður síns. Hann leit upp og á hana, þar sem hún stóð í dyrunum. Stundar- korn var alt eins og það hafði áður verið milli þeirra og Pearl óskaði, að þau gætu horfið aft- ur í tímann og verið trúnaðar- vinir og elskendur á ný. ,,Yutsing“, sagði hún blíð- lega, „þú ert einkasonur hans, þín er því ábyrgðin. Ef þú gef- ur fyrirskipun, er hægt að flytja hann á spítalann. Það nálgast það að vera morð að bíða“. . Dr. Chang stóð upp af rúm- inu og gaf Pearl og læknunum þrem merki um að koma með sjer inn í stóra herbergið. „Er áreiðanlegt, að uppskurður bjargi lífi hans? Eða er það ekki líka áhætta?“ Pearl leit steinhissa á hann. „Yutsing, þú ert sjálfur lækn- ir“, sagði hún. „Þú sjerð sjálf- ur, að botnlanginn er altaf að þrútna. Auk þess er hann bú- inn að kasta upp tvisvar. Það leynir sjer ekki, að hætta er á að hann springi þá og þegar“. Dr. Chang var hissa á sjálf- um sjer. Hann var næstum bú- irin að gleyma, að hann var læknir. Hann eyddi ævinni í skrifstofum og stofnunum, fyr- irlestrum á fundum og öðrum störfum í þágu heilbrigðiseft- irlitsins. „Dr. Hain, þjer eruð elstur, hvert er álit yðar?“ spurði hann. Síðan hann kynt- ist dr. Lee hafði traust hans til útlendra, aldraðra lækna átt sjer djúpar rætur. Dr. Hain hagræddi á sjer gleraugunum og stöð upp. „Jeg er sannfærður um, að sj'erhvert augnablik, sem beð- ið er, sje stórhættulegt, en upp- skurðurinn er aftur á móti al- gerlega áhættulaus“, flýtti hann sjer að segja. Það var langt síðan leitað hafði verið ráða hjá honum um áríðandi efni. „Jeg gat ekki aftrað mín- um kínversku stjettarbræðrum frá að gefa sjúklingnum sprautu, sem hefir að nokkru leyti eytt sjúkdómseinkennun- um, en það breytir engu um áíit mitt“. „Fyrst svo er, verðum við að fara með föður minn á spít- alann — þótt við þurfum að taka hann með valdi“. Hann fór í símann til að biðja menn- ina með sjúkrakörfuna að koma inn samstundis. Meðan hann var að því, opnuðust dyrnar og einkaritarinn kom inn og með honum Liu og smávaxin, fagursköpuð vera í grænum kyrtli. Þetta var Meilan, sem Yuts- ing hafði sent einkaritarann eftir, þar sem faðir hans ljet sjer svo ant um að fá hana undir hið trausta þak Shanghai hótelsins. Hún gekk niðurlút inn og systir hennar, Chingliu, hrað- aði sjer móti henni og tók utan um hana. Yutsing lagði heyrn- artólið frá sjer. Þrátt* fyrir skelfinguna og á þessari ótta- stundu, þegar líf föður hans var í hættu, hitnaði honum innanbrjósts við að sjá, hversu fögur Meilan var og hvílíkur yndisþokki leyndist í barna- legri framkomu hennar. Pearl stóð við hliðina á dr. Hain með báðar hendur í vösum. Hún leit út eins og henni væri kalt. „Pearl“, sagði Yutsing við konu sína, „þetta er Meilan. Viltu vera svo væn að bjóða hana velkomna? Hún er hrædd við þig“, bætti hann við á ensku. „Hefir þú etið, Meilan?“ sagði Pearl hljómlausri röddu. Þetta var kveðja almúgans. „Þakka þjer, jeg hefi etið“, sagði Meilan. Jeg krefst skilnaðar, hugsaði Pearl. Tilraunin hefir mis- hepnast. Kína á ekki við mig. Strit hennar og barátta, síðan hún kom til þessa lands, leið henni fyrir hugskotssjónum. Og svo skall styrjöldin á í þokkabót. Það var til að þókn- ast Yutsing, sem hún erfiðaði; fyrir hann hafði hún komið til landsins. Hún horfði á hjákon- una útundan sjer. Hún var mjog ung og mjög fögur, en fegurð hennar var ekki fegurð lifandi manneskju, sem hugs- ar, veit og berst fyrir lífinu, heldur hin ósnortna fegurð blómsins, sem engar hugsanir hefir. Jeg mun fá skilnað og fara til Ameríku, hugsaði Pearl aftur. Henni leið nú ver en nokkru sinni áður. En þeg- ar hún hugsaði um Kínahverf- ið í New York og lífið þar, ein- skorðað við fáein stræti, fann hún, að hún átti ekki heldur þar heima. Hún gekk að glugg- anum, sem náði niður á gólf, opnaði hann og leit út. En hún sá ekkert. Dr. Hain leit á klukkuna, sem tifaði í horninu. Fimm minútur yfir níu. „Við látum klukkustund eftir klukku- stund ganga úr greipum okk- ar“, sagði. hann órólega, því að hann var vanur hinum gíf- urlega hraða, sem í Evrópu er notaður til að framkvæma læknisaðgerðir, þar sem um líf og dauða er að tefla. Aldrei hafði honum fundist Kínverj- ar sjer jafn framandi og þenn- an morgun. „Jeg skal reyna að tala um fyrir honum“, sagði Yutsing og fór aftur inn í svefn herbergið. Innanhússíminn hringdi aft- ur, hr. Chai, einkaritarinn, svaraði honum. „Það er síminn til yðar, dr. Hain“, sagði hann. „Einhver frú Russell óskar að ná tali af yður“. „Til mín?“ sagði dr. Hain og gekk að litla borðinu, sem síminn stóð á. „Hvað vill hún mjer?“ Um leið og hann tók upp heyrnartólið heyrðist hljóð, sem líktist einna mesta villi- dýrsöskri, innan úr svefnher- berginu. Það voru mótmæli Bogums Chang gegn því að vera fluttur í sjúkrahús. Hann var svo hávær, að dr. Hain heyrði ekki orð í símanum og varð að spyrja aftur. „Afsak- ið, það er svo mikill hávaði hjer, að jeg heyri ekki orða- skil. Hvað voruð þjer að segja? Vilduð þjer vera svo vænar að endurtaka það, frú Russell?" Hann hlustaði með galopinn munn. Síðan lagfærði hann á sjer gleraugun í snatri. „Jeg kem samstundis“, sagði hann, um leið og hann lagði heyrn- artólið á. XVIII. Frank Taylor hafði stilt vekjaraklukkuna sína á sjö, vegna þess að hann hafði óljós- an grun um, að honum bæri að fara fyr á fætur á brúðkaups- daginn sinn en aðra daga. En þegar hringingarnar byrjuðu, þreif hann hinn hvimleiða grip og stakk honum undir koddann sinn án þess að opna augun. En þar sem hann hafði sagt Ah Sinfu að færa sjer morgunte- ið klukkan sjö, varð honum ekki undankomu auðið. Ah Sinfu birtist, dró gluggatjöldin frá, glamraði heilmikið í boll- um og diskum, tók fram tand- urhreina, hvíta skó og skrúf- aði frá baðinu. „Húsbóndi mjög mikið ham- ingjusamur, Ah Sinfu mjög mikið hamingjusamur, ung- frúin mjög mikið hamingju- söm“, sagði hann, og hamingju óskunum fylgdi eftirvænting- arbros. Frank settist upp, drakk fyrsta tebollann með lokuð augu, en vaknaði við annan. Hann fór inn í herbergi Morris, en hann hafði ekki kom ið heim um nóttina. Síðan fór hann í steypibað og kom það- an syngjandi fám mínútum síð- ar. Ah Sinfu stóð með hand- klæðið, tilbúinn til að þurka honum. Meðan á því stóð gaf Frank honum lokaskipanirnar. „Pabbi æalar að berja þig, Pjetur“. „Hvað segirðu?“ — Pjetur sneri sjer að stúlkunni. „Jú, víst er það satt, og það verður engin smáráðning, sem þú færð þar, góði minn“, sagði stúlkan og hláturinn tók nú að minka. „En hvernig getur þú vitað þetta?“ spurði Pjetur. „Það skal jeg nú segja þjer“, mælti Beigljót. „Eins og þú veist, bað jeg þig að ganga upp að birkitrjenu hjerna og bíða mín þar, meðan jeg þvoði síðasta trogið og skaust inn með eitt fang af viði. En þegar jeg ætlaði inn í stof- una, heyrði jeg pabba vera að tala við mömmu. — Og veistu hvað þau voru að tala um?“ „Ónei, ekki veit jeg það, hvernig ætti jeg líka að geta gert mjer nokkra hugmynd um slíkt“, sagði Pjetur. „Þau voru að tala um hann Níels hringjara“. „Hvað segirðu, um hann Níels?“ „Já, um Níels var það, og pabbi sagði meira að segja, að sjer geðjaðist vel að honum, og að við skyldum verða hjón, Níels og jeg“. „Hverju svaraðirðu þá, Bergljót?“ spurði Pjetur. „Jeg svaraði ekki einu orði, því mjer varð illt af hlátri, svo jeg varð að flýta mjer út. En þú getur verið viss um það, að pabbi hrósaði jörðinni hans Níelsar og búskapn- um, — og heyrt gat jeg, að hann hafði sjálfur talað við pabba, hringjarinn, og svo sagði pabbi síðast, að piltun- um þættist bara þykja vænt um stúlkurnar og væru þetta að daðra við eina eftir aðra. Er það satt, Pjetur?“ Og svo hlógu þau bæði, og Pjetur tók utan um Berg- ljótu og ætlaði að kyssa hana, en hún bar hendina fyrir sig. Svo leit hún í kringum sig, tif'þess að gá að. hvort nokkur sæi þau og síðan kysti hún Pjetur. > „En það er satt“, sagði svo Pjetur, „jeg fjekk ekkert að heyra um barsmíðarnar, sem jeg á von á“. — Svo hló hann og hnykti til höfðinu, svo skúfurinn á húfunni hans kastaðist fram yfir andlitið. ■ „Nei, það var satt“, sagði Bergljót. „Móðir mín gengdi þessu nú ekki miklu, en svo mikið skildi jeg þó, að hún heldur ekki neitt sjerstaklega af honum Níels. Jeg held bara, að henni geðjist vel að þjer, Pjetur, því hún veit að þú hefir heimsótt mig stundum á laugardagskvöldin, en hún hefir aldrei talað neitt um það. Hún spurði líka pabba um það, hvernig honum litist á þig. En þá varð pabbi reiður, — hann hefir sjálfsagt heyrt eitthvað um Stúdentinn var að taka próf í guðfræði. Prófessorinn: „Hvernig gat Jónas komist í kvið hvalsins?" Stúdentinn: „Jónas, jú, fyrst var það, að hann var einn af minni spámönnunum. I öðru lagi var hann Gyðingur, og þeir smeygja sjer inn alstaðar, og — og . . . .“. Prófessorinn: „Og hvað meira?“ Stúdentinn: „Og ofan á alt saman var þetta mikið krafta- verk af drottni". ★ „Hvernig' stendur á því, að þú ert farinn að betla? Alveg nýlega hafðir þú vinnu hjá Sagon & Co.“. „Ja, einhverntíma verður maður að byrja sjálfur að vera sinn eigin herra“. ★ Sveitalæknir sjer, að á hlað- inu á Jónsbæ er svínastía. Hann segir við Jón bónda: „Heldurðu að það sje heilnæmt að hafa svínastíu svona nálægt bænum?“ Jón: „Ekki hefir borið á nein um veikindum hjá svínunum ennþá“. ★ Mannvinur (við betlara): — Komið þjer nú enn og biðj- ið um skó. Hvað hafið þjer gert við þá, sem jeg gaf yður í vik- unni sem leið? Betlarinn: — Jeg bið afsök- unar. Við sváfum saman í nótt, vinur minn og jeg, og hann vaknaði á undan mjer. ★ Söðlasmiður einn, nokkuð fáfróður, hafði mikinn áhuga á að geta fylgst vel með ó- friðnum. Hann keypti sjer þessvegna stórt hnattlíkan. Vinur hans einn kom 1 heim- sókn til hans og spurði hann að því, hvað hann gerði eigin- lega við þennan hnött. „Hann er alveg ágætur til þess að fylgjast með í ófriðn- um. En það þykir mjer verst, að geta hvergi fundið Eng- land“. „England, já, en það er hjerna á hnettinum". „En sú vitleysa, hjerna stendur greinilega Stóra-Bret- land“. ★ Ungur prestur var nýkom- inn í sókn sína. Hann var á leið til kirkju með forsöngv- aranum og mættu þeir einum safnaðarmanni á leiðinni, sæt- kendum. Prestur: „Það er víst drukk- ið mikið í þessari sókn?“ Forsöngvarinn: „Ojæja, það læt jeg nú vera, þeir bara þola svo lítið“. ★ Það var hjer um árið, þegar áfengisbækurnar voru í heiðri hafðar, að hann Mangi kom inn í alþýðubókasafn og sagði vin- gjarnlega: „Get jeg fengið lánaða áfeng isbók, síðustu útgáfu?“ Bókavörðurinn: „Þær eru ekki til hjer“. Mangi: — Eru þær ekki til hjer? Og þó kallið þið þetta alþýðubókasafn. Jeg held, að þið ættuð sem fyrst að taka niður skiltið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.