Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 2
9 M 0 K G U N B L A Ð I Ð Fimtudagnr 17. febrúar 1944, Fjölþætt menningarstarf Tónlistarfjelagsins Tóniistarhöllina þarf að i byggja svo fljótt sem unt er I | STARF TÓNLISTARFJELAGSINS hjer í bænum sýnir hver ju hsegt er að áorka af litlum efnum, þegar vilji og áhugi er fyrir hendi. Við Reykvíkingar eigum það þessum fjelagsskap m. a. að þakka, að hjer í bænum er til tónlistarlíf, sem síst stendur að baki tónlistarmenningu í jafnstórum borgum erlendis. í>etta hefir tekist þrátt fyrir að óvíða í hinum mentaða heimi mun vera búið ver að tónlistarmenningu en hjer. Áhugamennirnir, sem stofn- uðu Tónlistarfjelagið, hafa ver ið hraktir með starfsemi sína úr einum staðnum í annan. Núna eftir að Tónlistarskólinn hefir starfað í 14 ár, er þannig að honum búið, að kennarar og nemendur hafa hriplekt þak yfir höfði sjer í kenslustundum. Þegar rigning er, eru þeir lítið betur settir í kenslustofunum, en þær væru á víðavangi. Við húsnæðisskortinn hefir bæst við hljóðfæraleysi, en nú he.fir verið bætt úr því veru- 'ega, þó enn vanti á að hljóð- íæraeign fjelagsins sje full- iiægjandi. Tónlístarhöll. Þetta, sem hjer að framan er sagt, varð blaðamönnum bæjar- ins Ijóst í gær, er Tónlistarfje- fagið bauð þeim að Skoða hin nýju strengjahljóðfæri, sem fje lagið hefir nýlega aflað sjer frá Bretlandi. En þeir kyntust um leið hinum ódrepandi áhuga þeirra manna, sem standa að Tónlistarfjelaginu. Tónlistarfje lagið ætlar sjer að koma upp Tónlistarhöll hjer í bænum „undir eins og eitthvað vit er í að leggja peninga í slíkt fyrir- tæki, sökum dýrtíðar“, eins og formaður Tónlistarfjelagsins, Ragnar Jónsson forstjóri, komst að orði við blaðamennina í gær. En það þarf mikið átak til að koma þeirri höll upp og fjelags- menn hafa margt á prjónunum til að afla fjár til byggingar- innar. Bókaútgáfa er eitt, óper- ettusýning annað, hljómleikar og söngskemtanir hiS þriðja og f'aira og fleira mætti upp telja. IJtgáfa á verkum Hallgríms Pjeturssonar. Nýlega hefir Tónlistarfje- lagið gefið út fyrsta bindi í fyr- irhugaðri útgáfu fjelagsins á verkum Hallgríms Pjeturssonar „álmaskálds. Er það Passíu- sálmarnir í skrautútgáfu. Ritið er gefið út í frekar litlu upp- lagi, en selt nokkuð dýrt, en þó varla úr hófi fram, ef mið- að er við bókaverð hjer á landi nú. Næsta bindi í þessari út- gáfu, sem kemur næsta haust, eru veraldlegur skáldskapur Hallgríms Pjeturssonar með á- grip af æfisögu hans. Verður þessi útgáfa ábyggilega vinsæl. Operettan. Á næstunni hefjast sýningar á nýrri íslenskri operettu, sem Tónlistarfjelagið stendur að. Er þetta alíslensk operetta. Heitir ,,Úr álögum". Músikk- in er eftir Sigurð Þórðarson, en textinn eftir Dagfinn Svein- björnsson. Haraldur Björnsson er leikstjóri og telur stjórn fje- lagsins hafa verið lánsamt, að njóta starfskrafta hans. Lárus Ingólfsson málar leiktjöld, en aðalleikarar eru Sigrún Magnús dóttir, Bjarni Bjarnason (Iækn- ir), Pjetur Jónsson, Anna Guð- mundsdóttir, Ævar Kvaran, Valdimar Helgason, Svava Ein- arsdóttir, Nína Sveinsdóttir og Lárus Ingólfsson. Efni óperett- unnar er úr íslenskum þjóð- sögnum. Dr. Urbantschitsch stjórnar hljómsveitinni. í ráði er að selja aðgöngu- miða að óperettunni háu verði, því hagnaður, sem af sýningun- um kann að verða, gengur til Tónlistarhallarinnar. Hljómleikar og söngskemtanir. Þá er í ráði að halda hljóm- leika og söngskemtanir til á- góða fyrir Tónlistarhöllina. Tríó Tónlistarskólans, þeir Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson og Dr. Edelstein, munu endurtaka tónleika, sem þeir hjeldu s. 1. sunnudag fyrir meðlimi Tón- listarfjelagsins. Þá mun hinn nýi samkór Tónlistarfjelagsins, sem dr. Urbantschitsch stjórnár, láta til sín heyra innan skams. Hefir kórinn æft úrvalslög eftir Schubert og Brams, þar á meðal kantötuna ,,Mirijam“ eftir Schubert. Þegar hafa tveir kórar sung- ið til ágóða fyrir Tónlistarhöll- ina. Eru það Samkór Reykja- víkur og Ernir, undir stjórn Jó hanns Tryggvasonar og Karla- kór Iðnaðarmanna, sem Robert Abraham stjórnar. Fleiri fje- lög, sem tónlist unna munu vafalaust koma á eftir til að styrkja Tónlistarhöllina. Nýju hljóðfærin. Nýju strengjahljóðfærin, sem Tónlistarfjelagið festi kaup á í Englandi fyrir milligöngu Pjeturs Benediktssonar sendi- herra, eru komin til landsins. Var fjelaginu mikill fengur að fá þau. Als eru hljóðfærin 40. Þar af eru 28 fiðlur, 6 bratchar (víólur), 4 cello og tveir kontra bassar. Þessi hljóðfæri átti áð- ur pólsk hljómsveit, en sjálf hljóðfærin eru ítölsk, þýsk, Framh. á 8. síðu. Sr. Jóhann Þorkels- son látinn SJERA Jóhann Þorkelsson fyrv. dómkirkjuprestur andað- ist að heimili sínu hjer í bæn- um s. 1. þriðjudagsnótt í hárri elli. Sjera Jóhann var fæddur 28. apríl 1851. Stúdent frá Latínu- skólanum 1873 og útskrifaður frá Prestaskólanum hjer 1875. Hann var vígður til Mosfells- prestakall í Kjósasýslu 1877, en dómkirkjuprestur varð hann árið 1890 og þjónaði því em- bætti til ársins 1925. Þessa merka manns verður nánar getið síðar. „Tirpili" er í Ofotenfirði Frá norska blaðafull- trúanum. FRÁ NOREGI berast þær fregnir, að þýska orustuskipið „Tirpitz" hafi verið flutt frá Alta-firðinum í Finnmörku til Bogen í Ofotenfirði, um 25 km. frá. Narvík, þar sem höfn er mjög góð. ,,Tirpitz“ tók þátt í, eins og áður hefir verið skýrt frá, árásinni á Svalbarða 8. sept. og hefir síðan verið í Altafirð- inum. Þar var skipið fyrir árás breskra kafbáta og skemdist mikið. Það hefir tekið fjóra mánuði að gera við skipið þannig, að hægt var að sigla því til Bogen, en þar er stór þurrkví og járnsmiðja. Um 40 Norðmenn, sem búa þarna, hafa fengið skipun um að hverfa þaðan fyrir 1. mars, þar sem Þjóðverjar þurfa á hí- býlum þeirra að halda. Flestir verkamennirnir í þýsku verk- smiðjunni þar, eru Rússar og Tjekkar. íbúar við Hringbraut og Brávallagötu kvarta Á FUNDI heilbrigðisnefnd- ar bæjarins 8. þ. m., gat hjer- aðslæknir þess, að íbúar í bæj- arhústmum við Ilringbraut, hefðu kvartað vegna óþefs er legði frá sorprennum innan- húss. Ileilbrigðisinefjnd fól heil- hrigðisfulltrúa málið til at- hugunar, og skyldi hann gefa nefnclinni skýrslu. Þá var einnig á fundinum lagðar fram kvartanir frá bú- endum Brávallagötu um óþef og óþrifnað frá svínabúi EMi- heimilisins Grund við ITring- bravit. Nefndin fól lögreglustjóra að tala við forstjóra Elliheim- isins um • brottflutning svína- búsins í síðasta lagi 15. maí n. k. * Avarp frá aðstandendum þeirra er fórust með v.s. Þormóði 17. febrúar 1043 íslenska þjóð! í HEILT ÁR höfum við Bíld- dælingar þagað. Við áttum þess kost fyr, miklu fyr, að á almannafæri. En margt hefir valdið því, að svo hefir ekki verið gert. En verið viss um, að því hefir ekki valdið van- þakklæti frá okkar hálfu. — ‘Ekki heldur hirðuleysi eða tómlæti. Við vorum lömuð, orðlaus og þögul. Það mátti segja, að alt fram á sumar væru hin blæðandi hjartasár að ýfast upp, því að í bókstáf- legum skilningi sönnuðust á okkur hin athyglisverðu orð skáldsins: „Sunnan bar snekkja sorg- arfarm að ströndum“. Nærri með hverri skipsferð að sunnan voru flutt lík til greftrunar. Og það talar sínu máli í sál syrgjandans. Hefir nokkur maður nokk- urn tíma lýst sorginni eins og hún er? Af öllum okkar snjöll- ustu skáldum, sem gert hafa hana að umtalsefni, höfum við engan vitað, sem hefir getað túlkað hana til nokkurrar hlít- ar. Sorgin á engan sinn líka og verður áldrei mæld nje vegin. Hjartað eitt skynjar hana. Og vjer vitum ekkert, sem getur huggað og grætt eins og samúð og útrjettar vinarhendur. Gefendur! Mikli fjöldi! — Gjafir yðar hafa gert þiggjend- unum ómetanlegt gagn. Gjaf- ir yðar eru samúð og vinar- hendur, sem hafa fullkomlega talað sínu sefandi máli. Öll höfum vil skilið tilganginn. Og öll höfum við skynjað, að fjár- munii’nir eru ekki aðalatriðið. Vinarþelið, samúðin og um- fram allt þjóðarsorgin mikla, sem biritst í hinum miklu al- mennu samskotum, það er sá mikli styrkur, sem öllu öðru framar, af því sem mennirnir máttu í tje láta, hefir stutt þá, sem bágast áttu. Ef til vill er það sú mikla blessun, sem sorginni fylgir, að hún lamar allt nema barns- eðlið, sem efalaust er manns- ins dýrasta eign. Vafalaust komum við ríkari út úr hinni miklu hörmung, sem Þormóðsslysið var. Það má fullyrða, að Bílddælingar standa sameinaðri, meiri bræð- ur, trúarsterkari og meiri heild út á við, en um fram allt inn á við. Það má fullyrða, að hjer hafi orðið vakning, hljóðlát og lítt áberandi, en þess dýpri og sannari. Og má ekki geta hins sama til um þjóð vora. Vjer viljum mega trúa því. Vjer sjáum í anda hina miklu fylkingu fjar- lægra, óþekktra vina, sem koma með gjafir sínar, til þess að leggja þær á sorgaraltarið. Vjer sjáum fyrir oss glaðvært ungt fólk tæma skrifstofur og vinnustöðvar, til þess, með gjöf um sínum, að miðla af ríki- dæmi hjarta síns, sem vjer hin eldri efumst svo þráfaldlega um, að ekki hafi úrættast hin síðari ár. Vjer göngum þess ekki dul- in, að það er fullkomin ofætl- un að þakka sem vert er þess- ar stórbrotnu gjafir. Og það er víst að þögnin segir jafnvel meira en orðin. En þótt orðin sjeu dauft endurskin þess, er innra fyrir býr, eiga þau þó að tákna það, sem við vildurn segja. En það er í stuttu málí þetta: j Guð launi ykkur öllum gjaf- ir ykkar. Guð launi ykkuí samúðina, kærleikann, fórnar- lundina og drengskapinn. Vjer miklumst af því, menn- irnir, að huga vorum sjeu eng- in takmörk sett. Hann geti svif- ið um órafjarlægðir stjörnu- geimsins og rofið efnisheiminn að minstu frumeindum. ■— En reynslan hefir kent oss, að mikil, svipleg og þung sorg, eins og sú, er hið ógurlega Þor móðsslys olli, tekur með öllu fyrir hugsunina. Oss er mörgum svo farið enn, eftir ár, staðnæmist hugs- unin eins og við hyldýpisgjá, ei’ hún hvarflar til hinnar miklu örlaganætur fyrir ári síðan. —> Eins og þáttur hugsunarinnar sje allt í einu klipptur sundur, 9ins og vitundin sje lostin rot- höggi. Ef til vill hefir eitthvað brostið þá í sálarlífinu. Eitt- hvað, sem aldrei verður bætt. Eitthvað, sem engin orð fá túlkað. Vinir, þessi fáu, fátæklegu orð, eru tákn þakklætis vors. Við biðjum velvirðingar á þeim. Við reiðum okkur á, að hjarta yðar leiði yður að því, sem ósagt er, og hefði átt að segjast. Það er engan veginri undarlegt, þó að öll sú samúð, er hefir umvafið okkur, jafn- vel frá fjarlægustu landshlut- um, sje í eðli sínu svo mátt- ug, að engin orð nái til þess að þakka hana svo sern vjer vildum. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur, Kveðjusamsælið fyrir Björn Björnson KVEÐJUSAMSÆTI ÞAÐ, sem sem Þjóðræknisfjelag íslend- inga og Blaðamannafjelag ís- lands hjeldu Birni Björnson að Hótel Borg í fyrrakvöld, sátu um 100 manns. Fór samsætiö hið besta fram. Aðalræðuna fyi* ir mini heiðursgestsins flutti Valtýr Stefánsson ritstjóri. Þá tóku til máls Porter McKeevei' blaðafulltrúi og forstjóri O. W„ I., Árni Eylands, Ófeigur Ófeiga son læknir, Skúli Skúlason rit- stjóri, Bjarni Jónsson forstjóri, Pjetur Pjetursson þulur. Þeu’ Árni Jónsson frá Múla og Ragn ar H. Ragnar frá Winnipeg stjórnuðu söngnum í veislunni. Eftir að borð höfðu verið rudd, var dansað. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.