Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 4
4 M 0 R (r U N V, L A Ð I Ð Fimtudagur 17. febrúar 1944. IViinningarorð um Steinarr Þorsteinsson verslunarmann STEINARR ÞORSTEINS- SON verslunarmaður andaðist 7. þ. m. á Landakotsspítalan- um. Hann var fæddur 26. nóv- ember 1920. Foreldrar hans voru merkishjónin Ingveldur Guðsteinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson frá Eyvindar- tungu, sem dó árið 1935. Jeg kom á heimili hinna á- gætu foreldra Steinars, sá litla, fallega drenginn stækka frá ári til árs og gleði foreldra hans vaxa að sama skapi. Jeg kom inn á þetta sama heimili 2. apríl 1935 á skilnaðarstund, þar sem móðir og sonur kvöddu eiginmann og föður, og svo mjög sem jeg fann til með ekkjunni, gekk það ennþá nær hjarta mínu að sjá Steinar litla föðurlausan. Ár liðu og jeg kom á heimili Ingveldar, sem með óvenjulegum dugnaði vann og vann fyrir sjer og syni sínum, og samgladdist jeg þeim yfir því. Það má augljóst vera; að minningargrein um 23 ára mann getur ekki grundvallast á löngum upptalningum um mörg og margbreytileg störf, ýmist unnin fyrir sjálfan hann, einstaklinga, bæjarfjelag, sveit, sýslu eða þá þjóðfjelagið i heild. Slíkar uþptalningar er gott og þægilegt að nota, þegar rituð er minningargrein um mann, sem þreyttur og saddur Hfdaga dó í hárri elli. En þótt Steinar sje dáinn aðeins 23 ára, þá átti hann hlutfallslega langan og góðan starfstíma að baki. Hann byrjaði sem barn, innan við fermingu, á sendi- sveinsstarfi, en það varð oft upphaf ævistarfs margra nýt- ustu athafnamanna þessa bæj- ar. Jeg sá hann þá á ferð og flugi á hjóli sínu hingað og þangað um bæinn og drengs- andlit hans ljómaði af áhuga og starfsgleði. Nokkru síðar varð hann afgreiðslumaður í einni af búðum Sláturfjelags Suðurlands, en hjá því fjelagi hafði faðir hans starfað um mörg ár. Enn síðar rjeðist Steinar sem aðalafgreiðslumað ur til verslunarinnar Vitinn, Mánagötu 18 og mjer er víst óhætt að fullyrða, að þar vann hann sjer traust og vixðingu húsbónda síns og versluninni aukin viðskifti með framúr- skarandi Ijúfmensku og lip- urð við viðskiftavini hennar. En nú dró ský fyrir sól. Steinar varð fyrir byltu, sem leiddi til þess, að hann veikt- ist svo alvarlega, að hann varð að hverfa frá starfi sínu, leggj- ast á sjúkrahús og dvelja þar um tveggja ára skeið. Sjúkra- húsvistin gaf þó góðar vonir um bata og bjarta framtíð, því að Steinar komst á fætur, kvaddi sjúkrahúsið og náði þeirri heilsu, að hann hóf starf á ný á síðastliðnu ári sem skrifstofumaður hjá Steindóri Einarssyni bílaeiganda og vann þar í nokkra mánuði. En brátt syrti í lofti, sjúkdómur- inn tók sig upp og það svo heiftarlega, að engri hjálp varð við komið til bjargar frá bráðum dauða. Steinar var fallegur maður og sakir góðrar greindar, sjer- stakrar Ijúfmensku, látleysis og samviskusemí efni í mikinn mannkostamann og mannvin. Ollum, sem kyntust honum, þótti vænt um hann, og svo hefði verið um framtíð alla, þótt hann hefði fengið að lifa til hárrar elli. Hann notaði frí- stundir sínar til þess að afla sjer mentunar í stað þess að eyða þeim í aðgerðarleysi, sem mörgum ungum mönnum hætt ir við. Þótt síðustu æviár Steinars Húsnæði fyrir Ijettan iðnað óskast til leigu, ca. 200 fermetra gólfflötur. Upplýsingar í símum 3094 og 411-2. TILKYNIMING lil h úseigenda Samkvæmt ákvörðun húsaleigunefndar er heimilt að jafna 9%— níu af hundraði — af heimæðagjaldi Hitaveitunnar hlutfallslega á leigugjald hvers húss. Stjórn Fasteignaeigendafjel. Reykjavíkur. væru harmleikur eins og lífið verður jafnan ungum, efnileg- um og góðum drengjum, sem með fangið fult af fögrum fram tíðarvonum eru dæmdir til þess að liggja vikum, mánuð- um og jaínvel árum saman í sjúkrahúsi, fjarri vandamönn- um, vinum, kunningjum og starfi, þá eignaðist hann fagra sólskinsdaga mitt í rökkri sjúkdómsbaráttu sinnar. Þessa sólskinsdaga eignaðist hann við það að kynnast og vinna ást unnustu sinnar, Huldu, dóttur hinna ágætu hjóna Sig- ríðar Pálsdóttur og Ágústs Guðmundssonar yfirvjelstjóra. Það var síðaltliðið sumar, að jeg sá hina ungu elskendur, Huldu og Steinar, í návist hvors annars á heimili móður hans og jeg samgladdist þeim. innilega yfir ótvíræðri ástar- gleði, sem birtist í augum þeirra. Unnustinn ungi átti þá aðeins eftir að fara á sjúkra- húsið, berjast við sjúkdóm sinn og deyja og unnustan að dvelja öllum mögulegum stundum við sjúkrarúm vinar síns, horfa á helstríð hans og dauða. Hvílíkur h^rmleikur. En hinn ungi maður horfði hetjuaugum móti dauða sínum. Þótt hann sæi allar vonir jarð- lífsins, hverja af annari hrapa, gátu bros leikið um varir hans til hinstu stundar. Hann dó auðugur, með hreina og sanna æskuást í hjarta, þakklátur unnustu sinni fyrir ást, unað, huggun og styrk, sem hún hafði frá fyrstu kynningu til síðustu stundar veitt honum í óvenju- lega ríkum mæli. Jég veit, að Steinars er sárt saknað af vandamönnum, vin- um og kunningjum, en mestur harmdauði er hann móður sinni og unnustu. Jeg veit einnig, að vandamenn þeirra, vinir og kunningjar taka í dag innileg- an þátt í sorg þeirra og feginn vildi jeg geta endað þessar ó- fullkomnu línur mínar með einhverjum huggunarorðum, |sem deyft gætu sárasta sviða ‘harmsins, en jeg treysti mjer jekki að finna þau orð. Þar sem mikið er grátið, virðast mjer Jorð svo vanmáttug og því bet- ur viðeigandi að drúpa höfði í þögn. En aðeins það langar mig t’W að benda á, að Steinarr hefir eftirlátið syrgjandi móður, unnustu og öðrum vandamönn um mikinn fjársjóð fagurra I minninga, sem aldrei gleym- ast. > I J Ljúfmenska Steinars, látleysi hans, ást hans á öllu fögru og góðu fylgir honum yfir hín ó- sýnilegu landamæri og þrosk- ast þar, en lifir hjer í hugum Astvina hans meðan augu þeirra sjá geisla sólarinnar og blóm vallarins eða eyru þeirra he.vra fagran fuglasöng og hrífandi tónlist. Og minnumst þess, að sá er ríkari, sem eign- ast djúpa sorg vegna þess, að hann misti mikið, heldur en hinn, sem eignast aldrei meira en það, að hann við missi þess verður ekki verulega sorgbit- ^inn. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. Sýning á myndasafni Markúsar Ivarssonar EINS og Morgunblaðið hefir áður skýrt frá, gengst Fjelag ísl. myndlistarmanna fyrir sýn ingu á myndasafni Markúsar heitins ívarssonar. Verður sýn- ing sú haldin í Listamannaskál anum og hefst á laugardaginn 19. þ. m. Mun hún standa í 10 daga. Matthías Þórðarson, þjóð minjavörður, setur sýninguna. A sýningunni verða allar þær myndir, sem Markús heitinn hafði safnað, en þær eru yfir 200, eftir 32 íslenska listamenn. Verður þetta sennilega yfir- gripsmesta sýning, sem hjer hefir verið haldin, hvað aldur listaverkanna snertir og höf- undaíjölda. — Heitasta ósk Markúsar var, að safnið kæm- ist á éinn stað, en gat það ekki orðið á meðan hans naut við. Ætlar Myndlistarfjelagið að framkvæma þenna draum hans nú, -þótt ekki geti það orðið nema eina 10 daga. Ágóðinn af sýningunni renn ur í Minningarsjóð Markúsar Ivarssonar. Myndin hjer að ofan. ,,Sið- ustu geirfuglarnir“, verður á sýningunni. Er hún eftir Finn Jónsson, listmálara. Tifo hrindir áhlaupi Spánskf blað gramt Þjóðverja í garð Japana London í gærkveldi: — Ut- varp frjálsra Júgoslafa skýrði frá því í kvöld, að hersveitir Titos hershöfðingja hefðu hrundið allhörðum áhlaupum vjelahersveita Þjóðyerja, sem þær gerðu hjá Ogulin, um 65 km. suðaustur af Fiume. Þjóð- verjar hörufðu aftur -til fvrri stöðva sinna og skildu eftir 54 dauða í valnum. — Reuter. MADRID í gær: — Blaðið Arriba lætur í dag í ljósi gremju í garð Japana fyrir með ferð þá, sem það segir, að Spán- verjar og hin kaþólska kirkja hafi orðið fyrir af hendi Japana á Filippseyjum. Segir blaðið frá árásum og illri meðferð Japana á mörgum kunnum Spánverj- um, sem dvelja austur þar og sem unnið hafa á Filippseyjum <t<$x>><í><W$><i>,$>^‘<5>>$>">sx$>'$><t'\>>>^>''*>>*><*> .i\*><*.'<*x*\:*>.'í,'<£‘>;x*><*><$>'.x*><*>>$><*>^>>;.>*>\xxý<*>''.*>'*>/*> Tilboð óskast I í mjólkur- og vöruflutninga milli Kjalarness og Reykjavíkur frá 1. maí n. k. til 1. maí 1945. Tilboð í lokuðu brjefi merkt „Tilboð“ send- ist fyrir 1. mars n. k-. til undirritaðs, sem gef- ur allar upplýsingar. Rjettur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er, og einnig að hafna ölhun ÓLAFUR BJARNASON, Brautarholti. *><$><M><S><?><$><$>G><&&§>$><$>4>&S><$>&&$><$*$>$»Mx$>$><S><$><$><&$><&$<$>^^ I Vanur afgreiðslumaður getur fengið atvinnu nú þegar við verslun í miðbænum. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist blað- | inu fyrir 19. þ. m. merktar: 1740. I .. ^^VVVVVVVVVVVVVVVVVVV^^VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV'V'VV ♦a'v-Vá’- : í . ' i ■ . : . : ; 1 i u . f í. » \ ; ; i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.