Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 17. febrúar 1944. M 0 II 0 U N B L A Ð I Ð 7 Bak við stálvegginn —■ 3. grein Arvids Fredborg Viðhorf Þjóðverja til óvina og samherja Vinsælir óvinir — óvinsælir bandamenn. VIRÐING almennings í Þýskalandi fyrir óvinunum hefir í styrjöldinni verið all miklu meiri en umburðar- lyndi hans gagnvart banda- mönnum Þjóðverja. Nasistar skoða England höfuðfjandmann sinn. En tilfinningar þeirra í garð Breta eru blandnar ein- hverri ofsafenginni persónu legri hvöt, nokkurs konar minnimáttarkend eða með- .vitund um það, að England vinnur ætíð siðustu orust- una. Saman við þetta bland ast svo undrun og aðdáun á því, hversu siðferðisþrek Breta var öflugt, þegar leift urloftsóknin var háð. ,.Hvað sem öðru líður, þá eru Bret- ar af germönskum uppruna“ var sagt. Nazistar hafa á kerfis- bundinn hátt reynt að eyða slíkum tilfinningum. Áróð- urinn, sem rekinn hefir ver- ið gegn BretJandi á sjer eng . an líka, jafnvel ekki þó með sje talin herferðín gegn Gyð ingum og öðrum þeim, sem ekki eru af ariskum stofni. Ekkert tækifæri er látið ó- notað til þess að leggja á- herslu á brjá svo kallaða eig inleika Breta: ódrengskap, ragmensku og þrekleysi. Erlendum frjettariturum í Berlín mun aldrei úr minni líða viðtal, sem Rom- mel átti við þá í nærveru Göbbels. Hinn frægi her- marskálkur skýrði þeim frá því, að Bretar væru ragir og berðust óheiðarlega. — „Vjer höfum ságrað þá“, bætti Rommel við og lýsti því yfir, að Þjóðverjar myndu vissulega leggja Eg- yptaland undir sig. Viðræð- ur þessar áttu sjer stað nokkrum vikum áður en Montgomery hóf gagnsókn sína við E1 Alamein. Þetta eina viðtal batt endi á allt álit frj ettaritaranna í Ber- lín á hermarskálkinum. Viku síðar flutti von der Heydte, höfuðsmaður, sem barist hafði á Krít og hlotið járnkrossinn, erindi um reynslu fallhlífarhermann- anna. Hann kom á fundar- staðinn beina leið frá flug vjel sinni og gat því ekki hafa fengið neinar leiðbein- ingar. Frammi fyrir blóð- rjóðum embættismanni ut- anríkisráðuneytisins og á- nægðum erlendum blaða- mönnum, lofaði þessi óupp- lýsti stríðsmaður mjög ó- vininn. „Ensku hermenn- irnir eru harðvítugustu og djörfustu andstæðingar, er Þjóðverjar hafa átt við að etja“, sagði hann. í margar vikur á eftir ræddi fólk um þenna hugdjarfa mann. Áróðurinn gegn Banda- ríkjunum. ÞÝSKA þjóðin er mjög tilfinninganæm fyrir Banda brjósti ósjálfráðan hlýhug N asistaf or ing jarnir ríkjunum. — Flestir bera í til Ameríku, einkum vegna þess, að miljónir Þjóðverja hafa farið þangað. Jafn- framt finna þeir til ósjálf- ráðs ótta, því að þeir minn- ast hlutdeildar Ameríku í' fyrri heimsstyrjöldinni. — Mjög almenn virðing er bor in fyrir framleiðslumætti þeirra. Einnig hjer hefir nasist- iski áróðurinn á kerfisbund inn hátt „leiðrjett“ þessa skoðun Þjóðverja. I f^^rstu var reynt að gera lítið úr mætti Bandaríkjanna. Em- bættismenn fóru hæðnis- orðum um „Talnaæðið“, sögðusögðu „frelsis-kerfið“ vera í fullkominni upplausn og kváðu hergagnaiðnað Bandaríkjanna langt fyiir neðan framleiðslumark það, sem Roosevelt hafði sett. En dag nokkurn varð utanríkisráðuneytið fyrir óþægilegu áfalli. Ekki ó- merkari maður en Thomsen fyrverandi sendifulltrúi Þjóðverja Washington og núverandi sendiherra , Stokkhólmi, flutti erindi fyrir erlendum blaðamönn- um. Öllum viðstöddum til mikillar furðu, hröktu hug- myndir Thomsens um Bandaríkin gersamlega skoðanir þær, sem daglega voru látnar í ljós í Wilhelm strasse. Forstjóri frjettadeildar- innar spurði Thomsen, hvort Bandaríkjaþjóðin væri ekki orðin sjer meðvit- andi um svikabrugg Roose- velts. Thomsen svaraði á- kveðinni röddu, að forseti Bandaríkjanna hefði alla þjóðina að baki sjer. — „Bandaríkjaþjóðin mun berj as£ þar til yfir lýkur“, — sagði hann. Æðarnar á enni dr. Schmidt þrútnuðu þeg- ar Thomsen hafnaði þannig öllum tilraunum til þess að bjarga Schmidt-áróðurslín- unni. Þó tók út yfir allt, þegar Thomsen varaði nas- istana alvarlega við því. að beir hefðu -vanmetið her búnað Bandaríkjanna. Dr. Schmidt var viti sínu fjær. Hefði verið ánægjulegt að vera viðstaddur fund þess- ara tveggja heiðursmanna eftir fyrirlesturinn. Nú eru Bandaríkin orðin nasistum slík martröð, að nærri ligg- ur, að bannað sje að minn- ast á þau. Viðhorf „þriðja ríkisins“ til þriðja volduga óvinarins, Rússlands, er enn flóknara. Að því er innanlandsstjórn snertir, er enginn munur á skoðunum nasista og vald- hafa Sovjetríkjanna. Hinn harðýðgi'slegi samdráttur valdsins er einkennandi bæði í Berlín 'og Moskva. En Þjóðverjar eru ákaf- lega gramir vegna „undir- stöðu aðferða Rússa við að heyja styrjöld“. Þýskir her- menn, sem jeg átti tal við, ljetu allir í ljós hrylling og skelfingu, er minst var á Sovjetskipulagið. í þeirra augum bvgði stjórnkerfi þetta risastórar stjórnar- byggingar, framleiddi mergð nýtísku hergagna, en ljet þó viðgangast, að meirihluti íbúanna bvggi við ólýsanlega eymd. Hin ömurlega og grimmúðlega samsetning þessarar stjórn- málastefnu Sovjetríkjanna skelfdi þýska hermanninn og vakti raunverulega hjá honum þá tilfinningu, að hann væri að berjast fyrir betri heimi gegn austrænni villimensku. Áróðursmenn nasista reyndu eitt sinn að efla þessa tilfinningu með því að stofna til sýningar, er þeir nefdnu „Sovjet-paradísina'- — Var tilkynt, að þetta væri „staðfest ósvikið“ safn rússneskra bústaða — hræðilega óþrifaleg úthýsi full með fatagörmum — sem áttu að hafa verið flutt frá Minsk. Þúsundir manna skoðuðu sýningu þessa dag- lega. Daunninn var ógeðs- legur og margir leituðu jafn ákaft út og þeir höfðu verið áfjáðir í að komast inn. Án efa voru sumir tortryggnir í garð þessarar róttæku á- róðursherferðar, en eftir að sýningunni var lokað, gekk eftirfarandi gamansaga um Berlínarborg: „Hvers vegna var „Sov- jet-paradísinni“ lokað?“ — Vegna þess að, íbúarnir í Norður-Berlín vildu fá eign ir sínar aftur“. Viðhorfið til samherjanna er furðulegt. TILFINNINGAR Þjóð- verpja í garð bandamanna sinna eru mjög einkenni- legar. Enda þótt enginn Þjóðverji geti neitað því, að styrjöld Japana í Asíu hafi ljett á Þjóðverjum, þá eru Japanir ákaflega óvinsælir í landinu, en aftur á móti eru Kínverjar mjög vinsæi- ir, þótt einkennilegt sje..— Þetta á að nokkru leyti ræt- ur sínar að rekja til þess, að Þjóðverjar hafa ekki gleymt því, að Japanir voru óvinir þeirra í fyrri heims- styrjöldinni. Þjóðverjar eru heldur ekki vissir um það, að Vilhjálmur keiscari, hafi haft svo mjög rangt fyrir sjer, er hann varaði Evrópu við guiu hættunni. Það var athyglisvert, hvernig Berlín tók hinum miklu sjgrum Japana vorið 1942. í fyrstu voru Þjóð- verjar fullir af eldmóði og fögnuði. En þegar sigurvinn ingar Japana hjeldu áfram og hollensku Austur-Indíur fjellu að lokum, greip mik- ill kvíði þýska stjórnmála- menn. Jafnvel háttsettir nasistar ljetu orð falla í þessa átt: „Það eru ger- mönsku þjóðirnar, sem munu verða að súpa sevðið af framsókn gulu kynflokk- anna“. Andúðin gegn Japönum varir enn. í hópi stjórnmála mannanna hefir verið ríkj- andi megn óánægja vegna þess, hve Japanar hafa ver- ið tregið til að heyja hern- að sinn í samræmi við hern aðaráætlanir Þjóðverja, en þó einkum vegna þess, að þeir hafa neitað að ráðast á Rússa. Berlín-Tokio mönd- ullinn er ekkert annað en hagsmunahjónaband, þar sem hvorupur aðilinn myndi skirrast við að fórna hinum, ef þörf krefði. Ennþá verri var þó sam- búð Þjóðverja við fyrri bandamenn sína, ítali. Upp- gjöf ítala þann 3. septem- ber 1943 færði Þjóðverjum að minsta kostr eina bless- un — nú gátu þeir opinskátt látið í ljós álit sitt á þess- um fyrverandi banda- manni. Hin ,,hrausta“ ít- alska þjóð, sem til þessa hafði verið hafin til skýj- anna, breyttist allt í einu í þjóð lítilmótlegra svikara, sem var of auðvirðileg til þess að verðskulda forustu hins mikla Mussolini. Engu að síður hlýtur upp gjöf Itala að hafa haft lam- andi áhrif á þýskan almenn ing. Sókn bandamanna á Ítalíu, samtímis sókn Rússa, er sjerstaklega óglæsileg fyrir „þriðja ríkið“. Ekki að eins er nú auðið að beina hinum eyðileggjandi loft- árásum gegn svæðum í S,- Þýskalandi, sem áður voru að mestu örugg, heldur skapast bandamönnum enn betri skilyrði til innrásar. — Síðan Ítalía gafst upp, er orðið „1918“ tekið að hafa sífelt ríkari dáleiðslu áhrif á þýsku þjóðina. En enda þótt öll þýska þjóðin sje þjökuð af of mik- illi áreynslu og þjáist af taugaslappleika, þá ætti eng inn að vanmeta stvrkleik hennar. Þriðja ríkið á énn hjálparlindir, sem ekki hafa verið notaðar, þar á meðal hin nýju vopn, er svo mikið hefir verið rætt um. — Það væri skyssa að álíta þetta eintóman áróður. Það er skynsamlegt að gera ráð fyrir því, að Þjóðverjar eigi í fórum sínum tæki, er sjeu síðustu tromspil foringjans. Til dæmis hefir óbeinlínis verið minst á fallbyssur, er dragi lengra en.tíðkast hef- ir hingað til um slík vopn. Hugsanlegt er, að Þjóð- verjar hafi fullkomnar „rakettu“ fallbyssu, er dragi 140 milur. Ef til vill myndi skorta nokkuð á nákvæmni slíkrar íallbyssu, en það skiftir ekki mjög miklu máli, þegar skevtin eru á stærð við lítið hús. ■»— Ef Þjóðverjar ættu þess háttar fallbyssu, hefðu þeir að- stöðu til að eyðileggja stóra hluta Lundúnaborgar og valda Englandi alvarlegu tjóni frá vel vernduðu fall- byssuvirki á meginlandinu. Á hinn bóginn er engin á- stæða til þess að álíta, að þessu eða öðru leynivopni myndi ekki vera svarað af bandamönnum með öðrum nýjum vopnum, eða það myndi draga úr þeim ásetn ingi Breta að berjast þar til sigur er unninn. Nasistaforingjarnir. ANDSTAÐAN gegn nas- istaflokknum er furðulega almenn í Þýskalandi. — En flokkurinn heldur landinu í járngreipum. — Nasisminn mun ekki falla eins og múr- ar Jerikóborgar. Gestapo er hin ósigrandi trygging fyrir \*aldi nasista yfir íbúum Þýskalands, í þessu varðliði einu saman eru um 500.000 manns. — Gestapo hefir skipulagt út í ystu æsar varnir gegn byltingum innanlands. Vjel byssuhreiðrum, sem líta út eins og smáskýli úr steini eða loftvarnabyrgi fyrir starfsfólkið, hefir verið komið fvrir á járnbrautar- stöðvum og gatnamótum stórborganna. Stormsveitar menn, vopnaðir sjálfvirkum vopnum, háfa í sínum hönd um hernaðarlega mikilvæg hornhús. Þegar Gestapo er að leita uppi óvini flokksins, beitir hún ægilegum aðferðum, er einna helst minna á miðald irnar og spánska rannsókn- arrjettinn. Af ásettu ráði er haldið við þessu andrúms- lofti. Handtökur fara fram að næturlagi eða snemma morguns, og þeir, sem hand tökurnar framkvæma, eru þögulir og illilegir. Engar skýringar eru gefnar, og hinum handtekna og fjöl- skyldu hans kemur helst í hug, að fórnarlambið eigi að fara beina leið í gálgann. Þegar skelfingin ein ber ekki nægilegan árangur, hikar Gestapo ekki við að egna til uppreisnar. Komist lögregluforingjarnir* að því, að eitthvað sje á seyði í á- kveðnum hluta landsins, senda þeir oft einhvern á vettvang til þess að efna til samsæris. Eftir að búiú er að „klekja út“ þessu sam- særi, kemur Gestapo til þess að handtaka samsæris- mennina. Þegar þörf er á fjölda- aftökum. er það starf oftast falið brúnstökkunum eða SS-sveitunum. — Þessum sveitum hefir einkum verið Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.