Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 4
4 m U k G U N ) *. L A Ð ) Ð Laugardagur 19. febrúar, 1944 Nefnd ákveði samgöngu leiðina austur Ný þingsályktunar. tilaga á Alþingi ÁTTA alþingismenn, þeir Eiríkur Einarsson, Bjarni Benediktsson,^Sigfús Sigur- hjartarson, sjP^Ur Thorodd- s sen, Jakob Möller, Páll Zóp- hóniasson, Magnús Jónsson og Sigurður Kristjánsson flytja svohljóðandi þingsályktunar- till. í, Sþ.: „Alþingi ályktar, að kosin skuli nefnd, skipuð 5 mönnum, er geri rökstuddar tillögur um: 1. Hver þeirra aðferða, er ræddar hafa verið og ráð- gerðar til öruggra sam- göngubóta frá Reykjavík austur á Suðurlandssvæðið skuli höfð, hvort járnbraut beri að leggja, eða umbæt- urnar miðaðar við bifreiða- veg. 2. Samgönguleiðina sjálfa, er sje valin frá þeim sjónar- miðum sameiginlega: a. að hún verði sem styst; b. svo örugg sem verða má til fullnægingar samgöngu- þörfum á öllum árstíðum; c. að alt í þessum efnum sje ákveðið og framkvæmt í sem bestu samræmi við vaxandi umferðar- og flutn ingaþarfir og hraðfara þró- un beggja megin fjallgarðs- ins. 3. Hvort hinar gagngerðu sam göngubætur, sem miðað er við í tölulið 1. og 2., geti talist á þann hátt fullnægj- andi, að eigi þurfi að full- gera án undandráttar vara- leiðir til vetrarflutninga, svo sem áformað hefir ver- ið. Þurfi að gera slíka vetr- arvegi, skal lega þeirra, framkvæmd verksins og kostnaður áætlað af nefnd- inni jafnframt því er varð- ar aðalbrautina. Nefndin skal gera samanburð á þeim leiðum og úrlausnarað- ferðum, er ræddar hafa verið og lúta að þessu málefni, og sje það gert á þann hátt, að al- menningi verði sem Ijósust þau rök, er nefndin byggir niður- stöður sínar á. — Nefndinni ber að semja kostnaðaráætlun um þær samgöngubætur, er hún leggur til, að gerðar verði, og gerir tillögur um árleg fjár- framlög og timabil það, er verkið skal framkvæmast á. Kosning nefndarinnar fer þannig fram, að fjórir nefnd- armenn skulu kosnir hlutbund inni kosningu af sameinuðu Alþingi, en vegamálastjóri vera sá fimti, og sje hann for- maður nefndarinnar. Tekur hún strax til starfa, og skal hafa lokið störfum og gert til- lögur til Alþingis fyrir lok maímánaðar 1944. Kostnaður við nefndarstörf- in greiðist úr ,ríkissjóði“. I greinargerð segir: Leiðin austur yfir ,,fjall“ er enn þá lokuð, þegar snjóinn leggur illa og biðtíminn kom- inn undir dutlungum veðrátt- unnar. Hellisheiðarvegurinn, sem nú er búið að, var lagður um 1890. Má svo kalla, að þró- unarsaga þessara samgöngu- leiða byrji þar og endi. Ekkert hinna stærri málefna, er varða verklegar framkvæmdir, hafa sætt jafnhraklegri vanrækslú. Það vantar ekki, að umbæt- ur á þessari samgönguleið hafi verið ræddar og margt lagt til málanna. — Munu mörgum enn í fersku minni hinar djarf- mannlegu tillögur Jóns Þor- lákssonar um járnbraut austur og áhugi hans í ræðu og riti fyrir því máli. En járnbrautin átti mótstöðumenn; varð hún þó til þess, að farið var að ræða um vegagerð, er stæði af sjer alla vetraráhættu, og má þar fyrst nefna tillögur Björns Kristjánssonar, þar sem gert var ráð fyrir yfirbyggingu veg- arins á þeim svæðum, er snjó- þyngsla mætti helst vænta. Eftir þetta virðist járnbraut- arvilji manna fara þverrandi með hinni auknu bíltækni síð- ari ára, enda hafa tillögur þær, er síðar koma til sögunnar, flestar miðast við bifreiðavegi. Eru þær orðnar harla margar, vísa í ýmsar áttir og mega telj- ast táknrænar fyrir þann dreifivilja og þau vetlingatök, er til þessa dags hafa aftrað öllu brautargengi. — Þannig var á Alþingi 1931 borið fram lagafrumvarp um vegargerð, er lægi um ,,Þrengslin“. Dag- aði það uppi á því þingi, en var svo flutt að nýju á þingi 1932 og varð þá að lögum. Var þar farið að tillögum vegamála- stjóra, og skyldi vegur þessi að byrja með gerður sem vetrar- vegur. Virtust margir þing- menn hafa áhuga fyrir vegar- gerðinni, og eru lögin enn í gildi, en vegurinn ósjáanlegur. Árið 1936 voru sett lög um Krýsuvíkurveginn (Suðurlands br^ut), er yrði varaleið til vetr arferða, og hefir nokkur spöl- ur þess vegar frá báðum end- um þegar verið gerður, en um 50 km, eru enn eftir. Þá hefir ýmsum þótt rjett að snúa sjer að endurbótum á Þingvallaleið til öryggis vetrarflutningum, en lítið hefir verið gert því til framgangs. — Jafnframt þessu hefir öðru hverju vaknað áhugi Alþingis fyrir gagngerðum um bótum í þessum samgöngumál- um. Þannig samþykti þingið nú fyrir fáum missirum tillögu um að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka vegarstæði aust- ur í sveitir, þar sem valin yrði hin skemsta og öruggasta leið til nota á öllum árstíðum. Eigi verður sjeð, að neitt hafi verið gert til að fylgja þeirri ályktun eftir. Nú hefir Alþingi á síðasta hausti samþykt álykt- un, er margir þingmenn fluttu, um undirbúning steinsteypu- vegar austur um Hellisheiði með breyttu vegarstæði þar sem þurfa þætti, eru áhrif þeirrar samþyktar enn ókunn. Loks liggur nú fyrir þinginu tillaga um 2 miljón kr. fram- lag úr ríkissjóði til framhalds Krýsuvíkurvegar. Auk alls þessa hafa svo ýms- ir áhugamenn gert tillögur um lausn málsins. Þeir éru enn til, sem segja, að rafknúin járn- braut sje það, sem koma skal. Einn leggur það til, að Hellis- heiðarvegurinn sje hafinn úr lautadrögunum til snjóljettari staða á heiðinni, og með því leysist málið; þá er enn ný til- laga um að smjúga fjöllin í grafgöngum og muni þá alt ganga fljótt og vel. Tillögurn- ar munu vera enn þá fleiri, en hjer skal staðar numið. Með framanskráðri tillögu leiða flutningsmenn með öllu hjá sjer að gera tillögur um vegarstæði, eða um lausn þessa mikla nauðsynjarnáls að öðru leyti. Þeir vilja einungis koma því til vegar, að úr þessu verði skorið án undandráttar af mönnum, er þar til sjeu hæfir og framkvæmi verk sín eftir tilvísun Alþingis sjálfs, óháð- ir þeirri togstreitu og sjergæð- ingi, sem þjóðlífið er svo ríkt af. — Ríkisstjórnirnar, hver af annari, vegamálastjórn lands- ins og Alþingi sjálft hefir hrak ið í þessum gerningaveðrum. Er nú nefndarinnar að koma öllu til rjetts vegar og gera rökstuddar, ákveðnar tillögur, er hvorki verði hægt að þegja nje tala í hel, heldur farið eft- ir óg framkvæmdir hafnar. Þykir aðstaða nefndarinnar styrkust með því að vera skip- uð á þann hátt, sem hjer er gert ráð fyrir. Þótt fáir virðist nú hafa á- huga fyrir járnbrautarlagn- ingu, svo sem drepið hefir ver- ið á, þykir rjett að benda hjer á allar aðferðir til lausnar þess um samgöngumálum, er rædd- ar hafa verið, svo að nefndin hafi það alt til samanburðar; er hennar að hafna og velja og gera grein fyrir rjettmæti nið- urstöðunnar. Ýmsum kann að þykja tími sá í styttra lagi, sem nefndinni er ætlaðúr til þess starfs, er tillagan felur henni, en þess er þá að geta, að margs konar at- huganir og rannsóknir, er lúta að verkefnum hennar, eru fyr- ir hendi hjá vegamálastjóra, gerðar á ýmsum tímum um þau vegarstæði, aðstöðu og aðferð- ir, er helst verður um að ræða. Þær upplýsingar, er nefndina kynni helst að vanta, er fræðsla um hina erlendu þró- un samgöngumálanna, til hlið- sjónar við starf sitt, en fyrir maílok ætti henni að vera hægt að afla sjer þeirrar fræðslu. — Þykir nauðsynlegt, að nefndin skili rökstuddum tillögum fyr- ir maílok, því að í júnímánuði n.k. mun Alþingi koma saman til fundar að nýju, og þurfa til- lögurnar þá að leggjast fyrir þingið til samþyktar. Æskilegt hefði verið, að nú þegar væri ákveðin fjárhæð til framkvæmda vegabótunum á næsta sumri, en slíkt er varla gerlegt, eins og á stendur. Hitt verður að hafa hugfast, að á júní-þinginu vérður fje að veit ást þegar í stað, er þingið hef- Franih,’ á 8í síðu. - Skúli Bergsveinsson IVIinning ÞANN 10. þ. m. andaðist að heimili sonar síns, Bergsveins bónda í Ögri við Stykkishólm, Skúli Bergsveinsson, nær 75 ára að aldri. — I dag verður hann til grafar borinn. Skúli var fæddur í Sviðnum á Breiðafirði 28. dag júnímán- aðar 1869, sonur hjónanna Ing- veldar Skúladóttur og Berg- sveins Ólafssonar, Teitssonar, bónda í Sviðnum. Ólst hann upp á barnmörgu heimili for- eldra sinna í Bjarneyjum og við misbreytt kjör eyjadrengs- ins bæði til sjós og lands. Ung- ur kvæntist hann frændkonu sinni Kristínu Einarsdóttur frá Skáleyjum árið 1898. Voru þau hjónin þrmenningar að ætt frá Eyjólfi Einarssyni í Svefneyjum. Vorið 1899 hófu þau búskap í Skáleyjum, bjuggu þar um 30 ár, að undanskildu einu ári, er þau höfðu Svefneyjar til ábúðar, var það á efri búskap- arárum þeirra. Skúli bjó lengst af á hálfum Skáleyjum eða 20 hundruðum. Fjelítill byrjaði hann búskap, en með hagsýni og hyggindum beggja hjónanna gerðist hann brátt gildur bóndi, eignaðist % hluta ábýlisins og bætti jörð ina á ýmsa lund. Börn þeirra hjóna: Berg- sveinn, búfræðingur og bóndi í Ögri við Stykkishólm, Gísli Kr. Skúlason, húsgagnasmíðá- meistari í Reykjavík og Ing- veldur Guðrún, hún andaðist ung að aldri árið sem foreldr- ar hennar bjuggu í Svefneyj- um. Fimm börn tóku þau til fósturs, ýmist nýfædd eða mjög ung og ólu upp. Skúli var mörg ár í hrepps- nefnd Flateyjarhrepps. Síðustu árin dvaldi hann í Ögri. ★ Bóndinn Skúli Bergsveins- son var mótaður í andrúms- lofti þeirrar hreyfingar, til bættra búskaparhátta, sem Torfi 1 Ólafsdal vakti um bygðir Breiðafjarðar. Og þótt ekki verði um hann sagt, að hann hafi skarað fram úr í stórhug eða verklegum fram- kvæmdum, þá var hann hygg- inn bóndi, svo ekki verður um deilt, og stóð hvergi ■ að baki þeirra manna, sem yrkja jörð sína og vinna heimilinu af drenglund og elju. Mjer er heldur ekki grunlaust, að sæti hans í hreppsnefnd eyjanna hafi verið skipað þeim manni, sem vakti athygli hinna að fullu. Annars mun það ekki vera á vettvangi bóndans eða ráða- manns hinnar litlu, samvirku fjelagsheildar, sem Skúla ber hæst í vitund þeirra, sem stóðu honum næstir í hvers- dagslegri önn tímans. — Ef til vill var það bernskan í sál hans, á svo undursamlegan hátt slungin glaðværu þreki og ró þess manns, sem lifað hafði ekki aðeins sumarmál og Jóns- m#ssu mannlegra kjara, held- ur einnig Þorrann og Góuna, sem olli hinum laðandi töfrum persónuleikans og markaði honum sjerstöðu. Flestum er þann veg farið, að alt frá há- degi æfinnar og fram til elli ber verund þeirra harla lítinn blæ bernskunnar. En mjer fanst altaí ósnortin æskan aug ljósari, snarari þáttur í eðli Skúla en annara manna. Og kannske er það stærsti sigur mannsins og um leið aðal starf hens í heimi sýndrar og utan að lærðrar mensku, að vera hispurslaust trúr hinum bernska upprunaleika til hinstu stundar, á langri æfi, og hafa þó áunnið skapgerð sinni skýrustu svipmót karlmensk- unnar. Því Skúli var karlmenni. — Hann var mikill að vallarsýn og stiltur í fasi. Hreinleiki í orðum og æðrulaus. Kuldi og vosbúð virtust bíta ver á hann en aðra menn. Þeim, er þessar línur ritar, er sjerstaklega minnisstæð bjartsýn ró hans, þrek og óbilandi hugur frá margri sjóferð í misjöfnu veðri um Breiðafjörð. Jeg var að vísu unglingur í foreldragarði, hann reyndur bóndi og rosk- inn, andbýlingur móður minn- ar, þegar jeg fyrst fór að hafa náin kynni af honum við sam- eiginleg störf búanna; en frá þeim stundum minnist jeg hans sem þess manns, er tekið hefir mig einna sterkustum tökum allra þeirra, sem jeg síðar hefi kynst. Hið hlýja þel hans laðaði æsku mína. Karlmannleg, glað . vær lund hans var manndómi mínum örfun og styrkur. Jeg veit, að jeg tala fyrir munn móður minnar og syst- kina, þegar jeg segi, að hljóð- um hugum og í heitri þökk minnumst við hans í dag, ekki aðeins sem elskulegs vinar og fjelaga, heldur einnig sem eins hins ágætasta manns, sem breiðfirskar eyjar hafa alið. Jón Jóhanncsson. Myndasafn barna og unglinga MYNDASAFN barna og ungl inga, heitir ný bók, Margir munu draga þá álykt- un af nafninu, að bók þessi sje prýdd fjölda myndum, fyrir börn og unglinga, en svo er ekki. I bókinni eru 32 auðar síður. Börnin sjálf eiga að klippa myndir, sem þeim lang- ar til þess að eiga, úr blöðum og tímaritum, og líma þær inn í bókina og skrifa það með eim, sem þau vilja. Með þessu móti geta börnin sjálf ráðið því, hvaða myhdir eru í safni þeirra og verður þar þá að sjálfsögðu eingöngu þær myndir, sem þau helst vilja eignast og hafa mesta ánægju af. y. Best ú auglýsa í Morgunblaðinu \t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.