Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. febrúar, 1944
MORGUNBLAÐIÐ
5-
Brgeí Srá SSIþsngfi:
Læknaskortur í strjálbýli — Stríðsyflrlýsing
kommúnista — Slitna einhverjir aftan úr?
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag
var til 2. umræðu á Alþingi
lagafrumvarp, sem miðar að
tveim lagabreytingum á skip-
an læknishjeraða í landinu. —
Önnur breytingin er sú, að tvö
læknishjeruð á Austurlandi,
Hróarstunguhjerað og Fljóts-
dalshjerað eru sameinuð í eitt
læknishjerað, þó »þannig, að
Borgarfjörður verði sjerstakt
læknishjerað. Hin breytingin
lýtur að þvi, að læknissetur í
Eyrarbakkahjeraði í Árnes-
sýslu, verði flutt frá Eyrar-
bakka að Selfossi.
Fjögur hjeruð læknislaus.
í SAMBANDI við þessar fyr-
irhuguðu breytingar á skipan
læknishjeraða, er ástæða til
þess að minnast nokkrum orð-
um á annað atriði. — Fjögur
læknishjeruð á landinu eru nú
og hafa um skeið verið læknis-
laus. Eru það Hróarstungu-.
Flateyjar-, Reykjarfjarðar- og
Hesteyrar-læknishjeruð. A. m.
k. tvö þessara hjeraða eru af-
ar víðlend. Þeim örðugleikum,
sem þetta ástanda skapar fólk-
inu í hinum læknislausu hjer-
uðum þarf ekki að lýsa. Öll
bráð læknishjálp er því ókleif.
Langur tími, jafnvel vikur,
getur liðið án þess að mögu-
legt sje að ná til læknis í ná-
grannahjeruðum. Hver læknis-
vitjun verður auk þess svo dýr,
að varla geta aðrir en efna-
menn veitt sjer hana. Eru þess
dæmi að ein sjúkravitjun kosti
þúsundir króna.
Mjer eru kunnugir staðhætt-
ir í tveimur þeim hjeruðum,
sem við þetta ástand búa, í
Hesteyrarhjeraði í Norður-ísa-
fjarðarsýslu og Reykjarfjarð-
arhjeraði í Strandasýslu. All-
ur nyrsti hluti Vestfjarðakjálk
ans, norðafi ísafjarðardjúps, alt
suður til Steingrímsfjarðar, er
læknislaus. Hesteyrarhjeraði
er þjónað af hjeraðslækninum
á ísafirði, að vísu duglegum
manni og harðfengnum. En slík-
þjónusta kemur að sáralitlu
gagni. Torsótt sjóleið skilur
ísafjarðarlækni frá hjeraðinu.
Símasamband er stopult og
mörg bygðalög hjeraðsins ein-
angruð.
í Reykjafjarðarhjeraði eru
aðstæðurnar litlu betri. Hjer-
aðsbúar þar verða að sækja
lækni til Hólmavíkur. Er sú
leið óralöng og með afbrigðum
erfið að vetrarlagi.
Þess gerist ekki þörf að lýsa
frekar því öryggisleysi og vand
kvæðum, er slíkar aðstæður
skapa. Kjarni málsins er,
hvernig úr þeim verði bætt, því
vissulega er fráleitt að líta á
þetta sem varanlegt frambúð-
arástand. Slíkt nálgast* í senn
fullkomiö siðleysi og hreina
fyrirlitningu á öllu velsæmi í
öryggis- og mannúðarmálum.
Samvinna heilbrigðisyfirvalda
og læknastjettarinnar nauð-
synleg.
HVAÐA ráð duga til þess að
fá lækna til þessara hjeraða?
Á það ber fyrst að líta, að
meginorsök þess að ekki hafa
um skeið fengist læknar í
þessi hjeruð, er sú, að ungir
læknar fælast aðgerðaleysi það
sem fámennið býr þeim. Er það
að mörgu leyti ekki óeðlilegt.
Á hitt ber þó að líta, að auðí
velt virðist að koma því svo
fyrir, að sami læknir þurfi ekki
að vera lengi í slíkum hjeruð-
um. Að lokinni dvöl þar um
nokkurt skeið, fengi hann betra
og fjölmennara hjerað. Launa-
kjör hans yrðu að vera mun
betri en annars staðar. Hefir
því og nú þegar verið þannig
fyrir komið. Launakjörin þurfa
þess vegna ekki 'að ráða bagga
muninn.
Með umbætur í þessum efn-
um fyrir augum, samþykti Al-
þingi 1942, lög þar sem ráð-
herra var heimilað að gera sex
mánaða þjónustu læknis í
læknishjeraði, að skilyrði fyr-
ir ótakmörkuðu lækningaleyfi.
Áttu þau að tryggja hinum
fámennu og afskektu læknis-
hjeruðum lækni.
Lög þessi voru illa þokkuð
af læknum, sem litu á þetta
sem þvingunarákvæði. — Hafa
þau lítt komið til framkvæmda
vegna þess, að megin þorri
læknakandidata, sem síðan
hafa útskrifast, hefir farið ut-
an til framhaldsnáms. Nú mun
það ákvörðun heilbrigðisstjórn
arinnar, að framkvæma þessi
lög jafnharðan og tækifæri
gefst.
En í þessu sambandi er rjett
að benda á atxáði, sem lítt hefir
verið rætt. Hingað til hefir heil
brigðisstjórnin fyrst og fremst
látið sig úrbætur í þessum efn-
um varða. Til þess virðist full-
komin ástæða að læknastjett
landsins láti sig þau einnig
nokkru skifta. — Hjer er um
menningar og mannúðai’mál að
ræða.
Læknastjett landsins hlýtur
að vera það ljóst, flestum öðr-
um betur, að læknisstörf mega
efki einungis miðast við fjár-
gróða. Sem víðtækast öryggi
fólksins, hvar sem það býr á
landinu, er þessvegna atriði,
sem læknastjettín sem slík,
hlýtur að hafa í huga.
Þess vegna verður að vænta
virkrar þátttöku læknastjettar-
innar sjálfrar í lausn þessa
vandamáls. Henni er fjarri því
að vera það óviðkomandi.
Að því ber því að stefna nú
þegar, að heilbrigðisyfirvöld
landsins og sámtök lækna, hefji
nána samvinnu um bráða úi’bót
í þessum efnum. Það er ekki
nægilegt að líta á læknaleysið
í strjálbýlinu, sem styrjaldar-
fyrirbrigði, er kunni að lagast
að stríðinu loknu og láta þar
við sitja. Slík afstaða er ó-
sæmileg.
I Reykjavík eru nú rúmlega
80 læknar með fullum lækna-
íjettindum, eða um 500 íbúar
á hvern lækni. Sætir raunar
fui’ðu, hvernig slíkur fjöldi
lækna fær þrifist hjer við sæmi
lega afkomu. ■— Einhvei’jum
kann að finnast það hæpin
staðhæfing, að læknar sjeu of
margir í Reykjavík. Ymislegt
bendir þó til þess að svo sje. En
hitt er einnig vitað, að.úti á
landi eru þeir of fáir. Þau met
verða heilbrigðisyfirvöld og
læknastjettin sjálf, með ein-
hvei’jum ráðum, að jafna.
Stríðsyfirlýsing kommúnista.
KOMMÚNISTAR'-Í Reykja-
vík hafa nýlega tilkynt að þeir
hafi efnt til liðssamdráttar í
boi’ginni. Jafnframt hafi þessu
liði verið falið að taka að sjer
ákveðna rjettarvörslu, sem sje
'að hafa „eftirlit með fram-
kvæmd“ ákveðinnar þýðingar-
mikillar löggjafar. Þessa á-
kvörðun sína hafa kommúnist-
ar virðingarfylst tilkynt lög-
reglustjórn bæjarins. Hjer er
um svo nýstárlegt fyrii’brigði
að ræða, að ástæða er til þess
að fara um það nokkrum orð-
um. Nokkur hópur manna í
þjóðfjelaginu lýsir yfir þeirri
sjerstöðu sinni, að hann telji
sig hafa rjett til þess, óumbeð-
inn, að taka í sínar hendur lög-
gæslu í landinu og framkvæmd
hennar. Nú hefir það værið svo
hjer, og í flestum löndum, þar
sem til er skipulagt ríkisvald,
að i’íkisvaldið eitt eða umboðs-
menn þess, hafa opinbera rjett
arvörslu með höndum. •— Á
hina nýstárlegu tilkynningu
verður því naumast litið öðru
vísi en sem nokkurs konar
stríðsyfirlýsingu á hendur rik-
isskipulagi í landinu.
Þeir sem að henni standa,
hafa þar með tekið sjer sjálfir
það vald, sem þjóðin hefir
fengið ákveðnum löglegum
starfsmönnum sínum.
Slíku tiltæki má gefa ýms
nöfn. Á öilum árum, síðan sið-
mentaðar þjóðir hurfu fi'á
stjórnleysi til kerfisbundms
stjórnskipulags, hefir það verið
orðáð við uppreisn eða a. m. k.
algerlega ólöglega sjálftöku.
Hverjar kunní að verða af-
leiðingar þessarar stríðsyfir-
lýsingar á hendur þjóðfjelag-
inu, verður ekki í'ætt hjei'. —
Trúlega má ætla að þær geti
orðið allvíðtækar. Enginn veit
nú hver næstur kann að telja
sig hafa öðlast þann rjett, sem
þjóðfjelagið eitt hefir hingað
til haft til framkvæmdar opin-
berri rjettarvörslu í landinu.
Kjarni þessa máls er þó sá,
sem i’jett er að komi fram
feimulaust þegar í upphafi,
að hjer er stefnt út í full-
komna upplausn og skefjalaust
ofbeldisástand. Er og vitað, að
að því er stefnt, af þeim öflum,
sem nú vinna að því undir yf-
irskini kjarabóta verkamönn-
um í Reykjavík til handa, að
hleypa skriðu dýrtíðar og at-
vinnuleysis yfir þjóðina.
Samkomulag — eða hvað?
UMRÆÐURNAR um fram-
kvæmd skilnaðarmálsins og
lýðveldisstofnunarinnar hafa
færst á fi'emur annarlegt stig.
Mikið hefir verið rætt um
nauðsyn þess. að þing og þjóð
sameinist um það mikla mál.
Lítum á það hver saga ,,sam
einingarinnar“ er. Vorið 1943,
eru allir flokkar sammála um
það á Alþingi að lýðveldi skuli
stofnað 17. júni 1944 og þá
einnig skilið við Dani. — Svo
virtist, sem öll þjóðin stæði
sameinuð um þá sameiningu
Alþingis. Stóðu þá miklar
vonir til giftusamlegrar lausn-
ar málsins.
En þessi fylking brast innan
þingsins. Röskur helmingur
minsta flokks þingsins kunni
ekki við sig í sameiningunni.
Á þéssu þingi hefir svo mestur
tími faríð i það að reyna að
sameina á ný. Fyrir skömmu
hjeldu menn að hin þráða sam-
eining væri fengin. Látið hafði
vei’ið að vilja „hálfa flokksins’4
um nokkur atriði, án þess þó að
bregðast málinu, stofnun lýð-
veldís og skilnaði á tilsettum
tíma. En enn á ný virtist sam-
einingin bresta. 17. júní mátti
ekki heldur nefna í þingsálykt-
unartillögu um þjóðhátíð á
Þingvöllum, þó hann hefði ver-
ið tekinn út úr sjálfri stjórn-
arskránni. Það fanst hinum
treggengu líka of mikill hrað-
skiinaður. Og nú veit trauðla
nokkur hvort eining er um mál
ið eða ekki.
Jeg hefi verið einn þeirra
manna, sem mikils hafa talið
um vert, að þing og þjóð stæðu
sem best saman í þessu mikla
máli. Jeg hefi viljað margt til
vinna til þess að ná samein-
ingu, en þó ekki það, að svíkja
sjólft málið. ,Um það getur
aldrei orðið sameining. Þeir
menn á Alþingi og utan þess,
sem krefjast sameiningur um
það, verða að slitna aftan úr
og það sem fyrst. Næstu dagar
munu skera úr um það, hverjir
þeir alþingismenn verða.
S. Bj.
25 ára afmæli Norræna ffelagsins
NORRÆNAFJELAGIÐ verð-
ur 25 ára þann 1. mai’s n. k. —
I tilefni afmælisins gengst deild
fjelagsins hjer fyrir hátíðahöld
um.
Norrænafjelagið var stofn-
að þann fyrsta mars í Sví-
þjóð, en það sama ár voru
stofnaðir deildir í Noregi og
Danmörku. Islandsdeildin var
stofnuð 1922 og í Finnlandi ’24.
Tíðindamaður blaðsins átti
tal af ritara fjelagsins, Guð-
laugi Rósinkranz
Stofnun Norrænafjelagsins er
tilorðin með þeim nætti, að þeg
ar síðasta heimsstyrjöld var
háð, var samstarf Norðurlanda
þjóðanna mikið og til að auka
og styrkja það samstarf var
Norrænafjelagið stofnað.
Þeir, er gengust fyrir stofn-
uninni, komu saman í Dan-
nxörku í febrúarmánuði 1919.
Voru þar mættir af háifu Dana,
Neergaard, þáverandi forsætis-
ráðherra og próf. Aage Triis,
sagnfræðingur, Svía Carelson
og próf. Heckscher þáverandi
f jármálai’áðherra og Norð-
manna Joh. L. Mowinckels,
þáverandi forseti norska Stór-
þingsins.
Starfsemi fjelagsins er lands-
mönnum kunn. Mörg námskeið
hafa verið haldin, t. d. stú-
denta og kennara, er bæði voru
haldin hjer á árunum 1936 og
’37, ennfi-emur fyrir verslunar-
menn, blaðamenn o. fl. Síðustu
árin mættu altaf einhvei’jir að
hálfu Islendinga.
Stofnendur íslandsdeildar
voru Sveinn Björnsson, ríkis-
stjóri og próf. Fridrek Paasche,
en fyrsti formaður fjelagsins
var Matthias Þórðarson, þjóð-
minjavörður. Fjelagið starfaði
ekki í nokkur ár, en var svo
endurreist undir forystu próf.
Sigurðar Nordals og Guðlaugs
Rósinkrans, var tala fjelags-
manna þá tugur manna, en er
nú orðin tæp 1.200.
Afmælisins verður minst með
útvarpskvöldi 1. mars. Verður
það samfeld dagskrá, ræður,
upplestur og hljómleikar. Ræðu
menn verðal formaður fjelags-
ins Stefán Jóh. Stgfánsson, Tóm
as Guðmundsson skáld, flytur
fi'umsamið kvæði í tilefni af-
mælisins, Pálmi Hannesson,
rektor, ritari Norrænafjel., Guð
laugur Rósinkranz og Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason, skólastjóri.
Milli einstakra atriða verða
svo leikin og sungin norræn
lög. 3. mars verður samsæti að
Hótel Borg, aðalræðumaður
verður dr. Björn Þórðarson,
forsætisráðhei'ra, tvöfaldur
„kvartett“ syngur o. fl„ að lok-
um verður dans stiginn.
5. mars verða norrænir tón-
leikar í Gamla Bíó, fyrir fje-
lagsmenn og gesti þeirra. Verða
þar flutt tónverk eftir ýms
þektustu tónskáld Norðurlanda,
flutningin annast hljómsveit
undir stjórn dr. Vietor Ur-
banthitsch. Kjartan Sigurjóns-
son syngur einsöng með undir-
leik Páls ísólfssonar, en að
lokum syngur Karlakórinn Fóst
bræður undir stjórn Jóns Hall-
dórssonar.
Mesta áhugamál Noi’rænafje-
lagsins er, að hin fyrirhugaða
Norrænahöll við Þingvellir,
komist upp, áður en fjelagið
hjer á 25 ára afmæli, en þegar
hafa nokkrir fjelagsmenn lagt
fram samtals 65 þús. kr. í bygg-
ingarsjóð fjelagsins.
Stjórn Norrænafjelagsins
skipa: formaður Stefán Jóh.
Stefánsson og ritari Guðlaugur
Rósinkranz, aðrir meðstjórnend
ur eru Jón Eyþórsson, Páll ís-
ólfsson og Vilhjálmur Þ. Gísla-
son.