Morgunblaðið - 19.02.1944, Blaðsíða 6
6
1 r®> '
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagnr • 19. febrúar 1944
Útg:: H.f, Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Framtíð og fortíð
ÞEGAR MENN NÚ ræða það, hvaða stefnur sje lík-
legt að verði ofan á um stjórn þjóðfjelagsmálanna eftir
stríð, er ekki sjaldgæft að heyra því fleygt, að stefna
einkaframtaksins og frjálsrar samkepni hafi verið komin
í strand hjer fyrir stríð, hafi þá verið búin að brjóta sinn
bát í því efnahagslega öngþveiti og kirkingi framleiðsl-
unnar, er við áttum við að stríða. Svo tala menn með
fjálgleik um skipulagninguna, sem koma skuli og koma
þurfi sem bjargráð komandi tíma.
Að mörgu leyti er slíkt tal broslegt. Þaú er eins og hjer
hafi aldrei verið gerðar tilraunir til þess að skipuleggja?
Hvaða stefna var það, sem ríkti hjer í einu og öllu eftir
valdatöku Framsóknar og Alþýðuflokksins upp úr al-
þingiskosningunum 1934 og alt fram undir stríðsbyrjun?
Var það trúin á einkaframtakið og frjálsan atvinnurekst-
ur, sem sat við stýrið?
Sannleikurinn er sá, að skipulagningar-faraldur ríkis-
forsjármanna fór um allar atvinnugreinar landsmanna
eins og logi um akur. Verslun og viðskifti, iðnaður, sam-
göngur, sala og meðferð innlendra afurða — alt var þetta
háð blessunarlegri forsjá opinberrar skipulagningar.
Nefndir og aftur nefndir, réglugerðir, eyðublöð, form og
skýrslur hauguðust upp eins og nokkurskonar hreins-
unareldur eða innsigli skipulagningarinnar, er vera skyldi
allra meina bót.
Þegar ekki dugði til, var ríkið beinlínis látið hlaupa
undir bagga með styrkjum, ívilnunum og allskyns náð-
argjöfum hinnar miklu blessunar hins opinberá skipu-
lags.
Og sannarlega þróaðist margskonar gróður í þessum
frjóa jarðvegi. Flokkspólitísk forrjettindi, misbeiting hins
náðasamlega valds skipulagningarinnar, doði og drungi
skriffinskunnar, voru alt þektir frjóangar hinnar nýju
stefnu skipulagspostulanna, að vísu misjafnlega vel virtir
af alþýðu manna.
Það eru til tveir dómar um blessun þá, sem skipulagn-
ingar-stefna ríkisforsjár-mannanna leiddi yfir landið á
þessu tímabili. Þeir eru ekki úr herbúðum þeirra, sem
börðust gegn blessuninni, þvert á móti. Annar frá þáver-
andi þingmanni Alþýðuflokksins, kveðinn upp á Alþingi
1940, um þá grósku er andlegu lífi þjóðarinnar hafði
hlotnast af skipulaginu. Honum finst þeir ekki svo fáir,
„sem hafa orðið varir við og fengið á að kenna hinu hálf-
og alnasistiska ófrelsi, íhlutunarsemi, slettirekuskap,
snuðri og jafnvel hótunum, sem virðast vera að leggjast
eins og pestarfarg yfir alt andlegt líf í þessu landi“.
Hinn dómurinn var kveðinn upp af formanni aðalvalda-
flokksins umrætt tímabil, Framsóknarflokksins, í Tím-
anum haustið 1939. Hann hljóðar um efnahagsþróunina:
„Fjárlög landsins eru ein samfeld keðja af styrkjum til
allra atvinnuvega og allra stjetta. Menning samtíðarinn-
ar hjer á landi hefir nú um stund ekki lagt nema að>
nokkru leyti áherslu á sjálfsbjargarviðleitnina.-En
inn í þessa þróun hefir ormur alhliða síyrkveitinga skrið-
ið og nagað stofninn. Menn fá styrki til að eignast báta,
styrki til að byggja hús og rækta jörðina, styrki til að
kaupa landbúnaðarvjelar, sem eru látnar liggja undir
klaka og snjó að vetrinum“, o. s. frv. —
Það er áreiðanlegt að við erum ekki alveg ókunnugir
ágætum hinnar opinberu skipulagningar. En reynslan í
þeim efnum er sannarlega fremur til viðvörunar en eftir-
breytni, er leggja skal hornsteina að framtíðar þróun
þjóðfjelagsmálanna eftir stríð.
Einkaframtakið og frjáls athafnastarfsemi strandaði
ekki af eigin verðleikaskorti til þjóðfjelagslegra umbóta
á árunum fyrir stríð. Hvorttveggju var bægt til hliðar í
gerningaþoku skipulagningarinnar, ríkisafskifta og opin-
berrar ráðsmensku, er pólitísk valdaaðstaða skapaði viss-
u.m flokkum í landinu.
Erlenl vHrlit.
Athygilsverðasta styrjaldar-
fregnin er síðast hefir borist, er
af árás Bandaríkjaherskipa og
flugvjela á „mesta virki í
heimi“, hið Japanska eyvígi
Truk í Carloine-eyjaklasanum.
Að vísu er ekki enn nákvæm-
lega vitað, hversu mikil árás
þessi er, en hún hefir komið
hernaðarfregnriturum yfirleitt
mjög á óvart, þar sem þeir
hugðu, að miklu meiri undirbún
ing þyrfti til slíkrar árásar, en
Bandaríkjamenn virðast hafa
haft eftir árásir sínar á Gil-
berts- og Marshalleyjar. — ft)ð
sem er vitað um árásina, enn
sem komið er, er að hún var
gerð af herskipum með aðstoð
nokkur hundruð flugvjela, svo
allmörg flugvjelaskip hljóta að
hafa verið þarna með í förinni.
— Japanar segja, að ait setulið
hins mikla virkis eigi í hörðum
bardögum, en nefna ekki bein-
línis, að landganga hafi verið
gerð, heldur lítur frekar út, af
fregnum þeirra, að hjer sje um
vopnaða könnunarferð að ræða.
Japanar hafa haft mikla
leynd um stöðvar sínar í Truk,
og hafa engir útlendir menn
fengið að koma þangað langa
lengi. — Truk er eyjaklasi, sem
liggur innan mikils hringrifs,
og er lónið svo stórt, að sagt
er, að allir flotar heims gætu
legið þar. I lóninu eru margar
eyjar, þar sem eru ágætar hafn
ir, en á hringrifinu, sem er all-
hátt, hafa Japanar komið fyrir
fallbyssum og flugvellir hafa
verið gerðir á eyjunum. Er
Bandaríkjaflugvjelar flugu yfir
stöðvar þessar fyrir skemstu,
voru 25 japönsk herskip í hinu
mikla lóni. — Truk-eyjarnar
eru annálaðar fyrir fegurð og
loftslag er þar ágætt, þótt stund
um geysi fellibyljir miklir.
Á landgöngusvæðinu við
Róm hafa Þjóðverjar aftur haf-
ið áhlaup sín og stóðu þau all-
an daginn í fyrradag með mik-
illi hörku, en breytingar eru
ekki sagðar hafa verið teljandi
eftir bardagana. Bandamenn
beita nú öllum flugher sínum
þarna til varnar, og er líklegt
að enn verði orusturnar langar
og tvísýnar. Á syðri vígstöðv-
unum hafa engar breytingar
orðið frekar en áður, og er enn
barist um húsarústir í Cassino
og þykir frásögur færandi, ef
sótt er fram um 150 metra á
dag. Frá áttunda hernum eru
heldur engin tíðindi sögð.
Undanhald Þjóðverja í Rúss-
landi heldur áfram og-hafa þeir
nú yfirgefið borgina Staraya
Russa, þar sem 16. her þeirra
var innikróaður v'eturinn 1941
—1942. Mun þetta gert vegna
sóknar Rússa í áttina til Pskov,
en hún hefði auðveldlega getað
rofið samgönguleiðir við
Staraya Russa. — I Dnieper-
bugnum hrósa Rússar sigri á
innikróuðu þýsku liði, en Þjóð-
verjar segjast í dag hafa getað
komið sveitum þessum til hjálp
ar. Annarsstaðar gerist ækkert
markvert á vígstöðvum þess-
um.
\hlverjL óbrijc
ar:
'L/r ÁciCýleCýCi Ííjl
Björgunaráhöltl eru
við Tjörnina.
ÞAÐ VAR spurt að því hjer í
dálkunum í gær, hvað orðið
hefði af björgunaráhöldunum,
sem Slysavarnafjelagið ljet setja
upp við Tjörnina. Bent var á, að
nauðsynlegt væri, að þessi björg
unartæki væru fyrir hendi, því
að slysahætta væri þarna mikil.
Jón Oddgeir Jónsson kom að
máli við mig í gær útaf þessari
fyrirspurn og veitti mjer eftir-
farandi upplýsingai’:
„Björgunarkaðlar hafa verið í
allan vetur við Tjörnina á eftir-
töldum stöðum: í anddyri Bún-
aðarfjelagshússins, í portinu hjá
ísbirninum, á skúr Skautafjel.
Rvíkur og hjá umsjónarmanni
Miðbæjarbarnaskólans, eða á
tveim fleiri stöðum en undan-
farna vetur. Starfsmenn á áður-
töldum stöðum hafa góðfúslega
tekið -að sjer að sjá um, að björg
unarkaðlarnir sjeu á sínum stað
og ennfremur að veita því at-
hygli, ef einhver fellur niður
um ísinn, og að honum verði
veitt hjálp með björgunarköðl-
unum. Þá hefir og lögreglunni
verið tilkynt, hvar björgunar-
kaðlarnir eru geymdir".
•
Sorglegur skrílsháttur.
„ÞAÐ er eðlilegt , að fólk
spyrji, hversvegna björgunartæk
in sjeu ekki höfð, eins og áður,
í kössum, merktum Slysavarna-
fjelaginu, utan á Búnaðarfjelags
húsinu og ísbirninum, segir Jón
Oddgeir. En það er vegna þess,
að skemdarfýsn unglinga þeirra,
sem þráfaldlega leika sjer við
Tjörnina, er svo mikil, að ör-
yggisáhöld fá ekki að vera í
friði. T. d. var björgunarkaðli
úr kassa þeim, sém verið hefir
utan á Búnaðarfjelagshúsinu,
stolið sjö sinnum sama veturinn
og kassinn tvívegis brotinn og
að mestu eyðilagður.
Svipaða sögu er að segja um
öryggistækin við ísbjörninn. —
Þ^tta er sorglegur skrílsháttur
og ekki von til þess, að Slysa-
varnafjelagið geti viðstöðulaust
látið tækin verða ræningjum að
bráð. Það var því ekki um ann-
að að gera, eins og áðan var
minst á, en að láta björgunar-
kaðlana á minna áberandi staði
og biðja vissa menn fyrir þá.
Þannig hefir vörður Skautafje-
lagsins jafnan látið björgunar-
kaðalinn hanga utan á skýli fje-
lagsins í Hljómskálagarðinum,
þegar fólk er á skautum á Tjörn
inni, en tekið hann inn þess á
milli.
Þessi fyrirspurn Víkverja er
okkur kærkomið tækifæri til
þess að skýra bæjarbúum frá
því, hvað fjelagið hefir átt við
að stríða í þessum efnum. En
þá er spurningin: Úr því að frá
því hefir nú verið sagt opinber-
lega, hvar tækin eru geymd, hve
lengi fá þau þá að vera þar í
friði fyrir skemdarvörgum, sem
ekki gera sjer það ljóst, að stuld
ur slíkra tækja getur hæglega
kostað mannslíf?"
©
Ljótt er að heyra . . .
ÞANNIG fórust Jóni Oddgeiri
orð og er ljótt að heyra lýsingu
hans á skrílshættinum. Orygg-
istækin við Tjörnina þurfa að
vera á þeim stöðum, þar sem all-
ir geta sjeð þau, því eng-
in vissa er fyrir því, að þeir
menn, sem nú geyma þau, sjeu
til taks, ef slys ber að höndum.
Jeg vil nú gera að tillögu minni,
áð reynt verði enn einu sinni að
setia björgunartækin á þá staði,
inu
þar sem allir geta náð til þeirra
og hafa um leið eftirlit með því,
hverjir þeir skemdarvargar eru,
sem leyfa sjer að stela björgun-
artækjunum. Það gæti t. d. orð-
ið til hjálpar að setja skilti á
björgunarkassana, sem á væri
letrað: „Misnotkun stranglega
hegnt“, eins og stendur á bruna-
boðunum. Það er vísu hætta á,
að altaf sjeu til ómenni, sem ekki
hika við að stela björgunartækj-
um, en ef til. vill væri hægt að
hafa hendryp í hári þeirra og
birta nöfn þeirra á ópinberum
vettvangi. Það gæti orðið þeim
sjálfum til skammar og öðrum
til viðvörunar.
©
Minnismerki drukn-
aðra sjómanna.
ÞAÐ ER ekki vansalaust, að
hjer í höfuðborg landsins skuli
ekki vera til veglegt minnis-
merki um druknaða sjómenn.
Nýlega hefir Ilörður Bjarnason
arkitekt vakið máls á þessu og
bent rjettilega á, að t. d. Vest-
mannaeyingar sjeu á undan okk
ur í þessum efnum.
Það er aðeins til eitt minnis-
merki um druknaða sjómenn
hjer í bæ. Er það litla vitaminn-
ismerkið, sem reist var yfir ó-
þekta sjómanninn í Fossvogs-
kirkjugarði. Á sjómannadaginn
ár hvert minnast íslenskir sjó-
menn látinna fjelaga sinna á
þeim stað.
Minning íslenskra sjómanna,
sem látið hafa lífið við skyldu-
störf sín, á það skilið, að henni
sje haldið á lofti og að við gltíym
um adrei þeim fórnum, sem
færðar eru Ægi árlega. Það mun
vera til vísir að sjóði, sem ætlað-
ur var til þess að standast kostn
að af byggingu minnismerkis
um látna sjómenn. Þenna sjóð
þarf að efla og vinna að því, að
reist verði hið fyrsta virðulegt
minnismerki um íslenska sjó-
menn, sem látið hafa lífið í bar-
áttunni við Ægi.
•
Lýsing dómkirkju-
klukkunnar.
DÓMPRÓFASTURINN, síra
Friðrik Hallgrímsson, hefir skýrt
mjer frá því, að hann hafi hvað
eftir annað reynt að fá dóm-
kirkjuklukkuna upplýsta. Árang
urinn var sá, að komið var fyrir
ljóskeri, sem lýsti upp þá skífu
klukkunnar, sem snýr að Aust-
urvelli. En svo þurfti að nota
þetta ljósker á skautasvellinu á
Tjörninni og Var það þá tekið
burtu. Annað ljósker var sett í
staðinn, en það hefir þann galla,
að ekkert gler er í því og þeg-
ar snjókoma er eða rigning,
tílotnar það og ljósperan eyði-
legst.
Það er til áætlun yfir, hvað
það myndi kosta að lýsa upp
allar skífur klukkunnar að ínn-
anverðu. Liggur sú kostnaðar-
áætlun hjá bæjarráði. Það er
Reykjavíkurbær, sem á klukk-
una á dómkirkjunni og bænum
ber að halda henni við og gera
þær endurbætur á henni, sem
nauðsynlegar kunna að þvkja.
Væri heppilegt, að það yrði gert
sem fyrst.
Finskur ráðherra far-
inn heim.
Stokkhólm í gærkveldi. —
Sænska útvarpið sagði í kvöld,
að finski innanríkisráðherrann
Leo Ehrenrot, hefði farið loft-
leiðis í dag frá Stokkhólmi á-
leiðis heim til Helsinki.