Morgunblaðið - 26.02.1944, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 26. febrúar 1944
Anna Guðmundsdóttir
Minning
í dag verður flutt til hinstu
jh hvíldar Anna Guðmundsdóttir,
Baugsvegi 29, kona Lárusar
: Jónssonar, skrifstofumanns hjá
Tóbakseinkasölu ríkisins. Hún
var dóttir hjónanna Júlíönu
Sveinsdóttur og Guðmundar
Jónssonar stórkáupm., stofn-
anda versl. Brynju hjer í bæn-
um.
Anna var fædd 7. mars 1917
og andaðist 18. þ. m. eftir stutta
legu. Hún var því tæpra 27
ára gömul, er hún ljest. Þetta
er stutt ævi, og því ekki langa
ævisögu að rekja. En hjer hef-
ir skeð sorglegur atburður.
Ungri konu er svipt burtu frá
syrgjandi eiginmanni, þremur
ungum börnum, foreldrum og
systkinum, einmitt þegar starf
hennar er nýbyrjað. Framtíð-
in brosir við henni, leiðin virð-
ist greið, og bjart er og fagurt
upi að litast á heimilinu, þar
sem ungu hjónin eru sæl í ást-
ríkri sambúð og innilegri um-
hyggju fyrir litlu börnunum
sínum, og foreldrar hennar,
sem búa í sama húsi, njóta á-
nægjunnar af samvistunum við
dóttur sína og tengdason, og
sækja yndi sitt jafnframt til
dótturbarnanna, sem auðvitað
eru augasteinar afa og ömmu.
En alt í einu dregur ský fyr-
ir sól. Hún, sem var lífið og
sálin í þessu öllu, fellur fyrir
aldur fram, í blóma lífsins.
Eftir standa áStvinirnir lostnir
í
Rarmi, svo sárum, að þeim finst
sem nú sje ekki framar um
neina lífshamingju að ræða —•
öll ánægja, öll gleði er horfin
með henni.
Anna var ein þeirra kvenna,
sem alsstaðar koma fram til
góðs, enda var hún elskuð og
virt af öllum, sem af henni
höfðu kynni. Hún var mikilhæf
j kona, úrræðagóð og hjálpsöm
öllum, sem hún náði til og
þurftu á hjálp hennar að halda.
Það var aðdáanlegt, hversu
lagið henni var að gera gott úr
öllu, og leita jafnan að og finna
björtu hliðina á hverju, sem
að höndum bar. Heimili sínu
stjómaði hún með prýði. Hún
var ljós og yndi eiginmanns
síns, ástrík móðir barna sinna,
'og foreldrum sínum og systkin-
um var hún alt í senn, ljúf og
umhyggjusöm og ómetanlegur
ráðunautur og leiðtogi
Það er ætíð sárt, þegar ástvin
ir þurfa að skilja. Og mikil þol
^ raun er það þeim, sem eftir
j lifa, þegar ung og elskuleg kona
deyr frá nýlega stofnuðu heim-
ili, eiginmanni og ungum börn
um. Við spyrjum í ráðleysi:
Hversvegna skeður þetta?
Hversvegna deyr ung móðir frá
^börnum sínum? Við skiljum
þetta ekki, og það er erfitt að
sætta sig við það, sem maður
ekki skilur. En skilningur okk-
ar nær skamt. Ef til vill væri
sorgin ekki svo sár, ef við hefð
um gleggri skilning og sæjum
lengra. En við verðum að sætta
okkur við það sem er. Hitt vit-
um við, að alt i tilverunni er
breytingum undirorpið, en ófor
gengilegt í eðli sínu. Hið minsta
.duftkorn er eilíft í þeim skiln-
ingi. Hví skyldi ekki þetta lög-
mál ná til þess, sem er öllu
æðra — sjálfs lífsins?- Þá trú
hljótum við öll að játa. Þess
vegna finna þeir, sem missa
ástvini sína hjer á jörð, þá
huggun í sorg sinni, að þeir,
sem hjer eru að skildir, eiga
eftir að hittast aftur, þar sem
lífið er það fullkomið, að sorg-
aratburðir á borð við þann, sem
hjer hefir skeð, geta ekki átt
sjer stað.
í þeirri trú kveðjum við ungu
konuna, sem hjer var svo
gnögglega burtkölluð.
B. J.
Kristján Siggeirs-
son imfegur
Kristján Siggeirsson kaup-
maður og húsgagnasmiður er
fimtugur í dag, fæddur jí
Reykjavík 26. febr. 1894. Hann
lærði húsgagnasmíði hjá Jóni
sál. Halldórssyni og lauk sveins
prófi í henni 19 ára gamall,
árið 1913. Eftir það vann hann
að húsgagnasmíði, útgerð o. fl.
uns hann árið 1919 stofnaði hús
gagnaverslun þá og húsgagna-
smíðaverkstæði (stofnað
nokkru síðar), er hann rekur
enn í dag.
Þótt Kristján sje ekki eldri
en þetta, hefir hann með dugn
aði og lipurð unnið sig upp í
fremstu röð iðnaðarmanna og
reykvískra athafnamanna. —
Hann er sanngjarn og lipur í
samningum, og hafa þeir eig-
inleikar hans kofnið að góðu
gagni við kaupí og vinnusamn-
inga í sjergrein hans. Hann er
ötull og áhugasamur fjelags-
maður, formaður Húsgagna-
meistarafjelags Reykjavíkur og
forvígismaður í fleiri fjelags-
málum, glaður og reifur í góð-
kunningja hóp og vinsæll með-
al allra, er kynnast honum og
vinna með honum. Hann er
kvæntur Ragnhildi, dóttur
Hjalta konsúls Jónssonar, hinni
ágæustu konu. —- inn.
Jeep-bílar fyrir
almenning
Washington. — Fjelag það,
er framleiðir hina svonefndu
Jeep-bíla, Willys Overland í
Toledo, — hefir tilkynnt í árs-
skýrslu sinni, að það hafi í
hyggju að framleiða Jeep-bíl-
ana fyrir almenning eftir
styrjöldina, og er þetta álitin
staðfesting á fregnum, sem fyrr
hafa verið á kreiki um sama
efni. Mun framleiðsla þessara
bíla að líkindum verða komin
í fullan gang, áður en aðrar bif-
reiðasmiðjur eru tilbúnar að
snúa sjer frá hernaðarfram-
leiðslunni með fyllsta hraða.
Vitað er, að fjöldi manns vill
eignast Jeep-bíla eftir stríðið,
því þeir eru til margra hluta
nytsamlegir
Aðrir bifreiðaframleiðendur
segja, að þeir sjeu ekki hrædd-
ir við samkepni Jeep-bílanna,
maður, bæði á heimili og við
störf áín. Hann var hagsýnn og
mikilvirkur og sjerstaklega vel-
virkur. Með sinni ljettu lund
hafði hann lífgandi áhrif á sam
starfsmenn sína, og ljetti váfa-
laUst oft með því stærri og
smærri áhyggjum af þeim sem
kyntust honum. Jón eignaðist
marga vini á langri æfi, en átti
enga óvildarmenn, og sannar
það best mannkosti hans og
ljúímensku.
Einn af vinum hans.
Minningarorð um Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson bóndi að
Stóragerði í Oslandshlíð, er lát
inn, og í dag verðúr hann til
moldar borinn að Hólum í
Hjaltadal. Hann var fæddur í
Grímsgerði í Fnjóskadal, 26.
september 1870. Þar bjuggu for
eldrar hans, þau Sigurður Jóns
son og Friðrika Kristjánsdóttir.
Nokkrum árum síðar fluttist
hann með foreldrum sínum að
Hálsi í Fnjóskadal, síðan að
fornastöðum og við þann bæ
var hann oftast kendur á yngri
árum sínum. Ekki er mjer kunn
ugt um, hve lengi hann dvaldi
þar, en í Fnjóskadalnum ólst
hann upp fram á fullorðinsár.
Frá unga aldri var hann
hneygður fyrir smíðar. Á heim
ili hans var nógur viður, þar
var feldur skógur til heimilis-
nota, og þangað heim var dreg-
inn rekaviður til smíða. Hann
vandist því snemma að hag-
nýta viðinn, og gera úr honum
gripi. Síðar lærði hann trje-
smíði og lauk prófi í þeirri iðn.
Á Akureyri dvaldi hann nokk
ur ár við smíðar, og þar kyntist
hann eftirlifandi konu sinni,
Níelsínu Kristjánsdóttir. Eign-
uðust þau þrjú börn, Kristján,
sem nú er bóndi í Stóragerði,
Þóru sem gift var Friðriki Guð-
mundssyni á Höfða, (hún dó
aðeins 26 ára gömul) áttu þau
einn dreng, sem alist hefir upp
hjá afa sínum og ömmu í Stóra-
gerði. Gestur er yngstur barna
Jóns. Hann er nú viðskipta-
fræðingur og búsetttur hjer í
Reykjavík.
Um 1910 fluttist Jón með
konu sína og börn vestur í
| Skagafjörð, að Hólum í Hjalta-
Idal. Þar var hann smíðakenn-
ari í nokkur ár. En síðustu tutt
ugu árin átti hann heimili i
Stóragerði í Oslandshlíð.
Meðan Jón Sigurðsson var
smíðakennari á Hólum, fóru
margir nemendur Hólaskóla
heim með fagra smíðagripi sem
prýddu margt heimili Norðan-
lands. Ekki voru það þó smíða-
gripirnir einir, sem hjeldu uppi
minningu Jóns í hugum nem-
enda hans, heldur fyrst og
fremst hinar mörgu og góðu og
skemtilegu minningar um kenn
arann, sem altaf var jafn við
alla, glaður og viðmótsþýður,
enda virtu þeir hann mikið. Jón
Sigurðsson var dagfarsgóður
LoMipaferðir
ráðgerðar effir sfríð
Washington —: Verið er að
gera áætlanir um farþega- og
póstflutninga með loftskipum
eftir stríðið. Eiga loftskip þessi
að geta flogið um 12.000 mílur,
eftir því, sem Loftskipafjelag
hinna sameinuðu þjóða hefir
tilkynt. Hefir fjelag þetta sótt
um leyfi yfirvaldanna til þess
að hafa ferðir milli Washing-
ton, Rio de Janeiro, Calcutta,
Dakar, Höfðaborgar, Zanzibar,
Moskva, Glasgow, Brisbane,
Honolulu, Chungking og Dar-
win. Loftskipin munu geta tek-
ið 350 farþegá og 75 smálestír
af öðrum farmi, og munu öll
fargjöld verða lægri en með
flugvjelum, að því er áðurnefnt
hlutafjelag tilkynnir.
Stokkhólmi: — Nýju olíu-
skipi, 13.400 smálestir að stærð,
knúnu diesel-vjelum, hefir
nýlega verið hleypt af stokk-
unum í Svíþjóð. Hlaut skipið
nafnið Sveaborg. Búist er víð
að það gangi 14 mílur full-
hlaðið.
fOOOOOOOOQOíXXXJOOOðOOOOOOOOOtfÖOOOOOðOOðOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO]
X - 9
Eftír Robert Storm
1» (xxx>ooo<xx><xxx>ooooooooo<K>ðo í^x^oooooooooooooooooooooooöí
BO&H, l'/H BUT ALL I
CAN REMEMBER ABOúl 7HE CAR
IHAT ' VT THAT tSU'V t& THAT IT
\NAS A 6REEN SEDAN ! THB
UCEN6E HAD AN *X" AND
A "SEVEN" IN ITj
Mjer þykir það leitt, en það eina, sem jeg get
munað um bílinn, er, að það var græn „drossia“,
og að það var x og sjö í númerinu. — Maðurinn
var ennþá í yfirliði þegar stúlkan 6k af Stað.
X-9: — Taktu nafn drengsins og heimilisfang, X-9: — Til næsta sjúkrahúss. Jeg reikna með
lögregluþjónn. . i því, að Stúlkan fari með Alexander þangað.
Nokkrum mínútum seinna. % — Það besta er að opna fyrir senditækið og gera
Lögregluþjónninn: —1 Hvert skal nú halda, X-9? öllum læknum og sjúkrahúsum aðvart.