Morgunblaðið - 08.03.1944, Side 6

Morgunblaðið - 08.03.1944, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagttr 8. mars 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík T'ramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ljúft og skylt EFTIR að átökin hörðnuðu í Danmörku á síðastliðnu sumri, er hinir erlendu drotnarar, sem þar ráða ríkjum, fóru að beita dönsku þjóðina meiri harðneskju en þeir gerðu fyrstu ár hernámsins, fór það mjög í vöxt, að danskir flótcamenn komu yfir til Svíþjóðar. Og þrátt fyrir þáð, að erlendu drotnararnir lögðu líflátshegningu víð, ef menn gerðu tilraun til að flýja úr landi, er nú svo komið, að mikill fjöldi danskra flóttamanna er kominn til Svíþjóðar. Þessir flóttamenn eru úr öllum stjettum þjóðfjelagsins. Þar er margt kvenna, barna og gamalmenna. Það ræður að líkum, að þetta fólk hefir ekki getað haft mikið með- ferðis, er það yfirgaf heimili sín og föðurland sitt, þar sem líflátshegning var lögð við. verknaðinum. Flest flótta- fólkið fór eins og það stóð; hafði ekkert meðferðis annað en klæðin, sem það stóð í. Bræðraþjóðin handan Eyrarsunds tók á móti flóttafólk- inu með móðurlegum kærleika. Svíar opnuðu heimili sín fyrir þessu aðþrengda fólki og sýndi því alla þá umönnun, sem þeir gátu í tje látið. Frjálsir Danir, sem dvelja meðal annara þjóða (Breta og Bandaríkjanna) fóru brátt á stúfana og öfluðu sam- skota til hjálpar þessu flóttafólki. Og nú eru hafin almenn samskot hjer á landi í sama augnamiði. Ekkert ætti íslendingum að vera kærara en að láta fje af mörkum í þessu skyni. Fjöldi íslendinga dvelur nú 1 Danmörku, og þar á meðal margt skólafólk, sem er varn- að að koma heim til ættlands síns. Danir hafa gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið til þess að greiða götu þessa íslensku „útlaga“; dönsku heimilin hafa staðið opin fyrir þeim. Islenska þjóðin hefir sýnt í verki samúð sína með Finn- um og Norðmönnum. Hún hefir efnt til almennrar fjár- söfnunar þeim til hjálpar og styrktar í þrengingum þeirra. Hinsvegar hefir íslenska þjóðin ekki hagt samskonar tækifæri til þess að votta dönsku þjóðinni vináttu sína og vinarhug, því að aðstæður hafa þar verið aðrar. En nú er tækifærið komið, þar sem nú er kleift að koma til hjálpar dönskum flóttamönnum, er dvelja í Svíþjóð. Þess vegna á íslenska þjóðin nú að sýna í verki, að hún man eftir þrengingum dönsku þjóðarinnar. Þau verða mörg sárin, sem þarf að græða eftir hörm- ungar stríðsins. Islendingar eru svo hamingjusamir, að þeir geta verið með í að lina þjáningar þess fólks, sem stríðið hefir harðast leikið. Þeir eru aflögufærir, íslendingum er því ekki aðeins ljúft, heldur skylt, að sýna nauðstöddum Dönum vott vináttu og virðingar.. Samviskan mótmælti MEÐ SAMVISKUNNAR mótmælum samþykti Alþingi í gær hálfrar miljón króna viðbótarfjárveitingu til Krýsu- víkurvegar, því að aftan í þingsályktunina, sem heimilar þessa greiðslu er hnýtt svohljóðandi: „enda teljist við- bótarfjárveiting þessi til gjalda ríkissjóðs á árinu 1945“. Þessi afgreiðsla sýnir e. t. v. betur en nokkuð annað það ábyrgðarleysi, sem ríkir á Alþingi í meðferð ijármála. Þingið veit, að það hafði skömmu fyrir áramótin síðustu gengið þannig frá fjárlögum þessa árs, að telja verður vonlaust með öllu, að tekjurnar hrökkvi fyrir útgjöldun- um. Samt hikar þingið ekki við, að bæta nú við hálfrar miljóna króna útgjaldalið. En það veit upp á sig skömm- ina. Það fyrirskipar því stjórninni að breyta reiknings- færslu ríkisins, svo að minna beri á ábyrgðarleysinu. Þetta er saga út af fyrir sig. Hitt er þó enn alvarlegra, að Alþingi hefir með þessari ákvörðun frestað um ófyrir- sjáanlega framtíð öllum varanlegum aðgerðum til úrbóta á samgönguleiðinni austur yfir fjall. Það tekur mörg ár að fullgera Krýsuvíkurveginn og það kostar ríkissjóð svo mikið fje (5—8 milj.), að aðrar framkvæmdir verða að bíða á meðan., . : The Norseman 1. hefti annars árgangs. KOMIÐ er út 1. hefti annars árgangs af hinu ágæta bók- menta- og stjórnmálatímariti „The Norseman", sem gefið er út í London og prófessor dr. Jac S. Worm-Muller stjórnar. Eru í þessu hefti, sem hinum sex, sem á undan voru komin, margt merkilegt og skemtilegt efni. Þar er kvæði eftir Gatehorne Hardy, sem heitir „The Spirit of Norway“. Höfundur er starfs maður við upplýsingadeild ut- anríkisráðuneytis Breta og eru Noregsmál sjergrein hans. Forstjóri fyrir birgða- og end- urreisnardeild norsku stjórn- arinnar, Anders Frihagen ráð- herra var fulltrúi Norðmanna á fundi alþjóða hjálparstofn- unarinnar UNRRA í Ameríku. Er grein eftir hann í heftinu um stofnun þessa. I heftinu eru m. a. au.k þess þessar greinar: ’ Um breska heimsveldið eftir hinn merka breska rithöfund og þingmann Vernon Bartlett, um Osló- háskóla eftir prófessor dr. A. H. Winsnæs, grein eftir Stefan Osusky, er hann nefnir tvenns konar siðfræði. Hann hefir ver ið sendiherra Tjekkóslóvaka í London og París. Grein er eft- ir hina nafnkunnu skáldkonu Marika Stiernstedt, er hún kallar: „Þeir hafa ekki til einskis dáið“. Kvæði er í heftinu eftir hið norska skáld og vísindamann Sigmund Skard, og merkileg grein eftir norska arkitektinn Helge Thiis um Kristskirkju í Niðarósi, en honum hafði ver- ið falið að stjórna endurreisn kirkjunnar. Hann varð, sem svo margir aðrir, að yfirgefa starf sitt og flýja land. Hinn kunni hollenski rithöf- undur ’William van Loon skrif- ar um það, hvernig Niðurlanda búar lærðu að hata. Norski blaðamaðurinn Olav Rytter skrifar um Björnstjerne Björnson og Tjekkóslóvakíu. Hefir höfundur þessi verið kennari við háskólana í Prag og Varsjá, en er nú starfsmað- ur við breska útvarpið í Osló. Þýðing er í heftinu eftir Gatehorne Hardy á hinu skín- andi kvæði Arnulfs Överland „Vi overlever alt“, o. fl. Tímaritið „The Norseman" fæst í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Bamaskélaböm á Akureyri skemta Frá frjettaritara vorum á Akureyri. NEMENDUR barnaskóla Ak- ureyrar hafa haldið sína ár- legu skemtun sína, undanfarna daga í samkomuhúsi bæjarins. Til skemtunar var kórsöngur, upplestur, dansar, skrautsýn- ing og hljóðfæraleikur. Börnin önnuðust öll skemti- atriði sjálf undir stjórn kenn- ara og skólastjóra. í þessi fimm skifti hefir jafnan verið hús- fyllir, við góðar undirtektir viðstaddra. A^ur ágóði af skemtuninni rennur í ferðasjóð Barnaskól- ans og til barnahjálparinnar. Happdrættið. ÞAÐ eru fleiri happdrætti og hlutaveltur hjer á landi árlega en hægt er að telja á fingrum sjer. En þó er það svo, að þegar sagt er að dregið verði í Happ- drættinu, er aðeins átt við eitt, Happdrætti Háskóla Islands. Happdrættið varð 10 ára i des- ember s. 1. og nú eftir nokkra daga verður dregið í 101. drætti. Saga Happdrættisins, vinninga- fjöldi og vinningaupphæðir, hefir oft verið birt í blöðunum. Áhugi manna fyrir Happdrættinu eykst með hverju ári og altaf eru það einhverjir, sem detta í lukkupott- inn, því skyldi það ekki verða þú eða jeg að þessu sinni. Menn, sem vinna og menn, sem ekkert vinna halda áfram „að spila“ ár eftir ár. Fáir verða fyrir vonbrigðum, vegna þess að engum dettur í hug að reikna' með vinning, en margir verða glaðir þegar þeir vinna, af því að þeir bjuggust ekki við því. Margar sögur eru til um það, hvernig menn hefir dreymt fyrir vinning í Happdrættinu, hvernig happdrættisvinningur hefir hjálp að mönnum í fjárhagsörðugleik- um, eða gert þeim kleift að veita sjer eitthvað, sem ekki hefði ver- ið hægt með öðru móti. • Draumar og hugboð. NOKKUR DÆMI eru til þess, að fólk hefir komið til umboðs- manna Happdrættisins og beðið um ákveðin númer vegna þess að þeim hefir verið sagt í draumi að þessi ákveðnu númer myndu vinna, eða þeir hafa ráðið drauma sína á þann veg. Einu sinni kom maður rjett fyrir 10. desember til umboðs- manns og keypti % miða, sem hann hafði fengið hugboð um að myndi koma up. Nokkrum dög- um síðar kom 20.000 króna vinn- ingur á þetta númer. Konu nokkra dreymdi snemma árs, að henni myndi hlotnast happ, ef hún keypti miða í Happ- drættinu. Hún fór eftir draumn- um, en númerið var valið af handahófi. í desember sama ár unnust 50.000 krónur á miðan. Einu sinni vann 5 ára drengur 2.500 krónur. Hann var í fóstri hjá ömmu sinni. Gamla konan hafði orðið að fá lánaða peninga til að endurnýja miðann. Maður nokkur var að byggja hús, en komst í fjárþröng og var ákveðið að ganga að honum og taka af honum hálfbygt húsið Þá fjekk hann vinning, sem varð til þess, að hann gat haldið hús- inu og fullgert það. Þessar sögur, sem hjer hafa verið sagðar, eru allar úr annál- um Happdrættisins. Jeg birti þær hjer til gamans. Þessa dagana eru menn einmitt að endurnýja miða sína og gætu sögurnar því um leið verið þeim leiðbeining. Þjónustugjald í veit- ingahúsum. TVÖ veitingahús hjer í bæn- um hafa tekið upp góðan sið, sem ætti að taka upp alsstaðar, ■þar sem veitingar eru seldar og helst að setja í lög. En það er að bæta á veitingarnar ákveðnu þjónustugjaldi. Drykkjupening- ar, eða þjórfje, eins og það er stundum nefnt, er leiðinlegt, bæði fyrir gestina og þjónustu- fólkið, sem gengur um beina. Það er mikið hreinlegra og heppi- legra, að þjónustugjald sje á- kveðið. Menn eru oft í vandræð- þm, hvað sje hæfilegt í þjónustu gjald.Sumir greiða 10% eða 15% og loks eru aðrir, sem ekki greiða neitt þjónustugjald, og hinir, sem vilja ekki láta standa neitt upp á sig og gefa þjónum óhæfilega háar upphæðir. Vitanlega á þjónustufólk að fá sitt, eins og aðrir fyrir vinnu sína. Yfirleitt þykir hæfilegt að þjónustugjald sje 15% af veit- ingaverði og það hafa þessi tvö veitingahús, sem áður eru nefnd ákveðið, en veitingahúsin eru Hressingarskálinn og Hótel Vík. Þjónustufólki mun vera þetta eins mikið áhugamál og veitinga gestum. Það ætti því ekki að vera neitt til fyrirstöðu, að sú regla yrði tekin hjer upp alment, að þjónustugjald sje lagt við reikn- inginn og ónauðsynlegum áhyggj um sje með því ljett af mönnum. Varasamt að sleppa númeri. MÖRGUM HEFIR orðið hált á því að sleppa númerum í Happ- drættinu, og er fjöldi dæma um það. T. d. sagan um manninn, sem misti af 10.000 króna vinn- ing vegna þess, að hann breytti um númer, sem hann hafði átt í 3 ár. Hann taldi orðið litla von að númerið fengi vinning og skipti um. En í næsta drætti á eftir kom stóri vinningurinn ein- mitt á gamla númerið hans. Á aðra leið er saga um fátæka ekkju, sem hafði keypt sjer fjórðungsmiða og hafði ekki haft heppnina með sjer. Hún ákvað að endurnýja ekki miðann, en snjer ist hugur á síðustu stundu. Um leið og umboðsmaður var að skila af sjer á dráttardegi, kom lítil telpa og endurnýjaði miðann. Klukkutíma síðar kom 20.000 króna vinningur á númerið. • Kemur sjer vel. FYRIR NOKKRUM árum vann maður hjer í Reykjavík 5000 kr. á V-i miða. Hann sagðist hafa verið veikur megnið af vetrinum og það fjelítill að hann gat ekki farið eftír' ráðleggingúrh lækni^- ins, að taka sjer algera hvíld, Vinningur gerði honpm kleiftrÍEjð taka sjer nauðsynlegt frí. Einsstefnu akstur á Krisuvíkurvegi? FERÐAMAÐUR, sem er kunn- ugur vegunum hjer á landi, bað mig að koma þeirri fyrirspurn á framfæri, hvort það væri ætlan að hafa einstefnuakstur á hinum margumrædda Krisuvíkurvegi. Ástæðuna til þess að hann spyr, segir hann vera þá, að eins og er, geti tveir bílar ekki mætst á veg- inum, sem liggur milli Hafnar- fjarðar og Kleifarvatns, nema á nokkrum útskotum, sem gerð hafa verið á vegínum með all- löngu millibili. Króatar hjá Hitler. London í gærkveldi: — Pa- welitz, foringi Hitlers í Króatíu og helstu aðstoðarmenn hans, heimsóttu nýlega Hitler í aðal- bækistöðvum hans, og voru þar rædd mál Króatíu, að því er þýska frjettastofan segir í kvöld. — Ennfremur segir, að eftir að Pawelitz og menn hans komu heim til Króatíu aftúr, hafi þeir gefið þingi landsins skýrglu um viðrséðurnar: •.: ■■•'..,■;■ ■-■ ■! ■ .•■ • — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.