Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 11
Fimtudagur 9. mars 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 íftl£ VÍCKI MUlf> að og fyrirlitið og fundist skop- leg. Hann tilheyrði heldra fólk- iiiu, og engu að síður fór hann í hundana. Það gladdi mig. Já, jeg fór sjálfur í hundana, þjer höfðuð áður orð á sambandi mínu við konur. Jeg fór í hund ana, Sir Henry, af því að jeg ienti í kringumstæðum, sem báru mig ofurliði. Jeg vil orða það þannig: Jeg lenti í ki'ing- umstæðum, sem engir nema gyðingar geta afborið. Gyðing- ar þrífast vel í ofsóknum og útlegð. En maður eins og jeg, hann fer í hundana. Thomas Mann segir einhversstaðar að erfiðar kringumstæður sjeu oft ákjósanlegustu kringumstæð- urnar, eða eitthvað á þá leið, en hann segir einnig að ekk- ert sje til jafn óheilbrigt og lífið — þessvegna.... “. ,,Hver er Thomas Mann?“ spurði sir Henry? „Auðvitað vitið þjer það ekki“, sagði Kurt drembilega. „Rithöfundur. Nobels-verðlaun aður. Mesti núlifandi Þjóðverja Það skiptir auðvitað ei1§u máli. Það sem mig langaði til að segja, var þetta: Russell var fæddur undir bestu kringum- stæðum: peningar, fjölskylda, gnægð auðæfa, friðar og frelsi. Hann hafði alt. Engu að síður fór hann í hundana. Það gleð- ur náunga eins og mig, herra. Það er eina ánægja mín í líf- inu. Mjer var sönn ánægja í að horfa á hinn háttvirta herra gera sjálfan sig að svíni“. Sir Henry ygldi sig eins og það væri vont bragð 1 munni hans. „Við skulum halda okkur við staðreyndirnar og láta alla sál- fræði afskiptalausa. Þið fóruð til Krysantemum-hótelsins og dvöldu þar — — „Ekki mjög lengi — að minsta kosti ekki nógu lengi fyiir hinn háttvirta. Hann var aðeins búinn að reykja 5 píp- ur. Jeg segi aðeins, vegna þess að það leið langur tími áður en ópíumið hafði nokkur áhrif á hann. Hann var að vissu leyti ómóttækilegur. Jeg býst við að þannig sje það um flesta of- drykkjumenn“, sagði hann og léit spyrjandi á dr. Hain. Lækn irinn kinkaði kolli samþykkj- andi. „5 pípur var hreinasta smáræði handa honum. Rjett nóg til að vekja hann upp. Síð- an varð smáuppþot — lögregl- án eða eitthvað þessháttar. Ef til vill hefir átt að handtaka Japanann, sem á hótelið. Hvað sem öðru líður, hjálpuðu stelp- urnar okkur út um bakdyrnar, svo við stóðum úti á stræti klukkan tvö um nótt alskostar ódrukknir og hinn Háttvirti æpandi og heimtaði meira. Það var ógerningur að fá hann til að fara heim og koma sjer í rúmið. Eftir fimtu pípuna var var hann ennþá hræddari við konuna sína en eftir þá fyrstu.“ „Já“, sagði sir Henry forvit- inn eftir að heyra meira um at- burði næturinnar, en áður en Kurt gat sagt meira, komu Rússarnir tveir inn með dráttar karl á milli sín. Það var Lung Yen. Hann var í óvenjulega hreinum fötum, bláum jakka og með Evrópisk- an hatt á höfði, því að hann gat ekki skilið við hann, þótt sam- verustundum hans og sonar hans væri nú lokið og þótt hann væri búinn að selja silkikyrt- ilinn. „Bíðið“, sagði sir Henry, og benti á þá með löngum, grönn- um vísifingri. Yen staðnæmdist við vegginn nálægt dyrunum og stóð á öndinni af hræðslu, eins og hann væri að bíða eftir dauðadómi sínum. „Eins og þjer vitið, herra, er Krysentemum-hótelið skamt frá Nanking-stræti. Þar sem við höfðum ekkert þar að gera leng ur, reyndum við Norður Szec- huan-stræti og Foochow-stræti og ýms önnur óþverabæli. En fjandinn var með 1 spilinu. Hver einasta knæpa, sem jeg vissi um, var lokuð, hlerar fyr- ir gluggum, og niðamyrkur fyrir innan. Það voru allir svona hræddir við Japanina, skiljið þjer. Að síðustu sagði jeg dráttarkarlinum að fara með okkur til Kwe Kuei“. Kurt benti á Yen. „Kuei er, eins og þjer hljótið að vita, ógeðsleg- asta og sóðalegasta ópíum- knæpan í þessum hluta Shang- haiborgar. Þar verður maður að liggja á sömu mottum og kínverskir verkamenn og drátt arkarlar, og eini mismunurinn er, að hvítu mennirnir verðá að borga meira. Jeg sagði hin- um Háttvirta það. Jeg dró ekki dulur á hverskonar staður þetta var. En hann var brjálaður í ópíum. Hann varð að fá meira, þessa sömu nótt, hann gat ekki beðið. Auðvitað var mjer sönn ánægja í að draga hann niður í svaðið í fína samkvæmisjakk- anum sinum. Það var einmitt það sem jeg vildi. Ef hann var staðráðinn í að sökkva æ dýpra, þá var mjer ekkert umhugað um að halda aftur af honum. Síðan hjeldum við til Kwe Kuei. Þar var líka lokað og læst, en dráttarkarlinn virtist vera innan undir hjá þeim þar, því að hans vegna var okk ur hleypt inn. Þar fjekk hinn Háttvirti alt það ópíum, sem hann girntist. Áður en hann sofnaði, fjekk hann mjer pen- inga sína, hringi og alt annað fjemæti til geymslu. Eflaust hefir honum fundist fjelags- skapurinn sem við vorum"í held ur ískyggilegur. En það var auð vitað einskær vitleysa. Verka- mennirnir þarna eru heiðar- legri en flestir aðrir“. „Hafið þjer nokkur önnur vitni að því að hr. Russell fjekk yður hluti þessa til geymslu?" spurði sir Henry. Kurt ypti öxlum. „Jeg veit ekki hvort dráttarkarlinn’hafði rænu á að taka eftir því“, sagði hann. Engu að síður virtist Yen vita alt um þetta, þegar túlkurinn spurði hann. „Dráttarkarlinn staðfestir framburð hans“, sagði túlkur- inn. „Hann segir: stóri herra- maðurinn fjekk hinum litla hr. Ku peningaveski sitt og hringi. Góði litli hr. Ku hló og stakk því í vasann, án þess að líta á það“. Sir Henry Kingsdale-Smith hugsaði með hryllingi til þess, hversu langt ópíumlöngunin hafði leitt Russell; hann hafði reykt það fyrir framan aug- un á dráttarkarli sínum, sem einnig var reykjandi. Sir Henry þekti tigin samkvæmi, þar sem pípan gekk munn frá munni, c; hafði altaf haft megnustu and úð á þeim. Honum varð óglatt af að hugsa til ástandsins í ó- þverrabæli Kwe Kuei. „Haltu áfram“, sagði hann og lagði ó sjálfrátt hendina á hjartað, sem var tekið mjög að ókyrr ast. „Seinna sofnaði jeg einnig, þv'í að jeg hafði ekkert reykt í lengri tíma, og það sveif þess- vegna ört á mig. Þegar jeg vakn aði, eða öllu heldur, þegar þeir Kuei og dráttarkarlinn vöktu mig, svaf herramaðurinn enn góðlátlega. eins og steinn. Kínverjarnir töluðu þá allig í einu og jeg skildi ekki orð af því sem þeir voru að segja. Jeg sagði því við dráttarkarlinn: „Frans, hvað á alt þetta að þýða? — Jeg kalla þá alla Frans, það er nokk uð sem jeg hefi vanið mig á — en í geðshræringunni hafði manntetrið týnt niður þeirri litlu Pidginensku sem hann kunni. Sannleikurinn var sá, að enda þótt Kuei hafði hleypt okkur inn í óþverrabæli sitt, hafði hann engin ráð með að hleypa okkur út aftlur. Kín- verjar voru farnir að vígbú- ast í strætinu, hlaða sandpok- um og girða með gaddavír, það sá jeg út um gat á hleranum. Kuei og dráttarkarlinn þrifu allar ábreiðurnar og byrgðu vel fy-rir gluggana. Sá Háttvirti einn varð ekkert var við þetta uppistand, hann hjelt áfram að sofa svefni hinna rjettlátu. Við vorum í mestu klípu — fangar ópíumsbæli. Gluggin vissi út að lágum þökum, því að við vorum við bakhlið hússins. Úti Pjetur og Bergljót 1 Eftir Christopher Janson 22. sína tala um Pjetur, en þegar hún var að því, fór hann að spyrja um eitt og annað og fór líka að veita piltinum meiri athygli en áður. Svo kom það fyrir einn dag, þegar Árni var að grafa skurð við túnið sitt, að maður kom ríðandi að honum. Það var Pjetur. Hann sat á hvítu hryssunni prestsins, hafði lausan tauminn er hún fetaði sig upp brekkuna, hendurnar hafði hann í vösunum, en skúfurinn á húf- xmni dinglaði við annað eyrað. „Góðan daginn, Guð blessi vinnuna“, sagði hann, þeg- ar hann kom að Árna. Árni leit upp. „Þakka þjer fyrir. Hvert ert þú að fara?“ „Jeg er að fara til bæjarins fyrir prestinn". „Þjer líkar vel hjá prestinum?“ „Já, ekki er því að leyna. Þetta er öðlingsmaður og borgar gott kaup. Jeg er þegar búinn að leggja 100 dali til hliðar“. „Svo, — ekki er það nú nóg 'fyrir jörð“, sagði Árni „Nei“, sagði Pjetur, „en það kemur meira með tímanum, skaltu vita“. Árni tók nú að grafa aftur, en hryssan að ókyrrast og vildi af stað. En Pjetur vildi spjalla svolítið lengur, hjelt aftur af hrossinu og fitlaði við tauminn. „Það er og“, sagði hann. — „Viltu standa kyrr, væna mín. — Ja, mig langaði nú til þess að spyrja þig að nokkru, Árni“, og um leið og Pjetur sagði þetta, tók hann ofan. — „Já, jeg ætlaði að spyrja að því, hvort þú myndir vilja eiga mig fyrir tengdason, því jeg hefi lengi haft hug til hennar Bergljótu“. „Bergljót er bóndadóttir, dóttir sjálfseignarbóndaÁ svaraði Árni stuttur í spuna og stakk skóflunni niður. „Satt er það“, ansaði Pjetur og sló húfunni á lærið, — hve mikils krefst þú?“ sagði hann eftir nokkra þögn. Árni stóð um stund þegjandi og studdist fram á skófl- una. Síðan sagði hann: „Þann dag, sem þú getur lagt tvo rauða seðla á borðið fyrir framan mig, skal stúlkan vera þín, en þangað til verður ekkert úr neinu“. Pjetur sat þögull ög hjelt í reiðskjótann: „Tvö hundruð dali, ja þess getur orðið nokkuð langt að bíða, en þú manst loforð þitt, Árni“. „Jeg man það“. „Vertu þá sæll og gangi þjer vel vinnan“. „Vertu sæll og góða ferð“. uyrujL Maður nokkur kom eitt sinn til Árna biskups Helgasonar í Görðum og bað hann um lán eða nokkra hjálp, en gat þess um leið, að það væri nú fyrir sjer eins og öðrum fátækling- um, að hann byggist ekki við að geta borgað það, og úrræði sitt yrði því að biðja guð að um að launa honum það. Árni biskup svarar: — Ekki er nú í kot vísað. Þú munt eiga hjá honum. ★ Mentun er — segja menn — þau áhrif lærdómsins, er eftir verða í hverjum manni, þegar hann er búinn að gleyma því, sem hann hefir lært. ★ Hún stóð út við borðstokkinn, og var með angistarsvip. Ung- ur maður .stöðvaðist hjá henni og segir: \ „Þjer eruð svo sorgbitnar, ungfrú, langar yður heim aft- ur?“ „Nei“, svaraði ungfrúin, „ekki mig. heldur fiskinn, sem jeg borðaði í morgun. Læknir nokkur bað kunn- ingja sinn, er var meinfyndinn, að skrifa eitthvað í stefjabók sína, sem lá á borðinu. Maður- inn settist niður og fór að skrifa: „Síðan þessi ágæti læknir fór að stunda sjúklinga, hafa sjúkrahúsin algerlega lagst nið- ur......“. „Nei, blessaður vertu, þetta er alt of mikið hól“, greip lækn irinn fram í. „Biddu augnablik“, sagði hinn, „jeg var ekki alveg bú- inn“, og svo bætti hann við: .....en kirkjugörðunum hef- ir fjölgað að mun“. ★ Yfirsetukonan: — Jeg nýt þess sóma að láta yður vita, að það er kominn lítill sonur. Prófessorinn: — Jæja, er það svo, biðjið þjer hann að fá sjer sæti og bíða, jeg kem undir eins. ★ Vitur maður hugsar minna um að uppræta klæki heimsins en verja sig fyrir þeim. Maður kemur dálítið rykug- ur inn í veitingastofu og biður um sterkan bjór, en segir við þjóninn um leið: „Ef jeg skyldi fara að vera of hávær, er best að henda mjer út, en það verður að vera um norðurdyrnar, því að annars rata jeg ekki heim“. ★ Kerlingin: — Svo þjer viljið, að jeg verði tengdamóðir yðar? Ungi maðurinn: — Nei, als ekki, en það er víst óumflýjan- legt, fyrst jeg vil giftast dóttur yðar. ★ „Hversvegna var Salomon vitrasti maðurinn í . öllum heiminum?“ „Vegna þess, að hann hafði svo margar konur, sem gáfu honum holl ráð“. ★ Drengurinn: — María vill að asninn minn giftist brúðunni hennar. Giftast asnar nokkurn tíman, frændi? Frændinn: — Já, eingöngu asnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.