Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10 mars 1944 Núverandi aðstaða Finna Alit ábyrgs Norðmanns Frá norska blaða- fulltrúanum: Dr. ARNE ORDING, sem flytur erindi um utanríkismál í norska útvarpið frá London, og sem er starfsmaður utanrík- ismálaráðuneytisins norska, íhefir meðal annars sagt eftir- farandi um Finnlandsmálin: „Það er álitið, að þýski her- inn í Finnlandi, sem Dietl hers höfðingi stjórnar, sje um 8 her- fylki, eða uppundir 100 þús. manns; er hjer með talið S.S.- herfylki. Mikið af þessu herliði er Austurríkismenn og er erf- itt að dæma um bardagavilja þeirra. Þýski herinn þarna fær birgðir sínar eftir sjóleiðinni norður Botniska flóann og einnig eftir sjóleiðinni frá Norður-Noregi. Það er greinilegt, að ómögu- legt er að gera ráð fyrir því, að þessi her muni blátt áfram gef- ast upp. Annaðhvort mun hann berjast af öllu megni til þess að halda stöðvum sítrum, eða reyna að komast í burtu. En sem stendur er brottflutningur hersins miklum erfiðleikum bundinn. Hann getur tekist eftir sjóleiðinni frá Petsamo, en á þá á hættu stöðugar árás- ir flugherja og flota banda- manna, og einnig munu erfið- teikar vera á því fyrir Þjóð- verja að fá nægilega mörg stór .skip til flutninga þessara. Einn ig er mögulegt að flytja herinn eftir þrem leiðum til Norður- Noregs, en þær leiðir liggja eftir öræfum, og er vafasamt, að þær sjeu færar nú að vetr- arlagi. Álit finsku blaðanna á rúss- nesku friðarskilmálunum var í fyrstu algjörlega óhagstætt, og var sagt, að finsku þjóðinni hefði hnykt við skilmála þessa. Þetta getur verið, ekki vegna sjálfra skilmálanna, heldur jiins, að vegna ritskoðunar hafi Finnar ekki verið vitandi um núverandi ástand í styrjöld- inni. Áður voru það aðallega þær birgðir, sem Finnar fengu frá Þjóðverjum. sem taldar voru svo mikils virði, að ekki gæti komið til mála að semja frið, en nú er ekki lengur hægt að halda þessu fram. Ástand Finna í þessum efnum hefir nú mjög skánað, og hefir þjóðin margra mánaða birgðir, og Svíar eru einnig reiðubúnir að hjálpa frekar, ef þurfa þykir. Þá koma finsku blöðin með þau rök, að sjerfriður myndi hafa í för með sjer að eins færi í Finnlandi og áður á Ítalíu, en þess ber þá að gæta, að Þjóð- verjar hafa á sínu valdi járn- brautirnar frá Þýskalandi og Frakklandi til Ítalíu og geta þannig dregið að sjer mikinn her til Italíu. En Þjóðverjar geta hinsvegar ekki sent herj- um Dietels nema lítinn liðs- auka, og einnig það mun taka tíma. Finski herinn er sterk- ari en þýski herinn í Norður- Finnlandi og getur hindrað að Finnland verði gert að annari Italíu, ef hann óskar þess“. Ording leggur áherslu á það, að Rússar hafi verið styrktir bæði af Bretlandi og Bandaríkj unum, og að b’reska stjórnin hafi samþykt friðarskilmálana fyrir sitt leyti, og einnig hafi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Stettinius, hvatt Finna til þess að ganga að skilmálum þessum. „Opinber skoðun Nórð- manna er sú, og hefir oft verið látin í ljós, að Norðmenn vilja góða sambúð við frjálst, lýð- ræðissinnað Finnland í fram- tíðinni, en þetta er auðvitað ó- mögulegt, ef Finnar halda á- fram að berjast með því veldi, sem kúgar og rænir norsku þjóðina. Samband Finna við hin Norðurlöndin er undir því komið, að Finnar semji nú við hinn mikla nágranna sinn í austri, og til þess hafa Finnar nú einstakt tækifæri“. Deanna Durfain skilur við mann sinn New York: — Það tók ekki nema 10 mínútur fyrir Deanne Durbin, söng- og leikkonuna frægu að fá skilnað frá manni sínum, Waughn Paul, sjóliðs- foringja, fyrrum kvikmynda- tökustjóra. — Frúin ákærði mann sinn fyrir „andlegt of- beldi“ og sagði fyrir rjetti, að hvernig sem hún legði sig fram við starf sitt í kvikmyndum og fyrir útvarp, þá setti hann alt- af út á alt sem hún gerði“, og yrði hún svo „taugaóstyrk og ill í skapi af rifrildi því sem á eftir fylgdi“. Rjetturinn veitti skiln- að samstundis. — Deanna er nú 21 árs að aldri. Rússar hafna miðl- unarfillðum Brefa í dellunni við Pól- verja. London í gærkveldi. RÚSSAR hafa sagt ófull- nægjandi tillögur, sem breska stjórnin sendi nýlega til Moskva, til miðlunar í deilu- málum Rússa og Pólverja. Ekki hefir eun verið opinbert gert, hverjar tillögxxr þessar voru,nje hvernig lausn vanda- málanna var áætluð í þeim. Nöfn frægra manna LONDON: — Menn, sem eiga bækur, sem í eru rituð eiginhandarnöfn frægra manna nú látinna, halda oft, að þeir eigi þar dýrmæta eign, en í gær var þetta afsannað, er boðið var upp allmikið safn af brjef- um og eiginhandarnöfnum „fursta og konungsdætra11 o g annara stórmenna liðinna tíma. Voru þar á meðal brjef frá Gladstone, Lewis Caroll, próf. Huxléy, Jenny Lind og mörg- um öðrum. Þetta fór fyrir rúmar 100 krónur. Japönsk gröf ÞESSI hermaður er að lesa áletrun, sem sett hefir verið yf- ir gröf japanskt hermanns, sem fallið hefir í bardögum á Suðurhafsey. 100.000 námumenn breskir í verkfalli London í gærkveldi. N ÁMUM ANN AVERKFALL- IÐ breiðist stöðugt út. Má nú heita, að vinna sje stöðvuð í öllum stærri námum í Wales og eru þar yfir 90.000 menn í verkfalli. Þá hefir verkfallið breiðst til Skotlands og hafa um 7000 námamenn lagt þar niður vinnu. Fulltrúar námamanna eru nú í Londop að ræða við eldsneyt- ismálaráðherrann, Lloyd Ge- orge yngri. Oska þeir eftir fullri skýringu stjórnarinnar á afstöðu hennar í málum þess- um og hafa látið það álit sitt í ljós, að best væri að bíða nokk uð með samningaumleitanir, þar til vilji námamannanna kæmi betúr í ljós. Námamenn vilja meðal annars fá hærra kaup fyrir að vinna, þar sem mikið vatn er í námunum, eða mikið ryk, heldur en fyrir aðra vinnu. Voru þetta verk- fallsorsakir. — Reuter. Óánægja með fjár- málastjórn olli bylt- ingunni í Boliviu Ameríska tímaritið „News- week“ segir á eftirfarandi hátt frá hinni nýafstöðnu stjórnar- byltingu í Bolivíu, sem hafði það í för með sjer, að Bretar og Bandaríkjamenn neituðu að viðurkenna stjórn landsins eft ir byltinguna: Það var klukkan 3 um morg- un, að vjelbyssuskothríð tók að heyrast í La Paz, höfuðborg Bolivíu og fóru þá íbúarnir að stinga höfðunum út um glugga sína. En flestir þeirra sáu ekk- ert nema myrkur. Fjórum klukkustundum síðar tilkynti rödd í útvarpið að bylting hefði orðið í landinu. Sá, sem talaði í útvarpið, var Victor Paz Estensorro, 36 ára gamall stjórnmálamaður og lögfræð- ii^ur. Estensorro las yfirlýsingu íör seta þess, sem áður hafði ver- ið við völd, Penaranda, þar sem hann tilkynti að hann segði af sjer, „til þess að þóknast þjóð- arviljanum og vilja hersins“. Því næst lýsti ræðumaður yfir því,y— en það var hann, sem byltinguna hafði gert, ásamt nokkrum liðsforingjum, — að Bolivia, sem fyrir skömmu hafði sagt möndulveldunum stríð á hendur, myndi halda áfram stuðningi sínum við hin- ar sameinuðu þjóðir. Síðar var tilkynning gefin út til þjóðar- innar af hinum nýju ráða- mönnum um það’ að hin nýja stjórn hefði frelsað hana frá stjórnmálalegri og fjármála- legri kúgun. Þessi bylting, sem framin var svo snögglega, að aðeins smávægilegir götubardagar urðu, var hámarkið á óróa all- miklum, sem ríkt hafði um hríð í þessu innilukta landi. Verð- bólga hafði geisað, verkföll verið háð. Og stjórn’ Penar- anda, sem er Indíáni, gerði ekk ert til þess að verjast dýrtíð- inni, heldur ljet allt reka á reiðanum. Þar að auki hafði það vald- ið eigi alllítilli gagnrýni hjá ýmsum, að Penaranda hafði tekið þá stefnu, að selja banda mönnum alla tinframleiðslu landsins, en hún er um 40.000 smálestir á ári, og ennfremur gúmmíframleiðsluna,“um 3000 smálestir árlega. Hjeldu gagn- rýnendur því fram, að hægt væri að fá miklu betra verð fyrir vörur þessar annarstaðar, t. d. í Argentínu. Einnig komu hjer til greina flokksstjórnmál, sjerstaklega varð mikil reiði yfir því, að Penaranda forseti ljet banna aðalandstöðublað stjórnar'hans. , Þótt Bolivía gegni ekki neinu þýðingarmiklu hlutverki í styrjöldinni, þá hafa Banda- ríkin mist vin, þar sem Penar- anda forseti var. Hann hafði altaf verið . bandamannasinni. Þegar hann var á ferð. í Banda- ríkjunum skrifaði hann undir skjal, þar sem hann lofaði bandamönnum stuðningi Boli- víu, og einnig var það hann, er átti aðalþáttinn í því, að Boli- vía fór í stríðið. Ekki er enn hægt að sjá fyr- ir áhrif byltingar þessarar* hvorki á stefnu nje mönnuín hinnar nýju stjórnar. Vilaroel majór, einn af foringjunum í stríöinu gegn Paraguay, var gerður forseti, en Estensorro sjálfur settist í sæti fjármála- ráðherra. Sagt er, að sumir þeir sem styðji hina nýju stjórn sjeu íyrverandi stuðningsmenn Jlermanns Busch ofursta, sem áður var forseti og einræðis- herra í Bolivíu. Fasleignaeigendur mótmæla aðierðinni við innheímlu hitaveiíugjaldsins AÐALFUNDUR Fasteigna- eigendafjelags Reykjavíkur var haldinn í Kaupþingssaln- um s.l. þriðjudag. Form. fje- lagsins, Gunnar Þorsteinsson, hrm., gaf skýrslu um störf fje- lagsstjórnarinnar og starfsemþ fjelagsins s.l. starfsár. Á fundinum kom fram megn óánægja yfir þéirri ákvörðun bæjaryfirvaldanna, að inn- heimta afnotagjald Hitaveit- unnar hjá húseigendum, en ekki beint hjá notendum vatns ins. Var skorað á stjórn fje- lagsins að leita úrskurðar dóm- stólanna um rjettmæti þessara ráðstafana. Svohljóðandi til- laga var samþykt með sam- hljóða atkvæðum: „Aðalfundur Fasteignaeig- endafjelags Reykjavíkur, hald inn 29. febr. 1944, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun bæj- aryfirvaldanna, að innheimta heitavatnsafnotagjaldið hjá húseigendum einum, en ekki notendum þess. Telur fundurinn slíkt inn- heimtufyrirkomulag, — sem ó- hjákvæmilega hlytur að fylgja talsverð fjárhagsleg ábyrgð, —> fullkomna lögleysu, og skorar á bæjarráð og bæjarstjórn, að breyta innheimtufyrirkomulag- inu tafarlaust þannig, að gjald ið verði innheimt beint hjá not endum þess, en ekki hjá hús- eigendum eða umboðsmönnum þeirra. Þangað til sú breyting verð- ur á gerð, telur fundurinn sjálf sagt og óhjákvæmilegt, að- hús- eigendur reikni sjer ákvegna umstangs- og áhættuþóknun fyrir starf sitt, er fundurinn tel ur hæfilega 10% af hverri inn- heimtri gjaldaupphæð". Ur stjórn fjelagsins gengu Gunnar Þorsteinsson, form., Egill Vilhjálmsson og Sveinn Sæmundsson. Voru þeir allir endurkosnir einróma. Fyrir; í stjórninni voru: Sigurðuir Halldórsson og Þorl. Helgi Ey- jólfsson, húsasmíðameistari. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.