Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 8
MOEÖDNBLAÐIÐ A ttræðisafmæli: Þorsteinn Narfason i \ Föstudagur 10 mars 1944 Frægð Snorra | Áttræðisaímæli átti Þorsteinn j Narfason bóndi á Klafastöðum í Skilmannahreppi, 2. okt. sl, Hann er fæddur 2. okt. 1863 í Stýflisdal í Þingvallasveit, Er hann af góðu bændafólki kom- inn. Faðir hans var Narfi Þor- steirisson, Einarssonar, Jónsson ar, er allir höfðu búið í Stýfl- isdal. Kona Þorsteins Einars- sonar hjet Guðný, mikill kven- skörungur. Hún var ættuð af Suðurnesjum. Misti hún mann sinn snemma, en bjó svo með Narfa syni sínum, uns hann tók við búinu og kvongaðist. Móðir Þorsteins á Klafastöð- um var Þjóðbjörg dóttir Þórð- ar bónda á Úlfljótsvatni og Sig ; ríðar konu hans. Árið 1879 fluttist Þorsteinn með foreldrum sínum frá Stýfl ilsdal að Klafastöðum; var hann þá á 16. ári. Höfðu fátækir bæridur búið þar áður um langt skeið. Voru þá öll hús á jörð- inni mjög ljeleg. Baðstofan var þá aðeins 2 stafgólf með skar- súð, en inngangur í baðstofu var með árefti, svo torfþakið sást á milli viða. Túriin voru grýtt og öll kargaþýfð. Narfi keypti jörð þessa og varð á fyrstu búskaparárum sírium þar að byggja öll hús að nýju, bæði yfir fólk og fjeriað. Einri- ig byrjaði hann á túnasljettum. Þegar Narfi hafði búið á Kíafastöðurri eitt ár, varð hann pddviti sveitarinnar. Átti hann þá úr mörgu vöndu að ráða, því þá komu hin miklu harð- indi veturinn 1880—1881 og svo vorið 1882, sem var mjög kalt og gróðurlaust, svo að fjár fellir varð um alt land. Hagur almennings var þá mjög bág- borinn. í Skilmannahreppi voru þá aðeins þrír bændur sem gátu talist bjargálna. Hin- ir allir voru efnalausir og áttu við þröngan kost að búa. Narfi var oddviti í 9 ár, uns hann ljest 1889. Eftir lát föður síns tók Þor- steinn að sjer bústjórn með móður sinni. Kom þá brátt í Ijós búhyggni hans. 1896 hætti móðir hans að búa. Tók þá Þorsteirift Við jörðiririi og kvongaðist tveimur árum síð- ar frændkonu sinni, Ragnheiði Þorkelsdóttur, hinni ágætustu konu. Hún var dóttir Þorkels, er bjó á Fellsenda, KriStjáns- sonar frá Skógarkoti og Berg- ljótar Þorsteinsdóttur frá Stýfl- isdal. Þau Klafastaðahjón eru því systkinabörn. Snemma á dvalarárum sín- um á Klafastöðum stundaði Þor steinn sjóróðra í 7 vertíðir, en svo gaf hann sig að öllu leyti að landbúnaði. Með dugnaði og hagsýni komst harin í góð efni, og var um langt skeið hæsti gjaldandi sveitarinnar. Jafnframt því að auka bú sitt, lagði Þorsteinn. í miklar jarðabætur; hann sljettaði tún- in og stækkaði þau svo, að þau eru nú 35 dagsláttur. Það var ærið erfitt starf að losa og flytja burtu alt það grjót sem í túnunum var. Heyhlöður og peningshús hefir Þorsteinn bygt á jörð sinni, bæði úr 'timbri og járni og sum með steinsteyptum veggjum. íbúðarhús sitt bygði hann 1907. Er það myndarlegt timburhús, járnvarið. Sjálf- rennandi vatni hefir hann veitt langa leið í íbúðarhúsið og peningshús. Auk þeirra starfa, sem sriertu búskap hans, hefir Þorsteinn haft ýms störf á hendi fyrir sveit sína. Hann var lengi í hreppsnefrid, sóknarnefnd og í stjórn búnaðarfjelags hrepps- ins. Einnig gegndi hann fleiri trúnaðarstörfum. Rækti hann öll þau störf með mestu sam- viskusemi og var hygginn og tillögugóður í hvívetna. Þorsteinn og kona hans eign- uðust 11 börn. 4 þeirra dóu í æsku og 2 upp komin. Þau 5, sem eftir lifa, eru nú öll heima hjá foreldrum sínum. Þau hafa öll erft mannkosti foreldra sinna og eiga því miklurh vm- sæídu.m að fagna. Þann dag, er Þorsteinn varð áttræður, heimsóttu hann sveit ungar hans, til þess að votta honum þakklæti og virðingu. Hann er enn ungur í anda, þótt árin hafi færst yfir hann. Hinir mörgu vinir hans óska honum góðs æfikvelds, og biðja guð að blessa heimili hans. G. G. Ráðist á skipalesl London í gærkveldi: —■ Þjóð- verjar segjast í gær hafa ráð- ist með sprengjuflugvjelum að einni skipalest bandamanna út af Algiers-ströndum og hæft 5 skip sprengjum og laskað þau allverulega. Skipin voru samtals að sögn 12.000 smál. Síðar barst tilkynning frá bandamönnum um árás þessa. Segja þeir hana hafa verið gerða af 50—60 þýskum flug- vjelum, og hafi orustuflugvjel- ar skotið 5 þeirra niður. Tvær orustuflugvjelar bandamanna fórust. — Skipalestin er ekki sögð hafa orðið fyrir tjórii. ■— Reúter. - Útvarpsfræðsian Framhald af bls. 7 Það má fyllilega gjöra ráð fyrir, þótt heiðnir menn hefðu með miklum blóðsúthellingum, getað hrundið trúboðinu í það sinn, myndi Ólafur konungur ekki hafa látið þar við sitja, slíkur kappsmaður, sem hann var, og sótti trúboðið með þeirri harðneskju, sem ekki var sam- kvæmt anda kristinnar trúar, sem grundvölluð er af höfundi hennar á kærleik og miskuri- semi. Ef eitthvað er ennþá af trú- uðum mönnum hjer á landi, munu þeir fagna því sem fyrr, að kristiri trú riáði hjér yfir- ráðum. Meðan kristnin var hjer meira en aðeins nafnið, var hún aðalstyrkur og kjölfesta þjóðarinnar í mestu þrenging- um hennar. Það hygg jeg, að ef kristin trú hefði verið ráðandi yfir hugum manna í heiminum nú um skeið, mundi ekki hafa kom ið yfir þjóðirnar það ógnará- stand, er mannkynið stynur nú undir. Nú er takmarkið peningar og völd með einhverjum ráð- um, og erum við íslendingar þar ekki nein undantekning. Það er lítið gjört að því að glæða trú og siðmenningu hjer hjá okkur, enda kemur í ljós, að hvortveggja hrakar, er best sjest á hegðun unglinga hjer á síðustu tímum. 29. jan. 1944. Ó. J. I. ÞAÐ ER RJETT, þegar sagt er, að Heimskringla Snorra þyrfti að vera til á hverju heimili hjer á landi (og vera lesin). Og óefað mun hin fyr- irhugaða útgáfa með norsku myndunum, greiða fyrir því að svo verði. Hin stórkostlega íslenska, sem er á ritum Snorra Sturlu- sonar, á ekki sinn líka, og hef- ir þó svo vanmetin verið, að til skamms tíma þektu jafnvel ekki hinir allrafærustu ís- lenskumenn og norrænufræð- ingar Snorramál. Má þet'ta marka t. d. af því, að arinar eins maður og Björn Ólsen, skyldi geta látið sjer til hugar koma, að Snorri hefði samið sögu föður síns. — Er málið á þeirri sögu gerólíkt islensku Snorra, einsog jeg hefi nægi- lega sýnt fram á í þeim kafla Framnýals, sem heitir „Höf- undarmark á íslendingasög- um“.Annar höfuðskörungur ís- lenskra fræða, Finnur Jónsson, hefir í bókmentasögu sinni, 1904—5, s. 244, um Eglu þau orð, að hún sje „prýðilega rit- uð“ og á „framúrskarandi góðu máli“, og bætir svo við: „Það væri freistandi að geta þess til, að enginn annar en Snorri væri höfundur sög- unnar“. En þó telur hann það „alls óvíst“ og ,,ósannanlegt“. En því fer fjarri að svo sje. Hitt væri sönnu nær, að segja, að telja megi víst, að Snorri sje höfundur Egils sögu. Málfarið (stíllinn) er nærri því eins ein- kennandi fyrir manninn og gómfarið, ef aðeins nógu vel er athugað. Sem lítið dæmi um hvað er Snorramál, má nefna þetta. Jeg hefi fundið, að orð- ið „feginsamlega“ kemur átta sinnum fyrir í Heimskringlu, en sex sinnum í Eglu, aldrei í Njálu, Eyrbyggju, Ljósvetn- ingasögu, Vatnsdælu, og enn mörgum sögum öðrum. — í eitt skifti kemur það fyíir í Laxdælu, Grettlu, og Króka- refssögu; en er í þeim sögum vitanlega ekki frumlegt. II. ÞESSI snildarrit Snorra, sem meir er að þakka en nokkurs eins manns verki annars, að íslenska forntungan er ennþa lifandi mál, og auk þess stór- mikla þýðingu hafa haft fyrir önnur Norðurlönd, o. fl. voru þó ékki meira metin um daga höf- undarins, en svo, að hefði hann ekki haft annað til síns ágætis en það, að vera einn af allra- merkilegustu sögu- og ritsnill- ingum allra tíma, mundum vjer sennilega tæpast vita, að hann hefði verið til. Þrátt fyrir hið háa menningarstig þjóðarinnar í þeim efnu'.n, voru menn þó svo sljóir gagn- vart einmitt því, sem allra- merkilegast var, að þeim þótti ekki taka því að nefna það. Dg ekki er mjer grunlaust, að líkt mundi geta farið enn, þó að eitthvert andlegt verk í allra- þýðingarmesta lagi, væri bjer unnið. III. ÞÓ AÐ Snorri Sturluson sje nú löngu orðinn frægastur alíra íslenskra ritsnillinga, þá er hann samt ekki nándar nærri því eins frægur og maklegt er. Enginn hinna grísku og róm- versku sögusnillinga jafnast á við Snorra, og eru þeir þó miklu frægri. Og þarf nú raun- ar ekki að taka fram hvað það er, sem þar um hlýtur að valcla miklu. Vilji menn sannfærast um. að mikið vantar enn á, að Snovri sje að verðleikum metinn, þá skulu þeir koma í hið fræga bókasafn í Uppsölum, þar sem er til sýnis á sama Stað, Edda Snorra á skinni, og hin gotri- eska bíblíuþýðing Úlfílas bisk- ups. Jeg var þarna staddur eitt- hvert sinn, þegar þar var margt manna, og var ekki torvelt að sjá, hvort handritið þótti merki- legra. Voru þeir fáir, sem nokk- urn gaum gáfu Edduhandrit- inu, en hinir aftur margir, sem af auðsæum áhuga, virtu fyrir sjer hina gotnesku skinnbók. Og þetta var þó í Svíþjóð, þar sem mjer virtist virðingin fyr- ir norrænni fortíð til muna meiri en annarsstaðar á Norð- urlöndum. 24. febr. Helgi Pjeturss. fOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO! X - 9 Eftir Robert Storm /<><><><><yc»<><><><><>o-o<><><><><><>o<><><><>o<><> OOCXkXXXXXXXXXX^OOOOOOOOOOOO i Stúlkan: — En — en jeg vissi ekki, að maður- inn, sem jeg ók á, var morðingi. Læknirinn: — Jeg er ekki að ásaka yður fyrir neitt, en þjer verðið aðeins að segja lögreglunni alla söguna. Stúlkan: — Lögreglunni? ... ó .. . nei, ... jeg hefi skil orðsbundinn dóm fyrir ógætilegan akstur. Læknirinn: — Mjer þykir það leitt. X-9: —- Bíðið, við þurfum að tala við stúlkuna. Stúlkan: — Guð komi til. X-9: — Voruð það þjer, sem ókuð á mann og komuð með hann hingað? Læknirinn: — Hún segir að svo sje, en það er enginn maður í bílnum hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.