Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10 mars 1944 Wíhverji ólrifa Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr, 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Aímælisgjöíin ÁTTUNDI mars 1944 fær sjerstakan virðingarsess í sögu Alþingis íslendinga. Þann dag hlaut lýðveldisstjórn- arskráin fullnaðarsamþykt á Alþingi. Og þann dag voru liðin nákvæmlega 101 ár frá því, að gefin var út tilskipun um endurreisn Alþingis. Sú tilskipun var gefin út 8. mars 1843. En hið fyrsta endurreista Alþingi kom saman í Reykjavík 1. júlí 1845. Það var einkennileg tilviljun, að lokasamþykt lýðveld- isstjómarskrárinnar skyldi einmitt bera upp á afmælis- dag tilskipunarinnar um endurreisn Alþingis. Sennilega hefir enginn þingmaður munað eftir þessu þá í svipinn, En einmitt sú tilviljun, að enginn mundi eftir afmæl- inu, gerir þetta enn ánægjulegra og setur táknrænan svip á atburðinn. Lýðveldisstjórnarskrána má því skoða sem afmælisgjöf til íslensku þjóðarinnar, frá Alþingi. Og víst er það, að betri afmælisgjöf gat þjóðin ekki kosið sjer. En hinu má íslenska þjóðin þá heldur ekki gleyma, að það er Alþingi, sem færir henni þessa gjöf. Þetta er ávöxt- urinn að endurreisn þeirrar stofnunar, Alþingis, sem jafn- an hefir haft forystuna í frelsisbaráttu þjóðarinnar, eftir að það tók aftur til starfa. Þessa ber þjóðin að minnast nú og um alla framtíð. ★ Þá er það eigi síður fagnaðarefni, að Alþingi skyldi að lokum standa einhuga að samþykt lýðveldisstjórnarskrár- innar. Að vísu reis ágreiningur um eitt atriði stjórnar- skrárinnar (synjunarvald forsetans), ágreiningur, sem vissulega átti ekki heima við þessa fyrstu meðferð máls- ins. En þingmenn Ijetu þenna ágreining ekki verða til þess að rjúfa eininguna um aðalmálið. Hver einasti við- staddur þingmaður greiddi lýðveldisstjórnarskránni at- kvæði að lokum. Hlaut stjórnarskárin því einróma sam- þykt Alþingis. Sama varð niðurstaðan, er skilnaðarálykt- unin var afgreidd á dögunum. Alþingi hefir hjer gefið þjóðinni glæsilegt fordæmi. En nú kemur til hennar kasta. Bæði þessi mál, ályktunin um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918 og lýðveldisstjórnarskráin verða nú lögð undir úr- skurð þjóðarinnar til samþyktar eða synjunar. Sú þjóð- aratkvæðagreiðsla á fram að fara dagana 20. til 23. maí næstkomandi. Það þarf ekki að efast um niðurstöðu þeirrar þjóðar- atkvæðagreiðslu. En til þess að atkvæðagreiðslan verði samboðin málefninu, þarf þjóðin að sýna sömu einingu og Alþingi gerði. Það verður að vera metnaðarmál hvers einasta Islendings, sem atkvæðisrjett hefir í þessum mál- um, að sýna nú í verki, að hann vill að þjóðin verði al- frjáls. Enginn má skerast úr leik. Styrkasta stoðin undir lýðveldinu er einhuga þjóð. — Þjóð, sem sýnir í verki, að hún vill vera frjáls. Ef hins- vegar þjóðin kemur tvístruð út úr atkvæðagreiðslunni, er opnuð léið til erlendrar íhlutunar um málefni vor. Og þá er ekki víst, að gatan verði greið. ★ Það liggur væntanlega ljóst fyrir þjóðinni, hvernig gangur málanna verður. Alþingi verður nú frestað, en kemur saman aftur 10. júní n. k. Úrslitin í þjóðarat- kvæðagreiðslunum liggja þá fyrir. Leggur þá Alþingi síð- ustu hönd á málin, með endursamþykt skilnaðartillög- unnar. Jafnframt ákveður þingið gildistöku lýðveldis- stjórnarskrárinnar, en ráðið er, að 17. júní verði til þess valinn. Þann dag verður efnt til hátíðahalda um land alt. Þannig er leiðin mörkuð. Og nú er það algerlega á valdi íslensku þjóðarinnar, að setja þann svip á stofnun lýð- veldisins, sem samboðin er sjálfstæjfrsbaráttu hennar. — Sýni þjóðin samhug og einingu í mllinu, verður lýðveldi stofnað með glæsileik. — Sýnum nú í vprki, Íslendingar, að vjer verðskuldum afmælisgjöfina, sem Alþingi veitti þjóðinni 8. mars, er það sendi henni stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis, að Hamraheiði daaíeaa Íífi tnu Hinn 26. sept. síðastl. varð Jó- hann Kolbeinsson bóndi að Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi sextugur. Þenna dag sóttu hann heim flestir sveitungar hans, sem að heiman gátu komist og auk þess nokkrir utanjeraðs- menn. — Skeytin bárust mörg og árnaðaróskir. Veitingar voru hinar rausn- legustu, og skemtu menn sjer hið besta við margskonar gleð- skap, ræðuhöld, hljóðfæraslátt, söng og dans. Var langt liðið nætur þegar þessum mannfagn aði lauk. Jóhann Kolbeinsson er úr hóp þeirra manna, sem litið geta með ánægju yfir farinn veg. Hann er giftur hinni ágæt- ustu konu, Þorbjörgu Erlends- dóttur, er hefir verið honum einkar samhent í starfinu og hlúð með hlýrri hönd að heill og sæmd heimilisins. — Þau byrjuðu búskap á Hamarsheiði árið 1909, við lítil efni, en fyrir sjerstaka atorku og dugnað, hefir þeim hjónum farnast svo vel ,að fáir gera betur. Jóhann hefir staðið og stend- ur framarlega í ráði bænda með margskonar athafnir og umbæt ur á eignarjörð sinni, Hamars- heíði, svo sem stækkun túns, í stórum stíl, endurbygging og aukning allra húsa, girðingum í og umhverfis land jarðarinn- ar og byggingu rafmagnsstöðv- ar. Sýnir þetta út af fyrir sig, að ekki hefir verið setið auð- um höndum. En auk þess hef- ir mörg stund og margt hand- takið framið í annara þágu — og ekki talið. í bygginganefnd Gnúpverja hefir Jóhann setið samfleytt í 33 ár, og reynst þar hinn nýtasti maður, enda prýði lega greindur og fastur fyrir í skoðunum. Mun enginn þykj- ast einn að málum eða í starfi, er hann ljær fylgi sitt. Börn þeirra hjóna, Þorbjarg- ar og Jóhanns, eru 6, öll upp- komin — og öll heima, nema 1, sem er gift. Börnin hafa leit- að að heiman um stundarsakir — til fræðslu, og heim aftur til starfa — til þess að styðja og styrkja foreldra sína í því, að „gera garðinn frægan“. Þetta er fremur fágætt fyrirbæri á þessum reikulu tímum, og sýnir betur en ílest annað, hvílíkt æskuheimili þessi hjón hafa búið börnum sínum. A þessum tímamótum ævi- dagsins, árnum við, vinir Jó- hanns — og þelr eru margir — honum allra heilla og blessun- ar óförnu árin, með ósk um að þau verði §em flest — með sól; og sumar og hlýju. Páll Stefánsson. Bókaverðið. FYRIR JÓLIN í vetur setti verðlagsstjóri alt í einu bókaverð íslenskra bóka niður um 20% án tillits til útgáfukostnaðar, eða upplags bókanna. Þessi ráðstöf- un benti óneitanlega til þess, að ekki væri alt heilbrigt í verslun- arháttum bókaútgefenda, eða svo virtist það minsta kosti fyrst í stað. Brátt kom Ló í Ijós, að þessi mikla verðlækkun á bókum var :-kki rjettmæt og mun verðlags- stjóri hafa leyft einhverja hækk- un á verðinu á ný. Nú ætti enginn maður að am- ast vio þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru til að halda dýrtíðinni í landinu í skefjum, hvort sem það er gert með verðlagseftirliti á bókum, eða öðrú. En hitt er verra, ef lækkunarráðstafanir verðlagsstjój^a verða beinlínis til að hækka verðlagið og mikil hætta er á að svo verði, hvað snertir bókaverðið. Það er ekki hægt að áætla sann gjarnt verð á bók fyrirfram vegna þess, að það er aldrei hægt að sjá fyrir, hve mörg eintök muni seljast af bókinni. Seljist bókin vel verður útgáfukostnað- ur hvers eintaks bókarinnar minni, en ef hún selst illa og hvert eintak er þá hægt að selja ódýrara. Nú, þegar verðlagsstjórinn vill ákveða fyrirfram ákveðið’ há- marksverð, hlýtur stefnan hjá bókaútgefendum að verða sú, að þeir gefa ekki út fleiri eintök af hverri bók, en þeir eru hárvissir um að seljist. Við það hlýtur bókaverðið að hækka til muna, því áður var það venja bókaút- gefenda að gefa út í nokkuð miklu upplagi, en selja bókina við lægra verði í von um að fleiri keyptu hana. Það er satt, að bókaverð er hátt hjer á landi eins og er, en það hefir ekki hækkað nema í rjettu hlutfalli við útgáfukostnaðinn. Það var þv'í algjör óþarfi, að setja strangt hámarksverð á bæk ur og getur ekki orðið til ann- ars en bölvunar. © Verð erlendra bóka. UNDANFARIN ÁR hafa menn getað keypt erlendar bækur hjer í verslunum við mjög lágu verði. Stór ritverk, vel bundin og fal- lega prentuð, hafa kostað sára- lítið, miðað við verð innlendra bóka. Sama er að segja um skáld- sögur erlendar og yfirleitt allar tegundir erlendra bóka. En nú er þetta að breytast, hvernig sem á því stendur. Amerískar bækur hafa hækkað stórlega í verði í bókabúðum. Hver dollarbók kostar nú 10 krón ur. Þetta er mikil álagning, þegar þess er gætt, að verð, sem prent að er á erlendar bækur, er útsölu verð þeirra, en ekki bókhlöðu- verð, eða heildsöluverð og ólík- legt er, að bóksalar hjer kaupi erlendar bækur, sem þeir flytja inn á smásöluverði. Væri ekki nær fyrir verðlags- eftirlitið að athuga þetta atriði, heldur en að leggja íslenska bókaútgáfu í einelti með óskyn- samlegum verðlagsákvæðum? „Stundum heyrist talað um hjálpsemi setuliðsins hjer á landi, er slys, eða eldsvoða ber að hönd um. Mjer finst að þess megi geta eins og hins, sem miður má fara og haldið er á lofti. Mig langar því að segja frá tveimur atvik- um, sem komið hafa fyrir hjer á slóðir og sem sýnir glögglega hjálpsemi setuliðsmanna: í haust, sem leið, var unglings piltur frá Þrándarstöðum í Kjós að laga girðingu í Múlafjalli, inn an við Hvalfjörð. Valt þá steinn á hann ofan úr fjailinu og meidd ist pilturinn allmikið. Eins og | kunnugt er, er enginn sími á þess um slóðum og var því leitað til setuliðsmanna um læknishjálp. Var það auðsótt mál. Bjuggu setu liðsmenn um sár piltsins. Tóku þeir piltinn til sín og ljetu hann liggja í herbúðunum hjá sjer, þar til hann var kominn aftur til sæmilegrar heilsu. Alt var þetta veitt án endurgjalds. Gert við fótbrot. „HITT DÆMIÐ ER á þessa leið: Núna fyrir skömmu vildi annað slys til, að Fossá í Kjós. Þar búa tveir bræður og frænd- kona þeirra, sem var bústýra hjá þeim. Fleira fólk var ekki á heimilinu. Bústýran varð fyrir því óhappi að detta heima við og fótbrotna. Var og í þetta sinn leitað til setuliðsmanna. Þeir bjuggu um fótbrotið og fluttu stúlkuna á skipi til Reykjavíkur. Þegar þangað kom var sjúkrabif reið frá setuliðinu tilbúin á hafn arbakkanum og skyldu setuliðs- menn ekki við stúlkuna fyr en hún var komin í sjúkrahús. Alt var þetta gert án endurgjalds eins og áður. Annar bróðirinn fyigdist með frænku sinni suður og var þá hinn einn eftir heima. Nú eru bræðurnir einir heima að Fossá, því enga hjálp er hægt að fá. Svona er það víða hjer i sveit. Ef slys eða veikindi ber að höndum, geta heimili komist í alger þrot með dagleg störf“. Þessi dæmi, sem brjefritarinn í Kjósinni skrifar utn, eru ábyggi lega ekki nein einsdæmi. Setuiðs menn hafa víða sýnt mikla hjálp semi, ef slys eða veikindi hefir borið að höndum, þegar erfitt eða ómögulegt hefir verið að ná til íslenskra lækna, sökum fjar- lægða eða ófærðar. Þess skal getið, sem gert er. KUNNINGI MORGUNBLAÐS- INS í Kjósinni, skrifar mjer uih hjálpsemi ■. setuliðsmanna og segir: Skemdarstarísemi. BÍLEIGENDUR kvarta yfir furðulegri skemdafýsn manna hjer í bæ. Bifreiðar manna fá ekki að standa næturlangt í friði fyrir skemdarvörgum, sem brjót- ast inn í þær og ræna úr þeim og rupla nýtilegu og skemma það, sem þeir geta ekki haft á brott með sjer. Stundum, þegar skemdarvörgunum tekst ekki að brjótast inn í bifreiðarnar, eða komast í þær með því að opna glugga, eyðíleggja þeir bifreið- arnar að utan. Það er t. d. mjög algengt, að loftnetsstengur bíla sjeu brotnar, hleypt er úr hjólslöngum, aur- bretti beygluð o. s. frv. Erfitt er að hafa hendur í hári þessara skemdarvarga, því þeir fremja verk sín á nóttunni i skjóli myrkurs, en það er hreint ekki svo lítið tjón, sem spell- virkjar þeásir valda mönnum og ætti lögreglan að hafa sjerstak- ar gætur á náungum sem snuðra kringum bíla að næturlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.