Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 5
l>riðjudagur 14. roars 1944. M 0 R G U N B L A Ð I Ð 5 ^ J\venjijóÁin oa JJeimiíiÁ i 4%«^ \ A |\ .*. .*. .*— .*| A 1*1j*. A .*■ A |*« .*» .♦. . JJamaída^ó huábóndi hejir orÁi<£ jcima HJER heyrið þið rödd gam- aldags húsbónda á því herrans ári 1944. Það er best að byrja á byrjuninni, eins og siður góðra manna er. Jeg hygg, að karlmaður eigi ekki að gifta sig, fyrr en hann er fær tun, fjárhagslega, að sjá fyrir konu, börnum og heimili. Hann á að geta veitt konu sinni alt það, sem hún hafði í föður- húsum. Jeg á ekki við, að hann sje fær um að sjá fyrir konu sinni, ef hún vinnur úti og leggur sinn skerf í fjárhirslu heimilis- jns, heldur af eigin rammleik, án nokkurrar hjálpar. Já, já, jeg kann þetta alt saman, um að lifa á ástinni, óg ef hjónin elski hvort annað, sje það nóg. Alt annað sje þeim ó- viðkomandi. En ekki get jeg nú að því gert, að mín ætlun er sú, að ástin fljúgi út um gluggann um leið og íátæktin birtist í dyrunum. Jeg mundi ekki vilja, að kon an mín ynni úti, eftir að við værum gift, nema því aðeins að starf hennar væri mjög ná- tengt gæfu hennar og hefði ekki truflandi áhrif á heimjlis- íífið. Til eru þeir menn, sem hafa hálfgerða fyrirlitningu á kon- um þeim, sem eru „bara hús- mæður“. En þeir menn, sem bet ur fer, eru fáir; hljóta að vera eitthvað undarlegir. Starf húsmóðurinnar og móðurinnar verður aldrei metið að verð- leikum, því að vel má segja, að það sje eitthvað mikilvægasta starf þjóðfjelagsins. Og hvaða kona getur ekki verið hreyk- in af að rækja það með prýði? Flestar skynsamar. konur vilja fyrr eða síðar eignast börn — sú kona, sem vill það ekki, er ekki heilbrigð — og það er ekki hægt að ala upp börn með góðum árangri, með því að vera með annan fótinn á skrifstofunni og hinn í barna- herberginu. Það er órjettmætt gagnvart barninu, og jeg fyrir mitt leyti mundi ekki sætta mig við það. Þá er það annað atriði, sem jeg er einnig gamaldags í. Jeg kæri mig ekkert um, að kona mín dekri of mikið við mig, en jeg ætlast til þess, að hún beri umhyggju fyrir mjer. Margar konur virðast líta á það sem sjálfsagðan hlut, að menn þeirra beri stöðuga umhyggju fyrir þeim, sjái um, að þeim líði vel og snúist í kring um þær. Ef til vill er ekkert við þetta að athuga, en mín skoð- un er nú samt sú, að umhyggj- an eigi að vera gagnkvæm, og finst mjer það eigi ósanngjörn krafa. Rjett eftir að við giftum okk ur, bjuggum við, konan mín og jeg, dálítið fyrir utan bæínn, Jeg þurfti snemma á fætur á hverjum morgni, til þess að ná bílnum í bæinn, fór *alta£ á fætur líka, til þess að borða með mjer morgunverð og sjá um, að, jeg kæmist af stað. Þetta var háttvísi, sem jeg mat mikils, og mundi hafa saknað þess mikið, hefði hún hætt því. Og þá er það afbrýðissemin, Hún.er í sjálfu sjer veikleiki. Ef einhver maður er hræddur um að missa konu sína, viður- kennir hann þannig ótta sinn. En engu að síður getur afbrýð- issemin oft verið rjettlátanleg- ur veikleiki. Ef t. d. rnaður er skilinn frá konu sinni um lengri tíma, af óviðráðanlegum ástæðum, er aðstaða hans mjög erfið. Það væri blekking ein, ef hann hjeldi, að vald hans yfir henni væri það sama úr langri fjar- lægð og það hafði verið, þegar. þau vom saman. En væri þá t. d. skynsamlegt af honum að neita að samþykkja það, að kona, hans þteði boð frá öðrum karlmönnum, t. d. í bíó, i, leik- hús, á böll o. s. frv.? Já, mjög skynsamlegt. Hann væri ekki að fara fram á það, að hún sæti heima og ljeti sjer leiðast, heldur aðeins að hún stofnaði ekki mannorði þeirra beggja í hættu og særði hann að óþörfu. Og að lokum: ætti jeg nokk- um tíma að fyrirgefa konu minni, ef-'hún, hefði verið mjer ótrú? Svarið er „nei“. Spyrjið mig ekki, hvort jeg ætlaðist: til þess, að mjer yrði fyrirgef- ið, ef slíkt henti mig. Því að þótt jeg vitanlega. samkvæmt mínjum eigin kenningum, ætti, að segja nei, þá veit jeg það ekki. En jeg veit það, að jeg mundi aldrei fara aftur til þeirrar konu, sem hefði svikið mig, svo jeg noti nú dálítið dramatískt orðalag. Jeg geri mjer fyllilega grein fyrir, að skoðun þessi muni ekki hljóta blessun allrar kven þjóðarinnar. En eigi að síður ér hún í samrærái við eðli alls þorra kvenþjóðarihnar, því að þótt þær ræði sín á milli um hauðsyn þess, að vera frjáls- lyndur í skoðunum, að hafa nú- tíma skoðanir, vílja þær þó, ef þær eru heiðarlegar, að menn þeirra sjeu gamaldags. „Gamaldags húsbóndi". Þetta segir húsbóndinn af „gamla skólanum“. Vill þá ekki einhver húsbóndinn af „nýja skólanum“ leggja orð í belg líka? Hjer er' mynd af mjög snotrum (jilteruðum náttjakka, úr bleiku satini. Húsráð EF loðkápan yðar eða loð- kraginn hefir blotnað, þá um fram alt reynið ekki að þurka skinnið við eld eða miðstöðvar- ofn. Hitinn eyðileggur hinn fallega blæ, sem á skinninu er, og gerir það stökkt. Best er að þurka skinnið fyrst iheð hreinu handklæði og hengja síðan upp, þar sem dálítill vindgust- ur er, svo að það geti þornað hægt. Gott er að bursta það siðan með vel hreinum fata- bursta. Einnig er mjög gott að kemba skinnið með grófum, kambi Og er v,el hægt að gera það, án þess að nokkuð af hár- unura losni, ef aðeins er farið Konan. mín nógu varlega. Frumlegt höfuðfat Molar „Giftu þig í öllum bænum“, sagði Sórátes. „Ef þú eignast góða konu, verður þú hamingju samur, ef þú eignast vonda konu, verður þá heimspeking- ur — og það er gott íyrir hvei'n sem er“. ★ Hin sanna þekking er ekki að vita hvaða hlutir eru til, heldur hvað þeir þýða, Hún er ekki minni, heldur dómgreind. James Russell Lowell. ★ Það er aðeins einn hlutur, sem er verri en að vekja um,- tal, og það er, þegar ekkert er talað um mann. ik Gráturinn er skjól hinnar hversdagslegu konu, en eyði- legging Iiinnar fögru konu. ★ Treystið aldrei konu, sem segir frá hinum raunverulega aldri sínum. Kona, sem segir það, segir frá hverju sem er. Karlmenn vilja altaf eignast fyrstu ást konunnar. En kon- urnar eru kænni. Þær vilja vera síðasta ástarævintýri karlmannsins; Oscar Wilde. ★ Ef þú ert hræddur um, að fólk komist að því, þá gerðu það ekki. ★ í ógæfunni er gullið einkis virði; í gæfunni eiv járnið skín- andi. Þetta er kvikmyndadísm Carole Landis, sem sjest hjer *á> myndinni. Höfuðfat hennar er all-frumlegt. Þa.ð er hvítmál- uð hlaða með rauðu þaki. — Er tmgfrúin að minna roenn á matarskömtunina með höfuðfati þessu. Ihn kvilla karla og kvenna VEIKINDADAGAR kven- fólks eru helmingi fleiri en karla. Samt. er konan langlíf- ari. Liftryggingarfjelag eitt í Bandarikjunum gerir ráð fyr- ir, að heilbrigt meybarn nái 64.36 ára aldri, en sveinbarn lifi 60.18 ár. Konur ná sjer fljótar og bet- ur eftir mikinn blóðmissi, og þola betur vökur. Karlar eru oftar litblindir en konur. Konur þola öllu betur sárs- auka en karlmenn. Piltar eru oftar vanskapaðir en stúlkur, fæðast t. d. oft með skarð í vör, aukalega fingur og tær eða bægifót. Þeir eru líka oft örvhentir eða fávitar frá barnæsku. Konur fyrirfara sjer sjaldn- ar én karlmenn. Konur þola betur svæfingar en karlmenn. (Úr- „Heilbrigt líf“). Kínversk spakmæli. Karlmaðurinn heldur að hann viti það, en konan veit það betur. ★ Ef gæfan brosir — hver bros ir þá ekki? Ef gæfan brosir ekki — hver brosir þá? ★ Langar heimsóknir stytta, vináttuna. Hvernig stúlku vii!u! BLAÐ eitt varpaði fram þess ari spurningu: Hvernjg stúlku átt þú að velja þjer fyrir konu? Hjer á eftir fara nokkur af svör um þeim, er birtust við þess- ari þýðingarmiklu spurningu. Veldu þjer fyrir konu stúlku, sem getur hlegið dátt og' inni- lega. Ef hlátur stúlkunnar er þvingaður og leiðinlegur, ræð jeg öllum frá því að biðja henn- ar. Veldu þjer fyria konu slúlku, sem gerir sig ánægða með að sitja í ódýru sæti i bíó, þegar ekki er hægt að fá annað. Sú ‘stúlka mun ekki fárast yfir því, að efni |)ín sjeu lítil, þótt aðrir lifi í auðlegð. Veldu þjer ekki fvrir koau stúlku^ sem, er stutt i spuna og geðvond við sína nánustu, en elskuleg og aðlaðandi við ó- kunnuga. Hafðu í.huga, að fyrst um sinn ert þú aðeins „tilvon- andi“. Bráðum verður þú einn- ig einn af þeim nánustu. Þá verður hún eins við þig og húi* er nú víð þá. , Veldu þjer fyrir konu stúlku, sem er eðlileg í framkomu og laus við tildur og tilgerð. Gaktu a.m.k. ekki að eiga hana, ef hún lætur þig biða heillengi á stefnumótsstaðnum, á meðan hún er að íæra sig í skrúðann 'og snurfusa sig. Hvernig heldur þú að það sje; að búa með slíkri stúlku?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.