Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 12
12 Verslunarjöfnuð- urinn óhagstæð- ur um 400 þús. VERSLUN AR JÖFNUÐUR - INN í febrúarmánuði var óhag stæður um 411 þúsund krónur. Nam verðmæti innfluttrar vöru kr. 16,639,000,00. en útfluttrar kr. 16,228,000,00. — Á sama tíma í fyrra var verslunarjöfn- uðurinn óhagstæður um 5 milj- ónir króna. Á tímabilinu jan,—febr. þetta ár nemur verðmæti út- fjuttrar vöru kr. 23.900,000,00, en innfluttrar kr. 31,400,000,00. Á sama tíma í fyri'a var versl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um 20,6 milj. kr. Aðalfumiur Varðar- fjelapns í kvöld LA NJ)SM ÁI íAL’J ELAOTÐ yÖRÐlTK, helur aðalfund sinn í Sýningarskála mýjrrd- llstarmanna í kvöld Jkl. 8,30. Á dagskrá fundarins eru vei t j uleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar o. s. frv. Að aðalfunda rstörfum loknum verða tekin til meðferðar önn- ur fjelagsmál. Ey.jólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri hefir verið formaður Varðar s. 1. ár. Ilef- ir starfsemi fjeJagsins elfstl nijög á árinu og meðlimatala stórum aukist. Vafalaust verður fundurinn í kvöld vel sóttur. Aðalfundur Blaðamannafjelags Sslands AÐALFUNDUR BLAÐA- MANNAFJELAGS íslands var háldinn á sunnudaginn var að Hótel Borg. Fráfarandi for- maður, Skúli Skúlason. gaf skýrslu um störf fj^elagsins og gat þess m. a., að menningar- sjóður fjelagsins væri nú um 12.000 krónur, en mikill áhugi ríkir meðal fjejagsmanna um að gera þann sjóð sem mestan. Formaður var kosinn Val- íýr Stefánsson ritstjóri, en meðstjórnendur Jón Mágnús- son, Jón Helgason, fíersteinn Pálsson og Sigurður Guðmunds son. Fjelagar eru nú 31 í Blaða- mannafjelaginu. Kvikasilfursnáma eyðilögð Fregnir frá Jugoslaviu herma, að miklir bardagar geysi þar enn víðsvegar um landið. Hafa hersveitir Titos marskálks getað eyðilagt kvikasilfurnámu eina í Króatíu fyrir Þjóðverj- urn, og er þetta önnur mesta náma af þeim málmi í allri Ev- rópu. — Á ströndum Adríahafs ios eru víða bardagar háðir, og veitir ýmsum betur. Skæruliðar Titos hafa getað eyðilagt her- stöðvar Þjóðverja á nokkrum eyjum. — Reuter. Ákærð fvrir samvinnu við nasista I ii m Laxfoss fekinn «íí- •%&***.*. ;■ FRANSKA LEIKKONAN Danielle Darrieux var um eitt skeið vinsæl og eftirsótt leikkona. Nýlega hafa þjóðlegir Frakkar heimtað að henni ver.ði stefnt fyrir rjett vegna samvinnu hennar við nasista í Frakklandi. Krafa þessi kom fram í franska blaðinu Bir Hakeim, sem prentað er á laun í Frakklandi. . SÍDASTLIÐIÐ laugardags- kvöld var ms. Laxfoss tekinn i slipp. Svo sem kunnugt er, var skipinu bjargað af skerinu 4. mars s.l. og flutt inn á innri höfit. A 10. timanum voru dælur þess settar i gang og flaut skipið eftir nokkra stund, var þegar haldið með það í slipp og var komið þangað á 11. tíman- um. Skipið cr mikið skemt. — Er stjórnborðssíða þess alveg ónýt, en á þeirri hlið lá skipið mest allán trmann. Á bakborðshlið eru litlar skemdir. Stýrishúsið er mikið brotið. F.r stjórnhorðs hlið þess alveg farin úr því. — Ymsar fleiri skemdir eru ofan þilja t. d. er aftursigla þess mikið bogin. Sjerfróðir menn telja vjel bess vera lítið sem ekkert skemda, og segja ,,línur“ þess vera alveg rjettar, það er að segja, að skipið hafi ekki und- ist. Eigendur og bjargendur hafa fengið þá Ásgeir Sigurðsson, Landsmiðjunni og Ólaf T. Sveinsson, skipaskoðunarstj., til þess að virða skipið í því ástandi sem það er, og gera áætlun um viðgerðarkostnað. nefndin skipuð FORSÆTISRÁÐHERRA hef- ir skipað nefnd til að sjá um hátíðahöld í sambandi við stofn un lýðveldis á Islandi á sumri komanda. Hafði Alþingi gert þingsályktunartillögu um þessa nefndarskipun. í rsefndinni eru 5 menn, f jór- ir skipaðir samkvæmt tilnefn- ingu stjórnmálaflokkanna, en ríkisstjórn skipar formann. Formaður nefndarinnar hefir verið skipaður dr. Alexander Jóhannesson. Aðrir nefndar- menn eru: Jóhánn Hafstein lög fræðingur, tilnefndur af Sjálf- stæðisflokknum, Ásgeir Ásgeirs son bankastjóri, tilnefndur af Alþýðuflokknum, Einar Olgeirs son, tilnefndur af Sósíalista- flokknum og Guðlaugur Rósin- kranz, tilnefndur af Framsókn- arflokknum. Svíar senda Norðmönn- um smjör. Stokkhólmi: — Fulltrúar Noregshjálparinnar í Svíþjóð hjeldu nýlega fund. Á þeim fundi var meðai annars upp- lýst. að Svíar myndu senda Norðmönnum 950 smálestir af smjöri, en þegar hefir verið svo mikið sent, að nægilegt er til þess, að hvert mannsbarn í Noregi fái 100 grömm. Var íslenskar kvik myndir sýndar á Anglia-fundi ANGLIA, fjelag enskumæl- | andi manna hjer í bæ, heldur sjötta skemtifund sinn á þess- um vetri að Hótel Borg, n. k. fimtudag. Þar mun Vigfús Sigurgeirs-, son ljósmyndari sýna ljós- j myndir, sem hann hefir tekið, í eðlilegum litum, hjer á landi. Eru það bæði landlagsmyndir og skíðamyndir. Dr. Cyrill Jackson mun útskýra mynd- irnar. Eins og venja er, verður dansað til kl. 1. Aðgangur cr aðeing fyrir meðlimi fjelags- Fleiri norskir læknar handteknir Frá norska blaða- fulltrúanum: FYRIR nokkru bárust fregn- ir um það, að nokkrir kunnir norskir læknar hefðu verið handteknir af Þjóðverjum, m. a. yfirlæknir stærstu sjúkrahús anna. — Nú koma um það fregn ir frá Noregi, að haldið sje á- fram að handtaka kunna lækna og hafi aðeins í Kristjánssundi verið teknir 5 læknar, þar á meðal fylkislæknirinn þar. Var hann sendur til Þýskalands. — þetta sent fyrir jólin síðustu. Miljón krónum á mánuði hefir j Ennfremur hefir enn einn lækn verið varið tíl þess að fæða I ir við Ríkisspítalann verið norsk börú. handtekinn. Hóskólafyrirlestrar Hjörvarðar Árna- sonar EINS OG KUNNUGT er, hjelt Hjörvarður Árnason, listfræðingur fyrirlestra um list við Háskólann lijer í fvrra vetur. Ilann Ijet svo um mælt þá, áð sig langaði til þess ef haim dveldi hjer lcngi, að halda fleiri fyriiiestra um sama efni, og þá helst á íslensku. Honum hefir tekist þetta, þæði er, að hann mun dvelja hjer nokkuð og að hann flyt- ur fyrirlestra sína nú á ís- lensku. Fyrsta fyrirlestur sinn, að jjessu sinni, flutti hann síð- astliðinn föstudag kl. 8,30 í hátíðarsal Iláskóians og var, eins og áður, livert sæti skip- að og gáfu áheyrendur sjer- staklega gott hljóð. Rakti Iijörvarður Árnason í skýrurn dráttum þróun myndlistar- innar alt frá Duccio á önd- verðri fjórtándu öld og til Poussin á seytjándu öld. Frá frumstæði líyzantiska skól- ans til náttúrustefnu síðari tíma. Máli sínu til skýringar sýndi hann skuggamyndir í litum, meðal annars eftir þessa menn: Duceino, Giovanni I)i Puisdael, Vernter, Raphad Rubens, Rembrandt og Nicol- as Poussiir og fl. Það ntá óhætt fullyrða, að meiln hafi farið ríkari eit þeir komu unt viðhorf þeirra til myndlistarimiar. Næsti fyrirlcstur verður í kvöld á sarna stað kl. 8,30 og cr öllum heintill aðganguri Þriðjudagur 14. mars 1944. í. H. fær 45 þús. kr. í afmælisgjöf Á AÐALDANSLEIK íþrótta- fjelags Reykjavíkur, laugardag inn 11. mars, tilkynti húsbygg- ingarsjóðsnefndin að sjer hefði borist 45 þúsund krónur í sjóð- inn, er væri gjöf frá nokkrum ÍR-ingum og velunnurum fje- lagsins, en þann dag átti fje- lagið 37 ára afmæli. Svo sem kunnugt er, hefir fjelagið feng ið lóð undir fimleikahús við Sölvhólsgötu, og gera ÍR-ingar, nú á næstunni, það sem hægt er að gera til að efla húsbygg- ingarsjóð fjelagsins. Mikill áhugi er hjá fjelags- mönnum og fjelagið í miklum uppgangi. Poul Reumerl í sænskri kvikmynd í Tjarnarbíó TJARNARBÍÓ hefir fengið hingað tii lands nokkrar sænslc ar kvikmyndir. Ein þessara kvikmynda mun þó sjerstak- lega vekja athygli þegar hún verður sýnd hjer, því í mynd- inni leikur Poul Reumert ann- að aðalhlutverkið. Kvikmynd þessi er gerð eftir kafla úr æfisögu sænska her- foringjans Döblen, sem vann sjer frægð og vinsældir sænsku þjóðarinnar fyrir herferðir sín- ar í Finnlandi gegn Rússum, árin 1808—1809. En 1813 gaf hann fyrirskipanir um sókn gegn Frökkum, er þeir ætluðu að ráðast yfir Elbu. Fór hann þar ekki að fyrirmælum herráðs ins sænska, var dreginn fyrir herrjett og dæmdur til dauða. Karl Johan krónprins, sem þá rjeði ríkjum í Svíþjóð, breytti dómnum í 1 árs fangelsi í kast- ala. Döblen var látinn laus Vz ári síðar og fjekk stöðu í hern- um eftir það. Poul Reumert leikur hlut- verk Karls Johans krónprins og gerir það snildarvel, eins og við var að búast. Einnig er vel með önnur hlutverk farið í kvik- myndinni, sem er vel tekin og mun vafalaust verða vel sótt. Kvikmynd þessi var sýnd í Tjarnarbíó í gær fyrir gesti. Var þar viðstaddur de Fontenay sendiherra Dana, tengdafólk Reumerts hjer, Borg-fjölskyld- an, allmargir íslenskir leikarar, blaðamenn o. fl. Bridgekepnin í kvöld FIMTA umferð í meistara- kepni Bridgefjélagsins verður spiluð i kvöld kl. 8, að Hótel Borg'. — Keppa þá þessar sveit ir: Sveit Axels Böðvarssonar við sveit Gunngeirs Pjetursson ar, sveit Lánasar Fjeldsted við sveit Ársæls Júlíussonar, sveit Gunnars Guðmundssonar við sveit Stefáns Þ. Guðmundsson- ar og' sveit Harðar Þórðarson- ár við sveit Brandar Bryn- jólfssonar. Eins og vant er, þegar spilað er að Hótel Borg, verður utan- fjelagsmönnum heimill að- gangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.