Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 11
Föstudag'ur 17. mars 1944, MORGUNBLAÐÍt) 11 íf!I£ VÍCKI MUTf? hann; hann var volgur, en máttlaus. Hún tók hann og bar hann að andliti sjer; hann var dáinn. Hún lagði hann varlega niður í körfuna aftur og lagði síðan körfuna frá sjer. „Jeg hefi engan tíma, litli vinur. Mjer þykir það leitt.........“, hvíslaði hun. Hún ruddist áfram og kom innan skamms að götuhorni, en áttaði sig ekki strax á því, að hún var komin í Nanking- strætið aftur, því að það var algerlega óþekkjanlegt. Hálf framhlið byggingar hafði ver- ið lögð í rústir, þykka reykj- armekki lagði upp úr rústun- um. Hinir særðu engdust sund- ur og saman alt í kring um bygginguna og í rústunum sjálf um, og undarlegan þef dauðra lagði að vitum Ruth. Hún var nú komin svo nálægt æpandi fólkinu, að hana verkjaði í hljóðhimnuna. Innan skamms kom fólk hlaupandi út úr ann- ari byggingu við strætið, til þess að veita hinum mikla fjölda særðra á strætinu fyrstu hjálp. Ruth klifraði yfir rúst- irnar og tók til óspiltra mál- anna. Skósólar hennar urðu innan skamms hálir og klístrað ir af blóði. Margir voru þegar dánir, og það var ef til vill það besta. Aðrir lágu limlestir, í rústum eins og húsveggirnir, sem höfðu fallið á þá. Líkamshlutar, part- ar af því, sem tíu mínútum áð- ur höfðu verið lifandi menn, kom í ljós, þegar leitað var í rústunum. Ruth tók í kven- mannshendi, sem stóð fram undan hnullungssteini, eins og hún væri að biðjast hjálpar. Hendinni fylgdi handleggur og blæðandi og flakandi axlar- hluti. Konan, sem hendina átti, ,háfði kastdst eitthvað burtu, eða verið skotin í tætlur. Ruth 1 jet sjer ekki bregða mjög mik ið við þetta, því að hún hafði lært að hafa stjórn á tilfinn- ingum sínum á skurðarstofum spítalanna. Hún þurkaði svit- ann af enni sjer með handleggn um og' hjelt áfram að leita að særðum mönnum og líltum í rústunum. Hvítir menn og Kínverjar höfðu dáið þarna hlið við hlið. „Allir menn eru bræður“, sagði einhver skamt frá Ruth. Það ljet draugalega í eyrum við þetta tækifæri, og þegar hún leit við sá hún, að sá sem þetta sagði var gamall Kínverji með svipbrigðalaust andlit. Hann tók hvítt barn í fang sjer og bar það inn í næstu byggingu — gistihús með hring dyrum, sem allar rúður voru brotnar í. Skammt frá í hliðarsundi fann Ruth konu, sem virtist vera ósködduð, en engdist súndur og saman af kvölum; hún var kínversk lágstjetta- kona í svörtum buxum og hvítri líntreyju. Um leið og Ruth laut niður að henni til að hjálpa henni, sá hún, hvað að henni var. Konan var þunguð, og óttinn hafði flýtt fyrir fæð- ingunni. Hún talaði í óráði án afláts, og hár hennar var vott af svita kvalanna. Ruth hugs- aði sig um stundarkorn, síðan tók hún á öllum kröftum sín- um, tók konuna á bakið og bar hana inn í hliðargötu, sem var mannfærri og þögulli. Konan hætti um leið að tala, og eitt- hvað, sem líktist brosi, sýndi stórar tennur hennar. Um leið og Ruth lagði hana á jörðina og losaði buxnastreng hennar, fór hún að stynja aftur. Ruth virtist það hreinasta krafta- verk, að barn skyldi eiga að fæðast innan um allar þessar ógnir, dauða og eyðileggingu. Hún hafði sjálf oft verið við- stödd barnsfæðingar, en aldrei tekið á móti barni sjálf. Skort- urinn á öllum sótthreinsunar- lyfjum vakti óhug hennar, sem æfðrar hjúkrunarkonu. En jafn framt því fann hún til heitrar gleði yfir því að geta orðið til hjálpar. Konan lá á götunni, hálf- nakin, og hún krepti bakið og dró hnjen upp undir höku. Fólk hjelt áfram að hlaupa fram hjá, en það var hætt að æpa. Enginn hafði tíma til að sinna konunni, sem Ruth laut yfir. Það var þegar farið að sjá á dökkan, votan koll barns- ins, og Ruth tók um hann með báðum höndum og dró barnið úr líkama móður sinnar. Það var örlítill, koparlitaður dreng hnokki. Hún skelti hann einu sinni á sitjandann; hann opn- aði munninn, sýndi rauða, tannlausa góma og skældi há- stöfum. Hann lá enn milli fóta móður sinnar, fastur við hana á naflastrengnum. Móðirin reisti höfuðið og reyndi að sjá barnið sitt. Ruth skildi, hvað hún vildi, og lyfti upp litlum líkamanum, svo að móðirin gæti sjeð höfuð hans, hand- leggi og fótleggi, örsmáar hend ur og fætur með fullkomnum nöglum — lýtalaust og eðlilegt með öllu. Konan hallaði höfð- inu út af aftur. Ruth kraup á jörðina við hlið hennar; hún áttaði sig í fyrstu ekki á, hvað hún ætti að gera. gera. Síðan reif hún laxbleik- an undirkjól sinn af axlahlýr- unum, Síðan smeygði hún hon- um niður fyrir fætur sína og lagði hann samanbrotinn undir litla, kínverska ungbarnið. Svo hugsaði hún sig um aftur og þreifaði eftir axlahlýrunum, og þegar hún var búin að finna þá, batt hún þá saman og gekk frá naflastrengnum með þeim. Hún hikaði enn, og guð veit, hver hvíslaði því að henni, hvað hún ætti að gera næst. Hún laut yfir konuna og beit naflastrenginn í sundur. Það sáust fáeinir blóðdropar, ekk- ert meira. Ruth hafði meiri hjartslátt en nokkurntíma áð- ur á ævinni. Hún þurkaði aftur af sjer svitann á handleggnum. Nú byrjaði konan að tala. „Það er alt í lagi, alt í besta lagi“, sagði Ruth hughreystandi og strauk vott, svart hár hennar frá enninu. Hún vafði barninu inn í prjónasilkiundirkjólinn og lagði það í arma móður sinn ar. Innan skamms varð andlit hennar aftur afmyndað af kvölum, og Ruth flýtti sjer að taka við barninu af henni; síð- an hjálpaði hún konunni að losna við fylgjuna. Alt þetta átti sjer stað á steinlögðu stræti, en var þó í engu frábrugðið fæðingu í frumskógunum. Ruth hafði gleymt Frank, síðasta stundar- fjórðunginn hafði hún ekki einu sinni munað eftir tilveru hans. Unga barnið — nýfætt, hungrað, lítið dýr — fór nú að leita að brjósti hennar. Ruth !hló upphátt og móðirin hló líka. Ruth fjekk henni barnið aftur, þótt það lægi við að hún ætti bágt með að sleppa þess- um lifandi, heita böggli. Hún klæddi móðurina aftur, og hún, sem var smátt og smátt að jafna sig, hrópaði upp og benti á kjól Ruth. Nú fyrst sá Ruth, er hún leit niður, að hún var rennvot af blóði þeirra, sem hún hafði hjálpað til að bera. Hún hristi höfuðið og brosti framan í kínversku kon una. Það heyrðist svelt flaut og hvít sjúkrabifreið nam staðar skamt frá. Læknar og hjúkr- unarmenn þutu út úr henni. Ruth hljóp til þeirra með barn- ið á handleggnum. „Það er kona hjerna, sem er nýbúin að fæða barn“, sagði hún við þá. Læknirinn ýtti henni aðeins til hliðar. „Það er ekkert rúm . . . .“, tautaði hann og flýtti sjer burtu ásamt mönnum sínum. Ruth fór aftur til sjúklingsins. Hún var gagntekin heitri gleði, sem hún hafði aldrei áður fund ið til. Hún reyndi að styðja kínversku konuna á fætur, hana langaði til að hjálpa henni burt úr stræti þessu. En konan lokaði augunum og hristi höfuðið. Hún virtist vera þreytt og alsæl, og hún vildi vera kyrr þar sem hún var. Ruth varð sem snöggvast gagn tekin ótta við barnsfararsótt eða eitthvað þessháttar, en hún sigraðist á honum. Hún lagð- Pjetur og Bergljót ’ Eftir Christopher Janson 29. hvað kæmi fyrir mig. En nú verð jeg að flýta mjer, svo jeg fari ekki of seint af stað. Það eru til reipi heima hjá þjer?“ Nú flýttu þau sjer, og stuttu síðar voru þeir komnir á leiðina upp að skarðinu, Pjetur og Árni, því Árni varð að sýna honum afstöðuna. Pjetur batt langt og mjúkt reipi um sig miðjan, svo hann væri færari að klifra, ef hann hjeldi ekki á því. Það var ekki langt upp að skarð- inu frá bænum á Bjarnarstöðum, og var þar stysta leiðin upp á fjallið, þótt illfær væri hún, þar sem aurskriður voru hvarvetna í snarbröttum hlíðum skarðsins, hálf- lausar grasflykstur og klettar. Pjetur fikraði sig upp skriðurnar. Það fossaði lítill læk- ur öðrum megin við hann, og það munaði minstu að hann væri dottinn í lækjarfarveginn. Árni stóð íyrir neðan og horfði á Pjetur klifra. Og það var sjon, sem vert var að sjá, þegar hann Pjetur kleif fjallið. Hann stökk eins og geit frá einum steini til annars, yfir gjár og gljúfur, hjekk eins og fluga í þverhnýptum klettunum, sveif stundum á höndunum út af einhverri brúninni, en vog sig svo upp. Hann skreið og smaug, hjelt sjer í kjarr og steinnybbur, stundum stóð hann þráðbeinn og litaðist um eftir nýrri fótfestu, svo beygði hann sig og stökk, og hærra og hærra komst hann, en skúfurinn á húfunni hans dinglaði við hverja hreyfingu. Árni stóð og horfði á: Seigur er hann í fjallgöngum, pilturinn, hugsaði hann, hann starði á eftir Pjetri, sem var eins og stór svartur depill hátt uppi í skarðinu. En í sama bili hvarf Pjetur Árna sjónum, og hann heyrði dun- ur af grjóti, sem valt niður eftir. Árni varð dauðhræddur. En þarna kom Pjetur aftur í ljós. Honurn hafði tekist að ná haldi á steini, þegar hann var að byrja að hrapa. — „Erfitt var þetta“, tautaði Pjetur, settist á klettasnös og þurkaði af enninu. „Karlinn á ekki að geta verið mjög langt hjeðan“, bætti hann við, stóð upp og leit í kringum sig, en sá ekkert til herra Smith. „Halló!“ hrópaði hann svo eins hátt og hann gat, svo bergmálaði langa vegu, og fossinn niðaði, lækurinn steypt- ist í einu löðri niður hlíðina.^— „Bara að karlinn hafi ekki dottið í gilið“, sagði Pjetur, klifraði svolítið lengra og skygndist í kringum sig, gáði eins vel og hann gat. •—• Jú, var ekki þarna eitthvað röndótt á kletti rjett hjá. —• Pjetur var ekki seinn. Hann þaut þangað. Þar lá herra Smith og hafði vafið utan um sig teppi undir nóttina, sem Gladstone og Viktoría drotning. Fullan fjórðung aldar var Gladstone „þjónn hennar há- tignar“, eða, með öðrum orð- um, átti sæti í stjórnarráðu- neytinu, og fjórum sinnum, samtals 12 ár, hafði hann þar forsætið. Árið 1894 ljet hann af stjórnarstörfum, þá 85 ára gamall, og voru þá liðin rjett 60 ár frá því að hann var að- stoðarmaður í ráðuneyti Ro- bert Peel. Viktoría drotning var frem- ur fá við Gladstone lengst af, en þau ljetu hvort annað njóta sannmælis um vitsmuni og mannkosti. Það var fyrst, er Gladstone tók að gerast gam- all, að hún bauð honum til sæt- is, er hann kom til viðtals við hana í stjórnarerindum. Ann- ars fór mest þeirra á milli skriflega, og var það alt að kalla titla og togalaust. Gamla konan var vönd að hirðsiðum og hátign sinni, og aldrei kvaddi hún Gladstone með handabandi öll þessi samvinnu ár, en hitt var siður, að kyssa á hönd drotningar, þegar hún fól völdin nýjum ráðherra. Seinustu fundir þeirra voru suður við Miðjarðarhaf, voru þau bæði þar sjer til heilsu- bótar, hún 78 ára, en hann 88 ára, árið áður en hann andað- ist. Drotning gerði honum orð að heimsækja sig, og tók hún honum hlýlega. Þá var það í fyrsta sinn, sem hún kvaddi hann með handabandi, og var karlinum mjög skrafdrjúgt um það. ★ Vinnukonan (var að sækja meðal fyrir húsmóður sína); — Hvaða meðal er í þessu glasi? Lyfjasveinninn: — Það er þetta makalausa meðal, sem læknarnir ætíð fyrirskipa, þeg ar fólk vill fá meðal án þarfa, og það, sem við í lyfjabúðinni látum altaf, þegar við getum ekki lesið lyfseðil læknanna. ★ Rjett eftir nýárið. Móðirin: — Jeg var hjá lækn inum í dag. Dóttirin: — Gat hann nokk- uð um, hvaða sjúkdómur væri mest móðins í ár? 'A' Oft hváir heimskur, en heyr- ir þó. ★ Jón (á sáttafundi): — Jeg’ vil ekki þola það bótalaust, að hann Pjetur þarna barði mig 72 högg i einu. Sáttamaðurinn: — Hvaða ógnar þolinmæði er þjer gef- in, maður, að standa undir 72 höggum og nenna að telja þau. ★ Heldri maður: — Þjer hafið í blaði yðar í gær kallað mig svikara og þrælmenni. Ritstjórinn: — Það er ó- mögulegt, að jeg hafi gert það, því að blað mitt flytur aldrei annað en nýjar frjettir. ★ Frúin: — Jeg ætla að fá eitt 25 aura frímerki. Afgreiðslumaðurinn: — Ætl- ar írúin að taka það með sjer, eða á jeg að senda það heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.