Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 17. mars 1944. m Frá Marseilles ttraSbPtl Álitið er, að bandamenn muni öðru fremur keppast við að ná frönsku hafnarboginni alkunnu, Marseilles á sitt vald, ef þeir gera innrás í Suður-Frakkland, til þess að geta skipað þar á land birgðum, en hafnarhvíar eru þar mjög miklar og góðar. Þó munu þær eitthvað hafa skemst í loftárásum. — Myndin sýnir útsýni yfir borgina. Isiendingar hafa bjargað mörg- um amerískum flugmönnum Bifreiðaárekstur » Laufástegi í FYRRINÓTT varð nokkuð margþættur bifreiðaárekstur á Laufásveginum. Þrjár bifreið- ar skemdust að meira eða minna leiti. Nánari atvik eru þau, að í fyrrinótt um kl. 1,30 ók ölvað- ur maður vörubifreið norður Laufásveg. Fyrir framan húsið nr. 64 við veginn stóð bifreiðin R 428, eign Bergs Gíslasonar. Vörubifreiðin lenti á þessari bift'eið, með þeim afleiðíngum, að R 428 snjerist við og lenti á hliðina á miðjum veginum. Eftir þenna árekstur þeyttist vörubifreiðin þvert yfir götuna Og lenti þar aftan á bifreiðina R 259, eign Magnúsar Jóns- sonar. Ilöggið við áreksturinn var svo mikið, að R 259 hent- ist 16 m. norður götuna. En á sama augnabliki ók bifreiðin R 2727 suður Laufásv<^ginn. Er bifreiðarstjóri hennar sjer hvað um er að vei'a, stöðvar hann bifreið sína og ekur henni sti'ax aftur á bak, en samt munaði rtjinstu að R 259 lenti á bifreið hans. Var hún tvo metra fyrir framan hana, er hún stöðvað- ist. • Af vörubifreiðinni er það að segja, að hún hentist upp á gangstjettina hægra megin við veginn og lenti þar á grjót- vegg. í vörubifreiðinni var bif xeiðarstjórinn og einn fai'þegi, eh hvorugan sakaði. Þegar lög- reglan kom á staðinn, var bif- reiðax'stjórinn hvergi nálægur, en tókst íljótt að hafa upp á honum. Var hann settur í varð hald. Málið er i rannsókn. Nýjar barnabækur UNDANFARIÐ hefir kom- ið fremur lítið út af barna- bökum, og minna en á undan- förnum árum. En nú sendir ísafold arprentsmiðja í bóka- verslanir 4 barnabækur, tvær jþeirra hafa komið út áður, -en voru nú löngu uppseldar. Er það Sigríður Eyjafjarðar- 801, útileguma'nnasagan vin-1 sæla úr Þjóðsögum Jóns Árna- sonar, sem mjög hefir verið vinsæl og orðið íslenskum skáidum yrkisefni, og drengja «agan Ivarl litli eftir Vestur- -slenska skáldið Jóh. Magnús Ejarnason, sem um eitt skeið var le§in manna mest hjer á landi, þegar hingað bárust bækur hans, Yomætur á Elgs- beiðum o. fl. Nýju bækxtraar hefir ísak Jóusson. kennari endursagt úr sænsku. Ileita þær: Duglegur drengur og Svarti Pjetur og Sara. Þekkja ajlir Isak Jónsson kennara og vita, að hann velur ekki ann- að til þýðingar nje endur- sagnar handa bömum, en það eitt, er þeim fellur vel. Allar eru bækur jxessar í bandi og ]»ó seldar mjög ódýrt. KARLAKÓR REYKJAVÍK- UR hefir gefið 1000 krónur til Vinnuhælissjóð berklasjúklinga í brjefi kórsins til vinnuhælis- nefndar stendur, að upphæðin skuii renna í sjóð til kaupa á Mjóðfærum til hælisins. Iljálp sú og björgun, sem ís- lendingar hafa veitt meðlimum ameríska flughersins mörgum sinnum, var mjög hrósað í dag í tilkynningu, er setuliðsstjói'n- in gaf út. Talsmenn hersins sögðu sögu þessara mála á eft- irfarandi hátt: Flugvjel steypist. Amerísk orustuflugvjel með tvöföldu stjeli, hafi orðið fyrir vjelarbilun, og steyptist til jarðar í stórum sveigum, nauð- lenti i klettóttri fjallshlíð og kviknaði jafnskjótt í vjelinni. Sterklegur gamall íslenskur fiskimaður kom í ljós, enginn vissi hvaðan honum skaut upp, en hann opnaði flugmannsklef- ann, rjett áður en eldui’inn komst í bensingeymana, og dró flugmanninn, Daniel D. Champ lain liðsforingja, út úr vjel- inni. Var flugmaðurinn nokk- uð brendur, en lífi hans var þannig bjargað. Þetta var í maí 1942, og er aðeins eitt dæmi af mörgum um það. að íslenskir fiskimenn og bændur hafi, stundum með því að leggja sjáifa sig í hættu, farið til bjargar nauðstöddum flugmönnum, eftir að þeir höfðu nauolent eða kastað sjer út í fallhlífum. Þess vegna hefir flugherinn ameríski lengi fund ið sig í mikilli þalckarskuld við þessa bændur og fiskimenn um alt landið. „Mikil hjálp í erfiðu starfi“. Þessi tilfinning vináttu og einlægs þakklætis kom vel fram í orðum Tourtellots hers- höfðingja, yfirmanns flughqrs Bandaríkjanna á íslandi, er hann sagði: „Vissulega hefði verk vort orðið miklum mun erfiðara, ef ekki hefði verið þessi samvinna og hjálp fi'á Is- lendingum“. Flugherinn hefir í vörsium sínum frásagnir af fjórum at- bui'ðum, þar sem íslendingar ijetu hjálp í tje, en fleiri eru óskráðar, og sýna þeir að Is- lendingar eru jafnvel fúsir að leggja líf sitt í hættu til þess að lijálpa nauðstöddum. Því miður hefir enn ekki tek- ist að vita, hver fiskimaður sá er, sem dró Champlain úr hinni brennandi flugvjel hans, og fæstir Ameríkumenn myndu geta borið fram nafn hans, þótt þeir vissu hvað það væri, en hvað sem íslendingar nefna hann, þá kallar Champlain hann hetju. Champlain var þeg ar fluttur í sjúkrahús í Was- hington í flugvjel. Hann er giftur íslenskri stúlku, Áróru Björnsdóttur frá Re.ykjavík. Var andlit hans allskemt af bruna, en hefir verið gert jafn- gott, enda hafa slíkar aðgerðir tekið miklum framförum í þessu stríði. Orustuflugvjel sekkur. Mánuði áður en Champlain var bjargað, bjálpaði annar ís- lenskur fiskimaður, Tryggvi Gunnarsson af nafni, flughern- um. Er hann var á fiskveið- ura í báti sínum, sá hann or- ustuflugvjel steypast í sjóinn og hverfa algjörlega í sjóinn. Þetta tilkynti hann þegar og setti svo vel á sig staðinn, að hægt var að ná upp líkinu af flugmanninum, John Patterson liðsforingja, og flakinu af flug vjeiinni. Áður hefir verið sagt frá því, að tveir bændur björguðu Nick Stam liðsforingja, eftir að hann varpaði sjer úr flugvjel sinni í fallhlíf, og því var mið- ur að engir slikir menn voru nærri er slys kom fyrir Mars- hall Camp, majór, sem andað- ist af kulda og þreytu, eftir að hafa varpað sjer úr flugvjel- inni í fallhlíf. Þó voru það Islendingar, sem fundu Major Camp, leituðu hans í blindhríð, en flugvjel hans hafði hrapað á afskektum stað. Vindurinn hafði tekið svo hastarlega í fallhlíf hans, að hann hlaut meiðsl og af þeim og taugaáfalli andaðist hann skömmu síðar. Bændur leita. I ofsaveðri. Ólafur Björnsson heitir bóndi sá, sem bjó nærri þar Sem Camp kom niður. Hann heyrði í flugvjeiinni, en gat ekki sjeð hana. En hann sá hvar flug- maðurinn sveif niður í fallhlíf. Hljóp Ólafur þegar í hríðinni þangað, sem hann hjelt að fiug maðurinn myndi koma niður, en vindurinn feykti fallhlífinni langar leigir, og fanst hún loks í gili niður við sjó, og varð ekki náð, fyrr en bátur hafði venð sóttur. Kom Camp aðeins ör- stutta stund til meðvitundar, en dó í bátnum. Þetta eru aðeins fáein dæmi um hjálp og aðstoð. Hún hefir komið fram í mörgu öðru, og sýnir að flugherinn á regluleg- an hjálpanda, þar sem ísiend- ingar eru. 15 {tús. krónur íil skíðakaupa fyrir skólabörn Á BÆJARST .JÓRN AI k- FUNDI 1. mars var samþykt tillaga frá frú Katrínu Páls- dóttur þess efnis að bærinn key])ti skíði til afnota fyrir nemendur í barnaskóíum bæjarins, koin þetta mál til 2. umræðu í gær. Borgarstjðri skýi'ði frá þeirri athugun. sem frani liafði farið á þvv sviði, og sagði m. a. Jeg hefi fengið skýrslu um Jietta frá skrifstofu bæjar- verkfræðings og umsögil barnayerndanefndar, og talað við íþróttaráðunaut bæjarins. P>æjarverkfræðingur sagði, að verð á skíðum væri 110—200 kr. Að Austurbæ j arskól i nn. eigi 20 skíði fyrir börn til af- nota, Miðbæjarskólinn 16 og gaf L. II. Miiller skíði þes.si á sínum tíma. Börn úr Aust- urbæjarskóla fari að jafnaði 17 skíðaferðir á vetri, en úr Miðbæjarskóla hafa verið far- ið sjaldnar, Líklega eigi 1 j—• j Vs skólabarna skíði. I ia rnaverndarne fnd hefir sent álitsgcrð um málið, þar sem m. a. er lögð mikil áhersla á að gott'og örugt eftirlit verði með skólabörnúm, sem send eru í skíðaferðir, og að1 þau verði ekki næturlangt að heiman, nema nauðsyn krefji. Borgarstjóri bar fram breyt. ingartillögu við tillögu frú Katrínar Pálsdóttur. þar sem bæjarstjórn heimilar að not- aðar verði 15 þús. kr. úr bæjarsjóði til skíðakaupa og' settar verði rearlur um skíða- ferðir í samráði við skóla- stjórana og íþróttaráðimaut bæjariné. Var tillagan samþykt Bílsljórar segja upp samningum Á FUNDI Bifreiðastjórafje- lagsins Hreyfill, sem haldinn var aðfaranótt 11. þ. m„ var samþykt að segja upp taxta þeim um kaup og kjör bifreiða- stjóra, sem aka fólksflutninga- bifreiðum, og sem gilt hefir frá 1. september 1942. Taxtanum var sagt upp með 14 daga fyr- irvara, þannig að hann fellur úr gildi 29. þ. m. Jafnframt því að segja upp fyrgreindum taxta, var sam- þykt uppkast að samningi milli Hreyfils og bifreiðastöðvanna hjer í bænum og kosin nefnd til. að annast samningana af hálfu Hreyfils, en í samninga- nefndinni eru Bergsteinn Guð- jónsson formaður Hreyfils, Pjet ur Guðmundsson, Ingvar Þórð arson og Jón Sigurðsson frá A1 þýðusambandi íslands. Tengdadöttir Roosevelts vill fá skilnað. Forth Worth, Texas: — Frú Ruth, Goggins Roosevelt höfð- aði í dag hjónaskilnaðarmál á hendur manni sínum, Elliott Roosevelt ofursta, syni Roose- velts forseta. Kvað hún hann ruddalegan og ráðríkan. Hjón- in skildu að borði og sæng í október s. 1. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.