Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 7
[Þriðjudag-ur 28. œars 1944. MORðDNBLAÐlÐ T VESPASIANUS RÓMVERJAKEISARI EFTIR DAUÐA Nerós komu til ríkis þrir skatt- landsstjórar í vestur-hluta hins rómverska ríkis. Þeir ríktu til samans aðeins eitt ár, og hefir það verið nefnt þriggja keisara árið. — Við valdatöku þeirra minkaði síst óstjórnin í ríkinu, sem verið hafði á dögum Nerós. Einkum kvað mikið að róst- um í stjórnartíð Vitelliusar, sem var síðastur þessara keisara. Vitellius var aldrei viðurkendur keisari í öllu ríkinu, og braust víða út uppreisn gegn honum. — Hættulegust varð þó upp- reisn hersveitanna í Aust- urlöndum, sem nú tóku hershöfðingja sinn, Vespasi anus, til keisara. Titus Flavius Vespasian- us var fæddur 18. nóvember árið 9 eftir Krists burð. Var hann af Sabinaættum, en Sabinar bygðu eystri hluta hjeraðsins Latium á Mið- Ítalíu. Faðir hans var af lág um stigum, en móðir hans var systir senators nokkurs. Eftir að hafa starfað við her inn í Þrakíu og verið Ques- tor á Krít og Cyrene, hækk- aði hann í tigninni og varð aedile og pretor, en hafði áður gengið að eiga Flaviu Domittillu, dóttur róm- versks riddara, og átti hann með henni tvo sonu, Titus og Domitianus, sem síðar urðu báðir keisarar. Á rík- isstjórnarárum Claudiusar, var Vespasianus í herþjón- ustu í Germaniu, og síðar foringi 2. rómversku legi- onarinnar í Bretlandi á dög um Aulusar Plautiusar. Ár- ið 51 var hann ræðismaður í stuttan tíma og árið 63 var hann skipaður landsstjóri í Afríku. Hann fór með Neró til Grikklands í söngför hans, en fjell þá í ónáð, því að hann sofnaði undir ein- um tónleikum Nerós. Árið 66 skipaði Neró hann þó landshöfðingja og herstjóra i Gyðingalandi. Hafði brot- ist þar út uppreisn, og var Vespasianus talinn manna líklegastur til þess að bæla hana niður, sakir her- kænsku sinnar og stjórn- visku. Sýnir þetta berlega hið mikla traust, er hann naut, að Neró skyldi velja hann til þessa starfs, þrátt fyrir þá ónáð, sem Vespasi- anus hafði fallið í hjá keis- aranum. Styrjöldin gegn Gyðingum. VESPASIANUS hóf styrj- öld sína gegn Gyðingum ár- ið 67 og tók eftir harða við- ureign marga bæi og virki. Ætlun hans var að leggja fyrst undir sig allt landið, áður en hann rjeðist á Jerús alem, og einangra borgina þannig, því að hún var-vel víggirt. En einmitt þegar hann ætlaði að hef ja umsátrið um Jerúsalem, varð hlje á stríð inu vegna dauða Nerós og valdadeilnanna, er af því leiddu. Eftir að Vespasianus frjetti, að bæði Galba og Otho hefðu verið drepnir, Einn af þektustu keisilrum hins forna Róma- veldis var Titus Vespasianus. Þótt oftast nær væri róstusamt á þeim dögum, þá var stjórnartímabil Vespasianusar friðsamt mjög, enda var hann bæði mildur og friðarsinnaður. Mildi hans og sáttfýsi gat þó ekki komið í veg fyrir það, að samsæri væru gerð til þess að ráða hann af dögum. Eftirfarandi grein fjallar um helstu æfiaíriði þessa merka keisara. og Vitellius hefði brotist til valda, fjekk hann sjálfur löngun til þess að verða keis ari. Austurlensku hersveit- irnar vildu nú einnig fá að hafa hönd í bagga um \-al keisara, þar eð vesturlensku hersveitirnar einar höfðu ráðið kjöri undanfarandi keisara.Ætluðu þær í fvrstu að taka Mucianus, lands- stjóra í Sýrlandi, til keisara, en hann liafnaði vegtvll- unni. Var þá Vespasianus hyltur sem keisari þann 1. júlí árið 69, fyrst af hernum í Egyptalandi, og því næst af her hans í Júdeu. Allar Austurlandahersveitir Róm verja og Dónárherinn skip- uðu sjer nú um hann sem keisara sinn, og hafði hann þegar hálft Rómaveldi á valdi sínu. Mestur hluti Vesturlandahersins fylgdi aftur á móti Vitelliusi. — Mátti því gera ráð fyrir skæðri borgarastvrjöld, en svo varð þó eigi. Munu óvin sældir Vitelliusar hafa ráð- ið hjer miklu um, og jafn- framt vinsældir og traust manna á hinum dugandi hershöfðingja Vespasianusi, sem nú hafði að mestu leyti lagt Gyðingaland aftur und ir veldi Rómverja. Vespasianus fjekk nú Tí- tusi, eldri syni sínum, í hendur herstjórnina í Gvð- ingalandi, en hjelt sjálfur til Egyptalands, til þess að trvggja sjer þetta auðuga land. Sendi hann um leið Antonius Pius á undan til Ítalíu með her. Lenti Pius í orustu við fylgismenn Vi- telliusar við Bedriacum og gersigraði þá. Hjelt Pius síð an til Rómar og tók hana eft ir harða viðureign og miög skæðan bardaga. Fjell Vi- tellius þar ásamt 50.000 mönnum. Senatið viður- kendi nú Vespasianus sem keisara. Þegar honum barst frjett in um ósigur og íall Vitell- íusar til Alexandríu, sendi hann þegar í stað kornfarm til Rómar, og kom það í góð ar þarfir fyrir borgarbúa. —■ Hann hjelt .síðan sjálfur til Rómar árið 70, án þess að hafa sjálfur tekið virkan þátt í stríðinu, sem leiddi til þess að hann varð keisari Rómaveldis. Fullur friður var þó ekki enn komirm á. Batverjar hefja uppreisn. BATVERJÁR, er bjuggu við mynni Rínar, höfðu á stjórnartímum Vitelliusar, hafið uppreisn undir for- ystu Júlíusar Civilis. Þótt- ust þeir í fyrstu standa með Vespasianusi, en eftir fall Viteilíusar, gengu leifarnar af her hans í lið með þeim. Varð það nú markmið Ci- vilis að stofha sjálfstætt ríki í Gallíu. Þegar Vespasi- anus var orðinn fastur í sessi í Róm, sendi hann her gegn Civilis, og var hann sigraður. Játuðust þá Bat- verjar aftur undir vfirráð Rómverja. — Þeir urðu þó skattfrjálsir gegn því að gegna herþjónustu í þágu róm\rerska ríkisins. Titusi, syni Vespasianusar, tókst og eftir langa og harða við- ureign að taka Jerúsalem árið 70 og var þá borgin lögð í rústir og íbúarnir seldir mansali og drepnir. Títus Flavius Vespasian- us var sextugur, er hann kom til ríkis. — Var hann fyrsti keisarinn, er ekki var af hinum rómverska aristo- krati. Tíminn hafði nú einn- ig ieitt það í Ijósí að það hafði ekki lengur fram að bjóða hina rjettu tegund valdhafa. En Vesapasianus var án efa sá maður, er rik- ið þarfnaðist á þessurn erf- iðu tímum. Hann hafði enga sjerstaka frábæra hæfileika en hafði þó til að bera þá eiginleika, er þeir tírnar kröfuðst af keisara. Hann hafði ákveðna og sterka skapgerð, var óttalaus, heið arlegur og hófsamur, mjög borgaralegur í framkomu sinni, spartverskur í lifnað- arháttum og mjög rjettlátur í stjórn sinni. Fyrir honum lá líka mik- ið verkefni. Hann átti að skapa frið og reglu í þjóð- íjelagi, sem hafði orðið að þola mikið í tveggja ára borgarastyrjöldum og við óstjórn Nerós. Hann hugs- aði heldur ekki lengra en bæta úr þessu, ekki að grundvalla neitt nýtt, held- ur aðeins að lagfæra það, er miður fór. Þetta mikla verk efni tókst honum einnig að levsa af hendi, næstum því svo að fullkomið gæti kall- ast. Eftir að Vespasianus kom til ríkis, hjelt hann áfram að vera jafn hófsamur og spar- samur og hann hafði áður verið og tókst með fyrir- dæmi sínu áð draga meira úr óhófs og munaðarlífi hinna æðri stjetta, heldur |en hann hefði getað áorkað með fjölda lagafyrirmæla. Hann var frá upphafi mild- ur og rjettlátur og neytti ekki valds síns til þess að koma fram hefndum á fyrri andstæðingum sínum. Hinir . útlægu fengu leyfi til að hverfa heim aftur, og það var hætt að ákæra menn fyrir móðganir við hina keis aralegu hátign. Sem dómari var hann rjettlátur og lög hans og fyrirmæli bera vott rnn rjettan skilning og heil- brigða skynsemi. Endurskipulagning á ráðinu TÆPLEGA hefir svo lág- ættaður maður verið vel- kominn hjá hinum tignu aristokrötum i ráðinu, en það var tilgangur Vespasi- anusar að halda við hinni fyrri valdaskiftingu Ágúst- usar, keisara, milli ráðsins og keisarans. í desember ár- ið 69 samþykti ráðið lög um vald Vespasianusar, en hluti þeirra hefir varðveist á bronstöflum, sem fundust í Róm á 14. öld. Það virðist hafa verið tilgangurinn með þeim að takmarka vald keis ara og jafnframi vera viður kenning hans á ráðinu og lýðnum sem hinum eigin- iegu valdhöfum. Þetta virð- ist þó ekki hafa borið mik- inn árangur. í framkvæmd- inni, - að minsta -kosti telur Vespasianus valdatímabil sitt frá hyllingunni í Alex- andríu, þann 1. júlí 69. en ekki frá þeim degi, er ráðið viðurkendi hann sera keis- ara. Ráðinu hafði hnignað mjög við blóðstjórn hinna undanfarandi keisara og margar hinna gömlu sena- toraætta voru útdauðar með öllu. Til þess að stvrkja aristokratið og ráðið, tók Vespasianus nú ýmsa tigna menn úr Ítalíu og skatt- löndunum í það, og hafði þessi merka ráðstöfun geysi mikla þýðingu fyrir sam- heldni ríkisins. Frá þessu nýja aristókratíi eru komnir allir helstu menn Rómverja á annari öld e. Kr., fyrst og fremst má þar til nefna Traj anus keisara. Claudius og Neró höfðu einnig tekið upp þessa nýbreycni en í miklu smæni std. Káoið varð nú mikiu starinæfara, þar sem nú voru í því menn víðsveg- ar að úr ríkinu, er höfðu ná- in kynni af hag og ástandi í sínum heimalöndum. Varð ráðið þannig góður ráðgjafi keisarans í alríkisstjórninni, enda notfærði Vespasianus sjer það. Skattlöndin knýtt- ust einnig sterkari böndum við ríkið, þar sem þau áttu nú sína fulltrúa í ráði hinn- ar rómversku þjóðar. — í góðu samræmi við þetta er og annað starf Vespasianus- ar til hagsbóta fyrir skatt- löndin. Hann stofnaði marg- ar nýlendur og veitti fjölda íbúa hinna ýmsu skattlanda og öllum Spánverjum sóm- verskan ríkisborgararjett. Þá hafði borgarastríðið haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir heragann, og einkum ágerðist óstjórn og agalevsi í hernum á dögum Vitelliusar. Eftir því, sem menn vita, mun Vespasian- usi fljótt hafa tekist að ráða bót á þessum misfellum og setti hann hermennina til ýmissa nytsamlegra starfa, einkum húsbygginga. Eftir sigm’för Vespasianusar og Títusar, sem mun vera fyrsta sigurförin, er faðir og sonur halda sameiginlega, Janushofinu lokað, og Rómaveldi naut friðar og hvíldar þau tíu ár, er eftir voru ríkisstjórnartímabili Vespasianusar. Janushofið var annars alltaf opið á ó- friðartimum, og þótti tíðind um sæta, ef því var lokað. Byggingar. fjármálastjóm og me mii ngars t arfs e m i. VESPASIANUS ljet end- urreisa marga bæi, seni brendir höfðu verið í borg- arastyrjöldunum og jafn- framt endurbæta götur, vegi, brýr og vatnsveitur. •— Hann Ijet ljúka við endur- byggingu Rómar, sem Neró hafði hafið. Hann Ijet einn- ig reisa margar nýjar bygg- ingar og Flaviska-Anfileik- húsið, er rúmaði 67 þúsund áhorfendur er frægast þeirra Nafnið Colosseum hefir það fengið af hinni kolosselu (geysimiklu) Nerósstyttu, er stóð rjett við það. — Þá Ijet hann gera i Róm nýtt torg, reisa friðarmusteri og almenn baðhús Voru bað- hús þessi miklum þægind- um búin, en urðu síðar meir til þess að ala á leti h já lýðn um. Vespasianus bar virðingu fyrir trúnni og lagði fram mikið fje til uppbyggingar þeirra hofa, sem eyðilagst höfðu í borgarastyrjöldun- um. Meðal þeirra var hofið Capitolium. Hann var hjá- trúarfullur sem svo margir á þeim tímum, og bæði áleit hann sjálfur og aðrir, að hann gæti gert kraftaverk og læknað sjúka með því, að leggja hendur yfir þá! Fjármálastjóm ríkisins hafði hrakað mjög á dögum Nerós, og var nú hagur þess kominn í hið mesta öng- þveiti. Til þess að koma fjár málunum í lag, varð Ves- pasianus að leggja á ýmsa nýja skatta. Mestu orkaði þó hið stranga eftirlit með fjár- reiðunum og sparsemi hirð- arinnar, þvi að hjer eins og annarstaðar gekk keisarinn sjálfur á undan með góðu eftirdæmi. Hann tók í sínar hendur Censorsstörfin og gætti þess nákvæmlega, að skattaálagningin kæmi rjett látlega niður. Honum hepn- aðist á þenna hátt að koma fjármálum ríkisins í gott lag, en sá strangleiki og sparsemi, er hann sýndi við það, varð til þess, að f^lk taldi hann nískan, þótt hann ætti slíkt tæplega skilið. Vespasianus hafði ekki hlotið mikla bókmentalega þekkingu, en gat þó bæði lesið og talað grísku. Hann sýndi í stjórn sinni mikinn áhuga á bóklegum fræðum og öðru, er að mentun laut. Stofnaði hann m. a. skóla í mælskulist og veitti árlega allmikilli fjárupphæð til hans. Fjekk hann sem kenn Framhald á 8. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.