Morgunblaðið - 19.04.1944, Síða 10
30
MORGrUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. apríl 1944
<,Nú?“
„Það þarf að dvelja í Reno í
sex vikur, held jeg, til þess að
skilnaður þar sje löglegur, en
hún gerði það ekki. Naney
Gibbs, stúlkan, sem hún versl-
ar í fjelagi við, var skorin upp
við botnlangabólgu og lá á
►júkrahúsi í þrjár vikur, og
Stella flaug frá Reno, til þess
að taka við versluninni á með-
an, áður en þessar sex vikur
voru liðnar. Af tilviljun komst
Frank að þessu nokkru seinna.
Hann varð alveg æfur, en jeg
taldi hann á, að skifta sjer ekk-
ert af því, sagði honum, að
hann myndi ekkert græða á
því“.
„Og þú heldur að hann hafi
farið til hennar, og sagt henni
að skilnaðurinn væri ekki lög-
legur, og hún gæti því ekki gift
sig aftur?“ spurði Armitage.
„Hvað heldur þú?“
„Jeg held“, sagði gamla kon-
an kuldalega“, að það passi á-
gætlega. Og svo ákvað Stella
að gei-a sjálfa sig að ekkju, þar
eð skilnaðurinn væri ólögleg-
ur?“
„Já, því ekki það?“
„Jeg veit það ekki, góða mín.
En jeg trúi því ekki, að hún
þafi gert það. Ef það væru að-
eins skotin......“
Það fór hrollur um Margrjeti.
„Hún hefir orðið hrædd, og
virst það eina leiðin til þess að
losna við líkið“.
„Þetta er vitleysa, Margrjet,
og þú veist það“, sagði frú
Armitage.
Margrjet var þrákeldnisleg á
svipinn.
„Rand trúir þessu“, sagði
hún.
„Hann er lögregluþjónn, og
þekti ekki Stellu. En þú er
kona, og þú þekkir hana. Mjer
finst þú ættir að skammast
þín“.
Margrjet fór að gráta. Hún
fjell á knje fyrir framan gömlu
konuna og grúfði andlitið í
keltu hennar.
„Svona, svona“, sagði hún og
strauk blíðlega yfir hár Mar-
grjetar. „Þú hefir verið of mik
ið ein. Komdu og vertu hjá okk
ur, þar til alt er um garð geng-
ið“.
„ „Jeg get það ekki“, svaraði
Margrjet snöktandi. „Jeg mundi
stöðugt hugsa um, að ef Frank
væri lifandi, mundi hann reyna
að ná í mig í íbúðinni, og þá
væri jeg ekki þar“.
Og eftir dálitla stund sagði
Margrjet dálítið, sem gömlu
konunni fanst undarlegt seinna,
þótt hún ekki tæki eftir því þá.
„Jeg er svo ógurlega hrædd“,
sagði hún.
XVII. Kapítuli.
Herbert Martin stóð við skrif
borð sitt, og horfði af nafn-
spjaldinu, sem hann hjelt á í
hendinni, og á bláeygða mann-
inn, sem stóð gegnt honum.
„Ef þetta er ráð til þess að fá
viðtal, hr. Gnatt“, sagði hann,
„verð jeg að biðja yður að hafa
mig afsakaðan“.
Hann h horfði aftur á riafn-
spjaldið, en á það var skrifað:
Jeg var síðasti maðurinn, sem
sá Frank Vaughan á lífi.
Barney brosti elskulega.
„Það er nú dálítið meira en
viðtal, sem jeg vil fá, hr. Mart-
in. Jeg ætla að komast til botns
í Frank Vaughan-málinu, og
hefi til þess fult umboð blaðs
míns. Jeg hefi unnið dálítið með
Rand, þó ekki opinberlega. En
nú finst mjer stefna lögreglunn-
ar i málinu of einhliða. Jeg
hygg að möguleikarnir sjeu
fleiri um lausn gátunnar. Jeg
kom því til yðar í von um að
fá hjá yður lykilinn að ein-
hverjum þessara möguleika".
„Til dæmis?“
„Ja, jeg veit það ekki“, sagði
Barney. „Jeg hefi spurt sjálf-
an mig einnar spurningar.
Setjum svo, að Vaughan hafi
yfirgefið íbúðina strax eftir að
skotin heyrðust. Hvað hefir þá
skeð? An efa hefir yður dott-
ið þessi sama spurning í hug“.
Martin kinkaði kolli.
„Já, rjett er það“.
„Svar Rand er, að hann hafi
ekki yfirgefið íbúðina. En
hingað til, hefir honum ekki
tekist að sanna það. Jeg trúi
því ekki, að hann geti sannað
það, því að jeg hygg að það sje
einmitt það, sem hann hafi
gert“.
„Gjörið svo vel að fá yður
sæti, hr. Gnatt“, sagði Martin
og nú var kuldinn í svip hans
alveg bráðnaður. „Hvað er það
sem þjer viljið vita?“
„Jeg vildi gjarnan fá að vita
um innihald brjefsins frá Sop-
híu Masson, sem Vaughan hafði
í vasa sínum, þegar hann
hvarf“, sagði Barney.
Andartak hugsaði Martin sig
um, en studdi síðan á hnapp á
skrifborðinu,1 og bað ungfrú
Rose um afritið af Masson-
brjefinu.
Barney athugaði það vand-
lega, en það var erfitt að lesa
það. Skriftin var einkennileg
óg gamaldags, og hafði brjef-
ritarinn augsýnilega verið mjög
skjálfhentur. Brjefið var á
þessa leið:
Kæra Hilda.
Jeg held að jeg eigi aldrei
eftir að sjá þig framar. Thom-
as ræður yfir öllu hjer, crg
jafnvel Wilder hjúkrunar-
kona er á hans valdi. Enginn
fær að heimsækja mig. Þau
segja að jeg sje ekki nógu
frísk, en jeg er alveg frísk.
Þau segja að það sje hjartað,
en enginn úr okkar fjölskyldu
hefir nokkru sinni þjáðst af
hjartasjúkdómi. Thomas hefir
skipað sjálfan sig einkaritara
minn, og endurskoðar jafnvel
brjef mín. Jeg er hrædd og
treysti engum. Dr. Sawyer er
góður við mig, en jeg sje að
hann trúir mjer ekki. Hann
heldur að jeg sje orðin elli-
ær. Jeg reyndi að segja hon-
um, að Thomas myndi ein-
hvern daginn drepa mig,
vegna peninga minna, en
hann brosti aðeins og sagði,
að jeg skyldi engar áhyggjur
hafa.
Jeg er hrædd um barnið
mitt, að Thomas hafi narrað
mig til þess að undirskrifa
erfðaskrá. Hann hefir haft
með höndum ýms viðskipti
fyrir mig, síðan jeg veiktist,
og hefir látið mig skrifa und-
ir mörg skjöl, og í síðustu
viku var það eitthvað, sem
þurfti að hafa vitni við. Hann
kom með kokkinn og ungfrú
Wilder. Hann ljet á sjer skilj
ast, að skjalið stæði í sam-
bandi við veð á húsi nokkru.
En seinna mundi jeg að það
hafði verið gengið frá því öllu
fyrir tveim árum síðan. Minni
mitt er ekki eins gott, og það
hefir verið. Jeg er hrædd um,
að jeg hefi verið svikin.
Jeg þori ekkert að segja.
Jeg er hrædd við hann-. Hann
er altaf mjög góður og um-
hyggjusamur, en jeg veit að
hann gefur mjer stöðugt gæt-
ur. Jeg hefi heyrt hann ganga
fram og aftur um ganginn á
nóttunni, en einu sinni, þegar
jeg bað Wilder hjúkrunarkonu
að gá fyrir mig, sagði hún,
að hann væri ekki þar. Hann
hefir hana alveg í vasanum.
Mjer hefði aldrei verið leyft
að skrifa þetta, en hann er
ekki heima í dag, og stofu-
stúlkan á að vera hjá mjer.
Jeg sendi hana inn í næsta
herbergi og sagði henni að jeg
ætlaði að sofna. Hún er góð
stúlka. Jeg ætla að biðja hana
að laumast út með brjefið á
eftir, ok koma því í póstinn
fyrir mig.
Jeg vil að þú vitir það, Hilda
mín, að ef eitthvað kemur fyr
ir, þá er gamla erfðaskráin
mín, sem jeg gerði árið 1930
—• sú eina, sem á að gilda. Þú
átt að fá helminginn. Jeg hefði
gjarnan viljað, að þú fengir
það alt, en jeg þori það ekki.
Thomas myndi drepa mig, ef
hann kæmist að því. Jeg er
hrædd. Allir eru á móti mjer.
En jeg veit að þjer finst vænt
um mig.
Þín frænka.
Sophia
Sagan af Gisku kerlingu
Æfintýri eftir P. Chr. Asbjömsen.
1.
EINU SINNI VAR EKKJUMAÐUR, hann hafði ráðs-
konu, sem hjet Giska, og hún vildi gjarna fá hann fyrir
mann og var altaf að nauða á honum að giftast sjer. En
að lokum varð maðurinn svo leiður á henni og nöldrinu
í henrii, að hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera,-til
þess að losna við hana.
Svo var það eitt sinn á slætti, þegar hampurinn var
orðinn þroskaður, að þau fóru að hrista hamp. Gisku
fanst hún vera ósköp falleg og dugleg og hristi hamp
af alefli, en varð ringluð í höfðinu af hinni sterku lykt,
svo hún valt um og sofnaði á hampekrunni. Meðan hún
svaf, kom maðurinn og smurði hana í framan og um
hendurnar, fyrst með tólg og svo með sóti, svo hún varð
ekki beint glæsileg ásýndum eftir það.
Þegar Giska vaknaði og sá, hvemig hún var orðin,
þekti hún sjálfa sig ekki aftur. „Get þetta verið jeg?“
sagði hún við sjálfa sig. „Nei, ekki getur það verið, svona
ljót hefi jeg aldrei verið, þetta hlýtur að vera fjandinn
sjálfur11.
En nú vildi hún vita.nánari deili á þessu fyrirbæri, svo
hún fór og barði að dyrum hjá húsbónda sínum og sagði:
„Er Giska þín heima í dag?“
„Já, auðvitað er hún Giska mín heima“, sagði maðurinn.
hann vildi losna við kerlu.
„Jæja, þá get jeg ekki verið hún Giska hans“, hugsaði
kerling og labbaði af stað, og glaður var bóndinn að hafa
losnað við hana.
Þegar kerling hafði nokkuð farið, kom hún inn í stóran
skóg, og þar mætti hún tveim þjófum. — Það er best jeg
verði með þeim þessum, hugsaði Giska, — úr því jeg er
fjandinn sjálfur, þá fer víst vel á því. En þjófunum fanst
nú eitthvað annað, þegar þeir sáu hana tóku þeir til fót-
anna og hlupu eins og þeir gátu, því þeir hjeldu að sá
gamli væri kominn að sækja þá. En hlaupin gögnuðu
þeim ekki mikið, því Giska var frá á fæti og hafði náð
þeim áður en þeir vissu af.
„Ef þið ætlið að fara að stela, þá vil jeg koma með ykk-
ur og hjálpa til, því jeg er vel kunnug hjerna í sveitinni“,
sagði hún.
Þegar þjófarnir heyrðu þetta, fanst þeim það ágætt og
hættu að vera hræddir.
?,Við ætlum nú eiginlega að ná í sauð, en við- vitum
ekki almennilega hvar það er hægt“, sögðu þeir.
Gamli sáttmáli
af hendi íslendinga við Há-
kon konung gamla Hákonar-
son og Magnús konung son hans
um skattgjöld og þjóðríkissjett-
indi íslands, samþyktur á Al-
þingi 1263 (og 1264, og endur-
nýjaður síðar).
Gamli sáttmáli á millum
Noregs kongs ok íslendinga.
I nafni föður ok sonar ok
heilags anda.
Var þetta játað ok samþykt
af öllum almúga á íslandi á Al-
þingi með lófataki:
At vjer bjóðum (virðulegum
herra) Hákoni konungi hinum
kórónaða vára þjónustu undir
þá grein laganna, er samþykt
er milli konungsdómsins ok
þegnanna, þeirra er landit
byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vjer
viljum gjalda konungi skatt, ok
þingfararkaup slíkt sem lögbók
váttar, ok alla þegnskyldu, svá
framt sem haldin er við oss þau
heit, sem í móti skattinum var
játað.
JJtanstefningar viljum vjer
Jaungvar hafa, utan þeir menn,
sem dæmdir verða af várum
mönnjjm á Alþingi í burt af
landinu.
,Item at islenskir sje lög-
menn ok sýslumenn á landi
váru af þeirra ættum, sem at
fornu hafa goðorðin upp gefit.
Item at sex hafskip gangi á
hverju ári til landsins forfalla-
laust. '
Erfðir skulu ok upp gefast
fyrir íslenskum mönnum í Nor-
egi, hversu lengi sem staðit
hafa, þegar rjettir arfar koma
til eðr þeirra umboðsmenn.
Landaurar skulu upp gefast.
Slíkan rjett skulu hafa ís-
lenskir menn í Noregi sem þeir
hafa bestari haft.
Item at kongr láti oss ná ís-
lenskum lögum ok friði eftir
því sem lögbók váttar ok hann
hefir boðið í sínum brjefum,
(sem guð gefur honum fram-
ast afl til).
Jarl viljum vjer hafa yfiF oss
meðan hann heldr trúnað við
yðr, en frið við oss.
Halda skulum vjer og vorir
arfar allan trúnað við yðr með-
an þjer ok yðrir arfar halda
við oss þessa sættargerð, en
lausir, ef rofin verðr af yðvarri
hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno m. ijc. lxiij.
• Hjer eftir er eiðr íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga
bók og því skýt ek til guðs at
ek sver herra Hákoni konungi
ok Magnúsi konungi land ok
þegna ok æfinlegan skatt með
slíkri skipan ok máldaga sem
nú erum vjer sáttir orðnir ok
sáttmálsbrjef várt váttar.
Guð sje mjer hollr, ef ek satt
segi, gramr ef ek lýg.
★
Fyrirlitningarbros særir oft
meira en hvössustu orð eða
eggjárn.
★
Vaninn heldur menn í hlekkj
um, en þörfin í böndum.
Eggert Claessen
Einar Ásmundsson
hæstarjettarmálaflutninKsrtu'iui,
Oddfellowhúsið. — Sími 1171.
Allskonar lögfrœöistörf