Morgunblaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. apríl 1944. „Jeg sje als ekki, hvað þú græðir á þessu“, sagði Magrud- er kvartandi. „Þeir hleypa þjer als ekki inn í káetuna“. „Hver segir það?“ spurði Barney. „Jeg er aðeins saklaus blaðaljósmyndari, sem óskar eftir mynd af staðnum, þar sem glæpurinn var framinn“. Það varð þögn dálitla stund, en síðan sagði Magruder: „Og hvert er hlutverk mitt í leiknum?“ „Þú ert bara með af mannleg- um áhuga“, svaraði Barney. Þú átt að tala við farþegana og þjónustufólkið, og komast að því, hvernig frú Redfern kom sjer við það. Martin segir að hún sje yndisleg manneskja. Sannaðu það. Almenningur heldur að hún sje samband af Messalinu og Katrínu af Medici. Sýndu fram á, að svo sje ekki“. * Magruder hló. „Þótt þetta sje að vísu ekki í mínum verkahring“, sagði hann, „skal jeg gera mitt besta“. „Jeg sendi Muriel til Nancy Gibbs í morgun“, sagði Barney eftir stundarþögn. „Það er allra geðugasta stúlka. Hún er mjög vel heima í gömlum kopar- stungum. Beecher virðist ekki hafa áhuga á gömlum kopar- stungum“. „Um hvern fjandann ertu að tala maður?“ spurði Magruder. „Jeg dvaldi nokkrar klukku stundir í verslun þeirra í gær“, sagði Barney dreymandi, „og skoðaði gamlar koparstungur. Stella rakst á fjársjóð daginn áður en hún fór. Hefir þú nokk urn tíma reynt að ná í kopar- stungur frá miðöldum?11 „Nei“, sagði Magruder og horfði út undan sjér undrandi á Barney. „Nei, það hefði heldur ekki þýtt neitt“, sagði Barney, „því að það er varla hægt að ná í þær núna. Fyrir nokkrum ár- um byrjuðu svo margir að safna þessum gömlu kopar- stungum, að eftir stuttan tíma urðu þær nær ófáanlegar“. „Nei, hugsa sjer!“ sagði Ma- gruder kurteislega. „Einn þessara safnara var gamall maður, að nafni Stein, og hann átti nær 1000 kopar- stungur“. „Jeg er aldeilis hissa!“ sagði Magruder þurrlega. „Já, það ættirðu að vera, því að Stella keypti þær allar, alt safnið, sama daginn og Frank hvarf“. „Er ætlast til þess, að nú líði yfir mig, eða hvað?“ spurði Magruder. „í stað þess að fara með myndirnar í verslunina, fór hún með þær allar heim til sín í Bank Street“, hjelt Barney ró- lega áfram. „Nú?“ „Já, þegar hún svo ákvað að fara á brott daginn eftir, var hennar fyrsta hugsun mynd- irnar. Þær voru mjög verðmæt- ar og máttu ekki skemmast, en til þess þurfti hún að pakka þeim vel inn. Veistu, hvernig þessar gömlu koparstungu- myndir eru varðveittar?" „Nei, hvernig í ósköpunum ætti jeg að vita það?“ „Þær eru þaktar með cello- phane“. Nú lifnaði Margruder allur við. „Og ennfrenfur", hjelt Bar- ney áfram, „gætir þú feng- ið að vita það hjá hvaða inn- rammara sem er, að ef þú vild- ir jafna pappann, sem myndin er líjnd á, til þess að hægara sje að pakka hana inn, þá er ekkert áhald þægilegra eða al- gengara til þeirra nota en gott, beitt rakvjelarblað“. Magruder gapti, svo hissa var hann. Nú stóð Barney upp og fór upp á þilfarið. Fyrir framan þá, í þokunni, sást móta fyrir gufu skipi. Það virtist eins og geysi stórt fjall. Eftir dálitla stund rann litli mótorbáturinn upp að hlið „Regina“, og þeir Magrud- er og Barney fóru um borð. Hr. Bracq þekti ameríska biaðamenn of vel, til þess að neita þeim um það, sem þeir báðu um, og fylgdi því Barney og Magruder sjálfur niður í þá umtöluðu káetu. „Þið skiljið það, herrar mín- ir, að það iná ekki snerta við neinu hjer“, sagði hann, þegar þeir komu að dyrunum. „Lög- reglan skipar svo fyrir“. „Já“, sagði Barney. „Við ætl- um aðeins að taka mynd og líta svolítið í kringum okkur“. „Það er gott“, sagði Bracq og andvarpaði dálítið. Hann færði sig frá dyrunum, svo að þeir kæmust inn. „Ekkert hef- ir verið hreyft hjer, nema koff- ort og annað, sem tilheyrði monsieur og madame Redfern, var auðvitað flutt yfir í hina káetuna". t Barney stóð rjett fyrir inn- an dyrnar og ljet augun hvarfla um káetuna. Það var meðal- stórt herbergi, og stóðu tvö rúm við vegginn hægra megin og borð á milli þeirra. Nokkrir hægindastólar og skrifborð stóðu við vegginn gegnt hon- um og dyr voru opnar inn í baðherbergi vinstra mgein. Tvö stór kýraugu voru á veggnum gegnt honum. Herbergið var yfirleitt líkast þægilegu gisti- hússherbergi. Þykt, brúnt teppi var á gólfinu, sem var svo til eyðilagt af sjónum, sem komið hafði inn um kýraugað. Silki- ábreiðan á rúminu nær kýraug anu, einn stóllinn og gyltu gluggatjöldin höfðu augsýni- lega gegnblotnað líka. Á gólf- inu lá samanbögluð örk af rauðu cellophane. Barney gekk yfir í baðherbergið, en þar var ekki annað að sjá en nokkur notuð handklæði, sem lágu í hrúgu úti í einu horninu. Bar- ney tók þau upp og athugaði vandlega, og sýndi Magruder. „Sjáðu, Mac“, sagði hann. „Það sjest ekkert á þeim“. Magruder horfði á þau, kink aði kolli og Barney Ijet þau aftur á sinn stað. Barney tók nú upp mynda- vjel sína og tók nokkrar mynd- ir af káetunni. Síðan leit hann enn einu sinni í kring um sig og sneri sjer svo að Bracq og sagði: „Jeg held, að þetta sje alt, þakka yður fyrir. En ef þjer vilduð svo segja mjer eitthvað um monsieur og madame Red- fern ....“. Magruder hypjaði sig á brott. Klukkustund’ síðar lagðist „Regina“ upp að bryggjunni. Landgöngubrúin var varla kom in á, þegar lítill hópur manna hraðaði sjer um borð. Það voru Rand, Zinsky, Beecher og nokkrir fleiri úr lögregluliðinu. í stiganum mættu þeir Bar- ney og Magruder, sem voru á leið í land. „Halló!“ kallaði Barney glað- lega, þegar hann kom auga á þá. „Þið eruð mættir, eins og fyrri daginn. En jeg er hrædd- ur Um, að þið græðið lítið á þessu ferðalagi ykkar. Við vor um rjett að koma frá því að athuga káetuna vandlega, og þar var ekkert að sjá, nema dálítið af rauðu cellophane, sem þið getið leikið ykkur að ....“. Beecher var orðinn dökkrauð ur í framan. Hann sneri sjer að Rand og sagði: „Jeg hjelt, að þið hefðuð skip að svo fyrir, að káetan skyldi standa óhreyfð?“ „Jeg gerði það“, sagði Rand og horfði illilega á Barney. „En þennan þrjót ræður enginn við“. „Jeg gerði ekkert af mjer“, sagði Barney glottandi. „Þú getur spurt Bracq. Hann var inni hjá okkur, á meðan við rannsökuðum káetuna“. Beecher gekk alveg upp að Barney. Litlu augun glömpuðu illgirnislega í stóru, feitu and- litinu. „Þú heldur þig utan við þetta, Barney“, sagði hann. „Ef jeg þarf einhverja hjálp frá þjer, get jeg beðið um hana“. Barney brosti elskulega. „Má jeg fá mynd af yður, lögreglustjóri? Og vilduð þjer ef til vill gera einhverja at- **' Uf MSl Sagan af Gisku keriingu Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. hennar verið að hrekkja hana. — Giska, Giska mín, komdu hingað“, kallaði prestur til hennar. „Er það satt, prestur minn, er jeg Giska, er jeg þá ekki fjandinn“. Og hún kom hlaupandi á harða spretti til prestsins: „Af hverju er jeg svona svört?“ „Æ, skyldi hann húsbóndi þinn ekki hafa málað þig svona“, sagði prestur, en nú skulum við koma og tala við hann nokkur orð“. Ekki veit jeg hvaða orð það hafa verið, en víst er um það, að eftir þrjár vikur stóð Giska hvítþvegin fyrir alt- arinu með bónda sínum, og datt engum framar í hug að hún væri neitt í ætt við þann gamla. E n d i r . Tryggur og Otryggur Ævintýr eftir Jörgen Moe. 1. EINU SINNI voru tveir bræður, annar hjet Tryggur, en hinn Ótryggur. Tryggur var alltaf góður og sannsög- ull, en Ótryggur slæmur og skreytinn, svo aldrei var hæt að trúa einu orði af því, sem hann sagði. Móðir þeirra var ekkja og ekki höfðu þau mikið að lifa af, og þegar synirnir voru komnir á legg, urðu þeir að fara að vinna fyrir sjer. Hvorum um sig gaf hún mal með mat, og áttu þeir að hafa það í ntestið. Þeir lögðu af stað um morgun, og þegar komið var kvöld, og þeir höfðu gengið allan daginn, settust þeir nið- ur í skógarrjóðri einu, og ætluðu að fara að gæða sjer á nestinu, því þeim fanst gott að fá matarbita eftir að hafa gengið allan daginn. „Heyrðu, bróðir“, sagði Ótryggur, „eigum við ekki að borða úr þínum mal fyrst, meðan nokkuð er í honum, og byrja svo á mínum?“ — Þetta ljet Tryggur gott heita og svo fóru þeir að snæða, en Ótryggur hafði lag á því að ná öllu því besta, sem í malnum var, svo Tryggur fjekk ekki annað en skorpur og roð. Og morguninn eftir og miðjan daginn líka, borðuðu þeir úr malnum hans Tryggs, og þá var ekki meira eftir í honum. Þegar þeir svo höfðu gengið allt til kvölds og ætluðu að fara að fá sjer að borða aftur, vildi Tryggur fá úr mal bróður síns, en Ótryggur sagði nei, og hjelt fram að hann ætti einn þann mat, sem í hans mal væri, og það væri ekki meira í malnum, en hann sjálfur þyrfti að borða. J ^ J ^**"^*—*——*—■———— Þjóðrjcttindaskjal. Samþykt íslendinga um end- urnýjun á Gamla sáttmála við Hákon konung hálegg Magn- ússon um afsögn allra nýrra á- lagna og þyngsla, 1302 eða 1306: Almúgans samþykt. í nafni föður ok sonar ok heilags anda. Var þetta jáð ok samþykt af almúganum á Alþingi, utan handgeingnum mönnum, með fullu þingtaki. At vorum virðulegum herra Hákoni Noregs konungi hinum kórónaða bjóðum vær fullkom- inn góðvilja várrar þjónustu, at hafa ok halda þá lögbók, sem hinn signaði Magnús konungr sendi út, sem vær sórum næst. Alla viljum vær ok eiða vára halda við konungdóminn und- ir þá grein lögmálsins, sem samþykt var millum kongdóms ins og þegnanna, þeirra sem landit byggja. Er sú hin fyrsta, at vær vilj- um gjalda skatt ok þingfarar- kaup, álnir, sem lögbók váttar, ok alla þá þegnskyldu, er lögin vátta með stöddum endimörk- um oss á hendr. Hér á mót, sakir fátæktar landsins og nauðsynja þess fólks, er landit byggja, at ná þeim heitum, er oss váru á móti jáð skattinum í fyrstu af kon- ungsins hálfu, því at fullkom- lega þykjumst vær sjá, at litla hríð stendr várt land við fyrir fátæktar sakir, ef svá mikið góz dregst af, en lítit eða ekki kemr í staðinn. En þat eru þau heit, at ís- lenzkir sé sýslumenn ok lög- menn á landi váru, ok þvílík- an skipagang hafa| sem heitit var á hverju ári út hingat for- fallalaust, ok þeim gæðum hlað- in, sem nytsamlig sé landinu ok oss. Viljum vær engar utanstefn- ingar hafa framar en lögbók váttar, því at þar höfum vær margfaldan skaða af feingið, ok vit þat þýkjumst vær eigi búa mega. En allr sá boðskapr, er oss býðr meiri afdrátt eðr þyngsl en áður er svarit og samþykt, þá sjáum vær með aungu móti, at undir megi standa sakir fá- tæktar landsins. En hálfu síðr þorum vær fyr- ir várUm herra Jesu Christo at já nú meira undan þeim guðs olmosum, sem áðr með guðs miskunn höfum vær veittar oss til sáluhjálpar. Biðjum vær einkanlega virðu legan herra Hákon konung enn kórónaða ok alla aðra dugand- ismenn, at þeir þröngvi oss eigi framar en lög vátta til meiri álaga. Þat gefi vár herra Jesus Christus, at þetta várt ráð verði sjálfum guði til tignar ok virðingar, öllum helgum til lofs ok dýrðar ok konunginum í Nor egi ok öllu hans réttu ráðu- neyti til vegs ok virðingar, en oss til friðar ok frelsis. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.