Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1944. ísbdingum booin þátttaka í afþjóðaverkamálastofnuninni - m Philadelphia, Pennsylvaniu, 21. apríl. —¦ Á fundi alheims verkamálaráðstefnunnar, sem hófst hjer í dag ,var tilkynt, að Isiand myndi bráðlega geta gerst meðlimur í International Labör Office. Þessa ráðstefnu, sem er sú 26. í röðinni, sitja fulltrúar 41 þjóðar, Walter Ash, forseti ráðstefnunnar, tilkynti, að ísland, Nic- aragua og Paraguay ættu fulltrúa á þessari ráðstefnu, er væru ¦t»ar sem áhorfendur, þ. e. a. s. hefðu ekki atkvæðisrjett. Hann bætti því við, að The International Labor Office vonaðist til þess að geta bráðlega veitt þessum þremur löndum meðlima- rjettindi í sambandinu. Verkefni fundarins. Carter Goodrich, atvinnu- rnálaráðherra Bandaríkjanna og forseti The International Labor Office, skýrði frá fund- arskrá ráðstefnunnar. Fundar- skráin er í fimm liðum og hljóða þeir þannig: 1) Framtíðaráætlanir fyrir The International Labor Office. 2) Undirbúningur tillagna, sem leggja á fyrir hinar sam- einuðu þjóðir, viðvíkjandi lausn atvinnu- og fjelagslegra vandamála, sem komið hafa frarn vegna ófriðarihs ög fram munu koma er friður hefir unn ist, 3) Skipulag atvinnumála að ©friðnum loknum. 4) Undirbúningur fjelagslegs öryggis og skyldra mála, sem leggja á fyrir þjóðir þær, sem eru meðlimir í sambandinu. 5) Myndun fjelagslegrar stefnuskrár fyrir hjeruð, sem ekki eru sjálfum sjer nóg, til þess að þeim gefist tækifæri til þess að bæta atvinnu- og fje- lagsmál sín. rháJL^J M mfí ffi h ffl "i " ¦* "^ - ¦naA niMISfMS Richard Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar Og Súðavíkur, síðdegis í dag. Aukið verksvið. A ráðstefnunni munu önnur tvö mál verða tekin til um- ræðu. Annað málið er uppá- stunga, sem fram hefir komið, þess efnis, að The International Labor Office auki störf sín það mikið, að sambandið láti til sín taka hagfræðileg og fjárhags- leg vandamál auk atvinnumála óg fjelagslegra vandamála. Hitt málið er uppástunga þess efn- is, að aukin áætlun um fjelags- legt öryggi verði fengin hinum sameinuðu þjóðum í hendur að ófriðnum loknum. Fulltrúi íslands hlýddi, á- samt öðrum fulltrúum, sem á ráðstefnunni sitja, á ávarp frá Cordell Hull utanríkismálaráð- herra. í ávarpi sínu benti ráð- herránn á, hve þjóðirnar eru háðar hver annari við lausn ýmissa vandamála. Hull komst svo að orði: — „Rótgróin, hagfræðileg og fje- lagsleg vandamál er ekki hægt að útiloka með aðgerðum ,einn- ar þjóðar". Hann hjet á ráð- stefnuna, „að gera áætlanir, sem geti orðið til þess að auka áhrif The International Labor Office á hinum erfiðu dögum, sem framundan eru". • Ekki er í þessari fregn getið um nafn Islendingsins, sem er áhorfandi á ráðstefnunni. Blaðið sneri sjer í gær til Alþýðusambands íslands, en því var ekki kunpugt um það, hver sá íslendingur gæti verið. Hann væri að minsta kosti ekki á vegum Alþýðusambandsins, sagði Jón Sigurðsson, erindreki A. í. NÝKOMID Hiaupaskór fyrir karlmenn. Karlmannaskór, stórt og fallegt úrval. Vinuskór og stígvjel. Ljéttir karlmanna sumarskór. Lárus G. Lúðvígsson Skóverslun. '-nt 4> Reykjavík - Borgarnes Snæfellsnes Dílt'erð frá, Keykjavík n. k.' f'östudag. Uppl. á Bií'- reiðastöð Isiands. Helgi Pjeturssoa. 18 eyðilögðys í Berpn 250Q manns særðusl Frá norska blaðafulltrú- anum. FRÁ STOKKHÓLMI er sím- að til norska blaðafulltrúans hjer: ' ¦ Tidningarnas Telegrambyrá segir að það muni vera ágiskun ein, sem skýrt er frá í útvarp- inu í Oslo, er Þjóðvei-jar ráða yfir, að 200 manns hafi farist við sprenginguna miklu í Berg- en á dögunum. Því líklega muni langur tími líða þar til full vitneskja er fengin um þetta. A þeim tíma, sem sprengingin varð, eru fiskibátar vanir að vera á ferð inn í Voginn með afla sinn, á leið til torgsins. Er viðbúið að menn hafi druknað af bátum þessum, án þess að enn hafi um það frjest, eða þess orðið vart. Fylkisleiðtogi Quislings í Bergen skýrði svo frá á sunnu- daginn var, að fundið væri 61 lík, en gat þess um leið að erf- itt væri að giska á, hve margir hefðu farist. Hann sagði að um 2500 manns hefðu særst og af þeim um 200 svo alvarlega. að þeir hefðu strax verið flutt- ir í sjúkrahús. Svo mikil skæða drífa var afglerbortum um bæ- inn, að 30 manns mistu sjón vegna glerbrota, er þeir fengu í augun. Blöðin í Bergen, sem eru und ir þýsku eftirliti, segja að það hefði verið ömurleg sjón að sjá þá bæjarhluta, sem fyrir eyði- leggingunni urðu. Menn hefðu ekki getað ímyndað sjer að ó- reyndu, að borg eins og Berg- en hefði getað breyst svo mjög, sem raun varð á, á fáum augna blikum. Nál. 185 hús eru gereyðilögð, og fjöldi annara húsa meira og minna skemd. Hverjum að kenna? í sambandi við sprengingu þessa þykir eftirtektarvert, að í Þýskalandi fara fram rann- sóknir í sambandi við hina miklu sprengingu í Oslo þ. 19. des. í vetur. Við sprenging þessa köstuðust mörg sprengiu- hylki yfir næstu húsahverfi borgarinnar, er voru án. alls sprengiefnis, og hafa komið þannig frá verksmiðjum Þjoð- verja. Svo sýnilegt er, að þar í verksmiðjunum eru menn sem vinna gegn Þjóðverjum og sprcnging þessi því sennilega tilkomin fyrir tilverknað þess- ara manna, hvort heldur það eru Þjóðverjar eða erlendir menn, sem þeir hafa í þjón- ustu 'finni. Talið er líklegt að spreng- ingin í Bergen sje af sömu rót runnin. nmminnmiaimiiniiiinuimiinunnmiminnnmm B. P. Kalman 1 hæstarjettarmálafl.m. ¦ I Hamarshúsinu 5. hæð, vest ¦ ¦ ur-dyr. — Simi 1695. 9 amiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinimu Hjálp lil danskra 140 þús. krónum Eftirtaldar gjafir hafa borist undanfarið til skrifstofu minn- ar: Frá starfsfólki eftirgreindra stofnana og fyrirtækja. Raf- magnseftirlit .rikisins kr. 120.00. Tollstjóraskrifstofan kr. 205.00. Ferrum kr. 150.00. Fjelags- prentsmiðjan h.f. kr. 500.00. Iðnskólinn kr. 900.00. Sverrir Bernhöft h.f. kr. 1130.00. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna kr. 330.00. J. Þorláksson & Norð- mann kr. 390.00. Steindórsprent h.f. kr. 366.00. Ólafur Gíslason & Co. kr. 1500.00. Safnað á Bíldudal kr. 1200.00. Safnað af Ól. Jónssyni, Bíldudal, kr. 560.00. Verslun O. Ellingsen kr. 1380.00. Litir & Lökk kr. 170.00. Safnað af Alþýðublað- inu kr. 195.00. Safnað af Morg- unblaðinu kr. 5185.00. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal og stai-fsfólk kr. 465.00. Lækna fjelag Reykjavíkur 10.000.00. Síra Páll Sigurðsson, Bolung- arvík kr. 1500.00. Kvenfjelagið Ársól, Suðureyri, kr. 637.00. Sigríður Árnadóttir kr. 100.00. Mjólkurmiðstöðin við Hring- braut kr. 210.00. Safnað af Kaupfjelagi Patreksfjarðar kr. 100.00. Nemur söfnunin þá rösklega kr. 140.000.00. \ Reykjavík, 25. apríl 1944. Kristján Guðlaugsson. Enn er hlje í Rússlandi LONDON í gærkveldi: — Fjórða kvöldið í röð, segir herstjórnartilkynning Rússa, að engin veruleg breyting hafi orð ið á vígstöðvunum austur þar. Frjettaritarar segja, að Rúss- 'ar sjeu að undirbúa árás á Sebastopol og í þýskum fregn- um er sagt að árásir Rússa á borgina sjeu byrjaðar. Þjóðverjar taka þjóðminjasafnlS í Bygdöy NORSKA blaðafulltrúanum hjer hafa borist þær fregnir frá Noregi, að Þjóðverjar hafi tek- ið þjóðminjasafnið í Bygdöy fyrir utan Oslo, eignarnámi. I safninu eru mjög dýrmætar minjar úr menningarsögu Nor- egs, eru þar margar byggingar frá fyrri tímum. Þár er m. a. Gols, bjálkakirkjan (frá Hall- ingdal), fjöldinn allur af ein- stökum byggingum, bóndabæj- um úr ýmsum hlutum landsins, reistir í fullri stærð, og göm- ul borgarhús. Öll húsin eru inn- rjettuð eins og tíðkaðist á hverj um tíma. Auk þess eru þar stór minjasöfn. Mikið af söfnunum hefir þó verið flutt innar í landið, en húsin og byggingarnar var ekki hægt að flytja burt og má gera ráð fyrir miklum skemdum á þeim. — Þjóðverjar hafa ekk- ert sint óskum Nofðmanna um, að þessar minjar úr menningar- sögu Norðmanna fengju að vera í friði. 1 — Danmörk Framh. af bls. 1. stjóri, eða fulltrúi Þjóðverja í Danmörku kallaði í gær á sinn fund alla ritstjóra Kaup- niannahafnarblaðanna og skýrð'i frá þeim frá því, að mi væri nóg komið af mótspyrnii Dana gegn Þjóðverjum, Skemdarverk gegn þeim yrðu að hætta þegar í stað. Rit- stjórarnir skyldu gera lesend- um sínum þetta Ijóst. Ef fleiri spellvirki yrðu framin í Danmörku myndu Þj(5ðverjar ekki sýna neina misknn. Eftirleiðis verða hiri ströngu lög styrjaldartímanna látin bitna á Dönum, ef þeir bæta ekki ráð sitt, sagði Best. Fyrirliggjandi: FÆGILÖGUR amerískur, í smáglösum. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. rn^^^*Y 'f" * ""^" ROSSE & LACKWELLS famous FOOD PR0DUŒ CONDIMENTS & ÐELICACf ES are commg V'w f^BS^L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.