Morgunblaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 7. maí 1944 1N1 O R 0 U N B L A D T Í1 I nbfaitttiibibik Útg:: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjártansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Samtök eða flokkastrei tur, HUGSANDI MÖNNUM hrýs hugur við því, hversu horfir um fjárhagsmálefni þjóðarinnar. Verðbólgan fer í raun og veru stöðugt vaxandi, enda þótt tekist hafi í bili að hefta nokkuð hækkun vísitölunnar með þungum fjár- útlátum fyrir ríkissjóð. Hinar og þessár dýrtíðarráðstafanir, sem reyndar hafa \'erið frá því stríðið hófst hafa reynst meira og minna gagnslausar. Og það hefir æ betur komið í Ijós, að eitt virðist öðru fremur nauðsynleg forsenda fyrir því, að nokkrar dýrtíðarráðstafanir komi að haldi, og það er, að takast megi að skapa allsherjar pólitísk samíök í landinu og sameiginlega ábyrgð allra flokka. Á þetta hefir oft áður verið bent hjer í blaðinu og hvatt til raunhæfra aðgerða í þessum efnum. Það hefir jafnan verið sama viðkvæðið hjá aðalblaði Framsóknarmanna, er slíkt hefir borið á góma, og er svo enn. Tíminn gerir þessi mál að umtalsefni í gær í .for- ystugrein. Segir blaðið, að til lítils sje, að hvetja til sam- taka og viðnáms í dýrtíðarmálunum, þegar engri ákveð- inni stefnu sje jafnframt haldið fram til eftirbreytni, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki sett fram neitt ákveðið dýrtíðar-,,prógram“. Hinsvegar sje Framsóknarflokkur inn stöðugt með sína „ákveðnu, hagsýnu og rjettláíu stefnu“ 1 dýrtíðarmálunum. Það er áreiðanlega minstur vandi að setja fram hin sjerstæðu flokkslegu sjónarsvið varðandi dýrtíðarmálin. Hitt er allur vandinn að sameina og samræma sjónarmið flókkanna til sameiginlegra átaka, og þar talar reynslan sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefir litið svo á, að lík- urnar til sameiningar væru því meiri sem minna kapp væri á það lagt að flagga með sjersjónarmiðunum. Hitt er mönnum aftur á móti alment orðið Ijóst, ’að Framsókn- arflokkurinn hefir hugsað meira um að stíga rokk flokks- hagsmunanna og reka harma sinna á öðrum flokkum, eftir óhagstæð úrslit í síðustu alþingiskosnihgum. Þessi hefnd- arpólitík hefir m. a. lýst sjer í því, að standa öndvert gegn allsherjar samtökum og auka þannig festuleysið á stjórn- málasviðinu. Hreykja sjer síðan og segja: Sjá — eykst ekki glundroðinn í þjóðfjelaginu síðan lauk valdaaðstöðu Framsóknarflokksins á Alþingi. — Því eflir ekki þjóðin okkur aftur til valda? Hversu lengi þessi loddaraleikur verður leikinn, skal engu um spáð. Hitt mun víst, að víða sjeu fram komnar kröfur úr röðum óbreyttra Framsóknarmanna um ábyrg- ari afstöðu valdaklíku flokksins. Það er svo margt annað, sem umrædd skrif Timans gefa tilefni til athugasemda við. Þannig lýsir blaðið hinni ákveðnu dýrtíðarstefnu Framsóknar m. a.: „Það er hófleg niðurfærsla verðlags og kaupgjalds“. Hjer mætti minnast þess, að með gengislög- unum 1939, var hvorttveggja bundið, verðlagið og kaup- gjaldið. Dýrtíðin stóð í aðalatriðum í stað. En það er Fram sóknarflokkurinn, sem hafði forystu um það að taka úr stíflunni, þegar verðlagshömlum gengislaganna á helstu innlendu neysluvörum, kjöti og mjólk, var sleppt á þing- inu 1940. Það var dálítið annað en koma nú og tala um „hóflega niðurfærslu“. Þá segir Tíminn, að Sjálfstæðismenn hafi stöðvað fram- kvæmd dýrtíðarlaganna 1941 „vegna togaraeigenda, og dýrtíðin hjelt því áfram að vaxa“. Já, — það er breitt bak togaraeigendanna í augum þeirra Tímamanna. En fyr má nú vera! Það er staðreynd, að verðlagsvísitala kjöts, mjólkur og feitmetis og garðávaxta hækkar frá apríl til okt. 1941 um 46 stig, en þessar afurðir, ásamt fiskmeti, ráða nær % vísitölunnar. Og samt hækkaði heildar-verð- lagsvísitalan á sama tíma ekki meira en 22 stig. Það var því áugljóst, hvár skórinn kreppti. En á þennan garðinn urðu menn ekki ásáttir að ráðast. Togaraeigendur voru þá alls ekki á dagskrá, þótt nú sje gott að njóta þeirr til ályga. Sigurión Sigurðsson bonkamaður Sextugur C í (j i Cí Á KREPPUARUNUM frá 1932, þar til yfirstandandi styrj öld skall á, munu þeir færri, bændur þessa lands, sem eigi, beint eða óbeint hafa haft kynni af Sigurjóni Sigurðssyni. Sigurjón var einn af þeim þremur, er 28. nóv. 1932 byrj- uðu í undirbúningsstarfi að stofnun Kreppulánasjóðs, sem Búnaðarbankanum var falin yfirstjórn á. Við þá stofnun og í Búnaðarbankanum sjálfum hefir hann starfað síðan. Stríðs árin hefir Sigurjón flfað nokk- urskonar huldulífi, því þá var honum falið helmingur, já, ná- kvæmlega helmingur Búnaðar- bankans í umsjá. Hjá honum eru geymd öll.af- rit af því, sem gerst hefir og gerist daglega í bankanum. Þótt Bankahúsið við Austur- stræti yrði fyrir loftárás og lagt í rústir, myndi enginn, sem þar á fje geymt verða fyrir neinu tjóni enda þótt spari- sjóðsbókin eða önnur irínieign- arskilríki væru glötuð, þá eru þau geymd hjá Sigurjóni, og vel geymd. Eigi skyldu heldur hinir hlakka, er bankanum skulda, ef slíkt kæmi fyrir, því Sigur- jón liggur eins og ormur á gulli, á öllum skilríkjum bank- ans fyrir skuldum manna. Stríðsárin hefir Sigurjón haft öll þessi gögn undir höndum og einn endurfært allar dagfærsl- ur bankans og er þá óhætt að segja að hann sje stærsti strækubrjótur Islands, ef átta stunda vinnudagur væri hafð- ur í huga. Sigurjón hefir skift um vist- arverur á þessum árufn og hvar hann er nú niður kominn er eigi látið uppskátt áf hernað- arlegum ástæðum, því hann er á útvarpsmáli „Generalstaff“ bankans. Að bankastjóri hefir falið honum þetta starf einum, er meira lof og sýnir meira traust á manninum en löng blaða- grein gæti gert. Sigurjón er bróðir Stefáns í Hvítadal; samt sver hann fyrir það, að hann geti gert vísu j sjálfur — en trúi þeir sem Jvilja. j Sigurjón er drengskaparmað [ur mesti, yftflætislaus, trygg- 1 lyndur og samvinnuþýður. — Samt er Sigurjón einbeittur í Iskoðunum og sannur íslending- ur í lund. M. O Hnitbjörg. FRJETTAGREININ hjer í blað inu á föstudaginn, kom mörgum á óvart að þvi er virðist. Þetta stóra hús á einum hæsta stað í bænum ætti þó ekki að leynast fyrir vegfarendum og einmitt vegna þess, hve það hefir verið i mikilli niðurníðslu, hefði það itt að vekja athygli. O. J. skrifar njer um þetta hneykslismál á bessa leið: ,,Jeg býst við að þegar bæjar- búar lásu Morgunbláðið 5. þ. m., taíi rnargir' orðið undrandi eftir estur greinarinnar um að „Hnit- ojörg" hafi legið undir skemdum í eitt ár og sömuleiðis verkin tent þar eru geymd. Jeg verð að segja, að mig setti j hljóðan langa stund, þvílíkt! skeytingarleysi tel jeg mjög víta- I vert og væri fróðlegt að vita, hvernig það hefir átt sjer stað, og eins og í greininni segir ,,að aðgerð á húsinu hafi verið hætt regna ósamkomulags. Hver ber ábyrgð á að vera þess valdandi að fegurstu listaverk- um þjóðarinnar ’nefir verið stefnt í voða vegna vanrækslu eða þrjósku, eða jafnvel eins og fram kemur í greininni, áð þau sjeu þegao skemd. Er þetta sæmandi framkoma /ið merkilegasta listamann ís- 'ensku þjóðarinnar? Getum við dnnroðalaust vanhirt listaverk Einars Jónssonar, sem vafasamt er að muni nokkurntíma eiga sinn líka hjer hjá okkur. Hugsið ykkur, lesendur, -— frægasta listamann okkar sitja í rökum húsakynnum, horfandi á vatnið seitla á listaverkin og hvern dropa setja varanleg merki á verk sín. — Er þetta sæmandi? Hver ber ábyrgðma?" Engin listasöfn. ÞAÐ ER MIKIÐ RJETT, sem brjefritari segir um listasafnið hans Einars Jónssonar. Þetta eina listasafn, sem til er í landinu. Það hefir verið fárast mikið yfir því, að ekki skuli vera til húsa- skjól yfir listaverk manna eins og Kjarvals Og fleiri — — Málverkasafn ríkisins sem er bæði gbtt og mikið, var lengi til húsa í kjallaraholu, þar sem mýndirnar voru látnar grotna niður, eða málverkin voru á flækingi hingað og þang- að úti í bæ. Jeg segi var, en það hefir víst enginn bót verið ráð- in á því enn. Þegar maður sjer méðferðina á hinu dýrmæta listasafni Einars Jónssonar, verður manni nærri því á að gleðjast yfir að ekki skuli vera til fleiri slík söfn, sem við þurfum að blygðast okkar fyrir, vegna vanhirðu þeirra. Það vantar ekki gorgeirinn á stundum, þegar við erum að hæla okkur af menningunni á öllum sviðum. En svona er hún menn- ingin okkar. Þegar gesti ber að garði og talið snýst að listmenn- ingu íslendinga, segjum við montin: Ja, við eigum nú einn af fremstu myndhöggvurum þessar ar aldar og til eru íslenskir list- málarar hjá okkur, sem myndu vekja heimsathygli, ef þeir væru ekki grafnir lifandi hjer í fámenn inu úti á hjara veraldar. En þegar gestirnir spyrja hæ- versklega, hvort þeir geti ekki fengið að skoða söfn þessara snill inga, þá kemur vandræðasvipur á Islendinginn, sem er svo stolt- ur af listamönnunum sínum. ífinu | Góð tillaga um pappírs nýtingu. „RÁÐHOLLUR"- skrifar: „Hr. Víkverji. Tillaga um nýtingr; blaða og úrgangspappírs var góð, en þjer ~ þurfið að fylgja henni fastar eft- ir. Menn eru tornæmir á margt, hraðinn og kæruleysið glepur. Oft hefi jeg haft orð á því heima hjá mjer, að mjer blöskraði að sjá alla þessa sóun á úrgangs- pappír, því að jeg hefi oft sjeð bíla hersins, sem safna úrgangs- pappír, og vitað, að þetta má nota. Nú þyrfti að benda bæjarbúum á einhverja auðvelda leið til þess að framkvæma þessa söfnun. Til clæmis hagar svo til í mínu ná- grenni, að nokkrir tugir fjöl- skyldna búa í samfeldri húsa- hvirfingu. Nægilegt væri að koma fyrir einni pappírsgeymslu ein- hversstaðar í þessari hvirfingu og gætu þá allar fjölskyldurnar lát- ið pappírsrusl sitt þar, og þyrftu ekki að ganga til þess nema nokkra faðma, og auðvitað ekki nema vikulega eða sjaldnar. Eitt- hvað svipað þessu er framkvæm- anlegt víða í bænum, en annað kann að eiga við á öðrum stöð- um. Með samtökum og hirðusemi mætti auðveldlega koma miklu til vegar. Geta nú Reykvíkingar ekki komið sjer saman um, að gera átak og sjá til, að bær þeirra hætti að vera einhver hinn sóða- legasti bær í siðaðra manna lönd um?“ Og sorphreinsunin .... Ráðhollur heldur áfrarn: TIL HVERS höfum við líka bæjarstjórnir, lögreglu og' lands- stjórn, ef aldrei má taka heilum höndum á neinu og engum settum reglum er fylgt eftir? Eitt sinn átti jeg heima í bæ einum erlend- is, þar sem gert var heilmikið I reinlætisátak. Bæjarstjórnin aug lýsti, að eftir vissan tíma yrði hvert einasta hús í bænum að hafa sjerstaka gerð sorpíláta. Þau urðu öll að Vera eins. Lok, sem gengi djúpt niður í skarn- tunnuna og sæti því fast, líkt og lok á mjólkurbrúsum. Tunnurn- ar áttu að vera allar af sömu stærð og með tveimur handföng- ' um, svo auðvelt væri að steypa úr þeim upp í sorpvagninn. Ef hústráðendur vanrækti þetta, mundi bærinn framkvæma það á kostnað hlutaðeiganda. Fleiri orð voru ekki höfð um þetta, en það var framkvæmt og allir undu vel við þegar búið var. Hjef hjá okk- ur, er nóg skrafað og skrifað, en of lítið gert til úrbóta. Er ekki hægt að snúa við af þessari háskalegu braut hirðu- leysisins?“ Við skulum vona það, Ráðholl- ur sæll. Smjörsala. SMJÖRSALAN er umræðuefni manna þessa dagana, ekki síst eftir að stjórnin hefir reynt að verja sig í því máli á heldur klaufalegan hátt. Maður nokkur, sem jeg hitti í gær, bar fram þessa uppástungu ,,Þar sem kaupmenn hafa neit að að selja ameríska mjorið, vegna þess, hve smásálarleg sölu- ' laun þeir áttu að fá* færi þá ekki vel á því, að smjörið væri selt í Nýborg. Þáð er hvort sem er j álíka álagning á smjörið og þær I vörur, sem þar eru Seldar”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.