Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 5
í»riðjudagxir 9. maí 1944. IIOR GUNBLÁÐIÐ 5 ALT Fjalakötturinn: í LAGI LAGSI Revýa í 5 sýningum ÞAÐ ER SAGT að hláturinn lengi lífið. Ef það er satt, þá munum yið, sem vorum á frum sýningu þessarar revýar á þriðjudagskvöldið var, vissu- lega eiga langt líf fyrir hönd- um, því að aldrei hefi jeg heyrt eins mikið hlegið í Iðnó gömlu og þetta kvöld. Var það ekki að undra, því að Fjala- kötturinn, þ. e. snillingarnir þrír, þeir Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðsson, hafa aldrei hitt naglann betur á höfuðið en í þessari revý sinni, enda er hún að öðrum ólöstuðum tvímæla- laust langbesta og skemtilég- asta revýan, sem hjer hefir ver- ið sýnd. Fer þar saman mikil og snjöll fyndni, ágætar sýn- ingar og óvenju Ijettur og góð- ur leikur. Revýan er auðvitað ekki efnismikil frekar en aðr- ar revýur, en þó er þar víða komið við og fá þar stjórnar- völd landsins, þingmenn, for- ráðamenn bæjarins og aðrar þjóðhetjur okkar ýms orð i eyru. sem „allir vildu sagt hafa“, og leikhúsgestir taka því með miklum fögnuði. En allt er þetta þó græslculaust og gáskanum stillt mjög í hóf — rfieira en oft áður — og er það mikill kostur. Hygg jeg að þar kenni fyrst og fremst áhrifa leikstjórans, Indriðá Waage og hans öruggu smekkvísi. Mörg atriði revýunnar eru með þeim ágætum, bæði um efni og leik, að seint mun gleymast. — Má þar einkum nefna ,,parodiuna“ af Fjalla- Eyvindi Jóhanns Sigurjónsson- ar (4. sýning), sem jeg hik- laust tel hið langsnjallasta er jeg hefi sjeð hjer á leiksviði af þessu tagi. Er þar haldið uppi allsnarpri ádeilu á okkár vísu feður í landstjórn og bæjar- stjórn, en með þeim ,,humor“, að það er dáuður maður, sem ekki hlær að. Þó þykir mjer atriði þetta ekki enda eins vel og vænta hefði mátt, og helst hefði jeg kosið að slept væri fyndninni um hjólhestinn, því að hún er bragðdauf.og missir því marks enda með öllu ó- samboðin því snildarbragði, sem annars er á öllum þessum þætti. Leikur þeirra Vilhelms Norðfjörð (Eyvindur) og frú Ingu Þórðardóttur (Halla) er afbragðsgóður einkum þó frú arinnar, sem með afrekum sín- um í þessari revýu hefir sýnt að hún er orðin myndarleg leikkona, sem óhætt er að trúa fyrir veigamiklum hlútverk- um. Þá má ennfremur nefna samleik þeirra frú Áróru Hall- dórsdóur (Ýsu Ýsaks) og •Tóns Áðils (Esekril Kvist), sem var sjerstaklega skemtilegur, einkum „brúðudans“ þeirra, er vakti slíka hrifningu áhorfenda að þau urðu að endurtaka hann. Er frú Áróra mjög liðtæk leik- kona, en hefir hingað til feng- ið of einhæf hlutverk. Jón Að- ils fer með allmikið hlutverk og gerir því hin bestu skil. — Er hann nú í fremstu röð leik- ara okkar, og virðist jafnvígur á hvortveggja — gaman og al- vöru. Þá ber og að minnast sjerstaklega á Lárus Ingólfs- son og vísnasöng hans. Hefir Lárus um langt skeið verið einn áf okkar allra bestu gaman- vísnasöngvurum, en auk þess er hann góður og fjölhæfur gamanleikari. Að þessu sinni söng hann þrjú gamankvæði og fó^st það ágætlega að vanda. Einkum tókst honum afburða vel er hann (Óli í Fitjakoti) í söng syrpuljóðin (samkepnis- söngva útvarpsins) og var því tekfð með þeim fögnuði- að hann varð' að endurtaka. söng. sinn.. Éh; , .Hitavoitukvæðið". sem Hann söng. fór fyrir oian garð og neðan og- vakti litiá, athygli manna. Eh: ekki i verður Lárus um það sakaður. heldur miklu fremur kvæðið og vafalaust lagið líka, sem hvortveggja Var lítilfjörlegt. Hygg jeg að rjett væri að sleppa því. í þéssu sambandi má geta þess, að kvæðin í revý- unni eru hvergi nærri eins vel gerð og æskilégt hefði verið, og er það illa farið. Að vísu má segja að það sje ekki höf- uðnauðsyn að revýkvæði sjeu mikil listaverk, en þó fer allt af. betur á því, að þau. sjeu smellin og vel ort. Ljeleg kvæði, ef þau eru að staðaldri borin á borð fyrir almenning, sljóvga smám saman brageyra hans og brjála smekk hans á góðum ljóðum, og er þegar af þeirri ástæðu skylt að vera á verði um það, að menn kasti ekki um of höndunum til kvæðagerðar, þó að ekki sje ,,nema“ um revý-kvæði að ræða. Islensk alþýða er Ijóð- elsk enn sem komið er, og góð revýkvæði verða á svip- stundu almennings eign og rauluð og sungin um allar jarð ir. Svo var það á sínum tíma um kvæðið „Tóta litfa tindil- 'fætt“ og, svo mundi það verða enn, ef um jafn ágæt revý- .kvæði væri að ræða. Eitt er það atriði í revýunni, sem orka þykir tvímælis. Er það 2. sýningin: Á leið til ól- afs. Ekki vegna þess, að sýn- ingin sje ekki góð í sjálfu sjer, heldur þykir hún vera utan- veltu við atburðarás revýunn- ar sjálfrar og því verá ofaukið. Það er að visu rjett, að sýning þessi stendur ekki í neinu sam bandi við efni revýunnar, en hinsyegar er hún bráðvel úr garði gerð af hendi höfund- anna, og leikur Ársæls Páls- sonar með þeim ágætum, að jeg mundi sakna hennar, ef hún væri feld niður. Hefir Ársæli tekist- að skapa þarna ,.t5’pu“, Sem flestir. Reykvíkingar munu að einhverju leyti kannast við og verða mun minnisstæð öllum þeim, er leikinn sjá. Fer Ár- sæll með tvö önnur hlutverk i revýunni og bendir allt til þess, að hjer sje efnilegur leik- ari í uppsiglingu Alfreð Andrjesson og Har- aldur Á Sigurðsson fara ,með tvö aðalhlutverk leiksins, þá Jón Span forstjóra og Hálfdán miðstöðvarkyndara alias striga kjaft. Eru þeir báðir bráð- skemtilegir og hefir sjaldan rek ist betur upp en nú.Brestur Al- freð aldrei bogalistin, er örugg ur að vanda i leik sínum, kann hlutverk sitt út í æsar, og hefir mun betri íramburð en alment gerist hjer á leiksviðinu. Hann svngur nokkrar gamanvísur og fer vel með þær, en er þó„sann ast best að segja, betri miklu sem leikari en vísnasöngvari. En sá er Ijóður á ráði Alfreðs, að hann er allt of sjaldan á leik sviði hjer og megum við, í fá- tækt okkar, síst við því. Haraldur leikur hlutverk sitt af lífi og sál og er dx'ephlægi- legur, hvað sem hann segir og hvar sem á hann er litið. Hef- ir hann um langt skeið verið eftirlæti bæjarbúa sem gam- anleikari og sist mun hróður hans minka við leik hans í 'þetta sinn. Konu hans, frú Kál- ínu leikur ungfrú Emilía Jón- asdóttir vel og skörulega, tn dóttur þeirra, Svönu, leikxxr ; frú Ingít Þórðardóttir og hefi jeg áður minst á leik hennar. Gunnar Bjarnasen leikur ís- ak Hólmfast hreppstjóra og mjólkui'málaspeking og ferst það vél. Hvgg jeg að það gæti orðið ýmsum kollegum hans á landi hjer næsta lærdómsríkt að sjá hann, en þó einkum heyra, því að ekki heldur hann ver á málunum en þeir. Erna Sxgurleifsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðrún Guð- mimdsdóttir og lermann Guð- mundsson, Ieiká öll smáhlut- verk og leysa þau vel af hendi. Eru hinar ungu meyjar fagr- ar og glæsilegar, svo að jafnvei heiðvxrðustu borgurum hitnar um hjartai'æturnar. Stiga þær skemtilegan dans á sviðinu, er frú Ásta Norðmann hefir sam- ið og æft að svifa um eins og dásamlegir «blómálfar. Guðmundur Gíslason leikur Framhald á 8. síðu- Inga þórðardóttir og Alfred Andrjesson sem Svana og \ Jón Span. • _ Lárus Ingólfsson sem Óþi í Fitjakoti. Auróra Halldórsdóttir og Jón Aðils sem Esekiel Kvist. Emilia Jónasdóttir, Haraldur Á. Sigurðsson og Inga Þórð- ardóttir sem Kalína, Hálfdán og Svana, dóttir þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.