Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1944, TItg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Noregskcnungu: heiðrar norska Frelsis-taflan HÚN VAR GÓÐ hugmyndin, sem Sigurður Eggerz, bæjarfógeti, kom með hjer í blaðinu s. 1. sunnudag. Hann vildi fela einhverjum listamanna vorum, „sem skilur vængjaþyt sögunnar“, að gera töflu til minningar um frelsisdag þjóðarinnar, sem nú er framundan. Á þessa töflu skyldi skrá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnai í sjálfstæðismálinu í hverju kjördæmi landsins. Taflan verði svo fest upp í salarkynnum Alþingis, til varðveislu þar um aldur og æfi. 1 Þessi hugmynd á að komast í framkvæmd, svo frumleg er hún og glæsileg í einfaldleik sínum. Með atkvæða- greiðslunni 20. til 23. maí verður lögð undirstaðan að frelsi íslensku þjóðarinnar. Hjer er ekki um að ræða venjulegar kosningatölur. Úrskurður sá, sem hjer verður upp kveðinn, nægir engan veginn sá sess eingöngu, að vera geymdur í kjörbókum og Hagtíðindum, við hlið venjulegra kosningatalna. Þessi úrskurður á að varð- veitast á táknrænan hátt og geymast síðari kynslóðum. Ef hugmynd Sig. Eggerz yrði framkvæmd, myndi frels- istaflan ekki aðeins varðveita minningu þessa sögulega viðburðar, heldur myndi vitneskjan um skráningu at- burðarins á þenna hátt verða hvatning til hjeraðanna i atkvæðagreiðslunni, því að þau myndu leggja kapp á að ná efstu sætunum á töflunni. Þótt engin opinber tilkynning komi um frelsis-töfluna, er ekki minsti Ýafi á því, að slík tafla verður gerð. Og hún á eftir að festast upp í sölum Alþingis og geymast þar óbornum kynslóðum. En hvaða hjerað á landinu tekur efsta sætið á þeirri töflu? Hvaða hjerað skilar mestri kjörsókn? Eftir ósigurinn EGILL í Sigtúnum slcrifar grein í „Bóndann" s. 1. föstudag, er hann nefnir: Minni hluti og meiri hluti. Lýs- ir hann þar nokkuð átökunum á síðasta flokksþingi Fram- sóknarmanna og lyktunum, sem þar urðu. Þar hafi öllu ráðið þeir menn, sem vildu halda opnum leiðum til sam- starfs við kommúnista. Kennir talsverðrar gremju í grein Egils. Hann segir m. a.: „Þessi sjónarmið rjeðu á flokksþinginu. Vegna þessara sjónarmiða var „Bóndinn" bannfærður, að því er sjeð verður, helst fyrir þær sakir, að hann óskar samstarfs bænda og annara borgara. Jónas Jónsson er feldur frá flokksformensku og penna hans bægt frá fyrir sömu sak- ir. Jörundur Brýnjólfsson, margra ára þingforseti, og eini bóndinn í 15 manna miðstjórnarhringnum insta, feld- ur og vikið til hliðar fyrir Þórarni ritstjóra, sem oft hefir nefnt kommúnista, ásamt okkur Framsóknarmönnum, | „frjálslynda umbótamenn“, og á þeim grundvelli hefir ^ mælt einna eindregnast með samvinnu við þá“. Og Egill heldur áfram. Hann segir: „Eins og allir vita, varð því hin svonefnda „vinstri stefna“ ofan á í flokksþinginu, og við því er vitanlega ekki annað að segja en það, að við, sem samvinnu borg- aralegu aflanna óskum, verðum í minni hluta, og þar sem leikur þessi fer fram að lýðræðisreglum, látum við að sjálfsögðu við svo búið standa, en lifum í voninni um, að meiri hlutinn öðlist sjónármið minni hlutans, áður en það er um seinan“. Egill kveðst svo láta útrætt um þesskmál „að sinni“. Hann kveðst ekki muni svara því, sem beint hafi verið til sín persónulega í Tímanum, m. a. aðdróttunum um sviksemi við bændur. Því að, meðan menn eins og Bjarni á Laugarvatni, Jón Árnason, Jónas Jónsson og Jörundur í Skálholti sjeu honum sammála, muni ganga erfiðlega, „jafnvel fyrir duglega erindreka", að sannfæra bændur um, að allir þessir nienn sitji á svikráðum við þá. Frá norska blaðaíull- trúanum: HÁKON konungur kom um daginn í heimsókn um borð í norska olíuskipið, sem á heims- metið í flutningi flugvjelaben- síns í þessu stríði. Skipið hefir farið meira en 50 ferðir yfir Atlantshafið og flutt 330.000 smálestir af flugvjelabensíni til Stóra-Bretlands. Þar að auki hefir það flutt töluvert af flug vjelum og bensíni til Miðjarð- arhafsins. í för með konungi voru þeir nox-ski kaupskipaflotaráðherr- mn, Arne Sunde, aðalforstjóri Nortraskip (sem er særsta aorska útgerðarfjelagiS) og forstjóri olíuflutningadeildar- innar í flutningamálaráðuneyt- isins breska. Erindi konungs um borð í skipið var m. a. að heiðra þrjá menn af áhöfninni með St. Ólafs orðimni, vjelstjórann og 1. stýrimann, sem hafa siglt yf- ir Atlantshafið allt frá þvi, er stríðið hófst og loftskeytamann inn, sem hefir .verið á skipinu frá því fyiúr innrásina í Noreg. Áður hefir konungurinn veitt tveim mönnum á skipinu sams konar viðurkenningu. Var settst að hádegisverði i boði skipstjórans, og lýsti kon- ungur þar gleði sinni yfir því, að fá tækifæri-til þess að héilsa upp á skipshöfnina og þakka henni skerf hennar. Breski kaupskipaflotamála- ráðherrann, sem ætlaði að heimsækjá skipshöfnina, en for fállaðist á síðustu stundu, sendi Sunde ráðherra brjef, þar sem hann ljet í Ijósi aðdáun sína á störfum skipshafnarinn- ar á olíuflutningaskipinu og skipshafna norska kaupskipa- flotans yfirleitt. _\Jílvet'ji ilripar: clciafeqci Sextugsafmæli MagnuS Arngrimsson er sex- tugur í dag. Hann er fæddur á Eskifirði 9. maí 1884, og hefir lengstum átt þar heima. Um skeið stundaði hann verslun- arstörf, fjarri heimkynnum sín- um, en hvarf frá þeim og hefir nú hin seinni ár verið verkstjóri við vegavinnu ríkisins. Er hann sjerlega vel kyntur í því starfi hjá öllum aðiljum. Hann er kvæntur Onnu Jör- gensen, hinni mætustu konu, og áttu þau 6 mannvænleg börn. Árna jeg honum og fjölskyldu haris allra heilla. Bjarni Sigurðsson. iíiinu V*.****VVVVvv Samtal í verslun. 1 FYRIR NOKKRUM DÖGUM var jeg staddur í verslun einni hjer í bænum og hlustaði þá á samtal miili afgreioslustúlkunn- ar og viðskiftavinar eins. Við- skiftavinurinn kotn inn í versl- unina og sagði við afgreiðslu- stúlkuna: — Það var sendur hingað lít- ill drengur áðan. En hann fjekk ekki rjett til baka. Síðan greindi maðurinn frá því, hvað drengur- inn hefði átt að kaupa, hvað hann hefði haft mikla peninga og hvað hann hefði komið með heim af vörum og peningum. Vildi hann fá að vita, hvað það heíði kostað, sem drengurinn keypti. Viðskiftavinurinn var mjög kurteis 1 orðum, og rólegur. •— j Taldi víst, að hann fengi leiðrjett ingu á þessu orðalaust. En afgreiðslustúlkan tók því! mjög'fjarri að j>etta gæti verið ’ rjett og var augsýnilega móðguð j yfir því, að maðurinn skyldi j bera á hana, að hún hefði gefið skakt til baka og brátt var allt komið í háa loft milli afgreiðslu- stúlkunnar og viðskiftamanns- ins. Endaði rimman með því, að viðskiftavinurinn rauk út í fússi með þeim orðum, að hann skyldi sjá til þess, að hann eða sitt fólk myndi ekki versia á þessum stað framar. Ekki gat jeg af samtali þessu myndað mjer neina skoðun um hvort stúlkan, eða viðskiftamað- urinn hafði á rjettu að standa. Kanske afgreiðslustúlkan hafi gefið skakt til baka, og ef til vill hefir drengurinn týnt aurunum á leiðinni heim til sín. En mjer virðist, að tiltölulega auðvelt væri að bæta úr misskilningi eins og þarna kom fyrir. • Það á að skrifa nótur. í MÖRGUM VERSLUNUM hefir afgreiðslufólkið mikið að gera. Þannig er það t. d. i brauð- og mjólkursölubúðum, þar sem biði’öðin stendur oft langt út úr dyrum. Afgreiðslufólk er mis- jafnlega fljótt að reikna i huganum, en það er eins og sumt afgreiðslufólk skammist sín fyr- ir að reikna saman á blaði sam- anlagð upphæðina, sem viðskifta vinir eiga að greiða. Það er meira að segja oft svo, að það afgreiðslufólk, sem lje- legast er í hugarreikningi forð- ist að leggja saman upphæðir á pappír. Það væri auðvelt að koma í veg fyrir margskonar vandræði í verslunum, óánægju og rifrildi, ef það væri föst venja að láta viðskiftavinina hafa nót- ur yfir þær vörur, sem þeir kaupa. Það er gert víðasthvar er- lendis og jjykir sjálfsagður hlut- ur. Slíkt fyrirbyggir alla tor- tryggni í garð afgreiðslufólks, að það háfi lagt skakt samán og það sýnir viðskiftavinunum svart á hvítu, hvað þeir hafa keypt og hvað það kostar. Aukin þægindi í alla staði fyrir alla að- ila. Ef það þætti of mikill kostn- aður að láta hvern viðskifta- mann hafa nótur, mætti mikið bæta úr með því t. d. að leggja" saman verð þeirra vara, sem keyptar eru á umbúðarpappírinn. Það myndi gera sama gagn í flest um tilfellum. Sumir kaupmenn hafa það fyr ir sið, að géfa út nótur fyrir all- ar vörur, sem keyptar eru, en það er langt ffá, að slíkt sje al- ment. Kaupmenn ættu að athuga þessa tillögu og spái jeg því, að þeir muni komast að raun um* að það borgar sig. • ' Börnin í strætisvögn- unum. ÞAÐ MUN VART vera ýkjur, að segja, að helmingur allra strætisvagnafarþega hjer í bæn- um sjeu börn innan fermingar- aldurs. Óvíða munu strætisvagn ar vera jafn yfirfullir af ungl- ingum og hjer i Reykjavík. -— Börnin eiga vitanlega rjett á því eins og aðrir borgarar, að nota þessi farartæki, er þau greiða fai'gjald það, sem upp er sett. En hinu ber ekki að leyna, að börnin í strætisvögnunum eru til stórra óþæginda fyrir fullorðnu farþegana og skemtilegra væri að hægt væri að kenna börnum betri framkomu, en þau yfirleitt sýna í strætisvögnum. Það er ekki óalgengt, að sjá í strætis- vagni öll sæti fullskipuð börn- um, en aldraðar konur standa í vagninum, stundum langar leið- ir. Enginn er í vafa um, hverj- um ber að nota sætin, öldjruð- um konum, eða börnunum. En strætisvagnarnir eru ekki stærri en það, að ekki er talin þörf að hafa annan eftirlitsmann í þeim en bifreiðarstjórann og hann hef ir ærinn starfa að stjórna bíln- um og getur yfirleitt ekki skift sjer af hverjir fá sæti og hv.erjij standa í vögnunum. • „Hvað kemur þjer þetta við?“ EN ÞAÐ ERU VÍST ekki allir á sömu skoðun í þessu efni. Það kom fyrir í yfirfullum strætis-: vagni núna fyrir helgina, að flest eða öll sæti vagnsins voru þjett setin börnum, en aldrað fólk og þar á meðal nokkrar konur, sem komnar voru nokkuð til ára sinna, stóðu, eða hjengu í hand- föngunum, sem eru upp undir lofti. Einhver framtakssamur far- þegi tók sig þá til og benti börn- unum, sern sátu, á, að það væri ekki kurteislegt af þeim, að' standa ekki upp fyrir eldra fólk- inu. Maðurinn gekk fram í þessu með skörungsskap og tókst, að útvega sæti fyrir nokkrar kon- ur. En nokkrum farþegum, sem þarna voru leist ekki á þessa framtakssemi mannsins og hann fjekk líka að heyra það. „Hvað kemur þjer jjetta við?“ var sagt við hann. Börnin, sem í vagninum voru hafa vafalaust tekið eftir þessu og munu í framtíðinni telja sig í fullum rjetti, þó þau taki sæti frá eldra fólki. e Áliuginn, sem hvarf. EIGENDUR BRUNARÚ ST- ANNA af Hótel ísland fengu mörg lofsyrðin í vetur fyrir þá óvenjulegu framtakssemi, sem. sýnif var til að byrja með í þvi að hreinsa til í rústunum. Var gengið vel fram í þessu í marga daga, en um það„bil, sem verk- inu var að verða lokið, virðist áhuginn alveg hafa horfið. Núna um nokkurra vikna skeið hefir ekki verið unnið handtak Við að ljúka verkinu og getur þó ekki verið nema 2—3 dagsverk eftir fyrir fáa menn. Ekkert heyrist um það, hvað eigi að gera við lóðina. En bílaeigendur, sem alt- af eru í yandræðum með hvar þeir eigi að geyma bíla sina, hafa fundið þarna stað. Má nú dag- íega sjá marga bíla, sem „park- erað“ er, þar sem áður var „Fær- eyingasalurinn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.