Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1944, Blaðsíða 12
12 * Þriðjudag-ur 9. maí 1944, lónverk eftir Aðalsafnaðarfundur Laugarnessóknar. r Isiending uppfærl í Hollywood HINGAÐ TIL Iartdsins hafa «ýtega borist á hljómplötum tvenn tónverk eftir Einar Mark ússor: pianóleikara,. sem nú dvelur við nám í Hollywood. Annað tónverkið, Color Rhapso- dy (litarapsódían), var uppfært LHolIywood 30. janúar síðast- Mðinn, og hlaut ágætar undir- tektír. Hitt tónverkið er Piano- eoncert. Bæði bera þessi tón- verk blæ nútímatónlistar. Frjettir hafa borist um það Inmjað, að Einari hafi verið fal- ið að stjórna stórri hljómsveit, sen\ á að ílytja hljómlistina í frap.-'kri kvikmynd, • sem tekin verður bráðlega, Einar fór til Ameríku 20. október siðastliðinn. Hafði hann t>a - verið við tónlistarnám hjer á landi í 5 vetur, 4 í Tónlistar- skótanum og 1 hjá Róbert Abra- ham Einar stundar nám í Holly- wood hjá mjög frægum kenn- ara, M. Zam. Biskup íslands kominn heim Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson. Myndin er tekin í kirkju Fyrsta lútherska safnaðarins í Winnipeg. (Sjá bls. 2). ðreng bjargað írá druknon Frá frjettaritara vor- um á Siglufirði. S. L. SUNNUÐAG bjargaði Jón Jóhannsson, verkstjóri á Sigtufirði, barr.i frá druknun þar.á staðnum. Nánari atvik voru sem hjer segir. A sunnudagsmorguninn; um klukkan 9,30 voru nokkrir smádrengir niðri á svo kölluðu „Pólstjörnuplani11 að hala í bát, er höfnin hefir til sinna afnota, og Iá þar bundinn. Fellur þá einn drengurinn, Egill, sonur Jóhar.ns Einarssonar, fyr\-. vatnsveijustjóra. í sjóinn. Eng- inn fullorðinn var þar nær- staddur, en einn drengurinn bíeypur heim til föður síns, Jóns Jóhannssonar. verkstjóra, sem býr þar skammt frá, og segir honum, að drengur hafi fallið í sjóinn. — Jón bregður skjótt við, hleypör niður eftir og styngur sjer eftir drengnum, sem kominn var alllangt fiá bryggjunni og maraði í kafi. Tókst honum að ná dregnum, sém þá var að sökkva og synti með hann til lands, Drengurinn var með öllu með vitundarlaus. Var sent eftir lækni, sem þegar hóf björg- unartiiraunir á drengnum. — Dréngurinn var fluttur á sjúkra hús og björgunartilraunum haldið áfram þan Vaknaði hann eftír nokkra stund, til meðvitundar og var síðan flult- ur heim. Frægur stjórnmála- maður látinn Stokkhólmi; — Einn af kunn *ustu stjórnmálamönnum Svia, Artur Engberg, fylkisstjóri í Vestei norrland, andaðist fyrir skötnmu, 56 ára að aldri. Vegavinnudeilan: Alþýðusambandið fyrirskipar samúðarverkfali hjá ríkisfyrirtækjum Frá stjórn Alþýðusam- bands íslands hefir blað inu borist eftirfarandi tilkynning: S T J Ó R N ALÞÝÐUSAM- BANDS íslands hefir ákveðið, j að ef ekki hefir náðst sam- komulag í vegavinnudeilunni að morgni þriðjudagsins 16. þ. m. skuli þá hefjast samúðar- vinnustöðvanir hjá þeim ríkis- fyrirtækjum, sem fjelagsbund- ið fólk í Alþýðusambandinu vinnur hjá, og var ríkisstjórn- inni tilkynt þessi ákvörðun í dag (þ. e. 8. maí) með eftir- farandi brjefi: ,,Vjer viljum hjer með tjá hæstvirtri ríkisstjórn. að vjer höfum ákveðið. að ef ekki hefir fengist samkomulag í yfirstand andi vinnudeilu um kaup og kjör vega- og brúágerðar- manna að morgni þriðjudags- in& 16. máí n. k., verður þá hafin samúðarvinnustöðvun hjá Skipaútgerð ríkisins, Síldar- verksmiðjum ríkisins í Siglu- firði, Landssmiðjunni, Reykja- vík, og hjá Ríkisprentsmið.i- unni Gutenberg, bæði við prent verk og bókband. Þá munu og þeir, sem eru í Fjelagi símalagningamanna, sem er deild innan Dagsbrún- ar, einnig leggja niður vinnu. Með brjefum og símskeytum dags. í dag, höfum vjer íilkynt ýmist stjómum eða forstjórum framangreindra fyrirtækja þessa ákvörðun vord“. ** Þessi tilkynning stjórnar Al- þýðusambandsins mun áreið- anlega vekja undrun manna. Svo sem kunnugt er, verður það lagt undir úrskurð fjelags- dóms, hvort verkfall það, sem Alþýðusambandið hefir fyrir- skipað í vega- og brúavinnu sje lögmætt. Úrskurður Fjelags dóms er væntanlegur næstu daga. Fari svo, að Fjelagsdómur úr skurði verkfallið ólögmætt, kemur vitanlega ekki tií mála, að unt sje að fyrifSkipa sam- úðarverkfall til stuðnings slíku verkfalli. Slík fyrirskipan er hrein markleysa og myndi enda varða við lög, ef einhver hlýddi henni. Fangar hreinsa húsarústir Stokkhólmi: — Samkvæmt fregnum, sem hingað hafa bor- ist, vinna nú miklir flokkar stiúðsfanga og hermanná að þvi að hreinsa burtu rústir húsa í Berlin, sem hrundið hafa í loftárásum. Eru og margar deildir þýskra hermanna einnig að þessum störfum. Dagsbrún einhuga meS lýðveldinu FÚNDUll haldiun í Verka- mannafjelaginu Dagslmin 8. maí 1944 í Iðnó. Uorniaður fjelagsins, Sigurður Guðnason sett.i fundinu og skipaði fund- arstjóra Jón Agnarsson og íundarritara þá Alfreð G'uð- mundsson og Kjartan Guðna- son. Ueiksviðið rar skréytt há- tíðlega með fjöimörgum ís- lenskum fánum og fjelagsfána Dagsbnínar. Vorn fánarnir hornir af fjélagsmönnuni. Ýf- ir ieiksviðinu var liorði með áletruninni: „Island lýðveldi 17, júní“. Ræðnr fluttu: Benedikt Sveinsson, fyrv. alþingisforseti. Ólafur Friðriksson fyrv. ritstjóri. S t ein gr í mur St e i nþó rsson, búnaðarmálastjóri. Kinar Olgeirsson, alþingis- maður. Árni Ágústsson, skrifstofu- maður. Voru ræður þeirra þrungn- ar hinum eindregna vilja ís- lensku ]),jóðarinnar til sjáif- stæðis og til þess að standa fast á hinum óskoraða rjetti sínum til þess að ákveða sjálf stjórnarform sitt. Ollum ræðunum var tekið með dynjandi og langvarandi lófataki fundarmanna. I fundarbyrjun og á milli iæðna voru leikin ættjarðar- Ijóð, og þjóðsöngur íslend- inga í fundarlok-. Svohljóðandi frillaga var einróma samþykt af fundin- um með lófataki og fögnuði fundarmanna: „Fjölmennur fundur í Verka- mannfjelaginu Dagsbrún, hald- inn 8. maí 1944, lýsir yfir fylsta stuðningi sínum við yfirlýsingu ríkisstjórnartinnar og þingflokk anna um, að það sje rjettur ís- lensku þjóðarinnar og hennar einnar að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt, og mótmælir hverri tilraun, hvaðan sem hún kemur, til að skerða þennan rjett. Fundurinn heitir á öll launþegasamtök landsins að beita sjer af öllum mætti fyrir algerri þjóðareiningu við kom- andi alsherjaratkvæðagreiðslu og að Islendingar greiði sem einn maður atkvæði með sam- bandsslitunum og stofnun lýð- veldis á íslandi“. r S. I. B. S. berasl höfðinglegar gjafir Vinnuheimilissjóði S. í. B. S. hafa tvo s.l. daga borist gjafir að i«Dphæð 18. þús. — í fyrra- dag barst sambandinu 10 þús. króna gjöf frá Versluninni Brynju, hjer í bæ. Einn eigandi hennar, Jóhann Þ. Jósefsson, alþm. afhenti gjöfina. Aðrir eigendur eru Gunnar Guðjóns- son og Már Benediktsson. Þá barst sambandinu í gær 8000 króna gjöf frá Raftækja- verksmiðjunni Rafha í Hafnar- firði. r Ahugi fyrir að Ijúka kirkju- byggingunni MIKILL ÁHUGI RÍKTI á aðalsafnaðarfundi Laugarnes- sóknar, fyrir því að fullgerá kirkjuna hið allra fyrsta. Fund urinn var haldinn í fyrradag að aflokinni guðsþjónustu í hinum nýja fagra sal niðri í kirkjunni. Oddviti sóknarinnar, Jón Ól- afssön, gerði grein fyrir fjár- hag safnaðarins og kom meðal annars fram í ræðu hans, að byggingarkostnaður kirkjunn- ar er orðinn kr. 380.000, en af því er ekki skuld nema tæpl. 60 þús. kr. við hinn alm. kirkju sjóð, sem, eins og kunnugt er, styður kirkjubyggingar. Enn er og nokkurt fje í sjóði og verð- ur því varið til þess að múr- húða kirkjuna að utan í sum- ar. Það kom fram á fundinum, að sóknamefnd hefir verið mjög störfum hlaðin. Eru þau flest í sambandi við kirkju- bygginguna, fjáröflun o. s. frv. Tillaga Var samþykt á fund- inum þess efnis, að sóknar- gjaldið skyldi haldast óbrevtt, 15 kr. á hvern gjaldanda. Síðan fór fram kosning tveggja manna í sóknarnefnd, en tveir áttu að ganga úr að viðhöfðu hlutkesti, þeir Jón Ólafsson, oddviti nefndarinnar, og Tryggvi Guðmundsson. Voru þeir báðir endurkosnir sam- hljóða. Síðan var rætt um kirkju- bygginguna og hvernig hægt yrði að ljúka henni. Var áhugi fundarmanna fyrir því mjög mikili. í umræðunum um þetta kom fram athyglisverð uppástunga. Var hún borin fram af. einni fundarkvenna. Hún var þann- ig, að hver sóknarbúi legði fram til þess að fullgera kirkj- una, sem svaraði einum dag- launum, og yrði þá að líkind- um hægt að ljúka verkinu. Var tekið fram að þetta bæri að skoða sem uppástungu aðeins, og væri sóknarbúum í sjálfs vald sett um undirtektir. Að loknum fjörugum umræð um um þetta mál, var fundi slit ið. Síðan skoðaði fundarfólk kirkjusalinn, sem enn er alveg' ófullgerður. Þess ber að geta í þessu sam- bandi.^að í tilefni þeirrar uppá- stungu, sem að framan getur, kom sóknarbúi einn á fund gjaldkera sóknarnefndar síðar um daginn og afhenti honum kr. 500 frá heimili sínu. J árnbrautarf j elög kaupa Eyrarsundsferj- urnar Stokkhólmi: — Hjer hefir að undanförnu verið staddur for- stjóri dönsku ríkisjárnbraut- anna, Peter Knutzen, og er hann hingað kominn vegna samninga, Sem nú standá yfir um það, að dönsku og sænsku járnbrautirnar kaupi ferjurnar, sem ganga yfir Eyrarsund, '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.