Morgunblaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag'ur 10. maí 1941 Urniii.æði sænskra biaða um sjáifstæðismál Islendinga RIKiSSTJORNIN hefir sent bíö'ðunum afrit af símskeyti, sem henni hefi%borist frá sendi ráði íslands í Stökkhólmi, sent 6. þ. m. í símskeyti þessu er getið um mæla þriggja sænskra blaða um sjálfstæðismál okkar íslend inga. Rjett þykir að birta þessi skrif hinna sænku blaða, enda þótt þau sjeu mjög á annan veg en íslendingar hefðu vænst úr þeirri átt. Ummæli sænsku biaðanna. „SVENSKA DAGBLADET” skýrir fyrst frá hemámi Is- lands og segir síðan: „Hernám geta verið mismun- andi, en þau hafa það þó altaf óvjefengjanlega í för með sjer, að hernumdar þjóðir eru ekki að fullu sjálfum sjer ráðandi. Sem nokkurskonar sálfræðileg meinabót á þessari staðreynd virðast Islendingar nú vilja losna við sambandstengslin við Daní, Það var auðvitað vitað mál, að hernám Danmerkur af hálfu Þjóðverja hefði það í för með sjer, að samband þjóð- anna yrði ekki hið sama og áður“. Síðan segir blaðið frá gangi sjálfstæðismálsins og samþvkt- um Alþingis, og bætir við: „Þær voru, hvað ísland snerti, hvorki áhrifamiklar eða athygl isverðar en hvað Danmörku snerti, voru þær að vissu leyti raúnalegar. Hin mikla hrygð og andúð, sem þessar tiltektir ís- lenskra skilnaðarmanna ættu í Danmörku, og sem bergmál- aði jafnvel hjer í Svíþjóð, hefir ekki getað stöðvað íslendinga í áformum síftum í þessu efni‘:. Síðar segir blaðið: „Kristján konungur beitir með öðrum orðum neitunar- valdi sínu gegn fyrirætlunum hmna íslensku stjórnarvalda, sem þá verða að teljast stjórn- arskrárbrot, en mjög likt því, sem fyrir kom þann 7. júní 1905. Auðvitað er konungur í þessu máli studdur af allri donsku þjóðinni. Og svo mikið er hægt að segja, að hjer í Sví- þjóð skiija menn og virða af- stöðu Dana, án nokkurar mein- fýsi vegna hlutverks þeirra 1905. Það er einnig hryggilegt að á tímum, þegar allir tala un. nánari norræna samvinnu í framtíðinni, að þau sambönd, sem til eru, skuli eiga að slíta, að þvi er maður best getur sjeð, alveg að nauðsynjalausu“. „STOCHOLMSTIDNINGEN11 segir: „Þrátt fyrir alla þá samúð, sem við Svíar höfum og höfum haft með íslandi og frændþjóð okkar þar, verðum við þó að segj’a, að við lítum sömu aug- um á þetta og Krístján konung- ur og Danirx gera. Það hefir hrygt okkur og gert okkur undr andi, að íslendingar skuii-hafa sýnt svona mikla ákefð í því áð flýta fyrir þróuninni. og til slíkra tiltekta getum við ekki sjeð nokkrar raunverulegar or- sakir“. „Þar sem og enginn íslend- ingur lætur sjer detta í hug, að danska þjóðin og hinn sam- eiginlegi konungur hafi í hyggju að ganga á gerða samn- inga og reyna að hindra sam- bandsslitin, ef þau færu fram á heppilegum tímum, í okkar augum hefði eðlileg tillitssemi við bi’æðraþjóðina átt að koma fram í því, að gera ekkert það í þessum málum, sem gæti virst svo, sem Islendingar væru að nota sjer neyð Dana á þessu sviði. Máske getur ávarp kon- -ungsins, sem hann byggir full- komlega á sínum löglegu rjett- indum, enn komið hinum ráð- andi í Reykjavík til þess að hugsa sig' um og framkvæma ekki áætlunina um sambands- slitin nú. — Fari á annan veg, getum við ekki annað en harm- að að beiskju og sundrungar- afli hefir verið komið inn milli tveggja norrænna þjóða, sem meira en nokkru sinni fvrr þurfa að leggjá sig allar fram til samheldni. Danmörk á ekki skilið að henni sje vantreyst. Og Kristján konungur er alt of góður til þess að verða rekinn úr því hásæti, sem hann hefir lýst sig reiðubúinn að yfirgefa af fúsum vilja“. „NYA DAGLIGT ALLE- HANDA“ segir 5. maí: „Leið sú, sem Íslendingar hafa kosið sjer, kemur engum á Norður- Iþndum á óvart, og heldur mun enginn þar og allra síst Danir, standa í vegi þess að frændþjóð þessi hljóti algjört sjálfstæði, Formlega getur maður líka sagt, að íslendingár hafi ekki gengið á rjett neins, nema hins danska konungs, því samkvæmt sam- bandssamningnum er ekki hægt að afnema konungdóminn með neinni einhliða aðgerð íslend- inga, heldur aðeins með því að hann segi af sjer af fúsum og frjálsum vilja“, Ennfremur seg ir blaðið: „Hinn danski konugur túlkar ekki aðeins sínar eigin tilfinn- ingar, heldur einnig allra Norð- urlandanna. — Og ennfremur: „Hí'ernig sem á alt er litið, er ekki hægt að álíta framferði ís- lendinga í þessu máli öðruvísi en óþarft, ómjúklegt og skorta háttprýði. Afstaðan hefði verið alt önnur, hefðu íslendingár haft ástæðu til að ætla að Danir • . myndu reyna að setja sig upp á móti almenningsálitinu í hinu litla eyríki. En um það er ekki að ræða“, Greinin endar þannig: „Fram ferði Islendinga veldur að öll- Tim líkindum sorg í hjörtum Dana og vissri óbeit hjá hinum Norðurlandaþjóðunúm“. — Umsögn formanns Sjálfstæðisflokksins. MORGUNBLAÐIÐ snjeri sjer til formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafs Thors,pg spurði hvort hann vildi segja álit sitt um þessi blaðaummæli. — Jeg tel ekki ástæðu til að fara um þau mörgum orðum, sagði Ólafur Thors. — Þó vil jeg segja þetta: — Enda þótt þessi þrjú sænsku blöð sjeu öll stórblöð, vil jeg vara Islendinga við því að telja, að órannsökuðu máli, að þau túlki hug sænsku þjóðarinnar í okkar garð. Jeg viðurkenni að þessi um- mæli eru mjer fullkomið undr- unai;efni. Þau sanna að þeir sem þau viðhafa, eru jafn fá- fróðir um stjórnmálasögu ís- lands síðustu áratugina, sem þjóðarrjett. I þeim birtist allur sá grund- vallarmisskilningur, sem til greina getur komið. Það er konungurinn en ekki hin frjálsa og fullvalda íslenska þjóð, sem ráða á stjórnskipan Islands. Samkvæmt þeim er það „skort- ur á háttvísi“ af íslendingum að standa við gamlar og margend- urteknar yfirlýsingar Alþingis um stofnun lýðveldis á árinu 1944, en eðlilegt að konungpr og Danir krefjist þess, í skjóli hernáms Danmerkur, að íslend- ingar hagnýti sjer ekki þann rjett sem þeir fyrir aldarfjórð- ungi, trygðu .sjer með frjálsum samningum við Dani. Það er staðhæft, að hvorki konungur nje Danir muni síðar spyrna gegn skilnaði, en þó talið alveg sjálfsagt að konungur reyni nú að beita synjunarvaldi sem hann als ekki hefir, og fullyrt að öll danska þjóðin fylgi hon- um þar að verki. Allur málflutningurinn er í samræmi við þetta. íslendingar óska ekki að slíla önnur bönd við Dani en stjórn- arviðjarnar. Jeg hygg og vona að þessi sænsku blöð fari rangt með hugarfar Dana til lýðveld- isstofnunar íslendinga. Ella er hætt við að fieiri tengsl rofni milli Dana og íslendinga. Jeg vona einnig að ummælin lýsi ekki hug sænskú þjóðarinnar í okkar garð. Ella munu slitna vináttuböndin við fleiri en Dani. íslendingar harma það, ef svo illa ætti til að takast. En það ræður engu um úrslitin. Saga okkar sannar ótvírætt að frels- ið er okkur miklu dýrmætara en „mikil samúð“, ekki síst „sam- úð“, sem snýst gegn rjettum málstað Islendinga á örlaga- stundinni, og það án þess að kynna sjer málavexti. Rjett er að benda á, að mál- flutningur þessara blaða hefir þau einu áhrif hjer á landi,, ,,að beiskju og sundrungarafli hefir verið komið inn milli tveggja norrænna þjóða“. Alþingi Islendinga »hefir lýst yfir: „að það telur sjálfsagt, að íslenska þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frænd- semi- og menningarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norð- urlanda, enda er það vilji ís- lendinga að eiga þátt í norrænni samvinnu að ófriðnum lokn- um“. Við vonum að Norðurlöndin kæfi ekki þær óskir íslendinga i þröngsýnum afurhalds sjón- armiðum gagnvart sjálfstæðis- þrá okkar. lllllllllillllllillllliliillllilillli BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Kúlulegusala Svía Stokkhólmi í gærkveldi: Hjer er nú staddur fulltrúi Bandaríkjanna, sem kominn er til Svíþjóðar með það fyrir aug- um að athuga sölu Svía á kúlu- legum til Þýskalands. Hefir full trúi þessi þegar rætt við ýmsa í kúlulegqjðnaðinum, og hefir sú fregn komist á kreik, að Bandaríkjamenn vilji kaupa kúlulegur. Fulltrúinn hefir sagt, að hann muni reyna að semja Óiympíufapalur i Stokkhólmi. — ,,Aftonbladet“ flytur þá fregn, að Clarence von Rosen greifi og Siegfried Eldström forstjóri sjeu að reyna að koma því svo fyrir, að 50 ára afmælis Olympiuleikanna verði minst með alþjóða-íþrótta hátíð í Lausanne í Sviss. Þeir vonast til þess að þar geti safn- ast saman íþróttamenn frá öll- um löndum heims, en þótt uppá stungum þeirra hafi verið vin- samlega tekið meðal allra ófrið arþjóðanna, þá virðist nú svo, vegna ástandsins í ófriðnum, að lítið verði úr framkvæmdum í þessu efni. Stúdentadeilan b Svíþféð Frá norska blaðafulltrúanum: Á sunnud. og þriðjud. s.l. birti Morgunblaðið frá breskum heimildum í Stokkhólmi, frjett, um atburð, sem gerðist í Upp- sölum fyrir rúml. hálfum öðr- jum mánuði síðan og var mikið jskrifað um þá í sænskum blöð- um. I Norðmenn tilkyntu, að þeir 'gætu ekki tekið þátt í hátíða- höldum Norðurlandastúdenta 23. mars, og danskir stúdentar drógu þeirra taum. Um þetta var mikið skrifað í Stokkhólms blöðunum, og ,,Aftönblaðið“, sem er hlynt Þjóðverjum, veitt ist mjög að Norðmönnum. Jafn- vel blaðið „Dagens Nyheter", sem er Norðmönnum vinveitt, Ijet í Ijós vanþóknun á gerðum þeirra. Formaður Norðmannafjelags ins í Uppsölum, Carl Hambro lektor, sendi blöðunum greinar- gerð, þar sem hann benti á, að skrif blaðanna, einkum „Afton blaðsins“, væru bygð á upplýs- ingum, sem algerlega væru gripnar úr lausu lofti. , I greinargerð Hambros segir svo: „Aðeins einu sinni á þessu ári hefir komið til mála, að Finn ar og Norðmenn hefði eitthvað saman að sælda, nefnilega á norrænu stúdentahátíðinni. Það kom til mála, að Norðmenn tækju þátt í henni. Þeim, sem fylgst hafa með gangi málanna, getur ekki komið það á óvart, að Norðmenn skyldu neita að taka þátt í hátíðinni. Norðmenn tóku þátt í stú- dentahátíðinni í fyrra. En þar sem hinn opinberi fulltrúi Finna braut í bága við hlutleysi samkundunnar með því að mæta í einkennisbúningi hers- ins, þá fanst norskum stúdent- um lítil ástæða til þess að koma saman á ný að óbreyttu ástandi. Afstaða okkar er í samræmi við afstöðu annara frjálsra Norð manna. Við viljum gjarnan vinna með frjálsum, lýðræðis- sinnuðum Finnum á sama grund velli og með Dönum og Svíum. Þetta er eina skiptið, sem Norska fjel. 1 Uppsölum hefir vísað á bug frumkvæði sænskra stúdenta til norrænnar sam- vinnu. Okkur þykir leitt, að sænskt blað (,,Aftonbladet“) skuli hafa sjeð ástæðu til þess að leggja þessa afstöðu okkar út sem andúð“. Blað Norðmanna í Löndon, „Norsk Tidend“ segir í rit- stjórnargrein um þetta mál: „Deilan um afstöðu danskra og norskra stúdenta til stúdenta hátíðarinnar er sem betur fer ekki alvarleg, þótt sænsk blöð hafi viljað gera mikið úr henni. Skrif þeirra um málið hafa bor- ið keim af skilningsleysi, sem stingur mjög í stúf við greinar- gerðir stúdentanna sjálfra. Sænsku og norsku stýdentafje- lögin urðu meira að segja að setja ofan í við „Aftonbladet“ út af skaðlegum skrifum þess um málið.“ Norð,menn taka sjer ekki nærri skrif „Aftonblaðsins“. Af staða þess til suðlægara ríkis, sem ekki er norrænt, er of vel þekt til þess. Aftur á móti er það dálítið ískyggilegt, hve lítið ber á vingjarnlegri afstöðu til Norðmanna í öðrum blöðum. Þegar norsku stúdentarnir neituðu að senda fulltrúa á stúd entahásíðina, var ástæðan ekki barnalegt ofstæki. Það er á- byggilegt að framkoma þeirra er í samræmi við hugsunarhátt TTorðmanna yfirleitt. Það verður að taka tillit til hins raunveru- lega ástands, meðan Finnar heyja s,tríð með fjendum Norð- manna. Það lítur út fyrir, að Finnar sjálfir skiiji þessa afstöðu bet- ur. Það kemur fram í finska blaðinu „Svenska Pressen“. Blaðið segir rjettilega, að „af- staða Norðmanna sje skiljanleg, enda þótt sundrungin, sem af henni leiði, sje sorg!eg.“ Það er sanarlega sorglegt á- standið á Norðurlöndum í dag. Það er engum mannlegum mætti kleift að gera grein fyrir öllu því, sem hefir orðið til þess að norræn samvinna hefir beð- ið stóran hnekki og löndin ein- angrast. Það er skiljanlegt, að Svíar hafi álitið það siðferðis- lega skyldu sína að reyna a'ð miðla málum og halda uppi norrænni samvinnu. En barátta Svía sjálfra fyrir hlutleysi hef- Fpamli. á bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.